Þjóðviljinn - 26.08.1978, Side 12

Þjóðviljinn - 26.08.1978, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJnW Laugardagur 26. ágúst 1978 Umsjón: Hallgerður Gísladóttir Kristín Ástgeirsdóttir Kristín Jónsdóttir Sólrún Gísladóttir Steinunn H. Hafstað EKKERT AÐ ÓTTAST Það hefur varla farið fram hjá neinum sem les hægri press- una að staðaldri að i þeim her- búðum hafa menn þungar áhyggjur af þeim áróðri og kommúnisma sem vinstri sinn- aðir kennarar þrengja upp á blessuð börnin. Nú er kominn timi til að gera eitthvað i málinu segja þeir göðu menn. En það er aldrei minnst á þá borgaralegu og oft- ast ihaldssömu innrætingu sem finna má i kennslubókum og öðru því sem ætlað er börnum I útvarpi, sjónvarpi, kvikmynd- um, blöðum og bókum. Það til- heyrir bara hinu eðlilega upp- eldi i „lýðræðisþjóðfélagi”. bomm bomm til æsisagna um hetjuna Nancy, ofurhugann Bob Moran eða CIA-njósnarann Chris Cool sem ætlaðar eru ung- lingum. Það verður ekki annað séð en að efnið sé f jölbreytt, en hversu vel það lýsir raunveruleikanum er önnur saga. Flestar þessar bækur verður að telja til afþrey- ingasagna, þær hafa litið upp- lýsingagildi og bæta litlu við reynslu eða Imyndunarafl les- andans, enda er hugmynda- fræðin mest á einn veg. Þar er skemmst frá að segja að alls konar fordómar vaða uppi. Þær sýna heim rikidæmis sem alla dreymir um að njóta, stétta- skiptingin er óbreytanlegt lög- mál (þú verður að berjast til að komast upp á við ef ekki kemur einhver rikur og bjargar þér), hlutverkaskipting kynjanna er með „viðurkenndum” og hefð- bundnum hætti, hviti kynstofh- inn er upphafinn á kostnað ann- arra kynþátta og þeldökku fólki CHRISCOOL OGBOB MORAN Nýlega luku þrjár konur ritgerð til BA-prófs við Háskóla íslands sem fjallar um hug- myndafræði i þýddum barna- bókum. Ritgerð þessa er nú að finna á Háskólabókasafninu þar sem hún rykfellur ásamt fjölda annarra ritgerða um ýmis at- hyglisverð efni. Lesendum til fróðleiks ætlum við nú að glugga i verkið og segja frá ýmsu þvi sem þar kemur fram, en á það má minna að hugmyndir um hlutverk kynjanna i kennslubókum hefur löngum vakið gremju okkar Rauðsokka, þótt ýmislegt hafi verið betrumbætt i þeim efnum á siðustu árum. Höfundarnir Auður Guðjóns- dóttir, Kristin Jónsdóttir og Þuriður Jóhannsdóttir geta þess i inngangi að tilgangur rit- gerðarinnar sé að athuga þá mynd sem islensk börn fá af öðrum þjóðum, menningu þeirra og háttum. Hvaða af- staða kemur fram f þessum bókum til þjóða, kynja, kyn- þátta, stétta og þjóðfélagsins al- mennt er sú spurning sem þær fást við. Könnunin nær yfir árin 1971-1975. A þeim árum komu út alls 388 þýddar barnabækur og eru þær margfalt fleiri en bæk- ur islenskra höfunda. Bækurnar eru flokkaðar niður eftir efni og kemur i ljós að sakamálasögur eru langstærsti flokkurinn eða 80, þar af 51 bandarisk. Ævintýri um dýr koma næst 46, fræðslubækur eru 32, ævintýri30, stelpubækur eru 24 o.s.frv. Könnuninmiðasteingöngu við þær bækur sem sýna raunveru- leikann og verða þá eftir 175 bækur þegar búið er aö vinsa úr. Þessar bækur fjalla um ýmis efni allt frá sögum fyrir yngstu börnin eins og bækurnar um Aróru og Alexander fili bomm LEYSA VANDANN sýnd hin mesta fyrirlitning auk þess sem auðvaldsþjóðfélagið með yfirgangi þess, kúgun og arðráni er hvergi vefengt, held- ur er herskari ungra ofurhuga á þeytingi um viða veröld til að verja það gegn útsendurum kommúnismans, Skal nú vikið betúr að einstökum flokkum. Börn i nútíma samfé- lagi. 1 þessum flokki er að finna flestar bestu bækurnar. Þær sýna nokkuð sanna mynd af þjóðfélaginu eins og það er i dag. Börn útivinnandi foreldra, börn sem búa i kommúnum (sem er þó framandi fyrir is- lensk börn), börn sem eiga við vandamál að striða eins og ein- manaleika (Jósefinaeftir Maríu Gripe). Þarna er jafnvel að finna dæmi um þaö aö móðirin vinni úti en faðirinn sjái um heimilið en slikt verður að telja til undantekninga (Aróru bæk- urnar). Það er athyglisvert að allar bækurnar sem fjallað er um i þessum flokki eru eftir skandi- navíska höfunda (Dettur manni þá ósjálfrátt i hug það svart- nættisraus sem sumir halda uppi um allt það illa sem kemur frá þeim ágætu löndum og kenna um sænsku mafiunni). Ýmislegt kemur fram i þessum bókum um samfélagið, t.d. er fjallað um mengun og strið i bókinni um Pétur og Sóley eftir Kerstin Thorvall. Það kemur fram að ýmsir rithöfundar á Noröurlöndum hafa fylgst með þjóðfélagsþróuninni og tekið mið af breyttum aðstæðum og mættu islenskir höfundar hugsa sinn gang hvað það varðar. Fátækt og strið í þeim bókum sem fjalla um börn sem eiga við fátækt að striða er athyglisvert hve stéttaskiptingin er skýrt dregin fram. Rikir og fátækir koma við sögu, en þarna virðist um lög- mál að ræða. Það er alltaf riki maðurinn eða arfur sem kemur til bjargar. Einum fátækling er hjálpað einkum vegna afburða hæfÚeika sem sá riki uppgötvar, hinir fá að sitja i súpunni. Þrjár bækur fjalla um börn og strið þar af er ein sem höfundarnir telja sýna reynslu sem geti ver- ið sameiginleg börnum stiðs- tima. Litlu Fiskarnir eftir Erik Christian Hauggar. Bókin um Malla-dreng úr Finnaskógi gefur hins vegar ljóta mynd af þeim vondu kommum sem byggja Rússiá og þ-á ekkert heitar en að komast yfir Finnland. Hvers vegna? Við þvi fást engin svör. Hins vegar er gefin sú skýring á raunum föður Malla (hann er sendur til Síberiu og herragarður hans er gerður upptækur) að háttsettur Rússi varð ástfanginn af konu hans. Svona er stéttaandstæð- unum i Rússlandi lýst. Faðir Malla segir um kommana: „Þeir vilja svipta okkur frels- inu”. Það er allt og sumt. Um yfirburði hvita kynstofnsins Sögur um hvita menn sem lenda i ævintýrum i fjarlægum heimsálfum þar sem allt er leyndardómsfullt og hættur á hverju strái hafa löngum verið vinsælar allt frá þvi að Daniel Defoe skrifaði söguna um Ro- binson Kruso, enda hafa margir fetað i fótspor hans. Eftir að skeið nýlendu- og heimsvalda- stefnu rann upp hefur verið mikið framboð af bókum sem lofa framferði hvita mannsins og réttlæta gerðir hans með þvl hve þjóðir hinna fjarlægu heimsálfa séu villtar, hættuleg- ar og ómerkilegar að ekki sé meira sagt. Sögurnar um Tarsan, enska lávarðinn sem afklæðist gervi siðmenningarinnar eins og að skipta um föt og sem talar apa- mál, eruenn að koma út og eru sivinsælt kvikmyndaefni. (Mennerumeiraað segjafarnir að senda hann til Indlands til að bjarga málum þar). 1 sögunum um Tarsan er svertingjunumlýst sem börnum sem hann verður að verja enda þrá þeir að fá að þjóna honum. Aröbum er lýst sem hættulegum og ljótum þrjótum: ,,Já, þeir eru svo sem nógu ljótir til að vera Serkir” segir á einum stað um þá. önnur seria sem hér hefur komið út tvisvar fjallar um hetjuna Pétur Most sem flakkar um heiminn. Þar segir um inn- fædda Astraliubúa: „Hver sá, sem lesið hefur ferðasögur frá Ástraliu, veit hvilik ógn hvitum mönnum stendur af hinum ljótu og lævisu frumbyggjum. Eins og kolsvartir þunnhærðir og læ- visir apar lifa þessir menn nærri þvi sama lifi og dýrin I skóginum”. Þessber að geta að bækurnar um Pétur þennan hafa verið bannaðar á bóka- söfnum i Danmörku vegna þeirra kynþáttafordóma sem i þeim eru. Eins er um Indiána N-Ameriku. Hinar miklu þjóðir sléttanna fá heldur kaldar kveðjur, enda hefur lengi verið reynt að réttlæta grimmileg landrán hvitra manna I Ameriku svo sem alþekkt er úr kvikmyndum. Indiánarnir eru lævisir morðingjar sem beita ógeðslegum aðferðum. Þó má finna undantekningar i bókun- um um Kötu sem flytur til Ameriku ásamt fjölskyldu sinni til að nema þar land. 1 þeim bókum er gerð tilraun til að kynna menningu Indiána lif þeirra og baráttu. Þ j óð f éla gs ádeila Undir þann flokk falla aðeins örfáar bækur. 1 þeim kemur fram gagnrýni á auðvaldsþjóð- félagiðog lögmál þessog sýnt er fram á félagslegar lausnir. Af þessum bókum er llklegast frægust Uppreisnin á barna- heimilinu sem lesin var i út- varpinu hér um árið og ærði alla islensku borgarastéttina. Stelpubækur 1 þessum flokki eru bækur sem fjalla eingöngu um stelpur og eru ætlaðar stelpum. Þetta eru alltósköp góðar stúlkur sem lenda i smáævintýrum I sumar- leyfinu meðan þær dveljast heima i faðmi fjölskyldunnar. Þarna eru engin vandamál, mamma er heima og pabbi heftir lika nægan tima til að sinna stúlkunni sinni (oft skóg- arvörður). Það er einna helst hún Emma sem er svo metnað- argjörn, hún vill verða stjarna i heimi listanna og fyrirlitur allt þetta ómerkilega pakk sem er meðhenni I skólanum. Enda eru allir I fjölskyldu hennár fæddir snillingar. En hér sem annars staðar skortir ekki fordómana og hefðbundin hlutverk. Stelp- urnar laga sig að kvenhlutverk- inu, þær hafa flestar mikinn á- huga á bakstrú„Maður er aldrei einmana, þegar maður er að baka hugsaði Gunna með sér” (Gunnubækurnar). Ástarsögur Auðvitað má þærekki vanta á bókamarkaðinn. En hvaða boð- skap flytja þær? Jú, lifið snýst um það aðná i réttaeiginmann- inn og auðvitað tekst þeim það öllum að lokum (Við Rauðsokk- ur höfum bara ekki náð okkur i rétta gæann, þess vegna erum við að þessustreði segja sumir). 1 bókum Margit Ravn sem hátt ber á þcssu timabili (endurút- gefnar) er þessi boðskapur alls Framhald á 14. siðu sagt frá könnun á hugmyndaheimi þýddra barnabóka

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.