Þjóðviljinn - 22.09.1978, Page 7

Þjóðviljinn - 22.09.1978, Page 7
Föstudagur 22. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Sveinbjörn Klemenzson MINNING vélstjóri — Sólbaröi, Álftanesi — Fæddur 1.10.1913 — Dáinn 14.9.1978 Sveinbjörn Klemenzson lést snögglega aö heimili sinu 14. sept. sl. Okkur, sem til þekktum kom skyndilegt fráfall hans ekki á óvart. Hann haföi um árabil ekki gengiö heill til skógar. Samt hvarflaöi þaö sist aö mér, er hann kvaddi okkur hjónin i hlaöinu á Sólbaröi sunnudaginn 10. sept. sl. i fegursta haustveöri glaöur og reifur, aö svo skammt undan væri hans endadægur. Enginn má sköpum renna. Sveinbjörn Klemenzson fædd- istað Vestri-Skógtjörn Alftanesi l. okt. 1913. Einn margra táp- mikilla barna merkishjónanna Auöbjargar Jónsdóttur og Klemenzsar Jónssonar bónda og kennara sama staö. Haim ólst upp i foreldrahúsum og hlaut i heimanfylgju gott vega- nesti, semfólgiö eri ööruen þvi, sem mölur og ryö fá grandaö. Ungur réöst hann til náms i vélvirkjun i Landssmiöjunni. Fór að þvi búnu i Vélskóla Is- lands og brautskráöist þaöan 1938. Eftir þaö vélstjóri til sjós m. a. á m/s Esju, þegar henni var nýrri hleypt af stokkunum I Alaborg 1939. Sjómennskan átti hins vegar ekki alls kostar vel viö hann. Var vélstjóri viö Sild- arverksmiöjur rikisins á Siglu- firöi nokkur sumur. Stofnaöi ásamt fleirum vél- smiöjuna Klett i Hafnarfiröi. Verkstjóri þar um 10 ára skeið. Stofrisetti siðar og rak Vél- smiöju Alftaness. Framleiddi um árabil miö- stöðvarkatla auk annarrar ný- smiöi og viöhalds véla. Jafn- framt var hann nokkur sumur vélstjóri viö Sildarverksmiöiur rikisins á Skagaströnd og Seyöisfiröi. Einnig um tima i Sildar- og fiskimjölsverksmiöju i örfirisey. Hann var til dauöa- dags eöa i aldarfjóröung umboösmaöur Brunabótafélags Islands i Bessastaiahreppi. Auk þess gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum i heimabyggö sinni. Hann var prófdómari i vél- virkjun i Hafnarfiröi i mörg ár. Frá árinu 1965 tókaö há honum sjúkdómur, sem einkum bagaöi hann i fótum og skerti þrek hans. Til þess-aö sporna viö þvi stundaöi hann sund af krafti, einnig styrkjandi æfingar. 1970 fékk hann kransæðastfflu. Náöi samt aftur þeirri heilsu aö eftir þaö vann hann um nokkurt skeið sem vélstjóri viö Sikiar- og fiskimjölsverksmiöjuna Lýsi og Miöl i' Hafnarfiröi eöa svo lengi sem heilsan leyföi. Þegar svo var komiö aö heils- an leyföi ekki aö hann gæti starfað á almennum vinnu- markaði fór fjarri því að hann settist i helgan stein. Aögeröar- leysi átti sist af öllu viö hann. Stöðugt haföi hann eitthvað fyr- ir stafni, ýmist i smiöju sinni eöa garði. Viö garöinn lagöi hannmikla rækt og vinnu. Hann haföi af öllum gróöri yndi mikiö og ánægju. 12. okt. 1940 kvæntist Svein- björn systur minni Margréti Sveinsd. frá Siglufiröi. Byrjuöu þau búskap i Reykja- vik. Æskustöövarnar áttu samt hug Sveinbjörns allan. Fluttust þau hjónin þvi fljótlega út á Alftanes. Fyrst aö Skógtjörn, en reistu sér fljótt eigiö hús i landi Vestri-Skógtjarnar. Þau nefndu þaö Sólbarö. Þeim var 4 barna auöiö. Þau eru: Auöunn Klemenz f. 1941, svæf- ingarlæknir viö Lsp. Kvæntur Ingibjörgu Oskarsdóttur kenn- ara frá Höfn i Hornafiröi. Svein- rós f. 1942, hjúkrunarfr. gift Hauki H. Ingólfssyni lækni frá~ Akureyri. Þau eru nýkomin frá Sviþjóð en þar hefur Haukur lokiö framhaldsnámi i heimilis- lækningum. Sveinbjörn Hrafn f. 1951, raf- virki, kvæntur Huldu Róberts- dóttur úr Hafnarfirði. Kristján f. 1958 iönnemi ennþá i foreldra- húsum. Þá ólu þau hjón upp Jóhönnu Rósamundu Sveins- dóttur. Foreldrar hennar voru Jóhanna Systir Margrétar og Sveinn bróbir Sveinbjarnar. Jóhanna og Sveinn voru heit- bundin er Jóhanna lést i blóma lifsinsfrá dótturinni fárra mán- aöa. Jóhanna er gift Ottó L. Olafs- syni. Þau eru búsett i Sviþjóö. Sveinbjörn var einstakur Ööl- ingur og gull aö manni. Þykist undirritaöur þar geta trútt um talað þvi aðöll hans skólaár hér syöra var heimili þeirra hjóna athvarf hans og annab heimili. Raunar okkar yngri systkin- anna allraeftir lát foreldra okk- ar. Sveinbjörn var einkar barn- góöur og nærgætinn. Alltaf var gott aö leita til hans ef vanda bar aö höndum. Vandann leysti Sveinbjörn af einstakri lipurö og alúö, án þess aö telja þaö eftir sér eöa ætlast til launa. Ósjald- an hefur undirritaöur, og ég hygg fleirileitað til mágs mins i smiðjuna þegar bíllinn hefur gert þeim grikk. Þangaö var gott aö koma. Engar eftir- eöa úrtölur, gengiö hreint til verks og vandinn leystur aö bragöi, ef þess var nokkur kostur. Ekki var hart eftir greiöslum gengiö, hinsvegar ljómaöi vinur minn einsog sólin ef köttum, sem jafnan vorueinhversstaöar nálægt honum i smiöiunni voru sýnd vinarhót. Hann var ein- stakur dýravinur. Ungur kynntist Sveinbjörn erfiöleikum þeim sem komu i kjölfar kreppunnar miklu, sem áheimsbyggöina dundu eftir lok heimsstyr jaldarinnar fyrri. Hann geröist snemma róttækur hugs jónamaöur. Hann bar ætiö hag þeirrasem minna máttu sin mjög fýrir brjósti. Þeirri hugsjón sinni var hann trúr til hinshi stundar. 1 veik- indum sinum fór þvi fjarri aö Sveinbjörn léti hugarvil eöa sjálfsmeöaumkvun ná taki á sér. Þvert á móti setti hann ný járn i eldinn. Siöustu ár lagöi hann mikla hugsun og vinnu i að finna leiöir til þess aö eyða ólykt og mengun frá sildar- og fiskimjölsverksm. en erfiölega hefur gengiö að ley sa þann vanda eins og dæmin sanna. Mun hann hafa komiö á framfæri athyglisveröri tillögu tillausnar þessum vanda. Munu þær tUlögur vera til athugunar hjá viökomandi ráöuneyti. Margs er enn aö minnast en nú er mál aölinni. Viö hjónin og dætur okkar þökkum meö hræröum huga ánægjulegar samvistir liöinna ára. Veit ég aö þar mæli ég einnig fyrir munn systra minna og mága. Astvinun Sveinbjarnar mágs mins og vinar biö ég allrar blessunar. Þaöer huggun harmi gegn aö seint fyrnist minningin um mætan mann og góöan dreng. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Friörik Sveinsson. Sveinbjörn Klemensson eöa Sveinbjörn á Sólbaröi eins og hann hét i daglegu máli okkar Alftnesinga, var fæddur þann 1. október 1913 i Amakoti á Alfta- nesi. Sonur Klemensar Jóns- sonar, barnakennara og bónda þar og konu hans Auöbjargar Jónsdóttur. Sveinbjörn var hinn fimmti i rööinni af 10 systkin- um. Sveinbjörn lifði lifi sinu á Alftanesinu ef frá er talinn stutt- ur timi, er hann vann fyrir norö- an viö sildar.verksmiöju sem vélstjóri, þá ungur maöur. A þeim tima kynntist hann eftir- lifandi konu sinni Margréti Sveinsdóttur frá Siglufiröi. Þau hjónin eignuöust 4 börnr auk þess ólu þau upp eitt systkina- barn beggja. Þegar ég fluttist á Alftanesið fyrir 30 árum var þar færra fólk fyrir en nú er og þvi hægara aö sjá hina einstöku og kynnast þeim. A þeim tima var þetta litla byggöarlag i raun skipt i nokkur ættarsamfélög auk þess aö vera landfræöilega skipt i noröur- og suöurnes. Öræktin Breiöamýri skildi á milli. Ég kom aö Þórukoti framandi, án fjölskyldubanda viö ættarsam- félögin, ég haföi veriö aö leita mér aö aösetri utan þéttbýlis, þá nýkominn heim frá námi og stórborg. Ég kynntist fljótt Klemensi fööur Sveinbjarnar, einöröum, fróöleiksfúsum fræð- ara, sem mér virtist alla tiö berahag meöbræöra sinna meir fyrir br jósti en eigin hag. Smám saman kynntist ég einnig Svein- birni og hans fjölskyldu, en Sveinbjörn, sem þá var starf- andi vélsmiöur i Hafnarfiröi og meöeigandi i Vélsmiöjunni Kletti, byggöi sér hús i túnfæt- inum hjá foreldrum sinum og nefndi Sólbarö. Þegar ég kom á nesiö voru þau ungu hjónin Sveinbjörn og Margrét fyrir skömmu flutt i eigiö hús, þau höfðu áöur búiö hjá Eggert, bróöur Sveinbjarnar á Skóg- tjörn. I nafngiftinni Sólbarö sagði til sin rikur þáttur i eöli Sveinbjaraar, bjartsýnin og lifsgleöin. Handan viö veginn var eyöibýliö Svalbaröi. Þetta kom einhverju sinni til tals hjá okkur, ég innti Sveinbjörn aö, hvi hann heföi ekki tekiö upp Svalbaröa nafniö. „Þaö er svo kalt maöur, en sólin þaö er lif- ið”, var svar Sveinbjarnar. Sól- ar oglifsgleöi Sveinbjarnar var ekkiaðeinsí oröi, þaö má sjá.ef litiöerá garöinn umhverfis hús- iö á Sólbaröi. Sveinbjörn sá, aö skjólleysið á nesinu stóö trjá- gróöri fyrir þrifum og þá var ráðist i þaö meö handverkfæri aö vopni aö breyta landinu um- hverfis húsiö og skapa þaö skjól, sem vantaöi. Sveinbjörn var ekki verkkviöinn maöur. Annar þáttur, sem mér fannst rikur i eöli Sveinbjarnar var hjálpsem- in. Trúlega hefur uppeldiö i hinni stóru fjölskyldu félags- hýggjum annsins Klemensar haftmikU áhrif i þá átt aö glæöa hjálpsemistilfinninguna, en svo hkir hafa mér sýnst þeir feögar um þetta, aö þar er trúlega um ættlægan eiginleika aö ræöa. Sveinbjörn seldi eignarhlut sinn i' Vélsmiðjunni Kletti og reisti sér eigiö verkstæöishús á Sólbaröi 1953, aö mig minnir.og hóf þar framleiöslu á oliukynnt- um kötlum til húsahitunar, en æöi oft trufluöust framleiöslu- störfin vegna þess aö sveitung- sirnir komu meö sln vandamál. bilaöa bila og heyvinnutæki, sem viögeröar þurftu. Vinnu- brögð Sveinbjarnar einkenndust af þvi aö hann lagfæröi ekki aö- eins þaö nauösynlegasta. til aö koma hlutunum frá sér, heldur einnig þaö annaö, sem hann sá, aö var i ólagi. Þvi allir hlutir skyldu vera i lagi. Sveinbjörn var góöur smiöur. Þessi hjálpsemi var samhliöa rikri réttlætiskennd i þjóö- félagsmálum. Sveinbjörn var ekki læröur i félagsvisindúm eöa hagfræöigrdnum. enda var honum alla tiö ofvaxiö aö skilja aö hægt væri aö grundvalla gott þjóöfélag á prettum og undan- drætti. Fengi maöur lánaöar hjólbörur þá skyldi maöurskila heilum hjólbörum, en ekki hálf- um eins og veröbólguspeking- arnir kenna. Siðustu átta ár ævinnar varö Sveinbjörn aö draga af sér i verkum, þvi' 1970 kenndi hann fyrst þess sjúkdóms. sem siðar varö hans bani. En þá tók hann til viö æöi merkilegt viðfangs- efni. aö levsa mengunarvanda sildar- og fiskimjölsverksmiöja. En hann gerþekkti þessa fram- leiöslu f rá starfsárum sinum viö Sildarverksmiöju rikisins á Siglufiröi og frá Lýsi og Mjöli i Hafnarfiröi. Eina lausnin á þeim vanda haföi áöur veriö aö ressa sifellt hærri reykháfa til þess aö lyfta óloftinu þaö hátt, aö ekki fyndist fyrir þvi i næsta nágrenni. Sveinbjörn leysti þetta á mjög athyglisverðan hátt og smiöaði likan, sem skil- aöi lyktarlausum eimi þó soöin væri úldin sild. Þaö voru Svein- birni litt skiljanleg viöbrögö þegar latir kerfismenn virtust ekki nenna aö setja sig inn i þessalausn hans. Leti i hugsun og athöfnum var Sveinbirni fjarlæg. Fræöimaöur ólatur setti sig inn i þessa hugmynd Sveinbjarnar og hvatti til aö tækin yröu sett upp til reynslu, en allt kom fyrir ekki. Einka- rekstrarmenn i islensku athafnalifi taka ekki áhættu andspænis öruggu styrkjakerfi. Þetta var Sveinbirni erfiö staö* reynd og samrýmdist ekki viö- horfum þess manns, sem i öllum verkum sinum leitaöi aö náttúr- legustu lausn þess vanda, sem fyrir lá hverju sinni. En hin þegjandisamstaöa hinna lötu er þaö ofurefli. sem fæstir ráöa viö. Sveinbiörn var ekki einsamall um ævina. Auk hinna sterku tengsla innan Arnakotsfjöl- skyldunnar bjó hann viö traust- an félagsskap konu sinnar, Margrétar, en hún hefur auk þess að vera annar buröarásinn i góöu fjölskyldulifi á Sólbaröi. veriö mikill máttarstólpi i menningar- og félagslifi innan hreppsins. Hún er gædd sömu hjálpseminni og Sveinbjörn haföi gagnvartgrönnum sinum. Þaö er mikill missir fyrir þetta litla samfélag á Alftanes- inu þegar fyrirmyndarmenn um mannleg samskipti hverfa, eins og nú Sveinbjörn Klemensson. Ég þakka þau samskipti. er viö Sveinbjörn áttum og votta fjölskyldu hans innilega samúö mina sem og hreppsfélaginu öllu. Hannes Kr. Daviösson Ég veitaö Svenni vinur minn er dáinn. Þaö fer fyrir mér sem mörgum öðrum. aö ég get ein- hvern veginn ekki áttaö mig á þvi. eöa viöurkennt þaö þrátt fyr- ir þaö aö dauöinn er ekkert óeöli- legra fyrirbæri en t.d. fæöingin. Svenni var einn sá allra besti vinur. sem ég hefi átt og aldrei hefur boriö skugga á þann vin- skap. Hann var sannur og góöur drengur og svo heiöarlegur aö af bar. Kunningi okkar beggja sagöi viömig eitt sinn: ..Svenni er eins heiöarlegur og væri hann banki”. Þetta var skemmtileg samliking. 'Vonandi eru bankarnir ennþá svo heiöarlegir aö hægt sé aö gera svona samlikingar. Sveinbjörn Ktemenzson fæddist 1. 10. 1913, aö Vestri-Skógtjörn, Alftanesi. Hann var sonur hjón- anna Auöbjargar Jónsdóttur og Klemenzar Jónssonar, mestu sæmdarhjóna, sem nú eru bæði látin. Sveinbjörn læröi vélvirkjun i Landssmiöju Islands og lauk þaö- an prófi áriö 1935. Siöan fór hann i Vélstjóraskóla Islands og útskrif- aðist þaöan áriö 1938. Sveinbjörn stundaði lengst af véla- og renni- smiöi, ennfremur vélstjórn til sjós og lands. Hann kvæntist eft- irlifandi konu sinni Margréti Sveinsdóttur frá Siglufirði 12. október 1940. Þau eiga fjögur börn: Auöun Klemenz, Sveinrós, Sveinbjörn Hrafn og Kristján, einnig ólu þau upp fósturdóttur Jóhönnu Sveinsdóttur. Börn og barnabörn eru 15 aö tölu. Sveinbjörn var mikiö hagleiks- og snyrtimenni og haföi gott auga fyrir þvisem fallegt er. A heimili þeirra hjóna er margt fallegra muna. sem hann hefur smiöaö og garöurinn hans. sem hann haföi sérstakt yndi af, er bæöi snyrti- legur og fallegur. Heimiliö ber þess vitni aö þar hafa búið hjón. sem hafa veriö samstillt um aö prýöa. fegra og rækta. Þegar ég fór aö heiman ungur aö árum, fullur af minni- máttarkennd út i hinn stóra og viðsjárverða heim, var gott aö kynnast góöum pilti eins og Svenni var. Ég eignaöist aldrei bróöur. en mér fannst sem ég heföi eignast bróöur. Viö Svenni lærðum sam- an i Landssmiöjunni og bar fund- um okkar fyrst saman þar. Svenni haföi þá veriö þar eitt ár og kunni náttúrlega skil á ýms- um hlutum. Gott var aö leita til hans meö ýms'ar spurningar og þurfa ekki alltaf aö ónáöa hina eldri menn. Svenni var alltaf boöinn og bú- inn til hjálpar. Alltaf tók hann upp hanskann bæöi fyrir mig og aöra. ef honum fannst rangt aö fariö; var hann hvers manns hugljúfi. Eins og fyrr segir. tókst meö okk- ur Svenna góö vinátta og hefur hún haldist æ siöan. Vib tókum saman herbergi á leigu. Frá þeim tima á ég margar minningar um ánægjustundir, sem aldrei munu gleymast. Reglusemi var í hávegum höfö, jafnt frá báöum hliöum. Svenni var friöur sýnum og myndarlegur og ég verö aö gera þá leiðinlegu játningu. aö ekki er fritt \"iö aö ég öfundaöi hann. þegar dömurnar voru aö senda honum hýrt auga. Ég kom oft heún til Svenna aö Vestri-Skógtjörn. Þar bjuggu foreldrar hans. Heimiliö var stórt og börnin mörg. Þangaö var gott aö koma. likast þvi aö vera kom- inn heim til sin; þar skein ástúö úr hverju andliti. Sveinbjörn var alltaf bjarts\-nn og léttur i lund. Hann var hug- myndarikur og átti nýjar hug- myndir. Þaö er oft erfitt aö koma nýjum hugmyndum á framfæri, ég þekki þaö litilsháttar. og svo eru stundum hákarlar i kjölfarinu hér eins og annars staöar. Ég kveö Svenna vin minn meö söknuöi og biö almættiö aö geyma hann. Viöhjónin vottum öllum vanda- mönnum okkar innilegustu samúö. Brandur Tómasson .... ' Enginn kemst hjá æfingu ef hann viII tala erlend tungumál. Æfinguna færöu hjá okkur. Hin vinsælu kvöldnámskeið fyrir fullorðna hefjast 21. september. Sími 10004 og 11109. Málaskólinn Mímir Brautarhoiti 4 L ------------ -

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.