Þjóðviljinn - 26.08.1978, Síða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. ágúst 1978
Adalfundur
Framhald af 15. slðu
Landgræöslusjóðs og fulltrú-
ar hinna einstöku skóg-
ræktarfélaga fluttu fréttir af
starfinu heimafyrir.
A aðalfundinum starfa
fimm nefndir, sem fengið
hafa ýmis verkefni, auk þess
að farið var i gróðursetning-
arferð um nágrennið.
Aðalfundinn sækja um 100
manns, sjötiu fulltrúar auk
stjórnar og gesta. Fundinum
lýkur i kvöld.
Skipafloti
Framhald af bls. 11.
3 minni stöðvar meö u.þ.b.
1.000-1.200 milj. kr. I veltu og
140-160 manns hver
aörar stöðvar 1.800-2.000 milj.
kr.
Þjónustustöövar viö viö-
legukant:
Bæta þarf aðstöðu mjög viða.
Lauslega má áætla þá fjárfest-
ingu á 150 milj. kr. á höfn á 8-10
stööum á landinu.
Samtals ný fjárfesting 1.200-
1.500 milj. kr.
Nefndin telur að i samræmi við
það sem fram kemur hér að
framan þurfi á næsta ári að vinna
að eftirfarandi:
1. Endurskipulagningu og úrbót-
um i aðstööu, sem ekki trufla
núverandi verkefnaskiptingu I
landinu
2. Framleiðniaukandi aðgerðum
3. Undirbúningi að skipulags-
vinnu og framkvæmdum, sem
kæmu að notum, þegar eftir-
spurn i nýsmíði færi að glæðast.
—Þig
Eiturgasský
Framhald af 3. siðu.
Eldflaugarnar i þessari stöð
bera stærstu vetnissprengjur
sem til eru, en talsmaður
hersins i Washington sagði að
eldflaugin, sem leki komst að
hefði ekki veriö með sprengju.
Umhverfis eldflaugastööina
er strjálbýlt landbúnaðarsvæði.
Kona ein sem býr einn km frá
stöðinni, sagöi að hún heföi séð
þrjá menn koma þaðan út,
stökkva upp i bil og aka til næsta
bæjar, þarsem þeir heföu reynt
að þvo eiturefninhver af öörum.
Frekleg móögun
Framhald af bls. 1
ávaxtanna af starfi annarra.
Þá lýsir fundurinn andstyggð
sinni á þeirri ólýðræðislegu
skoöun sem hampað hefur verið
af ýmsum NATÓ-sinnum og
einkum komið fram i skrifum
Morgunblaðsins að lýðræðis-
flokkur, eins og Alþýðubanda-
lagið vissulega er, sé óhæft til að
taka að sér stjórnarforystu.
Þar sem þessi kenning er með
vissu komin frá erlendu stór-
veldi er þetta ekki aðeins and-
stætt lýöræðislegri hugsun,
heldur einnig og reyndar fyrst
og fremst frekleg móðgun við
Islenska þjóð.
Þrátt fyrir það sem hér hefur
verið sagt aö framan telur Al-
þýðubandalagið á Siglufirði að
flokkurinn taki þátt I stjórnar-
myndun ásamt Framsókn og
Alþýðuflokknum. Astand þjóð-
mála nú og fyrri reynsla af þátt-
töku Alþýðubandalagsins i
stjórn landsins réttlætir stjórn-
arþátttöku flokksins á þeim
grundvelli sem þegar hefur ver-
ið lagður undir forystu Lúð-
viks.” -ekh.
Haukar
Framhald af bls. 15
heildina og mikiö um ljót
brot leikmanna.
Bestir i liði Hauka voru
Ólafur Jóhannesson meðan
hans naut við en hann
meiddist i siðari hálfleik. Þá
átti Ólafur Torfason góöan
leik.
Hjá Fylki var ögmundur
markvörður bestur.
SK.
V etrarstarfið
Framhald af 15. siðu
timapöntunum frá kl. 17.30-
20.
Siöast liðinn vetur hélt
TBR badmintonnámskeiö
fyrir heimavinnandi hús-
mæöur. Þau tókust meö
ágætum, og er ætlunin að
fjölga þeim mjög i vetur.
Námskeiöin verða nú bæði
fyrir og eftir hádegi.
Fyrir þá sem eru að byrja i
badminton, og einnig fyrir
þá sem ekki hafa notið
neinnar kenn$lu áður, verða
lika haldin námskeið. Þar
verða kynntar leikreglur I
badminton, fólki er kennt
hvernig best er að „halda á
badmintonspaða”, hvernig
best er að „slá boltann” úr
hinum mismunandi stöðum
og stellingum, kenndar eru
stuttar og langar sendingar
og mönnum leiðbeint um
stöður og færslur á vellinum.
Ýmislegt er verið að fram-
kvæma i byggingarmálum
félagsins. I haust veröur nýtt
gufubað tekið i notkun i
kjallara TBR-hússins. Einn-
ig nýr salur til þrekæfinga
og upphitunar. Þá er tennis
aftur kominn á dagskrá hjá
félaginu, þvi vonast er til að
hægt verði að hefja fram-
kvæmdir við byggingu tenn-
isvalla á næsta ári.
Jafnrétti
Framhald af bls 12 t
ráðandi, enda eru mannseimn
ekki neinir slordónar, læknar,
lögfræðingar og væntanlegir óð-
alsbændur. Kvenfólkið verður
jafnan að keppa um hylli þess-
ara glæsimenna og gætir þvi af-
brýði og öfundar meðal stúlkn-
anna. Þarna er kómin sú gamla
og lifseiga hugmynd að konur
séu alltaf að keppa sin á milli.
Ein tilvitnun: „Boss hefði
gjafnan gefiö aíía vasapen-
ingana sina, fyrir næsta mánuð
lika fyrir ánægjuna af að sjá
Tull svona greinilega grama og
öfundsjúka” (Sunnevurnar
I þrjár e. Margit Ravn). I þessum
bókum koma aöallega fyrir
þ-jár kventýpur, sú bliða, kven-
lega, léttlynda daðurdrósin og
sú sjálfstæða strákalega.
Sakamálasögur
Þá er það að lokum stærsti
flokkurinn. Hér er það heimur
glæpa, njósna, drápa og hetju-
dáða sem rikir. Hér er hvorki
meira né minna en heimsfriður-
inn og örlög mannkynsins i veði
og auðvitað eru þaö karlhetjur
sem fást við svo tröllaukin
vandamál. Kvenfólkið fæst við
veiðiþjófa og smáglæpamenn
borganna. Kaldastriðsáróður-
inn er mjög einkennandi, glæpa-
mennirnir eru oftast á vegum
Rússa og Kinverja og ógna
heimsfriðnum, reyndar er oft
sett samasemmerki milli
kommúnista og glæpamanna.
Ekki þarf aö spyrja að yfirburð-
um vestrænna ofurhuga. Mór-
allinn er: allir bófar eru best
geymdir undir lás ogslá, en viö
fáum auðvitað ekkert að vita
um ástæður glæpanna og enginn
vikur einu gagnrýnisorði að þvi
þjóðfélagi sem leiðir af sér slika
glæpi, löggan og hetjurnar sjá
um þetta allt saman.
Hér gildir það sama og i öðr-
um flokkum sem áður er greint
frá. Mikið ber á kynþáttafor-
dómum, hlutverkaskipting
kynjanna er hefðbundin og i
þessum hetjusögum eru konur
fyrst og fremst kynverur. Snill-
ingurinn burstaklippti Bob
Moran kemur að visu aldrei ná-
lægt konum en hann er ekki I
neinum vafa um hvar þeirra
staður er. Hann segir : „Mér er
spurn hvað svona ung vel upp
alin og háttprúð stúlka ætlar að
fara að gera i öðrum eins af-
kima. Hún ætti frekar heima I
einhverjum veislusalnum I New
York eðaBoston”. (B.M. 25. bók
bls. 82).
Það gildir almennt sama um .
glæpasögur sem ætlaðar eru
börnum og um aðrar sögur af
sliku tagi, persónurnar eru
staðlaöar manngerðir, afburða-
hetjur sem ráöa fram úr hverj-
um vanda.Hetjan verndarsam-
borgarana og eigur þeirra ef
ekki allt þjóðfélagið. Þeirra
hlutverk er að verja þjóðskipU-
lagið.
Það er niðurstaða þeirrar rit-
gerðar sem hér hefur verið sagt
frá, aö um 70% bókanna séu af-
þreyingarbókmenntir til þess
ætlaðar að skapa heim drauma
og llfsflótta. en sömuleiöis eru
þær fullar af ihaldsömum hug-
myndum sem styðja rikjandi
auðvaldsskipulag. Um leið er
það einkennandi hversu margar
þessara bóka eru bandarfskar. í
þeim er réttur Bandarikja-
manna til fhlutunar i málefni
annarra rikja hvergi vefengdur,
þeir koma fram sem lögregla og
verndarar heimsins. Einnig er
það athyglisvert hversu mikið
er um seríubækur. Þær höföa til
söfnunaráráttu barna, ein kall-
ar á aðra. Þarna er verið að
skapa markað, spennan kallar á
aukna söluog seriurnar tryggja
söluna. Það gildir um barna-
bækur eins og annað, þær falla
undir markaöslögmál kapltal-
ismans.
Feiknalegt
Framhald á bls. 1
tima á dag aö bjarga verö-
mætum fyrir tugmiljarði væri
handleikið eins og það væri ekki
mannlegar verur. Atvinnurek-
endurnir tilkynntu fólkinu ekki
einu sinni sjálfir, að þvi væri
sagt upp, fólkið læsi um þaö og
heyrði i fjölmiðlum.
Þá kom fram á fundinum með
forystumönnum Verkamanna-
sambandsins að til væru dæmi
um, aö einungis konum væri
sagt upp, en ekki karl-
mönnunum og lýsti það enn
verra hugarfari atvinnurek-
enda, gagnvart starfsfólki sinu.
Verkamannasambands-
mennirnir sögðu að til væru þó
undantekningar frá þessu.
Forystumenn Verkamanna-
sambandsins sögðu aöspurðir
að þeir myndu fara fram á
fébætur I þessum málaferlum
sem nú ganga I hönd og myndu
kröfur nema hundruöum milj-
óna, þar sem hér væri um svo
stóran hóp aö ræöa, en þetta er i
fyrsta skipti sem höfðaö er mál
á hendur atvinnurekendum
fyrir heila starfsstétt.
Þá kom fram á fundinum að
þegar lokun frystihúsanna væri
orðin almenn þá þýddi það geig-
vænlegt atvinnuleysi, jafnvel 70-
Siðustu sýningar á Light Nights
á þessu sumri verða n.k. mánu-
dags-, þriðjudags-* miðvikudags-
og fimmtudagskvöld kl. 21.00 i
Ráðstefnusal Loftleiðahótels.
Light Nights eru kvöldvökur, sem
80% fyrir sum byggðalög, þar
sem allar þjónustugreinar
myndu stöðvast fljótlega á eftir
fiskvinnslunni.
—Þig
sérstaklega eru ætlaðar ensku-
mælandi ferðamönnum til fróð-
leiks og skemmtunar. Þetta er ni-
unda sumarið i röð, sem Feröa-
leikhúsið stendur fyrir slikum
sýningum.
Hjartanlegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
vináttu við fráfall og jarðarför
Sigurðar Þórðarsonar
Bröttugötu 12 A, Vestmannaeyjum.
Margrét Stefánsdóttir
Sigurgeir Sigurðsson, Magnús Sigurðsson
Sigurbjörg Sigurðardóttir, Geir Kristjánsson,
Hávarður Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn
Systir okkar
Anna Sigurbjörg Aradóttir
Hamrahlið 9
lést fimmtudaginn 24, ágúst.
Petra Aradóttir,
Ragnheiöur Aradóttir
Guðrún Aradóttir
alþýöubanctaiagið
Alþýðubandalagið Kópavogi
Félagsfundur verður haldinn I Þinghól á þriðjudagskvöld 29. ágúst.
Rætt verður um myndun nýrrar rikisstjórnar. Kosnir fulltrúar I flokks-
ráð. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið Akureyri
Opið hús I Eiösvallagötu 18 kl. 14 I dag. Ingólfur Ingólfsson segir frá
pólitisku ástandi i Vestur-Þýskalandi. Félagar fjölmennið og takiö með
ykkur gesti. — Stjórnin.
Breyttir viðtalstimar borgarfulltrúa:
Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins i Reykjavik verða til viðtals
fram til septemberloka á Grettisgötu 3 kl. 17—18 á þriðjudögum og
fimmtudögum, en ekki miðvikudögum eins og verið hefur. Slminn er
17500.
RÍKISSPÍTALARNIR
Lausar stöður
KÓPAV OGSHÆLI
STARFSFóLK óskast til vakta-
vinnu á deildum.
Upplýsingar veitir forstöðumaður i
sima 42500 og tekur hann einnig við
umsóknum.
Reykjavik, 27. ágúst 1978.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000
Sumargleðin ”78
Vinninganúmer I gjafahappadrætti.
Aðalvinningar:
Ferðamiðstöðin, sólarlandaferð fyrir tvo nr. 6079, Pfaff
Candy þvottavél nr. 3965, JL-húsið nr. 107, Nesco nr. 6747,
Aukavinningar:
Ferðarakvélar nr. 6258 • 3100 - 4073 - 2649 - 2651,
HárburstaSett nr. 4657 - 1121 - 214 - 2397 - 2371
Með þakklæti fyrir skemmtunina i sumar.
Sumargleðin ”78.
Tilboð
óskast I nokkra járnklædda timburskúra sem eru til sýnis
hjá bir gðavörslu Rafmagnsveitu Reykjavikur á Artúns-
höföa.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri aö Frikirkjuvegi 3,
miðvikudaginn 6. september kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800
Guðmundur Eirlksson, Ornólfur I. ólafsson, Kristin Magnús og
Elisabet Waage.
Síðustu sýningar á
Light Nights