Þjóðviljinn - 01.09.1978, Síða 20

Þjóðviljinn - 01.09.1978, Síða 20
DMWIUINN Föstudagur 1. september 1978 Aðalsimi bjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðs- ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. Skipholti 19, R. 1 BUÐlKi simi 29800, (5 UnurN^J^ , Versliö í sérverslun meö litasjónvörp og hljómtœki I ■ I ■ I ■ l i ■ I ■ I ■ I I Benedikt Gröndal. ■ MyndtDana. Benedikt Gröndal, formaöur Alþýöuflokksins: Fagna meirihlutastiórn! ,,Ég vona það besta,” sagði Benedikt Gröndal, ,,og ég fagna þvi að takast skyldi að mynda meirihlutastjórn eftir langar stjórnarmyndunartilraunir, sem hafa verið óvenju erfiðar núna vegna þess hve mikiar breytingar urðu á fylgi flokk- anna i kosningunum. Ég er sérstaklega ánægður með að þetta skyldi þó takast fyrir 1. september og treysti þvi að þar með sé hindrað að at- vinnufyrirtækin stöðvist i stór- um stil og að kom til mikils at- vinnuleysis, eins og horfur voru á.” Benedikt sagðist vera mjög ánægður með stjórnarsáttmál- ann. Hann sagðist telja að Al- þýðuflokkurinn gæti vel við sinn hlut unað og i máléfna- samningnum væru mörg af bar- I áttumálum flokksins. ,,En að ■ sjálfsögðu er þetta sáttmáli | þriggja flokka þar sem allir fá ■ eitthvað af sinum áhugamálum I inn en verða að sætta sig við að \ fá ekki allt,” sagði Benedikt ■ Gröndal formaður Alþýðu- I flokksins sem tekur nú við em- ■ bætti utanrikisráðherra. —eös m Þetta er framhald kjarabaráttunnar segir Svavar Gestsson nýskipaöur viöskiptaráöherra — Ég mun ganga að þessu verki með sama hugarfari og til ann- arra verka sem ég hef sinnt og reynt að sinna I hreyfingu is- lenskra sósialista, sagði Svavar Gestsson, sem er hvort tveggja I senn nýbakaður þingmaður og nýskipaður ráðherra viðskipta- mála, þegar Þjóðviljinn spurði hann hvernignýja starfið leggðist i hann. — Við Alþýðubandalagsmenn erum auðvitað ánægðir meö að okkur skyldi takast að sýna fram á aðunnt sé að tryggja kaupmátt launa verkafólks. En með aðild að rikisstjórnget- ur ftokkur okkar aldrei tryggteitt eða neitt nema flokkurinn og verkalýðshreyfingin séu virk i þjóðf él agsá tökunum. Rikisvaldið breytir ekki um eðli þótt sósialistar taki þátt I sam- steypustjórn. Rikisvaldið er miðað við núverandi aðstæöur, eins og það hefur jafnan verið á þessari öld, tæki borgarastéttar- innar. Hlutverk okkar er hins vegar að reyna að tryggja launa- fólki viðunandi kjör þrátt fyrir þetta grundvallareðli rikisvalds- ins. Ég legg á það sérstaka áherslu að þessirikisstjórn er mynduö við sérstakar aðstæður. Eftir baráttu verkalýðshreyfingarinnar við rikisstjórn auðstéttarinnar og sérstaklega frá þvi að kaupráns- lögin voru sett I febrúar. Þessi barátta var háð meðal annars með svokölluðum ólöglegum verkföllum sem framkvæmd voru i fyrsta sinn I sögu lýðveldisins. I framhaldi af þessari baráttu fylkti launafólk sér um pólitiskar kröfur um úrlausnir og þessi stjórn er beint framhald kjara- baráttunnar. Þess vegna verður hún að takast á við verkefni sem verkalýðshreyfingin var að berj- ast fyrir. Samstarfssáttmáli flokkanna ber þessu vitni. Hann er um tak- mörkuð verkefni og ég legg á það höfuðáherslu sem sjónarmið Al- þýðubandalagsins að þessi sátt- máli verður endurskoðaður á næsta ári. Framhaldsþátttaka Alþýðubandalagsins ræðst af þvi hversu til tekst um endurskoðun málefnasáttmálans og i öðru lagi þvi hversu tekst að tryggja kaup verkafólksins samkvæmt sfðustu Svavar Gestsson: Rikisvaldið breytir ekki um eðli þótt sósialist- ar taki þátt i samsteypustjórn. (Ljósm.: Dana) kjarasamningum. Það er eldcert einfalt mál, að tryggja kaupmátt launa og um leið vega að rótum verðbólgu- vandans. Til þess að það takist þarf að skattleggja þá aðila i þjóðfélaginu sem hafa rakaö saman miljónagróða I skjóli verðbólgu og margvislegra for- réttinda. Þessi fjármunatilfærsla frá auðstéttinni yfir til verkalýðs- ins er forsenda þess að þetta stjórnarsamstarf takist. —hm Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- og orkumálaráðherra Fagna að geta tekið þátt í þessu starfi — Ég sé enga ástæðu til að kviða þessu verkefni, sagði Hjör- leifur Guttormsson væntanlegur iðnaðar- og orkumálaráðherra næstu rikisstjórnar, þegar Þjóð- viljinn hafði tal af honum I gær- morgun. — Ég hef haft áhuga á þessum málum um langt skeið og kynnt mér þau. Þetta eru þýðingarmiklir málaflokkar og margt sem þar er ógert. Ég fagna þvi að geta tekið þátt I þvi starfi. — Hvernig leggstnýja stjórnin i þig? — Ég fagna þvi að með mál- efnasamningi stjórnarinnar hefur tekist að koma i verk aðgerðum sem Alþýðubandalagið hefur lagt áherslu á svo unntverði að leysa þann hnút sem fráfarandi rikis- stjórn hefur hnýtt. En þráttfyrir það vantar mikið á að allar óskir okkar séu upp- fylltar. Við höfum orðið að slaka á stórmálum, þótt ekki þyki okkur það gott, málum eins og sjálf- stæðismálunum. En innan flokks- ins var breið samstaða um að svona bæri að taka á málunum, einsog þeim var háttað. Ég var i hópi þeirra sem álitu að ekki væri forsvaranlegt að láta þetta tæki-, færi til að koma fram ymsum af málum flokksins og hreyfing- arinnar úr greipum ganga. —hrn Hjörleifur Guttormsson: ófor- svaranlegt að láta þetta tækifæri ganga úr greipum...(Ljósm.: Dana) 1. september - landhelgisdagur Framhald af bls. 1 kvæmdir er fylgdi þvi að Lúðvik Jósepsson settist I embætti sjá- varútvegsráðherra við myndun vinstri stjórnar 1956 og aftur 1971. Eftir mikla togstreitu viö NATÓ-öflin I Alþýöuflokknum tókst Lúövik Jósepssyni voriö 1958 að ná formlegri samstöðu stjórnarflokkanna þriggja um út- færslu er kom til framkvæmda um haustið. Bretar svöruðu með herskipainnrás og þorskastriöi. „Viðreisnar’-stjórn fór að tilmæl- um NATÓ, samdi viö Breta og Vestur-Þjóðverja um undanþág- ur til veiða ög skuldbatt jafn- framt Islendinga um aldur og ævi til að færa landhelgina aldrei út framar I óþökk þessara þjóða, nema samkvæmt leyfi Alþjóða. dómstólsins. Þessum dæmalausa landráðasamningi mótmælti þá- verandi stjórnarandstaða sem siðferðilega óréttmætum. Þegar stjórnmálataflið hafði snúist við 1971 og ,,viðreisnar”-stjórnin var fallin, beitti nýja vinstri stjórnin sér fyrir uppsögn samningsins. Sú stjórn hafði útfærslu I 50 milur á stefnuskrá sinni og það var efnt árið eftir. Enn kom til þorska- striðs við Breta sem einhuga þjóð hlaut að vinna. Um þær mundir tók alþjóðaréttur mjög að mótast aö hugmyndum Islendinga og annarra þjóða viðtækrar fisk- veiðilögsögu og hefur þvi allur eftirleikur orðið mun auðveldari. Samt bjuggu Bretar sig enn i þorskastrið eftir að Islendingar höfðu lyst yfir 200 milna lögsögu 1975, og I þeirri lotu kom m.a. til timabundinna slita stjórnmála- sambands við Breta og lokunar herstöðvarinnar I Keflavik af hálfu reiöra Suðurnesjamanna sem skildu samhengi NATÓ-póli- tikurinnar og veiðiþjófnaðar bandalagsrikisins hér við land. Saga landhelgisbaráttunnar er hetjusaga þar sem litil þjóð hefur barist fyrir tilverurétti sinum og lifsgæðum og unnið sigur á innri sem ytri óvinum. Sé almenningur i landinu spuröur um það, hvaða maður eigi mestan heiður af for- ystu i þessu máli, mun ekki standa á svarinu: Það er Lúðvik Jósepsson fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra. —h. Snorri Jónsson. Fagna gildis- töku sammnga Sagði Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ Snorri Jónsson var önnum kafinn, þegar Þjóðviljinn reyndi að ná tali af honum á fundi Alþýðusambands ís- lands i Lindarbæ i gær. Fundur var að hefjast og Snorri hafði þvi imörg horn að lita. Þó sagöi hann, að hann fagnaði þvi vissulega, að myndun þessarar rikis- stjórnar þýddi að samning- arnir færu aftur I gildi. — Ég vona að þessi rikis- stjórn reynist vel, sagði hann, — og fagna þvi að verkalýðs- samtökunum skyldi gefast kostur á þvi, við myndun hennar, að fá kjarasamning- ana aftur i gildi, eftir sjö mánaða strið við fjandsam- legt rikisvald. —hm. Bráöa- birgöa- lög Ein af forsendum stjórnar- samstarfs Alþýðubandalags- ins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins er sú að umtalsverð fjármunatil- færsla eigi sér staö i þjóð- félaginu — frá auðstéttinni til verkalýðsstéttarinnar. Þessi fjármunatilfærsla fer þannig fram, að kjara- samningarnir verða settir i gildi og framkvæmd verður niðurfærsla á verðlagi frá og með deginum i dag, 1. september. Hér er um að ræða niöur- greiðslur á landbúnaðar- afurðum og niðurfellingu söluskatts af matvörum. Þessar aðgeröir verða væntanlega tilkynntar með bráðabirgðalögum núþegar. Samkomulag varð um það milli stjórnarftokkanna að til að standa undir niðurfærslu verðlagsins skyldi koma til ákveðin skattlagning á stór- eignir og fyrirtæki. —hm

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.