Þjóðviljinn - 26.09.1978, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 26. september 1978
MOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóöfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður
Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Einar Karl
Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Aug-
lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, aug-
lýsingar: Sfðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Frestun
EFTA-tolla
Alþýðubandalagið hefur frá öndverðu talið það
mjög vafasaman ávinning fyrir islenskt atvinnulif
að tengja landið inn i viðskiptabandalög stjórþjóð-
anna. Innganga i Efnahagsbandalagið kom að
mati islenskra sósialista aldrei til greina, enda er
það bandalag visir aðstórrikisem dvergþjóð á borð
við Islendinga getur ekki gengið i nema missa um
leið alla helstu þætti sjálfsforræðis.
Friverslunarbandalagið EFTA verður að visu
ekki lagt að jöfnu við Efnahagsbandalagið, stjórn-
stofnanir þess eru svo miklu veikari og allar kvaðir
minni. Stórmarkaður EFTA nær ekki til annars en
vöruviðskipta og skipan hans er i megin-
dráttum aðeins fólgin i gagnkvæmu afnámi tolla
innbyrðis án sameiginlegs ytri tolls.
Enda þótt Friverslunarbandalagið EFTA sé að
ýmsu leyti sakleysislegt bandalag um keðju
friverslunarsamninga,felast i þvi hættulega miklar
skuldbindingar fyrir vanmegna þjóðarbúskap eins
og hinn islenska. Þess vegna var Alþýðubandalagið
á sinum tima á móti inngöngunni i EFTA og varaði
við afleiðingum af skuldbindingum um algera
friversluna með iðnaðarvörur.
Langt er siðan reynslan staðfesti viðvaranir
Alþýðubandalagsmanna. Iðnaður sem stundaður er
i svo smáum stil sem eðlilega fellur að islenskum
aðstæðum, verður seint að fullu samkeppnisfær við
iðnað rótgróinna þjóða sem eru mörgum sinnum
fjölmennari en íslendingar eru. Einhver lágmarks
tollvernd fyrir islenskan iðnvarning þarf alls ekki
að vera neitt óeðlileg.
Hins vegar er sú hugmyndafræði býsna óeðlileg
sem gengur út á það, að engin framleiðsla megi
þrifast i landinu sem ekki sé „samkeppnisfær” við
erlenda framleiðslu á markaði sem talinn er frjáls,
opinn og hömlulaus,. Algerlega sambærilegar
aðstæður og algerlega frjáls markaður er nefnilega
imyndun sem varla er umræðuverð.
Ef íslendingar mega ekki hygla atvinnuvegum
sinum, t.d. með ákveðinni tollvernd, þá erum við að
afsala okkur þróunaraðferð sem flest riki veraldar
hafa beitt á einhverju skeiði, allt frá upphafi
iðnvæðingar.
Forsvarsmenn islenskra iðnaðarmála beita sér nú
mjög fyrir þvi að siðasti áfangi tollalækkananna,
sem á að eiga sér stað um áramót, komi þá ekki til
framkvæmda og verði frestað um skeið. Alþýðu-
bandalagið telur rétt að styðja þessa tillögu, enda
sýnist EFTA-leiðin stefna i hreinar ógöngur. Það er
alveg greinilega andstætt hagsmunum islenskrar
atvinnuuppbyggingar að ekkert viðnám skuli vera
gegn flóði erlends iðnvarnings sem steypist inn
yfir landið og skolar burtu mörgum lifvænlegum til-
raunum Islendinga til framleiðslu svipaðs
vamings.
Þvi verður ekki að óreyndu trúað að samstarfs-
flokkar Alþýðubandalagsins i rikisstjórn setji fótinn
fyrir þá sanngimisbón islenskra iðnrekenda sem
hér er á ferð. Það er að visu vitað að Sjálfstæðis-
flokkurinn tekur hugmyndafræði „frjálsrar
samkeppni” og hagsmuni innflytjendanna fram
yfir uppbyggingu innlends iðnaðar. Það sama má
ekki henda Alþýðuflokk og Framsóknarflokk.
Er nokkur ástæöa fyrir
borgaralegt kapitaliskt
lýðræöisriki að þola það aö
innan þess vinni fólk að þvf i
orði og verki að kollsteypa þvi
og koma á annarri þjóöfélags-
gerö? Þessi spurning viröist
leita á ýmsa gagnmerka
borgara sem rúmfrekir eru á
siðum dagblaðanna.
Þóröur Halldórsson ritar
Dagblaðinu frá Luxemborg og
kemur á framfæri viðhorfum
sem væru spaugileg ef þau ættu
sér ekki töluverðan hljómgrunn.
Hann telur vera „reginástæöu”
til þess að spyrja: Hversvegna
hefur kommúnistum veriö
hleypt svona langt?
Hann telur lika að þjóðinni
stafi meiri hætta af langskóla-
gengnu fólki heldur en ungling-
um við færiböndin. Færibanda-
vinnan göfgar nefnilega mann-
inn en skólinn afmannar hann
og gerir hann að atvinnulausri
hengilmænu. Kennaraskólinn
og Kennaraháskólinn eru og
voru útungunarstöð
kommúnismans og það læra
börnin sem fyrir þeim er haft.
Ritfrelsið góða
Það er freistandi að flokka
þessi viðhorf með ýmsum
tiltækum hugtökum úr orðabók
stjórnmálanna. En þaö er best
Iað láta lesendum það eftár.
Þessi Dagblaðshugvekja
minnir okkur á að I Morgun-
blaðið skrifa að jafnaði þeir
tveir menn sem hvað mestar
áhyggjur hafa af þvi hve
kommúnistum hefur verið
hleypt langt i skjóli barnalegra
lýðræðishugmynda sem ekki
einu sinni banna áróður gegn
sjálfum sér. Það eru þeir Jón
Arnason og Hannes Hólmsteinn
Gizurarson. Morgunblaðið á
þakkir skildar fyrir að fræða
alþjóð um að þau viöhorf sem
þessir menn túlka skuli fyrir-
finnast i þjóðardjúpinu. Það er
nú einmitt dýrmætið sem prent-
frelsið og ritfrelsið hefur i för
með sér að við eigum þess kost
að kynnast þeim hugmyndum
sem á kreiki eru í höfðinu á
fólki.
Lýðræðisvörn
Hannes Hólmsteinn hefur á
afar viðfelldin hátt reynt aö
reyta æruna af nokkrum
háskólakennurum í greinum i
Morgunblaðinu siðustu vikur.
Hann virðist mjög á svipaöri
linu og Lúxemborgar-Þórður og
styður mál sitt dæmurn,sumum
áratuga gömlum og öðrum i
miður heillegu samhengi. Þetta
samhengisleysi bitnar þó ekki á
HHG heldur á „fórnarlömbum”
hans, enda er tilvitnunum ætlað
að styðja „röksemdir” Hannes-
ar um að i Háskólanum séu ekki
stunduð visindastörf heldur al-
farið unnið að útbreiðslu
kommúnismans.
Þjóðviljinn hefur ekki séð
ástæðu til að elta ólar við skrif
Hannesar Gizurarsonar né hans
nóta, Jóns Arnasonar og
Lúxemborgar-Þórðar. Hins-
vegar er alveg ljóst ef rökrétt
ályktun er dregin af skrifum
þeirra þremenninga að sú
spurning hlýtur að vera þeim
ofarlega í huga hvort ekki sé
rétt að verja lýðræöið með þvi
að banna það. Annars kunni
kommúnistar að fella vini
lvðræðisins á eigin bragði.
Alvörumál
Þótt Morgunblaðinu sé að
sönnu mikill sómi af skrifum
Aðvörun próf essorsins
Áleitin spurning
MOKIi U W"1'
Ami SiguriónMfin; J »1
Aðbúasértal
Kommunista
Svar til Hannesar Gissurarsonar
Hannesar Hólmsteins og Jóns
Arnasonar hafa ýmsir mætir
menn séð ástæðu til þess að
mótmæla persónuniði þess fyrr-
nefnda þar sem hann vegur að
starfsheiðri háskólakennara.
Þar má nefna Jóhann Hannes-
son, prófessor, Halldór
Guðjónsson kennslust jóra
Háskólans og Arna Sigurjóns-
son háskólanema.
Það er vel að áróðri sem
þessum skuli vera svarað á
þeim vettvangi sem hann er
fram settur. Það væri meiri-
háttar slappleikief mætir menn
brygðust ekkihartvið slikum og
þvilikum skrifum. Þó að
Þjóðviljinri leiði HHG og Jón
Arnason hjá sér að mestu eru
skrif þeirra til vitnis um að á
hægra kanti Sjálfstæöisflokks-
ins eru sannarlega athyglis-
verðar hræringarsem verter að
festa auga á og fylgjast með.
Hvenær verður krafan um
formlegt atvinnubann á
sósialista sett fram opinberlega
á vegum Sjálfstæöisflokksins?
— ekh.
Kvikasilfursmengun
í A-Finnlandi
IMATRA, Finnlandi, (Reuter) —
Komiö hefur I ljós aö mikil
kvikasilfurmengun er i vötnum i
landbúnaöarhéruöum i Austur-
Finnlandi, en þau héruö eru
illræmd fyrir hjartasjúkdóma og
aörarsóttir. Kvikasilfur getur
borist inn í Ilkamann i fæöu,
drykkjarvatni og i gegnum
öndun, og veldur þaö skemmdum
á nýrum og taugakerfi en einnig
oft á hjarta.
Jouko Severi, sem hefur fengist
Við rannsóknir á vatni i
Finnlandi, skýrði frá þessari
kvikasilfursmengun i útvarpi
nýlega, og sagði hann að
kvikasilfursmagnið i vatninu á
þessum slóðum væri margfalt
meira en það hámark, sem finnsk
heilbrigðisyfirvöld telja leyfilegt,
en það er nú fimm milligrömm á
litra. Hann áleit að kvikasilfriö
heföi borist þangað i lofti og fallið
niður i rigningu og snjókomu, en i
þessum héruðum er enginn
iðnaður sem gæti valdið slikri
mengun.
Prófessor Pekka Nuorteva,
sem er sérfræðingur i
kvikasilfursmengun, sagði i
blaðaviötali, að erfitt myndi vera
að finna jafn mikið magn
kvikasilfurs á jafn stóru svæði
nokkurs staðar i heiminum. Sagði
hann að nauðsynlegt væri aö
reyna að komast að þvi sem allra
fyrst hvað ylli menguninni og
hvaða áhrif hún hefði á heilsufar
manna.
t þessum héruðum Ausfur-
Finnlands er hæsta hlutfallstala
hjartasjúkdóma i öllum heimi, og
hefur heilbrigðisstofnun
Sameinuðu Þjóðanna gert sér-
staka áætlun til að berjast gegn
þessum sjúkdómum. Þeir sem sjá
um framkvæmd þessarar
áætlunar sögðu i dag að þeir vissu
ekkert um kvikasilfurs-
mengunina annað en það sem
þeir hefðu lesið i blöðum.
Tónleikar í Dómkirkjunni
í kvöld veröa tónleikar i Dóm-
kirkjunni i Reykjavik á vegum
Tónlistarfélagsins. Hedwig
Rummel söngkona og
Flemming Dreisig orgelleikari,
bæöi frá Danmörku, koma fram
á þessum tónleikum, sem eru
þáttur i samvinnu Noröurlanda
um tónlistahald.
Hedwig Rummel söngkona er
menntuð i tónlist frá
Háskólanum i Kaupmannahöfn
og hefur einnig lokið prófi i
sönglist frá Konunglega danska
tónlistarháskólanum. Hún hefur
sungið i óperum,fyrir útvarp og
sjónvarp og oft komiö fram á
tónleikum sem einsöngvari.
Flemming Dreisig hefur lært
á pianó og orgel og lokið prófi i
orgelleik og kórstjórn frá kon-
unglega danska tónlistar-
skólanum. Hann hefur leikiö i
útvarpi og sjónvarpi og haldið
tónleika viða um lönd. Dreisig
er nú orgelleikari við HelligSnd-
kirkjuna i Kaupmannahöfn.