Þjóðviljinn - 22.09.1978, Síða 2

Þjóðviljinn - 22.09.1978, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐViLJINN Föstudagur 22. september 1978 Skotveiðimenn Stofnfundur skotveiðifélags íslands verð- ur haldinn i Árnagarði stofu 201 laugar- daginn 23. september kl. 14 Dagskrá Drög að lögum og siðareglum félagsins. Áhugamenn um skotveiðar fjölmennið Undirbúningsnefnd. KEFLAVÍK - GRINDAVÍK - NJARÐVÍK - GULLBRINGUSÝSLA Laust er starf á skrifstofu embættisins i Keflavik frá og með 1. nóvember n.k. Laun skv. kjarasamningum B.S.R.B. nú launaflokkur B9. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 10. október 1978. Bæjarfógetinn i Keflavik, Grindavik og Njarðvik. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu, 19. september 1978 Innritun í almenna flokka fer fram mánudag 25. og þriðjudag 26. september i Miðbæjarskóla kl. 16-18 og 20- 21:30 báða dagana. Þátttökugjald greiðist við innritun Kennslugreinar: Tungumál: íslenska (einnig fyrir útlendinga), fær- eyska, danska, norska, sænska þýska, latina, franska, spænskan, italska, rúss- neska, esperanto, enska, ensk verslunar- bréf, enskir stilar og málfræði. Verklegar greinar: Bótasaumur (kludeklip — guiting), mynd- vefnaður, hnýtingar, batik, kjólasaumur, barnafatasaumur, postulinsmálning, leir- munagerð (i Fellahelli). Annað: Ættfræði, leikfimi (Fellahellir og Mið- bæjarskóli), stærðfræði, vélritun og bók- færsla (i Laugalækjarskóla), ljósmynda- iðja (i Fellahelli). Tímar fyrir V AKTA VINNUFÓLK i ráði er að setja upp kennslu fyrir vakta- vinnufólk, sem verða þá blanda úr heima- námi og kennslu aðra hvora viku. Þeir sem hefðu áhuga á sliku námi eru beðnir að hafa samband við skólastjóra i sima 14862. ÞÁTTTÖKUGJALD: 22 kennslustundir kr. 8.000.00 33 kennslustundir kr. 12.00.00 44 kennslustundir kr. 16.000.00 NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR: Símar 12992 og 14106 Frá fundi Samstarfsnefndar um reykingavarnir með fjölmiðlafólki. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: 1130 nemendur í vetur Fjölbrautaskólinn i Breiðholti var settur í Bústaöakirkju mið- vikudaginn 6. sept. Skólameist- ari, sr. Guðmundur Sveinsson, hélt ræðu við það tækifæri, og sagði m.a. að skráðir nemendur á þessu fjórða starfsári skólans væru 1120 talsins, og hefðu 400 bæst við frá i fyrra. Guðmundur sagöi einnig að i ár yrði i fyrsta sinn lokið viö aö þræða heildarferil i námi við skólann, ef þannig mætti að oröi komast um stofnun sem byöi uppá mislangar námsbrautir, frá eins árs brautum til fjögurra ára. Nýnemar við skólann eru u.þ.b. 600, þaraf 520 á fyrsta ári, en 80 nemendur hafa verið metnir inn i skólann á mismunandi námsstig. Þegar skólinn hóf starfsemi sina áriö 1975 voru námssviðskól- ans 4 talsins, en námsbrautir 9. Nii eru námssviöin hinsvegar 7 og námsbrautirnar 26, þegar allt er talið. Nemendur skiptast þannig á námssviö, aö256,eða 22%, eru á almennu bóknámssviöi eða menntaskólasviöi, 167 (15%) á heilbrigðissviöi, 70 (6%) á hús- I stjórnarsviöi á álika margir, eða Frá setningarathöfninni I Bústaðakirkju 73, á listasviði. A tæknisviöi eru 206 (19%), 100 (9%) á uppeldis- sviðiog 265 ( 23% á viðskiptasviði. Auk þeirra námssviða og námsbrauta sem skólinn hefúr i húsakynnum skólans við Austur- berg verða námsbrautir á fjöl- brautastigi i Armúlaskóla og Laugalækjarskóla tengdar Fjöl- brautaskólanum i Breiöholti, samkvæmt ákvörðunum fræðslu- ráðs Reykjavikur og mennta- málaráöuneytisins, Sagði sr. Framhald á 14. siðu „Reykingar eru tóm tjara” Nú stendur yfir „Varnarvika gegn reykingum”, sem skipulögö er af Samstarfsnefnd um reykingavarnir. Hér er um að ræða upplýsinga- og auglýsinga- herferð, sem menn hafa áreiöan- lega oröiö varir viö. „Reykingar eru tóm tjara” segja plastpokar, limmiðar og barmmerki, og strætisvagnarnir spyrja hvort við notum lungun sem sorppoka. Samstarfsnefndin boðaði blaðamenn á sinn fund til að kynna þessa herferð og jafnframt aðra starfsemi sina. 1 næstu viku verður haldin ráðstefna um reyk- ingar og heilsufar og boðið til hennar fulltrúum fjölmargra samtaka og stofnana, sem tengj- ast reykingasjúkdómum og reyk- ingavörnum beint eða óbeint. Ráðstefnan fer fram að Hótel Loftleiðum n.k. þriðjudag. Þar verður m.a. fjallað um þróun tó- baksmála hér og erlendis, um- fang heilbrigöisvandamálsins, sem reykingar hafa valdið og varnaraðgerðir þar að lútandi. Enn fremur verður rætt um markmiö og leiöir i baráttunni gegn tóbaksreykingum. Næsta stórverkefni nefndarinn- ar er undirbúningur fyrir reyk- lausan dag, sem ákveðinn hefur verið 23.janúar 1979. Þá er ætlun- in að fá sem flesta landsmenn til að reykja ekki og er ráðgert að vekja athygli á skaðsemi tóbaks og leiðum til þess að draga úr skaðsemi reykinga á margvis- legan hátt. Reyklausir dagar hafa verið skipulagðir viða erlendis með góðum árangri. A blaðamannafundinum kom frani m.a. að reykingar valda meira heilsutjóni og fleiri ótima- bærum dauðsföllum en nokkur annar áhættuþáttur sem þekktur er i sambandi við sjúkdóma. Kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga landsmanna er mun meiri en þær hreinu tekjur, sem tóbakssalan skilar i rikissjóö, að þvi er Olafur Ragnarsson, for- maður Samstarfsnefndarinnar, upplýsti. Atti hann þá við þann kostnað sem skapast vegna áhrifa reykinganna á heilsufar landsmanna, þ.e. sjúkrakostnað, tapaðar vinnustundir ofl. Otgjöld einstaklinganna sjálfra vegna tó- bakskaupa eru ekki tekin meö i reikninginn. A vegum nefndar- innar er verið að áætla þennan kostnað þjóðfélagsins vegna reykinga tslendinga á árinu 1977, og verða niðurstöður væntanlega birtar á ráöstefnunni á þriðjudag- inn. 1 þessu sambandi má geta þess, að heinar tekjur rikisins af tóbakssölu á árinu 1977 munu hafa numið um 4 miljörðum króna, þannig að hér er ekki um neinar smáupphæðir að ræöa. Þá benti Ölafur á, að hálfu pró- senti af þessum hreinu tekjum, sem rikið hafði af tóbakssölu i fyrra, eða 20 miljónum króna, er varið til þess að vekja athygli á skaðsemi tóbaks á árinu 1978. Þessi upphæð er lægri en rekstrarkostnaður tveggja sjúkrarúma á islenskum spitala á ári. Sagöi Ölafur að lita bæri á upplýsinga- og fræðslustarf varð- andi skaðsemi reykinga og reykingavarnir almennt sem góða fjárfestingu fyrir þjóöfélag- ið, þvi að með sliku starfi ætti að vera hægt aö draga verulega’ úr afleiðtngum reykinga og um leiö kostnaðinum sem þær leiða af sér. '<• 1 Samstarfsnefnd um reykinga- varnir eiga sæti, auk ólafs Ragnarssonar, þeir Asgeir Guð- mundsson skólastjóri og Þor- varður örnólfsson framkvæmda- stjóri. Esther Guðmundsdóttir, þjóðfélagsfræðingur, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nefndarinnar, sem er til húsa að Lágmúla 9. Nefndin var skipuð af heil- brigðisráðherra fyrir réttu ári og er hlutverk hennar að annast framkvæmd laga þeirra sem samþykkt voru á Alþingi vorið 1977 um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum, og aðrar aö- gerðir á því sviði. íh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.