Þjóðviljinn - 26.08.1978, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 26.08.1978, Qupperneq 3
Laugardagur 26. ágúst 1978'ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Stærsti framleióandi skólahúsgagna á landinu til aö kjósa 263. staðgengil Péturs postula VATIKANINU 25/8 (Reuter) — Kardinálar rómversk-kaþólsku kirkjunnar hófu i dag lokaöan fund — conclave — til aó kjósa eftirmann Páls páfa sjötta. Hundraö og ellefu kardinálar taka þátt i fundinum og gengu þeir i prósessiu inn i sixtinsku kapelluna, þar sem fundurinn er haldinn, eftir aö þeir höföu beöist fyrir i pálinsku kapellunni. Voru þeir klæddir i hvitt rykkilin og skarlatsrauöar skykkjur og meö rauöar húfur meöan þeir gengu inn I sixtinsku kapelluna. Þeir voru allir með hymna-bækur með sér og sumir sungu en aþrir báö- ust fyrir. Meökardinálunum voru tólf prestar sem eiga aö vera þeim til aöstoöar á fundunum, og gekk einn fyrir prósessiunni og bar gylltan kross. Kardinálarnir mega ekki yfir- gefa fundinn fyrren þeir eru bún- ir aö kjósa 263. staðgengil Péturs postula. Búist er viö þvi aö þaö muni taka marga daga, þvi aö kardináli þarf aö fá tvo þriöju hluta atkvæöa til aö ná kosningu, og hafa kardinálunum þvi veriö fengin svefnherbergi I grennd viö sixtinsku kapelluna. Allir gluggar á þessum húsakynnum hafa verib byrgöir og aöstoöarmenn kardi- nálanna, prestar, skriftafeður og þjónar, hafa veriö látnir sverja hátiðlegan þagnareiö. Enginn má yfirgefa þennan staö fyrr en páfakjöri er lokið, og hver sá sem lætur eitthvaö upp um kosning- arnar verður bannfæröur. Aö undanförnu hefur veriö unniö aö þvi aö undirbúa sixtfnsku kap elluna fyrir páfakjöriö. Kosiö veröur fjórum sinnum á dag, þangað til einhver fær tvo þriðju atkvæöa, og fer fyrsta at- kvæöagreiöslan fram kl. hálf átta i fyrramálið. I siöustu páfakosn- ingum náði Páll páfi kjöri eftir aöeins 36 klukkustunda fund, en búist er viö þvi aö kosningarnar taki miklu lengri tima nú, því aö enginneinn kardináli hefur unniö sér fylgis sem liklegur eftirmaöur Páls páfa. Að hverri atkvæöa- greiöslu lokinni er atkvæöaseöl- unum brennt, og er efnum bland- aö saman viö þá, þannig aö reyk- urinn verður svartur ef páfakjör hefur ekki tekist, en hvitur ef páfi hefur verið kjörinn. Þetta eru einumerkin sem berast umheim- inum um framvindu kosning- anna. Eiturgasský út í andrúmsloftið WICHITA, Kansas, 25/8 (Reuter) — Banvænt eiturgas- ský lak i gær út úr eldflauga- bækistöö nálægt Wichita i Kansas i Bandarikjunum, og varö einum manni aö bana. Sex menn uröu fyrir eitrun og ibúar smábæjar uröu aö yfirgefa heimili sin. Eiturgasið, nitrogen tetroxid, komst út i andrúmsloftiö vegna bilunar i ventli i eldflaugabæki- stöðinni, sem er 50 km fyrir suðaustan Wichita. Einn af starfsmönnum stöövarinnar særöistsvo mikiö, aö hann lést á sjúkrahúsi skömmu siöar, og tveir menn sem voru að setja eldsneytiá eldflaugar urbu fyrir eitrun og er ástand þeirra taliö alvarlegt. F jórir aörir menn eru undir lækniseftirliti. Vegna eiturgasskýsins uröu 150 ibúar nágrannaþorps aö yfirgefa heimili sfn. Talsmaöur bandariska flug- hersins sagöi að þetta eiturgas gæti valdiö mildum bruna i augum, eyrum, nefi, hálsi og húö, en ef þaö væri mjög þétt gæti það valdiö banvænum brunasárum: ,,þaö grefur sig i gegnum húöinainni likamann”, sagöi hann. Þótt fyrsta eiturgasskýið heföi leystst upp sagöi tals- maöurinnaðenn værileki I eld- flaugabækistööinni, og gæti hann valdiö nokkrum vand- ræðum. Framhald á 18. siöu Hægagangsverkfall á frönskum flugvöllum PARIS 25/8 (Reuter) — Flug- umferöarstjórarí Paris byrjuöu i dag á hægagangsverkfalli til aö krefjast betri vinnuskilyröa, og er þetta f annað sinn i sumar sem þeir gripa til slikra aö- gerða. Þetta hægagangsverkfall ber uppá eina mestu umferöarhelgi sumarsins, og er þvi óttast aö mikið öngþveiti veröi i flugum- ferö næstu daga, Talsmenn franskra flugfélaga sögöu þóaö þeir vonuðust til aö verkfalliö ylli ekki stórfeldum töfum, og komist yröi hjá þvi öngþveiti sem varö á helstu flugvöllum, þegar hægagangsverkfall var gert i lok júli. Bjuggust tals- mennirnir viö aö ednungis 10 af hundraði af ferðum flugfélags- ins Air France féllu niður. En nokkrar tafir uröu á flug- völlum Parísar i dag, og var einkum óttast aö hægagangs- verkfalliö kæmi illa niður á leiguflugi. I sliku verkfalli af- greiöa flugumferðarstjórar aö- eins áttaflugvélar á klukkutfma i staö 12-15. Kardínálar sitja á lok uðum fundi Látnir lausir þar sem fjölbreytni og framleiósla er mest eru kaupin best NÝJA DELHI 24/8 (Reuter) — Fjórtán erlendir félagar I ind- verskum trúflokki sem voru handteknir fyrir meira en tveimur mánuöum fyrir nætur- skark fyrir utan heimili aldur- hnigins indversks stjórnmála- manns, Jayaprakash Narayan, voru látnir lausir I dag. Þessir fjórtán menn — tólf ttalir, einn Grikki, og einn Svisslendingur — voru úr trú- Fær ljóst flokknum Ananda Marga („sælugatan”) og gerðu þeir hungurverkfall fyrir utan heim- ili Narayans i júnl til aö kref jast þess aö hann beitti sér fyrir þvf að leiötogi trúftokksins, Prab- hat Ranjan Sarkar, yröi látinn laus úr fangelsi. Voru fjórtán- menningarnir látnir lausir á þeim forsendum að ekkert illt heföi sannast á þá. fólk oftar krabbamein í húð? WASHINGTON 25/8 (Reuter) — í skýrslusem gerðhefur veriö fyrir bandarisk heilbrigöisyfirvöld segir að bláeygt fólk og ljóst yfir- litum frá Noröur-Evrópu sem býr Iheitari löndum eigi miklu meira á hættu að fá krabbamein I húö en nokkrir aörir. Segir skýrslan aö þessu fólki sé ráölegast ab halda sig inni viö milli kl. tiu á morgn- ana og tvö eftir hádegi, en þó gætu sólkrem veitt nokkra vörn gegn húðkrabba. STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. SKEIFUNNI 8 REYKJAVIK SIMAR: 33 5 90 & 3 5110 %

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.