Þjóðviljinn - 22.09.1978, Page 16
DJOÐVIUINN
Föstudagur 22. septeipber 1978
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa
tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaös-
ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285,
útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
Skipholti 19, R. I BUOIIM
sirni 29800, (5 linurr—^ ý
Versliö í sérverslun
með litasjónvörp
oghljómtœki
Vílja ekki fulltrúa starfs-
manna á stjómarfundum
Fulltrúar Sjálfstæöis-
flokksins í stjórn SVR
lögðust gegn þvi á fundi
stjórnarinnar 13. septem-
ber s.l. að starfsmenn til-
nefndu áheyrnarfulltrúa
með málfrelsi og tillögu-
rétt á stjórnarf undum.
Starfsmannafélag SVR ritaði
stjórninni bréf fyrir skemmstu,
þar sem farið var fram á að 1
fulltrúi starfsmannanna sem
eru um 180 talsins fengi að sitja
stjórnarfundi með öllum
réttindum nema atkvæðisrétti.
Sigriður Ásgeirsdóttir og Sveinn
Björnsson lögöu þá fram tillögu
þess efnis að stjórn SVR væri
ekki bær til aö fjalla um þetta
erindi, sem varðaði nýja stefnu-
mörkun i stjórnkerfi
borgarinnar og vildu visa
málinu til borgarráðs.
Tillaga þeirra var felld með 3
atkvæðum gegn tveimur og
siðan var erindi starfsmanna-
félagsins boriö undic atkvæöi.
Það var samþykkt gegn atkvæði
Sveins Björnssonar en Sigriður
Asgeirsdóttir sat hjá.
Af þessu tilefni ræddi Þjóö-
viljinn við formann stjórnar
SVR, Guðrúnu Agústsdóttur, og
sagöist hún vænta þess aö full-
trúi starfsmannafélagsins yrði
skipaður fyrir næsta stjórnar-
fund, sem er 26. september n.k.
,,Ég vænti mér mikils góðs af
Guðrún Ágústsdóttir, formaður
stjórnar SVR: Stjórnin mun
njóta góðs af sliku samráöi við
starfsmenn.
haldin hefur verið á verk-
um Snorra. 175 myndir eru
á sýningunni. Nánar verð-
ursagtfrá henni í blaðinu á
morgun. Á myndinni eru
þau Snorri og Selma Jóns-
dóttir, forstöðumaður
Listasafns fslands, en þar
var haldinn kynningar-
fundur með fjölmiðlafólki
í gær.
samvinnu við starfsmenn
SVR”, sagði Guðrún, ,,og er
ánægð með að erindi þeirra var
samþykkt.” Starfsmenn fyrir-
tækisins hafa allt aðra þekkingu
á málunum en við i stjórninni
sem komum utan úr bæ, ef svo
má segja. Stjórnin hlýtur þvi að
njóta góðs af þvi að hafa fulltrúa
starfsmanna á fundum sinum,
auk þess sem þetta fyrirkomu-
lag hlýtur að efla nauðsynleg
tengsl milli stjórnar og starfs-
fólks. Ég vona lika að vagn-
stjórar, verkstæöisstarfsmenn
og skrifstofufólkið skipti þessu
fulltrúasæti reglubundið með
sér, þannig að sem flestir
starfsmanna eigi kost á þvi að
koma á stjórnarfundina.” —AI
ÍRAKAR:
Hafna Camp-
David samn-
ingnum
BAGDAD, 21/9 (Reuter) — Utan-
rikisráöherra traks, Saadoun
Hammadi kallaði sendiherra
Arabarikja á sinn fund i dag og
lýsti þvi yfir að yfirvöid lands
hans höfnuðu niðurstöðum Camp
David-viðræðnanna, þar sem þær
væru hættuicgar Aröbum og þá
sérstaklega Palestinumönnum.
St jórnvöld i Irak eru ósammáia
Egyptum i stefnu þeirra gagnvart
Israelsmönnum, en eru þó ekki í
bandalagi fimm arabarikja, sem
stofnaö var eftir för Sadats til
Israels á siðasta ári.
Dagblöð i Irak hafa gagnrýnt
úrslit viðræðnanna i Camp David
harðlega.
Fangarnir á Kýpur
gáfust upp
NICOSIA, 21/9 (Reuter) — Sjö-
menningarnir sein héldu iög-
regiumönnum i gisiingu í stærsta
fangelsi Kýpur gáfust upp i fyrra-
dag.
Unnusta Vassos Pavlides sem
talin er hafa smyglað skamm-
byssutil fanganna var leidd fyrir
rétt i gær og bornar á hana niu
ákærur, þ.á.m. um morötilraun,
vopnað ránog mannrán. Hún var
úrskurðuð i átta daga varðhald.
Stærsta sýningin
á verkum Snorra
Á sunnudaginn kl. 14
verður opnuð í Listasafni
(slands stór yfirlitssýning
á verkum Snorra Arin-
bjarnar. Hér er um að
ræða stærstu sýningu sem
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSMENN í STJÓRN SVR:
Páfinn vill banna
hjónaskilnaði í
Bandaríkjunum
VATIKANIÐ, 21/9 (Reuter) —
Um þessar mundir eru rúmlega
fjörutiu bandariskir biskupar i
heimsókn hjá Jóhannesi Páli
páfa. I heimalandi þeirra eru
hjónaskilnaðir mjög tiöir og
hvatti páfinn þá til að krefjast
þess, að hjónabönd kristinna
manna yrðu órjúfanleg þar i
landi. Páfinn sagöi, að sér leiddist
að þurfa að segja þetta, en slikt
væri Guðs orö.
Birgir tsleifur: Allt óráðið um
framtiöina.
„Hef
ekkert
ákvedid
í huga”
segir Birgir ísl.
Gunnarsson um það
hvort hann hyggist
sækja um nýtt starf
Ég hef ekkert ákveðið i huga
sagði Birgir tsl. Gunnarsson
fyrrv. borgarstjóri er Þjóðviljinn
hafði i gær samband við hann I
Sjálfstæöishúsinu og spurði hann
hvort hann hefði I hyggju að
sækja um eitthvert faststarf eftir
að hann iét af embætti borgar-
stjóra.
Eins og er hef ég á hendi ýmis
„free lance” verkefni en allt er
óráðið um framtiðina, sagði
hann. Mennhafa veitt þvi athygli
að undanförnu að Birgir hefur
verið iðinn við að skrifa greinar i
Morgunblaöið og hafasumir gert
þvi skóna að hann fari inn á rit-
stjórn blaðsins. —GFr
Frá GÍSLA GUNNARSSYNI, fréttaritara Þjóðviljans í Lundi:
Talsverðar líkur taldar á
að sænska stjórnin falli
LUNDI 21/9 — Talsveröar likur
voru laldar á þv! I Sviþjóð I dag
að kjarnorkumálin myndu
verða sænsku stjórninni aö falli.
Stjórnin hefur setiö á miklum
fundum að undanförnu, og I dag
lokuöu formenn allra þriggja
stjórnarflokkanna, Thorbjörn
Falldin, formaður miðflokksins,
Gösta Boman, formaöur ihalds-
flokksins og Ola UUsten, for-
maður þjóöarflokksins, sig inni
á leynifundi. Ékkert orð hefur
enn síast út um þann fund, en
blaðamenn biða i ofvæni fyrir
utan.
Deiluefni stjórnarflokkanna
eru kjarnorkumálin. Nú er lokiö
byggingu tveggja kjarnorku-
vera og þarf aö taka ákvöröun
um rekstur þeirra. Falldin for-
sætisráöherra vill ekki undir
neinum kringumstæðum leyfa
að þau veröi tekin i notkun og
hafnar öllum tillögum sem leiða
til þess, en formenn hinna flokk-
anna vilja hins vegar gefa leyfi
til að þau verði starfrækt.
Eins og menn muna snerist
kosningabaráttan i Sviþjóð sið-
ast mjög um kjarnorkumálin,
og voru sósialistar hlynntir
byggingu kjarnorkuvera og
ihaldsmenn og þjóðarflokks-
menn voru á sama máli,- þó þeir
flikuðu þeirri skoðun ekki mjög,
en miðflokksmenn voru andvig-
ir kjarnorkuverum. Allar rann-
sóknir benda nú til þess að
stjórn borgaraflokkanna hefði
aldrei fengið meirihluta án
baráttu miðflokksins sem fékk
þá talsveröan hljómgrunn. En
stjórnin byggöist þó á misskiln-
ingi, þar sem flokkarnir þrir
höfðu ekki sömu stefnu i málinu.
Nú benda skoöanakannanir til
að fylgi miöflokksins sé aö
minnka og sé nú 17,5% (en hann
fékk 24% i kosningunum). Þær
benda einnig til þess að borg-
araflokkarnir þrir hafi minna
fylgi en sósialistar: 44,5% á
móti 48,5%. Þessi þróun gerir
það aö verkum aö stjórn miö-
flokksins er mjög rög við að
svikja þau kosningaloforö, sem
hún fékk fylgi sitt á, og veldur
þaö hörku F'álldins i þessu máli.
Ástæðan fyrir þvi aö þjóðar-
flokksmenn halda nú mjög til
streitu þeirri stefnu i kjarnorku-
málum sem þeir vildu áður ekki
flika mikiö er sú, að sósialistar
eru óbeint búnir að lofa þeim
hlutleysi ef þeir myndi einir
stjórn fram að næstu kosningum
sem eiga að fara fram eftir ár
eða jafnvel stuðningi i myndun
samsteypustjórnar sósialista og
þjóðarflokksins. Þeir eru þvi
ekki hræddir við að sprengja
FáTldin
stjórnina að svo stöddu. thalds-
menn eru hins vegar i klemmu,
þvi að þeir eru á sama máli og
þjóöarflokksmenn hvaö kjarn-
orkuna snertir en vilja þó um-
fram allt forðast að stjórnin
falli.