Þjóðviljinn - 26.08.1978, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 26.08.1978, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. ágúst 1978 Bflafloti Grindvikinga var notaður til þess að hindra alla umferð um veginn til fjarskiptastöðvar hers ins. skeið verið starfrækt á vegum bandariska flotans I góöri sam- vinnu og árekstralaust við ibúa bæjarins og er það von min að svo megi einnig veröa i framtið- inni. Sem vott um þakklæti fyrir veitta aðstoð og fyrirgreiðslu á undanförnum árum, hafa starfsmenn fjarskiptastöðvar- innar ákveðið að bjóða nokkrum bæjarbúum og fjölskyldum þeirra að heimsækja stöðina sunnudaginn þriðja september kl. 2.30 til 6.30 eftir hádegi. Er það von okkar að þér og fjölskyida yðar sjáið yður fært að sækja okkur heim þann dag, og njóta með okkur þeirra veit- inga og skemmtunar sem á boð- stólum verða. Vinsamlegast F.G. Keller, C.W. 02 USN” Til að gera okkur undirbúning auðveldari er þess vinsamleg- ast farið á leit að þér fyllið út seðilinn hér að neðan, og skilið á lögreglustöðina (!) i Grindavik, ekki siðar en 30. ágúst, þar sem við munum nálgast hann. Nafn...............og .... aðrir Ég get þegið boðið......... Ég get ekki þegið boðið........ Þessa dagana lætur banda- riski sjóherinn bera dreifibréf i hvert hús i Grindavik. Þar er bæjarbúum þökkuð góð og árekstrarlaus samvinna og boð- ið til teitis fyrir veitta aðstoð og fyrirgreiðslu. Ekki hafa sam- skipti Grindvikinga við Banda- rikjaher ætíð verið snurðulaus. A útmánuðum ’76 gerðust menn um land allt þreyttir og argir vegna yfirgangs eins aðildar- rikja Atlantshafsbandalagsins i islenskri fiskveiðilögsögu. Frei- gátur hennar hátignar Breta- drottningar gerðust sifellt ágengari við islensku varðskip- in og ógnuðu lifi varðskips- manna og framtið sjómanna- stéttarinnar. Suðurnesjamenn vöktu athygli landsmanna á af- skiptaleysi „varnarliðs” NATÓ og Bandarikjanna af þessari árás erlends bandamannaflota á islenskt fullveldi. Þeir lokuðu hliðum Keflavikurflugvallar og Grindvikingar lokuðu veginum að fjarskiptastöð hersins við Grindavik með fyrirhleðslu og bilum sinum. Stóðu þeir vörð á veginum og vakti þetta framtak þeirra alþjóðlega athygli; og hefur eflaust átt sinn þátt i þvi að opna augu íslendinga fyrir hinu sanna eðli herstöðvarinnar i Miðnesheiðinni, og gagnsleysi hennarfyrir islenska hagsmuni. Dreifibréf bandariska sjó- hersins er svohljóðandi: „Fjarskiptastöð Varnarliðs- ins hefur nú um nokkra ára Hér eru nokkrir Grindvfkingar á vakt á grjótgarðinum sem ýtt var upp Imótmælaskyni við aðgerðaleysi „verndaranna” I landhelgisstriðinu. I baksýn er fjarskiptastööin þar sem halda á þakkarsamsætið. Grindvikingar hafa vafalaust ekkert á móti þeim Bandarikja- mönnum sem vinna i fjarskipta- stöðinni, en þeir vöktu á sinum tima eftirminnilega athygli á þvi að þeir eru ekki hér til þess að verja Island fyrir „vinum” sinum og hafa ekki bolmagn til „varna gegn óvinum”. -ekh. En eru varla þakklátir fyrir að þad voru einmitt Grindvík- ingar sem sýndu fram á hið rétta eðli her- setunnar Bréf til bladsins: Hræsni A 10 ára afmæli ihlutunar Varsjárbandalagsins I tékknesk innanrikismál, með Rússa I for- sæti, ætluðu lýðræðisflokkarnir á Islandi að láta menn finna fyr- ir lýðræðisást sinni, en hér fór nokkuð á annan veg. Lýðræðissinnuð æska meö Finn Torfa til bragðbætis tók sér stöðu á Lækjartorgi og tal- aði af miklum sannfæringar- krafti um það, hve það væri út i hött, þegar kommar væru að látast gagnrýna Rússa. Ugglaust létu þeir sig ekki vanta þeir gúðmenni Hitlers eða Guðdellingar, — en hvers vegna komu þessir lýðræðissinnar ekki með okkur kommum að rússneska sendiráðinu og mót- mæltu þar, eins og þegar Pétur Benediktsson efndi þar til mót- mæla hér um árið? Lýðræðisflokkarnir treystu sér ekki til þess að hlusta á það aö hersetu Rússa I Tékkósló- vakiu væri likt við hersetu Bandarikjamanna hér á landi. Það mátti heldur ekki hlusta á það ef einhver kommanna minnti á 5. mai 1951, þegar lýö- ræðislepparnir þrir hjálpuðu Bandarikjamönnum til þess að svikja loforðin frá lýöveldishá- tiðinni 1944,en þann 17. júnl það ár á Þingvöllum hljómaði vítt um vellina: „Voldug vinaþjóð tekur að sér varnir landsins, en lofar þvl að fara héðan strax að stríði loknu”. Þá er það athyglisvert að Natóflokkur nr. 1 eöa Sjálf- stæðisftokkur kemur nú með Ihlutun um skipun ráðherraem- bætta, þar sem forseti Isiands hefur falið öðrum en honum að mynda stjórn og þverbrýtur þar meðlýðræði þessa lands, einsog Rússar gerðu i Tékkóslóvakiu 1%8. Þvi segi ég, eða visa til bylt- ingarmannsins frá Nasaret: ,,Vei yður. þér hræsnarar”. Arnór Þorkelsson. Sól- kveöju- hátíðin nálgast Undanfarin kvöld hefur hópur ungs fólks unnið kappsamlega að undirbúningi Sólkveðju- hátiðarinnar ógurlegu, sem verður n.k. sunnudag, ef vel viðrar. Hópurinn hefur aösetur I Austurbæjarskólanum og þegar ljósmyndari Þjóðviljans ieit þar við I fyrrakvöld var allt I fullum dampi. Ekki virðist þvl ætla að standa á neinu, nema e.t.v. veðrinu, en eins og veðurfarinu er háttað á þessu horni landsins verða menn vist að búa sig undir að sólkveðjuháttðinni verði frest- að ef hann leggst I rigningar og rok. „Tilefni sólkveðjuhátiðarinnar er að lifga örlitið upp á miðbæ Reykjavikur”, segir i frétt frá t leikfimisal Austurbæjarsólans er skammt stórra högga á milli Þangað hefur athygli þjóðarinnar beinst um langar talninganætur eftir kosningar, en nú beinist athyglin aö undirbúningi sólkveðju- hátiðarinnar sem haidin verður á sunnudaginn kemur ef veðurguð- irnir leyfa. Myndina tók eik á fimmtudagskvöld, þar sem unnið var við grimugerð og annan undirbúning hátiðarinnar. undirbúningshópnum, „og veita fólki tækifæri til þess að skemmta sér á ódýran en fjölbreyttan hátt.” Hátiðin hefst á skrúðgöngu frá Skólavörðuholti kl. 14.30 og verður gengið sem leið liggur niður á Lækjartorg með hljóð- færaleik og skrúðsýningu. Á Lækjartorgi og I Ausursræti fer hátiðin sjálf fram. Fjölmargt verður þar til skemmtunar, hljóð- færaieikur, trúðar, spámaður, leikarar o.m.fl. Ahersla er lögð á að allir Reykvikingar ungir sem aldnir taki fullan þátt i gamni þessu, búi sig upp á tilheyrandi hátt og sprelli af öllu afli. —AI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.