Þjóðviljinn - 26.08.1978, Side 15

Þjóðviljinn - 26.08.1978, Side 15
Laugardagur 26. ágúst 1978-ÞJóÐVILJINN — StÐA 15 X ' / Urslitaleikur Bikarkeppninnar ValurtlA á morgun: Tekst ÍA að sigra í 9. tilraun? Eða sigra Valsmenn annað árið í röð? Hápunktur knattspyrnu- vertiðarinnar í sumar verður á sunnudaginn kl. 14.00 þegar Valur og Akra- nes leiða saman leikmenn sína. Eins og f lestir vita er þetta úrslitaleikur Bikar- keppninnar. Þessi tvö félög hafa ver- ið í slíkum sérflokki i sum- ar að undrun sætir. Félögin hafa leikið mun skemmti- legri knattspyrnu en önnur félög og laðað til sín mun fleiri áhorfendur en önnur lið. Valur og Akranes efndu til blaöamannafundar fyrir stuttu og var tilefnið leikurinn á sunnu- daginn. bar voru forráðamenn félaganna mættir og er óhætt að segja aö þar hafi stór orð fallið. Arni Njálsson, framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar Vals sagði að Valur ynni leikinn 4:0, hvorki meira né minna. Máli sinu til stuðnings sagði hann að alltaf þegar Valur hefði unniö 1A i úr- slitum Bikarkeppninnar hefði verið um stórar tölur að ræða. Gunnar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar Akraness sagði að Skagamenn væru nú i úr- slitum i 9. sinn og hefði þeim aldrei tekist aö sigra. bað væri þvi timi til kominn að breyta þeirri hefö aö tapa i úrslitum. Hjá forráðamönnum beggja félaganna kom i ljós mikil óánægja með frammistööu KSl i sambandi við leikinn. Hefði stjórnin séð um alla framkvæmd i sambandi við hann án samráðs við félögin sem ættu að leika hann. betta töldu bæði liðin ófært. En hvaö sem öllum spám liður er ljóst að þetta verður hörkuleik- ur. Eins og áður sagði eigast hér við tvö bestu lið landsins. bessi lið hafa aðeins leikið einu sinni sam- an i sumar og fór sá leikur fram á Akranesi. Leiknum lauk með sigri Vals 1:0 og fannst mörgum sá sigur óverðskuldaður. Liðin eiga eftir að leika tvisvar saman i sumar. bað er leikurinn á sunnu- daginn og seinni leikinn i 1. deild. bað þarf engum blöðum um þaö að fletta að Skagamenn ætla sér ekkert nema sigur á sunnudag- inn. En það ætla Valsmenn sér einnig og þvi' má fullyrða að leik- urinn verður skemmtilegur og ætti enginn knattspyrnuáhuga- maður að láta hann fram hjá sér fara. Dómari verður Guðmundur Haraldsson. Linuverðir verða þeir Kjartan Olafsson og Oli 01- sen. Fyrirliði Vals er Ingi Björn Al- bertsson en fyrirliði IA er Jón As- kelsson. Leikurinn hefst eins og áður sagði kl. 14.00 á sunnudaginn. A undan aöalleiknum munu strákar úr Val og Akranes leika forleik. SK. Bikarmeistarar Vals 1977. Tekst þeim að sigra annað árið i röð eða vinna Skagamenn sigur i 9. tilraun? Svarið fæst á Laugardalsvelii á morgun. Haukar sigruðu Haukar unnu Fylki i Is- landsmótinui knattspyrnu 2. deild i gærkvöldi er liðin léku á Laugardalsvelli. Lokatölur urðu 2:1 og var staðan þann- ig i ieikhléi. Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins og var það Lárus Jónsson sem það gerði. bað var siðan ólafur Torfason sem jók forustu Hauka i 2:0 en siðan minnk- aði Baldur Rafnsson muninn i 2:1 rétt fyrir hlé. Leikurinn var slakur i Framhald á 18. siöu Selfoss í úrslit Selfoss sigraði Viöi frá Garði 3:1 i aukaleik liðanna um sæti i úrslitakeppni 3. deildar. Selfyssingar byrj- uðu leikinn af miklum krafti og skoruðu 3 mörk á fyrstu tuttugu minútum leiksins. Voru þar að verki þeir Stefán Larsen, Tryggvi Gunnarsson og Sumarliði Guðbjartsson. t siðari hálf- leik skoruðu Viöismenn sitt mark, eftir misheppnaða sendingu á markmann. Afspyrnulélegur dómari þessa leiks var Hreiðar Gislason. „Finnst ég eiga heima í ÍR” Segir Kolbeinn Kristinsson landsliösmaður í körfuknattleik sem hefur tilkynnt félagaskipti úr ÍS í ÍR „Kemur mér ótrúlega mikið á óvart” sagði Steinn Sveinsson IS „Mikill styrkur’ Kolbeinn Kristinsson landsliðsmaðurinn kunni I körfuknattleik. Hann hefur nú gengið úr IS i sitt gamla félag tR. begar Leif Ijósmyndara bar að var Kolbeinn viö vinnu sina á Bakariinu Alfheimum og sést hann hér skarta einni af framleiösluvörum sfnum. Bakar hann andstæðinga sina i vetur? V etrarstarf ið Vetrarstarf TBR hefst 1. september n.k. Að venju er starfsemin umfangsmikil, en meginhluti hennar fer fram i húsi félagsins að Gnoöarvogi 1. Félagar i TBR eru nú um 900. Flestir þeirra eru full- orðið fólk, sem stundar bad- minton sem trimmiþrótt, þvi helsti kostur badmin- tonsins er, að það skiptir engu máli hve góöur þú ert, þú finnur alltaf einhvern við þitt hæfi til að keppa við. TBR-húsiö verður i vetur opiö allan daginn. Otleiga á föstum timum er að hefjast, og hafa eldri félagar forgang að timunum til 24. ágúst. 16 mót eru ráðgerð á veg- um félagsins i vetur, og hafa þau aldrei verið fleiri. Flest- ir bestu badmintonmenn landsins eru i TBR, enda hef- ur félagiö yfirburðaraöstöðu umfram önnur badminton- félög hvað varöar þjálfun og húsnæði til æfinga. Garöar Alfonsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri TBR-hússins. Garðar var formaður félagsins um árabil. Hann hefur þjálfað TBR-inga i áratug og undir handleiðslu hans hefur bad- mintoniþróttin tekiö stórt stökk fram á við hér á landi. Garðar veröur til viðtals i TBR-húsinu dagana 2L-24. ágúst n.k. og tekur á móti Framhald á 18. siðu sagði Kristinn Jörundsson, ÍR „Aöa lástæða n fyrir þessum félagaskiptum er einfaldlega sú aö mér finnst ég eiga heima í IR og hvergi annarsstaðar" sagði Kolbeinn Kristinsson landsliðsmaður í körfu- knattleik og fyrrum leik- maður með IS. Hann hefur nú tilkynnt félagaskipti i ÍR/ sitt gamla félag. IR-ingum er mikill fengur að komu Kolbeins sem i dag er einn af landsins bestu bakvörðum. Hann lék sem fyrr segir i fyrra með 1S og landsliðinu, en það var greinilegt á leik hans hjá ÍS að hahn fann sig ekki einhverra hluta vegna. ,,bað er ekkert vafa- mál að endurkoma Kolbeins i 1R- liðið verður okkur mikill styrkur” sagði Kristinn Jörundsson fyrir- liði tR i körfuknattleik er við hringdum i hann í gær. 'Jtolbeinn er gifurlega sterkur leikmaður. Eftir þetta lltum við tR-ingar björtum augum á veturinn. Við gerum okkur góðar vonir um að fá til liðs við okkur erlendan leik- mann sem þá myndi leika stöðu miövarðar, þ.e. undir körfunni. Ef IR-liðið slðan nær saman þá kviðum við IR-ingar engu” sagði Kristinn að lokum. Við hringdum einnig i Stein Sveinsson fyrirliða tS liösins og spurðum hann álits á þessum félagaskiptum og hvaða áhrif þau kynnu að hafa á gang mála hjá IS. ,,Ég verð nú að segja alveg eins og er að þetta kemur mér alveg ótrúlega mikiö á óvart. Ég er að heyra þetta i fyrsta skipti núna. Ég vil ekkert segja um þetta að svo komnu máli” sagði Steinn Sveinsson. Kolbeinn hefur þegar hafið æf- ingar með sinum gömlu félögum i tR og er öruggt að hann mun styrkja liðið gifurlega i vetur. Verður gaman að sjá til hans i tR búningnum eftir árs fjarveru. bá hefur Jón Pálsson sem lék áður meö tR tilkynnt félagaskipti i 1S. Mun Jón leika með liöinu I vetur. SK. Siglingamót Dagana 11. og 12. ágúst fór fram tslandsmót á Optimist. Fyrri daginn voru tvær keppnir og þann seinni þrjár. Hver þátt- takandi má sleppa einni keppni og þvi reiknast aöeins fjórar keppnir til úrslita. úrslit eru á meðfylgjandi blaði. Dagana 25. til 27. ágúst verður haldið tslandsmót á Fireball og Flipper. Verður það haldið á Fossvogi og Skerjafirði. bað hefst á föstudag 25. ágúst kl. 18.30 með þvi að keppnislið er kynnt fyrir keppendum á svæði Ýmis við Vesturvör i Kópavogi. Keppni hefst slðan kl. 19.15 og keppt fram eftir kvöldi og siðan hefst keppni aftur kl. 9.30 aö morgni laugar- dags og ef þörf krefur veröur emmg keppt á sunnudag. Verð- launaafhending verður seinni part laugardags eða sunnudag að loknu móti. bá verða einnig af- hent verölaun i Opnu móti haldið 14. og 15. júli og Islandsmeistara- mótiOptimistfráll.og 12.ágúst. Keppendur i Fireball og Flipp- er mótinu tilkynni þátttöku til Brynjars Valdimarssonar I sima 40145/43754 og Gisla Árna Egg- ertssonar i sima 13177 og 84502 fyrir fimmtudag 17. ágúst. Forkeppni fer fram á föstudag 25. ágúst og hefst kl. 17.00 Kepp- endur eru formenn siglingafélaga og siglingasambands ásamt for- stöðumönnum æskulýðsstarfsms. Keppt verður á Optimist 7 feta (230 cm) bátum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.