Þjóðviljinn - 26.08.1978, Side 7
Laugardagur 26. ágúst 1978 [ÞJÓPVILJINN — SIÐA 7.
Landsmönnum hlýtur að vera ljóst að einstaklings-
framtakið hefur rækilega sannað getuleysi sitt.
Og maður mætti ætla að nú væri tími til að gera
róttækar breytingar í efnahags- og félagsmálum
Petur Kristiansson
rafvirki.
Er vor í lofti í ís-
lenskum stiómmáluni?
Malmö 20. ágúst 1978.
Er vor í vændum i islenskum
stjórnmálum? Þessi spurning
leitar sjálfsagt að hugum
margra vinstri manna i dag,
eftir glæsilegan sigur Alþýðu-
bandalagsins i alþingis- og
borgarstjórnarkosninguum. En
það eru sjálfsagt jafnmargir
sem efast um nánustu framtið
vinstri-hreyfingarinnar, ekki
sist vegna þeirra áfalla sem hún
hefur orðið fyrir á undanförnum
áratug, og á ég þá sérstaklega
við brölt þeirra „blöðruhausa”,
Hannibals Valdimarssonar og
Bjarna Guðnasonar, sem virt-
ust leggja meiri áherslu á að
halda sinni eigin _persónu i
sviðsljósinu, heldur en að sýna
samstarfsvilja og vinna að heill
þjóðarinnar, miðstýrðir beint
frá Morguníilaðshöllinni.
Efnahagsástand þjóðarinnar
er orðið svo slæmt, að ekkert
getur bjargað nema grundvall-
arbreytingar á efnahagsstefn-
unni. Stefna Sjálfstæðisflokks-
ins og fylgiflokka hans (Alþýðu-
flokksog Framsóknar) hefur nú
endanlega sannað hversu röng
og þjóðskaðleg hún er. — Það,
hversu Alþýðubandalagið hefur
stækkað jafnt og örugglega á
siðustu árum, getur það þakkað
þvi, fyrst og fremst, að flokkur-
inn hefur staðið betri vörð um
stefnuskrá sina og hugsjón, en
hinir flokkarnir og ekki fallið i
þá freistni, að fylgja tækifæris-
stefnu. Fólkið á að koma til
flokksins. — „Jójó” -fylgi Al-
þýðuflokksins er afleiðing þeirr-
ar tækifærisstefnu sem flokkur-
inn hefur fylgt.
Pólitísk nauðsyn
Það er beinlinis nauðsynlegt,
að Alþýðubandalagið veiti
næstu stjórn forstöðu, vegna
hinnar bráðaðkallandi þarfar á
grundvallarbreytingum i efna-
hagsmálum og vegna þess að
langþreyttir verkamenn eru
orðnir langeygir eftir verka-
lýðsvinveittri rikisstjórn. Þar
sem Framsóknarflokkurinn
virðist vera eini flokkurinn auk
Alþýðubandalagsins, sem
myndi hugsanlega þora aö
fylgja þvi stefnuskráratriði
sinu, „enginn her i landinu á
friðartimum”, þá verður Al-
þýðubandalagið einfaldlega að
biða eða gera langtimaáætlun
með að koma bandariska „ó-
þverranum” úr landi, þangað til
að Framsókn er orðin nógu stór
að hægt sé að notast við hana.
Alþýðuflokkurinn hefur á sið-
ustu árum haft nákvæmlega
sömu efnahagsstefnu og Sjálf-
stæðisflokkurinn, að minnsta
kosti hefur ekkert komið fram,
sem bendir til annars. Skýrasta
dæmið um hugmyndafátækt Al-
þýðuflokksins er, að um leið og
þeir komu fram með tillögur til
úrbóta i efnahagsmálum, þá var
að sama gamla ihaldslumman,
rjóta nýgerða frjálsa
samninga og gengisfelling.
Alþýðuflokkurinn er litill flokk-
ur með mikið fylgi, sem hann á
vissulega möguleika á að
tryggja með þvi að taka þátt i
vinstri stjórn og fylgja sinni
sósialdemókratisku stefnuskrá,
sem jú flokkurinn, þrátt fyrir
allt, þykist standa fyrir, og af-
má þar með þá mynd, sem
flokkurinn hefur haft á sér.
Gætum lært
af Svíum
Ég hef dvalið um eins árs
skeið i Sviþjóð og fengið nokkuð
góða mynd af þjóðfélaginu. Ég
leyfi mér að fullyrða, að það er
margt sem við Islendingar get-
um lært af Svium. — Sviar eru
tvimælalaust komnir lengst
allra þjóða hvað snertir velmeg-
un, alm. tryggingar, heilsu-
vernd og félagsmál almennt.
Sviar voru það skynsamir, að
kjósa sér sósialiska rikisstjórn i
50 ár og skapa sér þjóðfélag
sem hugsar vel um þegna sina.
Það er alltaf talað um að ekki sé
raunhæft að bera island og Svi-
þjóð saman vegna þess að Sviar
séu svo rikir. Þetta er misskiln-
ingur. Sviar eru i raun ekkert
rlkari en við, en þeir hafa hins
vegar hagnýtt sinar auðlindir
svo miklu skynsamlegar, og eru
fyrir löngu búnir að gera sér
grein fyrir þvi, að sterk þjóöfé-
lagskennd hjá hverjum einstak-
lingi og samvinna er grundvöll-
urinn fyrir fallegu lifi og vel-
megun. Launajafnrétti er meira
i Sviþjóð, en i öðrum löndum. Svi
ar hafa jafnað launin i gegnum
skattakerfið. Dæmi um þetta er
að iðnaðar- og verkamenn hafa
um 5000 sænskar krónur á
mánúði og greiða af þvi 1500
S.kr. i skatt. Séu þetta
einu tekjurnar, þ.e.a.s. að maki
vinni ekki úti, þá tilkemur leigu-
styrkur að upphæð 100 til 900
s.kr. á mánuði (fer eftir fjöl-
skyldustærð og húsnæðisstærð).
Þannig að nettó verða tekjurnar
3.600 til 4.400 s.kr. á mánuði.
Læknir hefur hins vegar um
10.000 s.kr. á mánuði og af þvi
greiðir hann um 5.500 s.kr. i
skatt. Brúttótekjurnar eru of
háartil að leigustyrkur tilkomi.
Læknirinn hefur þvi i nettótekj-
ur 4.500 s.kr. Það er eðlilegt að
hinn almenni islenski þegn eigi
erfitt með að tileinka sér sam-
vinnuhugsjón og þjóðfélags-
kennd, þar sem Morgunblaðið
hefur troðið sér svotil inn á
hvert einasta heimili á landinu,
i krafti auðmagns og logið þvi
að þjóðinni, að einstaklings-
framtakið og erlent auðmagn sé
undirstaða bættra lifskjara og
velmegunar. Þessi iðja
Morgunblaðsins og Sjálfstæðis-
flokksins hefur miðað mark-
visst að þvi að brjóta niður
sjálfstæði þjóðarinnar, ala á
minnimáttarkennd hjá Islend-
ingum og skapa grundvöll fyrir
þvi að Island missi sjálfstæði
sitt og verði innlimað i Banda-
rikin. Til að halda öllu svinari-
inu gangandi hafa verið tekin
erlend lán og nú sitjum við uppi
með skuldabagga upp á 160
miljarða. Efnahag á heljar-
þröm. Landsmönnum hlýtur að
vera ljóst, að einstaklingsfram-
takið hefur rækilega sannað
getuleysi sitt. Og maður mætti
ætla að nú væri timi til kominn
að gera róttækar breytingar i
efnahags- og félagsmálum.
Ömurleg mynd
Ég minnist þeirra orða, sem
Gylfi Þ. Gislason hafði eftir
dönskum kollega sinum á fundi i
Austurbæjarbiói á siðustu dög-
um Viðreisnar:
„A tslandi er hægt að fá fleiri
tegundir af búðingsdufti, heldur
en á hinum Norðurlöndunum”.
Þetta er alveg hárrétt. Hér i
Sviþjóð hefur maður yfirleitt
ekki möguleika á að velja á
milli tveggja tegunda af búð-
ingsdufti, og er ekki að sjá, að
sænstca þjóðin beri nokkurn
skaða af þessu „óréttlæti”. Hins
vegar er rétt að benda á, að á
bakvið hverja búðingstegund
sem liggur á hillum matvöru-
verslanna á Islandi, stendur
heilt fyrirtæki með fullu starfs-
liði sem vinnur það þjóðskað-
lega starf að eyða þeim gjald-
eyri sem aflast. Það nægir þvi
meira segja ekki, en þá eru bara
tekin erlend lán. Þetta er báknið
sem við Islendingar þurfum að
losa okkur við.
Vont stjórnarfar
Það er sorgleg staðreynd, að
eftir svo til samfellda hægri
stjórn á Islandi i 20 ár, likist
stjórnarfarið meira ástandinu i
rikjum Suður-Ameriku en i
menningarriki. Stjórnarfar sem
vont er við þegna sina. Stjórnar-
far sem miðar að þvi að selja út
hráefni sitt, en flytja inn full-
unnar vörur, og borgar verka-
mönnum smánarlaun fyrir allt-
of langan vinnudag, þjónar að-
eins bröskurum og græðgispúk-
um. 1 stað þess á að fullvinna
hráefnið og borga há laun, sem
gefur sjálfkrafa innlendum iðn-
aði það stuð sem hann skortir.
Eitt er vist að ekki gengur að
troða allri þjóðinni inn á skrif-
stofur. Það er ömurleg mynd
sem blasir við manni á götum
Reykjavikur, ungir og hraustir
menn á skjalatöskurölti á leið
inn i Landsbankann eða inn i
Tollstöð til að leysa út parti af
danskri mold eða finnskum
mosa. Og það ku vera hagstæð-
ara fyrir bændur að kaupa
slatta af landbúnaðarvélum á
haustin og selja þær að vori, en
að yrkja jörðina.
Bílifi stór- og
smákapítalista
Ég vona innilega að Alþýðu-
bandalaginu takist að mynda
meirihlutastjórn. Tel það raun-
ar lifsspursmál fyrir þjóðina.
Ég leyfi mér að vænta þess að
meðal fyrstu verkefna hjá hugs-
anlegri nýrri vinstri stjórn yrði
eftirfarandi: Að ekki verði hik-
að við að stórhefta innflutning á
alls kyns óþarfa sem ógnar
efnahag þjóðarinnar. — Að
skerða og gjörbreyta afskriftar-
reglum fyrirtækja og stórauka
skatt á einkafyrirtækjum.
Verkamenn eru búnir að fá sig
fullsadda á að halda uppi bilifi
stór- og smákapitalista. — Að
strax verði tekið upp stað-
greiðslukerfi skatta, sem jafn-
framt miði að stórfelldri launa-
jöfnun. — Stefnt verði að þvi að
skapa góðan grundvöll fyrir
samvinnufyrirtæki sem að á
skömmum tima gætu tekið yfir
helstu atvinnufyrirtækin, svo
sem frystihúsin og byggingar-
iðnaðinn. —- Að gjörbreyta
stefnunni i húsnæðsismálum.
Horfið verði frá þvi að neyða
fólk til ibúðarkaupa, en það hef-
ur haft það i för með sér að ungt
fólk hefur þurft að eyða tiu
fyrstu búskaparárum sinum i
æðislega baráttu við að koma
þaki yfir höfuðið. Þessi hús-
næðisbarátta hjá ungu fólki
hefur forheimskandi áhrif á það
auk þess að valda andlegum og
likamlegum skaða. 1 stað þess
beiti rikið sér fyrir byggingu
leiguibúða og ibúða með lágri
útborgun og afborgun sem mið-
ast við leiguverð. Stofnuð verði
rikisfasteignasala sem miði að
þvi að gera ibúðarverð raun-
hæft. — Þjóðhagsstofnun verði
„stokkuð upp”. Stofnunin i nú-
verandi mynd er gagnslaus,
vegna þess að hún er
prógrameruð eftir kokkabókum
Sjálf stæðisflokksins.
Það tæki nokkur tölublöð að
telja upp alla þá málaflokka
sem róttækra breytinga þarfn-
ast, en læt ég þetta nægja að
sinni.
Það þurfa að vera vinnusamir
menn sem skipa ráðherrasæti i
næstu rikisstjórn. En þar sem
það leynast króniskir „sniglar”
i forystuliði Alþýðuflokksins, vil
ég benda á, að upplagt er að
skeinkja slikum t.d. utanrikis-
mál.
Baráttukveðja.
Pétur Kristjánsson,
rafvirki.
Nýtt Alþingismannatal komiö út
Geymir upplýsingar
um 611 alþingismenn
Alþingismannataliö kynnt i fyrradag. Frá vinstri: Friöjón Sigurös-
son, Gils Guömundsson, Þorvaidur Garöar Kristjánsson, Asgeir
Bjarnason, Halldór Kristjánsson og Lárus H. Blöndal.
Út er komið nýtt Alþingis-
manntal en aldarfjóröungur er
siðan siðasta tal kom út. Undir-
búningur að útgáfu nýja Alþingis-
manntalsins hófst þegar sá timi
nálgaðist að 130 ár voru liðin frá
endurreisn Alþingis tslendinga,
100 ár frá þvi er Alþingi fékk aö
nýju löggjafarvald og 1100 ár frá
upphafi islandsbyggöar
Hið nýja Alþingismannatal nær
til allra sem tekið hafa sæti á
Alþingi frá þvi það var endurreist
1845 til ársloka 1975, að meðtöld-
um Þjóðfundarmönnum, alls 611
manns. Til viðbótar eru teknir
þeir sem kjörnir hafa verið til
setu á þjóðþinginu, en tóku aldrei
sæti þar. Einnig eru I ritinu þeir
menn, sem vegna stöðu sinnar
hafa tekið beinan þátt i störfum
Alþingis auk kjörinna þing-
manna, en það eru, konungsfull-
trúar, landshöfðingjar og ráð-
herrar sem ekki voru alþingis-
menn.
Fremst i ritinu eru tveir stuttir
kaflar, sem nefndir eru: Þingið
og þjóðin og Alþingishúsið. 1 fyrri
kaflanum er stutt yfirlit um
skipan þingsins og vald og hversu
það var kosið og þróun þeirra
mála. í siðari kaflanum eru
örstutt drög að sögu Alþingis-
hússins.
Aftan til i ritinu er yfirlit um
þingmenn, flokkað eftir kjöri og ,
kjördæmum og i timaröð. Þar eru
einnig skrár um tima og lengd
þinga, forseta Alþingis og rikis-
stjórnir og ráðherra. Loks eru i
ritinu nokkrar ættarskrár til að
sýna ættartengsl þingmanna þar
sem þau hafa verið einna mest.
Ferill þingmanna á að vera
rakinn til ársloka 1975 og ekki
lengur, að þvi undanteknu að get-
ið er dánardægra fram á árið
1978. Eins og i fyrri útgáfum er
getið um þingsetu, foreldra og
maka, námsferil og atvinnu og
helstu trúnaðarstörf, sem Alþingi
eða rikisstjórn hefur falið mönn-
um, auk formennsku i landssam-
tökum. Nánar eru trúnaðarstörf
ekki greind. Þingmennska er hér
miðuð við kjörtimabil, en ekki
setu á Alþingi eins og verið hefur
fyrr i Alþingismannatali.
Ritaskrá þingmanna á að ná
yfir sjálfstæð útgáfuverk, en ekki
almennt til greina i blöðum og
timaritum, nema þær hafi verið
sérprentaðar. Ekki þótti ástæða
til að geta safnrita, þar sem aug-
ljóst er að manna hlýtur að vera
getið, svo sem lækna i læknatali,
kennara i kennaratali o.s.frv.
Heimildaskráin er hvergi nærri
tæmandi, enda er þingmanna
viða getið i minningabókum, að
ekki sé talað um ævisögur þing-
bræðra þeirra.
1 ritinu eru myndir af öllum
alþingismönnum, sem vitað er
um að myndir séu til af. Auk þess
eru i ritinu hópmyndir af þing-
mönnum frá árunum 1893, 1903,
1909, 1930 og 1974.
Að samningu Alþingismanna-
tals 1845-1975 hafa unnið Lárus H.
Blöndal bókavörður, Ólafur F.
Hjartar bókavörður, Halldór
Kristjánsson frá Kirkjubóli og
Jóhannes Halldórsson deildar-
stjóri. Af hálfu forseta Alþingis
var Gils Guðmundsson einkum til
ráðuneytis um gerð bókarinnar.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
annast sölu Alþingismannatals
1845-1975 og dreifingu þess til
bókaverslana.
Alþingismannatalið hið nýja er
531 bls. að stærð og kostar kr.
15000 i bókaverslunum. —Þig.