Þjóðviljinn - 22.09.1978, Side 4
4 SIDA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 22. september 1978
DIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur
Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Einar Karl
Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug-
lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, aug-
lýsingar: Síöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Seinfundið réttlœti
Peningatekjum er mjög misskipt meðal landsmanna,
sumir hafa miklar tekjur, aðrir litlar, en flestir falla i
einhvern milliflokk. Það er ekkert réttlæti sjáanlegt i
því, hvernig tekjur skiptast milli manna. Þær skiptast
ekki eftir þörfum, ekki eftir aldri, ekki eftir
vinnuástundun, ekki eftir hæfileikum, ekki eftir heiðar-
leika, — þær skiptast einfaldlega ekki eftir neinni einni
reglu, heldur margbrotnu kerfi þar sem mismunandi
sjónarmið koma til greina.
Peningatekjurnar ráöast að nokkru leyti af launum
manna, en alls ekki að öllu. Jöfnuður í launum skapar í
sjálf u sér engan jöf nuð i tekjum, vegna þess að veruleg-
ur hluti tekna er alls ekki launatekjur. Þar má nefna alls
kyns lífeyrisgreiðslur og aðrar tekjur af tryggingum, en
veigamestar eru eignatekjur og tekjur sem spretta af
kaupsýslu og atvinnurekstri.
Launastefna verkalýðshreyfingarinnar og aðstaða til
að koma henni fram er því ekki nema einn af mörgum
áhrifaþáttum tekjuskiptingarinnar í þjóðfélaginu.
Af öllum tekjum ber að gjalda skatt til hins opinbera,
en mjög er misjafnt hvernig þeirri skattheimtu er fyrir
komið. Að langmestu leyti fer skattheimtan fram á
óbeinan hátt, þannig að þær vörursemkeyptareru,svoog
þjónusta, bera í sér skatt. Minni hluti skattheimtunnar
fer fram við álagningu á persónutekjur fólks. Þetta eru
hinir beinu skattar sem miðast við tekjur liðins árs, en
eru auðvitað í reynd greiddir af nútekjum gjaldársins.
Um langt skeið hef ur óbeina skattheimtan farið mjög
vaxandi hér á landi, þannig að hlutfall beinna skatta er
orðið mjög lágt, lægra en gerist í löndum sem Islending-
ar bera sig saman við. Beinir skattar eru því í heild létt-
bærir hér á landi, þar sem það er fremur sjaldgæft að
slíkir heildarskattar á tekjur fari fram úr 30% tekna á
gjaldárinu, miðað við að skattþeginn standi áfram á
svipuðu tekjustigi.
Með nýjustu álögum á hátekjur er skattlagning um-
framtekna kominn upp í 70%, en miðað við 40% árlega
verðbólgu er þetta ekki nema 50% skattbyrði á umf ram-
tekjur gjaldársins, og það er engum vorkunn að svara
slikum sköttum.
Gagnrýnt hefur verið að tekjumark hátekjuskattsins
séof lágt. Á það má þó benda að föst laun í hæstu launa-
flokkum opinberra starfsmanna sleppa undir þetta
mark, jafnvel þótt ómagalaus einstaklingur eigi í hlut.
Seint verða sett þau skattalög sem allir telja réttlæti í.
Ástæðan felst í því sem að var vikið hér að framan, að
tekjum er ekki skipt af neinni réttlætisreglu í þjóðfélag-
inu, heldur fyrstog fremstaf reglu stéttskiptingarinnar.
Eignastéttir sölsa til sín mikið, ýmsar forréttindastéttir
fá dágóðan hlut, en aðrir fara halloka og geta þó á
stundum komið ár sinni allvel f yrir borð í kraf ti samtaka
og með nokkrum átökum. Skattlagningin er vitaskuld
liður í átökum stéttanna um skiptinguna á afrakstri
þjóðfélagsins.
Nú kemur það til greina að beinar peningatekjur segja
ekki allt um aðstöðu til borgaralegs lífs og eignamynd-
unar í íslenska þjóðfélaginu. Þeir sem hafa atvinnu af
því að reka tapfyrirtæki landsins í sjávarútvegi telja
venjulega fram heldur rýrar tekjur, en umsvif þeirra
benda þó oftar en ekki til lífsstíls betri borgara. Eru þá
ekki húsið, bíllinn, neysluvaran, utanferðirnar skrif uð á
tap f yrirtækisins? Um skattlagningu getur ekki verið að
ræða ef neyslugæðin eru utan peningatekna viðkomandi
skattþegns. Svipaðar aðferðir eru taldar algengar í
verslunarrekstri.
Aukin skattlagning f yrirtækja og eigna eru því auðvit-
að réttlætismál fyrir almenning i landinu, en fyrir þá
sem eru í aðstöðu Péturs þríhross og stassjónistans Júels
væri slikt aðför að heiðri sannra Islendinga.
ölögmætt undanskot undan skatti er aðferð borg-
aranna til að ,,hefna þess í héraði sem nallaðist á al-
þingi". Nýlega sagði einn af stjórnendum Seðlabankans
að skattsvik væru þjóðarmeinsemd og yrði að ætla að
meira en 10% þjóðartekna væru dregin undan skatti.
Þetta eru alvarleg orð og þau ber að taka alvarlega.
Hagsmunir launafólks krefjast þess að stjórnvöld taki
málin föstum tökum. Verkalýðshreyfingin hlýtur að
þrýsta á um það. Skattsvik eru borgaralegt athæf i, liður
i því að grafa undan stéttarlegum ávinningum verka-
lýðsins.
DAGBIABID
frfálst,
áháð
itaijhlail
4 A»«. - UMMTHOI.UIIl 'miMIU in»-
■ ITMJÓCN SHMlMlT A II. AIM.I.VMMjABCK, AM.illÓSI A MVIiWM IIII - ADAlMMI IHll 4
herraréðsér
sem aðstoðarmann
tttarframsóknaraiaAur
hata ráW a&stoðarráðbarra
Ættarveldi i iðnaðar-
ráðuneyti?
Dagblaðiö slær þvi upp i
fyrirsögn i gær aö iðnaðarráö-
herra hafi ráðiö systurson sinn
sér til aðstoðar i ráðuneytinu.
Og það enda þótt Þorsteinn
Olafsson, viöskiptafræöingur,
sé „virkur Framsóknarmað-
ur.”
Þaö getur svo sem litið nógu
illa út fyrir Hjörleif Guttorms-
son að eiga fyrir bróðurí starfs-
mannaliði iönaöarráðuneytisins
og ráða svo systurson sinn sem
aðstoðarmann. Fyrra atriöið er
að sjálfsögöu ekki gagnrýnis-
vert, en hið siðara gæti sýnst
þaö að óreyndu.
Klippari þessa þáttar getur þó
ekki annað en faUist á að veiga-
mikil rök liggja aö baki þessar-
ar ráðningar.
I fyrsta lagi er Þorsteinn
Olafsson hagvanur i ráðuneyt-
unum og kunnugur öllum hnút-
um i rikiskerfinu.
í öðru lagi hefur hann með
störfum sinum i fjármálaráðu-
neytinu, m.a. sem deildarstjóri
tolla- og eignadeildar, aflaö sér
sérþekkingar á tollamálum,
ekki sist i viðskiptum viö EFTA
og EBE. Eitt af helstu verkefn-
um iðnaöarráöuneytisins á
næstunni verða einmitt tollamál
iðnaðarins og i þvi sambandi
hugsanleg frestun á þvi aö um-
samdar tollalækkanir komi til
“ framkvæmda.
| Þá er þess að geta að Þor-
■ steinn Ólafsson er hæfur starfs-
maður og sem f jármálaforstjóri
stórfyrirtækis sl. tvö ár ætti
hann að hafa aflaö sér reynslu
sem kemur aðstoðarmanni
iðnaðarráðherra aö notum.
Um virkni Þorsteins sem
Framsóknarmanns er það að
segja að ekki hefur mikið borið
á henni siðan á þeim dögum er
hann sat i stjórn Sambands
ungra Framsóknarmanna með
þeim Ólafi Ragnari og Baldri
Oskarssyni. Meginmáli skiptir
að iðnaðarráðherra hefur ráðið
sér hæfan aðstoöarmann.
Svo geta menn leikið sér að
þvi að velta fyrir sér hvort þessi
ráðning tákni aukin áhrif
„Framsóknarmanna” r Alpýðu-
bandalaginu eða sé enn ein stað-
festing á aðdráttarafli þess fyrir
hugsandi Framsóknarmenn.
Það sem hefur ráðið ákvörðun
Þorsteins um að hverfa frá
Kisiliðjunni i óvisst embætti er
væntanlega hvorki frændsemi
við ráðherra, pólitisk frama-
girni né kjaraah'iði, heldur fyrst
og fremst að hér er um spenn-
andi verkefni að ræöa sem hann
hefur alla buröi til að ráða við.
Flokkiir i mótun
I Staksteinum Morgunblaðs-
ins i gær er vitnað i ræðu sem
Asgeir BlöndalMagnússon flutti
á landsfundi Alþýðubandalags-
ins i fyrra. Eins og við er að bú-
ast er þar ekki klippt né skorið
að sérstökum velvilja og þvi er
rétt aö birta hér aðeins fyllri
glefsu úr ágætri hugleiðingu Ás-
geirsBlöndals.Hann ræöir fyrst
nokkuð um flokksstarf og inntak
verkalýðsbaráttunnar frá upp-
hafi en snýr sér siðan aö þvi að
skilgreina stuttlega hvað teljast
megi „góður verkalýðsflokk-
ur”.
„Félagar, flokkur okkar Al-
þýöubandalagiö er ungur flokk-
ur, enda þótt hann hafi tekið að
erfðum marga baráttureynda
liðsmenn frá fyrirrennurum sin-
um. Hann hefur sigrast á ýms-
um byrjunarörðugleikum og
eflst að innri samheldni og
áhrifum út á við. Hann hefur
komið skipulagsmálum sinum i
sæmilegt horf, gert sér stefnu-
skrá og látið rækilega til sin
taka i þjóðmálabaráttunni. Og
ég vildi mega þakka fráfarandi
formanni og stjórn giftusam-
lega leiðsögn i þessum efnum
öllum. En þótt Alþýðubandalag-
ið hafi fengið fastara snið en
forðum er þaö samt enn í mótun
og á að vera þaö. Það vill vera
breiöur sósialiskur flokkur þar
sem hátt er til lofts og vitt til
veggja. Og þaö er vel. Þaö vill
auka skilning, virkni og frum-
kvæði liðsmanna sinna bæði til
að efla baráttuna út á við og til
aðtryggjainnralýðræöi.Og það
er nauðsynlegt. Já, Alþýðu-
bandalagið er enn I mótun — og
ég vona að þaö verði góður og
batnandi flokkur.”
Hvað er góður flokkur?
„En hvað er þá góður flokk-
ur? Góður sósialiskur flokkur
þarf að hafa á valdi sinu skýra
skilgreiningu jafnt á vandamál-
um liðandi stundar sem lengra
þróunarferli, og hann verður að
geta barist af skerpu og þraut-
seigju. Hann verður aö sameina
festu og sveigjanleika og geta
tengt svo saman dægurbaráttu
og langtimamarkmið að alþýð-
an sjái i hverjum áfangasigri
blik af nýjum degi. En góður
flokkur þarf lika að kunna að
hlusta, kunna að leggja eyru við
jörð til að nema dyn aöfarandi
veðra. Og það er raunar ekki
nóg, hann verður lika aö kunna
að hlusta á raddir liðsmanna
sinna og á raddir þess fólks sem
barist er meö og barist er fyrir
og stendur kannski allfjarri.
Þær raddir kunna á stundum að
vera ógreinilegar og það sem
ýjaðer að óljóst og jafnvel mót-
sagnakennt, en þau sannindi,
sem þar kunna að felast, á góð-
ur flokkur að sia frá, skýra og
ydda og bæta þeim i vopnabúr
sitt. Góður flokkur vertur að
varðveita jarðsamband sitt.
Þessi skilgreining min á góð-
um verkalýösflokki er visast
ófullkomin, enégvonaað hún sé
eitthvað i áttina. Og ósk min er
sú að flokkur okkar megi til-
einka sér þessa eiginleika I sem
rikustum mæli.”
Reimleikarnir
„Ekki skal ég leyna þvi að
mér finnst á stundum eins og
það sé dálitið reimt i kringum
Alþýðubandalagiö og að þar séu
ásveimi ýmis og ólik fyrirbæri.
Ég þykist kenna þar anarkisma
af margskonartagi, afturhverfa
rómantik, trotskisma og ýmsa
gamla barnasjúkdóma vinstri
hreyfingar. Stundum er þar á
ferð einskonar dalakofa-sósial-
ismi eða þá marxisminn i leik-
fangaiandi sem skyldar ekki
nokkurn mann til neins. Um
sirenusöng venjulegs kratisma
skal hér ekki rætt né heldur af-
skræmdar vestrænar útgáfur
af sósialiskum viðhorfum runn-
um upp á fjarlægum slóðum og
viö gjörólikar aðstæður.
Öll þessi fjölbreytni orkar dá-
litið undarlega á gamlan
kommúnista.sem var kennt það
i æsku að sósialisminn væri
kenningin um skilyrðin fyrir
frelsun verkalýðsins og barátta
i anda þeirrar kenningar. Það
er að visu eðlilegt og ekkert nýtt
aö uppi séu ýmis tilbrigði i þess-
um fræðum og að ólikar sögu-
legar forsendur og félagsiegar
aöstæöur láti þar t.d. til sin
taka. En fjölbreytnin nú virðist
óvenju mikil og hræringarnar
margvislegar. Og þvi minntist
Ásgeir Blöndal Magmisson.
ég á reimleika að mér finnst ■
sem sum þessi fyrirbæri a.m.k. I
séu einskonar uppvakningar og “
tilheyri áföngum sem þegar eru |
eða ættu að vera að baki. En ef ■
til vill er það svo að viðfang það I
og vandi, sem orðið hafa M
kveikja slikra viðhorfa, vitji |
nýrrar kynslóðar i eitthvað ■
breyttri mynd og hún verði að _
kljást við þau á sina visu.”
Þá þarf að virkja
„En kannski eru þessar hug- J
leiðingar minar aöeins þankar I
gamals manns sem kann ekki ■
lengur að greina milli gærdags- |
ins og dagsins i dag. Og kannski ■
eru augu min haldin, svo að ég I
sjái ekki lengur mun þeirra J
margvislegu sprota, er vaxa úr ■
moldu, eða kunni aö greina ólikt I
fas og stigmál i göngulagi nýrr- J
ar kynslóðarerfram hjá fer. Ég I
vonaaðsvosé ekki, og mér þyk- ■
ir sem það ætti aö vera eitt af
verkefnum Alþýðubandalagsins ■
sem breiðs sósialisks flokks að I
virkja til samstarfs öil þau öfl i J
áðurnefndum hræringum sem ■
einlæg eru og heilshugar i ■
sósialiskum viðhorfum sinum.” J
—e.k.h. |
„Dalakofa-
sósíalismi“
Alþýöubanda-
lagsins
Réttur er undarlegt
tímarit meö skrýtnum
skoöunum. Þaö er eins
reimt t kringum AlÞýöu-
bandalagiö og aö Þar séu
á sveimi ýmis og óiík
fyrirbæri. Ég Þykist
kenna Þar anarkisma af
margskonar tagi, aftur-
hverfa rómantík, trotsk-
isma og ýmsa gamla
barnasjúkdóma vinstri
hreyfingar. Stundum er
Þar é ferö einskonar
dalakofa-sósíalismi eóa
Þé marxisminn í leik-
fangalandi sem skyldar
r:. ci nokkurn mann til
nefns. Um sírenusöng
venjulegs kratisma skal
hér ekki rcett né heldur
afskræmdar vestrænar
útgétur af sóstalískum
viöhorfum runnum upp é
fjarUegum slóöum og við
gjörólíkar aóstæður.u
Höfundur Þessara um-