Þjóðviljinn - 01.09.1978, Side 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. september 1978
FRÁ GRUNDARFIRÐI
naumast nóg við vöxt og er þvi
fyrirhugað að stækka húsnæði
skólans um allt að helming
siðar.
Yfir stendur bygging á nýrri
álmu við Fiskvinnslu Soffanias-
ar Cecilssonar og verið er að
ganga frá frystiklefa, sem
byggður var við hraðfrystihúsið
i fyrra.
Gatnagerð
Haldið hefur verið áfram að
ganga frá þeim götum, sem
lagðar voru varanlegu slitlagi i
fyrra sumar og steyptar við þær
gangstéttir.
Til sérstakra og umtalsverðra
tiðinda má það telja, að nú i
sumar hefur verið unnið all-
mikið i þjóðveginum, sem
hingað liggur og hann verið
yfirkeyrður, en það hefur ekki
átt sér stað um árabil, og var
ekki orðin vanþörf á að hressa
upp á hann.
Kona í oddvitasæti
Hér miðar i rétta átt i kven-
réttindabaráttunni. I fyrsta sinn
i sögu þessa staðar henti það við
sveitarstjórnarkosningarnar i
vor, að kona var kosin i hrepps-
nefnd. Og þótt það væri út af
fyrir sig markvert skref,þá var
ekki við það látið sitja, heldur
var hún kosin oddviti hrepps-
nefndarinnar. Hún heitir Sigrið-
ur Þórðardóttir.
Og að lokum er það mál mál-
anna: Tekst að mynda vinstri
stjórn? Hér er það álit allflestra
vinnandi manna að það verði að
takast, slik stjórn ein hafi vilja
og getu til þess að bæta hag
verkafólks frá þvi sem hann er
nú.
sl/mhg
— Veörátta hefur yfir-
leitt verið góö í sumar en
þó f remur köld f ramanaf
og þar af leiðandi hófst
sláttur seint. Heyskap er
nú lokið hjá allflestum
bændum hér og nýting
heyja mun vera góð.
Þannig fórust orð Siguröi
Lárussyni, fréttaritara Þjóð-
viljans i Grundarfirði, er Land-
póstur átti tal við hann nú
nýlega.
útgerð og aflaföng
— Svipaður fjöldi báta er
gerður út héðan isumarog var á
s.l. vetri. Hafa þeir veitt I troll
og aflað mjög vel og það raunar
svo, að oft hefur orðið að senda
fisk burtu til vinnslu annars-
staðar vegna þess að ekki hafð-
istundan aðgera honum til góða
hér á staönum. Af þessu má
marka, að atvinna hefur verið'
hér mjög mikil.
Nýr bátur hefur nú verið
keyptur hingað til Grundar-
fjarðar. Eru eigendur hans
Sigurður Halldórsson og synir
hans. Bátur þessi er um 100
smálestir. Ekki er þó um það að
ræða að bátum hér fjölgi þvi
þeir feðgar seldu annan minni
bát, er þeir keyptu þennan.
Byggingaframkvæmdir hafa
verið hér allmiklar i sumar.
Hreppsfélagið er t.d. að byggja
blokk og eru i henni 8 ibúðir. Þá
var og komið hér upp leikskóla-
byggingu og er það einingahús,
sem keypt er af Húseiningum á
Siglufirði. Að byggingu leik-
skólans standa hreppsfélagið og
deild Rauða krossins hér á
staðnum. Bygging þessi bætir
úr mjög brýnni þörf en er þó
A Grundarfirði höfðu þeir ekki alltaf undan að vinna fiskinn I sumar.
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Höfum
ekki
alltaf
haft
undan
og þvi orðið
að senda
fisk burtu til
vinnslu
í sumar hefur farið
fram borun vegns rar>.n-
sókna í djúpjarðlögum i
botni Reyðarf jarðar,
skammt frá býlinu Ár-
eyjum. Að rannsókn þess-
ari standa sex þjóðir þar
á meðal islendingar.
Tilgangurinn með þessum
borunum er sá, að afla upp-
lýsinga um berglögin, allt niður
á 2300 m. dýpi. Við borunina
fæst samfelldur borkjarni, sem
gefur nákvæmar upplýsingar
um gerð og samsetningu jarð-
laga á þessu dýpi og samanburð
Rannsóknarboranir
við hliðstæð berglög utar með
Reyðarfirði. Tengist þetta verk-
efni viðtækum rannsóknum á
Atlantshafshryggnum og gerð
berglaga á hafsbotni út frá hon-
um, en hér eru slik lög á þurru.
Þá eru jafnhliða reyndar
ýmsar óbeinar aðferðir til könn-
unar á neðanjarðarlögum og
hafa sprengingar staðið yfir að
undanförnu i Reyðarfirði,
skammt frá ströndinni og viðar,
til að kanna bergmál.
Borunin hefur gengið vel og
likur eru á að henni ljúki um
næstu mánaðamót eða fyrr en
áætlað var j upphafi.
Eðlilega beinast sjónir Reyð-
firðinga og fleiri ekki hvað sist
að þvi, hvort upplýsingar fáist
Reyöarf jörður
um jarðhita, en hitastigulsmæl-
ingar Orkustofnunar höfðu áð-
ur leitt f ljós meiri hita i bergi á
Reyðarfirði og Eskifirði en al-
gengur er á Austfjörðum.
Þann 17. júli mældist 1,5
sekltr. af 63,5 gráðu heitu vatni
á 1200 m. dýpi og um miðjan
þennan mánuð fékkst úr holunni
rúmur sekltr. af 70 stiga heitu
vatni.
Kristján Sæmundsson, jarð-
fræðingur, telur varhugavert að
taka mikið mark á þessum mæl-
ingum i bili þvi trúlegt væri að
fljótlega dragi úr hitanum.
Kristján sagði jafnframt að
berghitinn fylgdi vel hitastigli
þeim, sem áður hafði mælst á
yfirborði á svæðinu en á miklu
dýpi er komið niður á „kalt”
berg, sem algengast er á Aust-
fjarðasvæðinu.
Þessi borun styrkir þó fremur
en ekki vonir um að takast
kunni i framtiðinni að fá heitt
vatn i hitaveitu á Reyðarfirði,
en naumast er þó við þvi að bú-
ast i bráð. (Heim.: Austurland!
—mhg
Danir bera á skóga
Danska skógræktin hefur byrj-
að allviðtækar tilraunirmeð að
bera áburð á jóska skóga. Hafði
hún áður átt i nokkrum útistöðum
við stjórn náttúruverndarmála,
vegna þessa. 1 fyrstu lotu verður
borið á allmarga uppgrædda
skóga á jósku heiðunum, I allt um
13 þús. ha. til skiptis i fimm ár.
Danir byrjuðu á stóru heiða-
svæði, Klausturheiði, sem er milli
Holstebro og Lemvig.
Vænta þeir þess að geta aukið
afrakstur þess um sem nemur 200
milj. isl. króna. Þrjátiu mans
munu fá þarna atvinnu, auk þess
sem þarna fæst viður til daglegra
nota, þegar dregur að aldamót-
um.
Litil flugvél, sem flýgur 15 m
yfir trjátoppunum, dreifir 520 kg.
af N.P.K. á ha. A einni viku báru
þeir á 420 tonn af áburði á 804 ha,
en það er fimmtugur af skógun-
um á þessu svæði.
Danska blaðið, Landsbladet,
segir, að með þvi að nota á skóg
fimmtung þess áburðar, sem not-
aður er i landbúnaði i Danmörku,
muni árlega fást 13000 rúmm.
uppskeruauki af viði. Fyrir það
fengjust um 200 milj. kr. Af þvi
fara 125 milj. til skógsáningar og
skógarhöggs, hitt færi i áburð á
skóginn.
Þetta mun vera mestu áburðar-
tilraunir, sem gerðar hafa veriö á
skógi i Danmörku, og Náttúru-
verndin danska fylgist vel með
þeim, m.a. til að sjá hvort áburð-
urinn þvæst út i vatnsföll.
(Heim.: Freyr).
—mhg