Þjóðviljinn - 26.09.1978, Page 6

Þjóðviljinn - 26.09.1978, Page 6
. 6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN" Þriöjudagur 26. september 1978 I Sextugur í dag Um þaö bil ári áður en nóbels- skáldiðfrá Laxnesi gaf út fyrstu bókina sina fæddist annað verðlaunaskáld i nágrenni Reykjavikur. Leiðir unga snáðans lágu fljótlega úr Garðahverfinu austur yfir Fjall og hann gerðist Grafnings- maður um hrið, ólst upp i nábýli við lóu og spóa og skrifaði korn- ungur sinar fyrstu sögur um sumarkvöldin og Alftavatnið bjarta. Það er langt siðan þetta var og Ólafur Jóhann er sex- tugur i dag. Svona liður timinn og mönnum verður mismikið úr honum. Afmælisbarnið hefur skrifað fjölda bóka, sögur fyrir fullorðna, sögur fyrir börn, smásögur og ljóð, hlotið frægð og frama og óskipta viður- kenningu allra sem tefja sig á þvi að lesa góðár bækur. Flestir dauðlegir menn munu eiga erfitt með að skilja starf og áráttu rithöfunda. Þarna skrifa þeir og skrifa, helst margar klukkustundir á degi hverjum, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, og vilja sem minnst upp úr lita. Blaðastaflinn hækkar jafnt og þétt og um siðir er komin bók, gott ef ekki er þegar farið að huga aö annarri. En áður en bókin verður bók þarf væntanlega að mörgu að hyggja, fella niður, bæta inn i, breyta, laga og fága, jafnvel sem ég les hana þvi áleitnari verða sögulokin. Ungur drengur er að kveðja sveitina sina og halda til Reykjavikur á timum at- vinnuleysis og kreppu. En hann fer frjáls þvi að hann skynjar að landið muni fylgja honum, veita honum styrk og búa i sál hans eins og leynilegur fjársjóður. ,,Og hann óraði ekki fyrir þvi”, segir i lokin, ,,að nokkrum árum siðar myndi jörðin breytast á nýj- an leik og sveipast fegurra ljósi en vorhimnarnir, óumræðilegra gliti en heiðskir sólmánaðarótta, — og verða siðan myrk og eyðileg, köld og lifvana, eins og nóttin, sem þrengir sér inn að hjartanu, þegar við deyjum.”. Þetta er ekki einræður texti og verður ekki lagt út af honum nema i samhengi við bókina i heild. En ég vona að Ólafur Jóhann virði mér til vorkunnar þótt ég i stuttri afmæliskveðju til hans viðri nokkra sundurleita þanka sem leitað hafa á mig viö lesturinn. I þessum ljóðræna.næstum lát- lausa texta skynja ég kvikuna i skáldskap Ólafs Jóhanns i heild, þessarósættanlegu andstæður lifs og dauða sem heyja næstum örvæntingarfulla baráttu i öllum verkum hans. En þaö er ekki hin eðlilega endurnýjun i náttúrunn- ar riki sem veldur örvæntingunni sig af sjálfsdáðum og var sigld- ur höfundur, þegar ég kynntist bonum, hafði verið einn vetur i Kaupmannahöfn og notið þar góðsemi og uppörvunar hins lærðasta manns og skálds, Jóns Helgasonar prófessors. Nokkr- um árum eftir að ég kynntist honum, eða árið 1944 fór hann til Bandarikjanna sér til mennt- unarauka, og hefur æ siðan fylgst vel með bandariskum bókmenntum. Þótt Ólafur hefði stundum hvassan vind i fangið, var bót i máli, að hann átti sér frá fyrstu tið góða vini og stuðningsmenn sem trúðu á hæfileika hans. Ber þar ekki sist að nefna Kristin E. Andrésson og Þóru konu hans, Halldór Stefánsson rithöfund og konu hans og margt fleira and- ans fólk, en sist má þó gleyma þvi, að á striðsárunum kvæntist Ólafur ágætri konu, önnu Jóns- dóttur, sem er ekki likleg til að kippa sér upp við smáskvettur. Það verður enginn óbarinn biskup, segir máltækið, en það kemst enginn heldur langt án þess að eiga sér bakhjarl. Hernám íslands 1940 hafði gifurleg áhrif á Ólaf Jóhann ekki siður en okkur hina sem vorum ungir á þeirri tið. Við höfum æ siðan alið með okkur draum um herlaust tsland. En meðan styrjöldin geisaði skrif- aði ólafur ekki um hernám, heldur baráttu óbreyttrar al- þýðu i islenskri sveit, beindi sjónum að þvi sem hann þekkti best og gat nú litið úr nokkurri fjarlægð. Það var mikið verk sem hann kallaði Fjalliö og drauminn.kom út árið 1944. Þá Ólafur Jóharrn Sigurðsson rithöfundur umskrifa heila kafla, vega og meta hvert orð og setningu að nýju. Hver endist til að standa i öðru eins? Hvaða númer af þolinmæði hefur þetta blessað fólk fengið i vöggugjöf? Ég drep á þetta atriði hér vegna þess að einhvernveginn svona imynda ég mér að vand- virkur höfundur vinni sitt verk, og það er alkunna að Ólafur Jó- hann er með afbrigðum kröfu- harður við sjálfan sig. Málið, tungan er hans sérgrein. Hann er svo vel að sér um islenskt mál að ævilöng stúdia hlýtur að liggja þar að baki. En hér er sagan aðeins hálfsögð og allt kæmi þetta fyrir litið ef imyndunaraflið, sköpunar- gáfan, listin sjálf væri ekki með i leiknum, og vegir hennar eru vist órannsakanlegir eins og forsjónarinnar. Þótt ólafur Jóhann sé i hugum flestra sagnaskáld hefur hann ort allmik- ið af Ijóðum og fyrir tvær siðustu kvæðabækur sinar hlaut hann bókmennta- verðlaun Norðurlandaráös árið 1976, þau fyrstu sem Islendingi falla i skaut. Kannski þurfti þessi verðlaun til að opna augu manna fyrir þvi að Ólafur er i fremstu röð islenskra ljóð- skálda nú á dögum. Kvæðin láta ekki mikið yfir sér fremur en persónan, höfundur þeirra. Engin upphefð megnar aö stiga honum til höfuös. Hann er æ hinn sami ljúfi og hálf- feimni öðlingur sem ekki kærir sig um að honum séu barðar bumbur og vill áreiðanlega láta sem ekkert sé, þegar hann á stórafmæli. En góöar óskir vina og aðdá- enda á þessum merkisdegi verða hann og hans ágæta eigin- kona að gera svo vel að með- taka. Þórarinn Guönason Ölafur Jóharin Sigurðsson er sextugur. Ósjálfrátt seilist ég upp i bókahillu heima hjá mér og grip Litbrigði jarðarinnar og fer að fletta. Hún er ein þeirra bóka sem mér þykir vænt um og þvi oftar þvi lifsþróttur rótanna er óbug- andi þótt laufiö blikni. Hjá Ólafi Jóhanni er það maðurinn sjálfur sem á völina hvort hann skipar sér undir merki lifsstefnu eða heljar og sá sem velur helstefnu hann fórnar öllu: landi, tungu, menningu og sálu sinni. Bandamenn hans eru og gullkálfurinn, gereyðingarvopn og styrjaldir . Kannski mætti segja að ævistarf Ólafs Jóhanns sé baráttan við helstefnuna. Sú svartsýni sem stundum má greina i verkum hans er ekki vonleysi þess sem hyggur á uppgjöf heldur aðvörunarorð bor- in fram af tilfinningahita þess sem trúir á lifið og manninn. I af- stöðu sinni er hann heill og þekkir ekki málamiðlun. Það er þessi skýlausi trúnaður víð hið besta og göfugasta i islenskri menningu sem hefur gert ólaf Jóhann aö máttarstólpa sósialiskrar menningarhreyfing- ar á tslandi. Fyrir þaö ber okkur sósialistum að þakka um leið og viö óskum ólafi Jóhanni og hans nánustu til hamingju með daginn. Svava Jakobsdóttir Arið 1940, árið sem fsland var hernumiö i siðustu styrjöld, gaf ungur höfundur út bók sem hann kallaði Liggur vegurinn þang- aö? Þetta var skáldsaga sem höfundurinn, Ólafur Jóh. Sig- urðsson, lét gerast i Reykjavik. Þar var ófögur lýsing á Reykja- vik, söguhetjurnar aumar og ástandið kreppuástand, enda var ekki hrópað húrra fyrir höf- undinum, ritdómarar tættu hann í sig. Þarna var einn af þessum ungu höfundum komm- únista að glenna sig, og haföi skrifaö misheppnaða skáldsögu. Sá skyldi fá fyrir ferðina. Ég kynntist unga höfundinum skömmu eftir að hann fékk fyrir feröina. Og það var svo sem engum blöðum um það að fletta, að hann hafði ekki látið sér segjast. Hann hélt áfram a6 skrifa. Þetta var ekki fyrsta bókin sem hann hafði út gefið. Hann hafði áður gefið út aðra skáldsögu. Hún gerðist i sveit eins og flestar skáldsögur höfðu gerst á Islandi fram á þennan tima, enda var höfundurinn upp alinn i sveit, austur i Grafningi við Álftavatn, þar sem foreldrar hans bjuggu búi slnu við litil efni. Sagan fjallaði um dreng sem var sveitarómagi og átti vonda ævi. Þaö var þvi upphafið á skáldsagnaferli ólafs að vekja athygli á þeim sem traðkað er á i þjóöfélaginu og sama viðhorf átti eftir að setja mark sitt á siðariverk hans. Bók sú, Skugg- arnir af bænum, sem hér hef- ur verið nefnd, hiaut heldur vin- samlegar móttökur, þegar hún kom út 1936, enda höfundurinn ekki nema sautján ára þegar hann skrifaði hana, enda var hún skrifuö á betra máli en flestir islenskir Alþingismenn mundu geta skrifaðnú á dögum. Það voru ekki heldur fyrstu sporin á ritvellinum. Hann hafði áöur sent frá sér tvær barna- bækur með bernskusögum úr sveitinni og orðiö frægur fyrir. Hann var sextán ára á þvi ári sem fyrri bókin kom út. Já, hann hafði byrjað snemma, ver- ið einskonar undrabarn, og undrabörn verða oft að engu, þegar þau stækka. Nú var timibarnsins liöinn og þeirrar frægðar sem þvi fylgdi aö vera bráðþroska drengur með skáldgáfu. Nú var hann tuttugu og tveggja ára gamall og hafði vakið hneyksii og reiði með penna sinum. Hann hafði komið sautján ára gamall til Reykjavikur, og þegar hann var orðinn tvitugur var lifiö þar I miöri kreppunni búið að hafa margvisleg áhrif á hann, og hann tók sér fyrir hendur að skrifa skáldsögu úr fjölbýlinu, eða nánar til- tekiö um einmana upprennandi rithöfund i Reykjavik á kreppu- timum. Og auðvitað voru þar áhrif frá lestri erlendra bók- mennta. Svona fór þaö. Hann fékk á baukinn eins og ungir höfundar fá stundum. Þannig stóöu málin, þegar ég kynntist Ólafi Jóhanni, og land- ið haföi verið hernumið. Það var strið. Og fyrir mér var hann ekkert minni maður, þó hann hefði fengið á baukinn, og ekk- ert óefnilegri höfundur nema siöur væri. Það var ekki neitt óeðlilegt við það, þótt ungur höf- undur gæfi út misheppnaöa bók. Einnig það var frægð. Auk þess var bókin ekki eins misheppnuð og af var látið. Margur ungur höfundur mætti þakka fyrir að hafa slikt vald á máli og stil sem Ólafur hafði þegar hann skrifaði þá bók, liðlega tvitugur. Ég kynntist nokkrum öðrum ung- um höfundum á svipuðum tima, og allir vorum við sannfærðir um það, að Ólafur mundi verða mikill höfundur og væri raunar þegar kominn i betri höfunda röð. Þurfti ekki annað en lesa smásögur hans til að sjá það, þótt ritdómarar sýndu þeim tómlæti. Smásagan hefur jafnan verið vanmetin á tslandi. En Ólafur hafði lika þá eiginleika sem hlutu að sannfæra þá sem þekktu hann um það, að hann mundi sigrast á hverri raun. Hann var einstakur eljumaður, hlifðisérhvergi, en fór sparlega með fé, enda barn kreppunnar eins og við allir sem þá vorum ungir. Auk þess hafði hann tam- ið sér að vinna hvert verk af þeirri alúð sem hann hafði getu og kunnáttu til. Hann gerðist prófarkalesari til aö vinna fyrir sér, þar sem óhugsandi var að hafa nægilega mikið fyrir rit- störfin, og stundaði þá vinnu i mörg ár með ritstörfunum. Hlaut hann brátt orð fyrir að vera snjallasti prófarkalesari á landinu, hverjum manni sam- viskusamari, og varð smám saman flestum höfundum lærð- ari i islenskri tungu, auk þess aö vera vel að sér i erlendum bókmenntum, ekki sist Norður- landabókmenntum og enskum og ameriskum bókmenntum. Hann hafði ekki átt kost á skóla- göngu, þótt hann hefði mikinn hug á þvi þegar hann var ung- lingur, en hann hafði menntað var hann sakaður um að vera klámhöfundur i blaði nokkru. Um þær mundir var slik ásökun ekki likleg til að auka sölu bók- ar, þótt nú kynni að vera annað uppi á teningnum. Enólafurvar enginn klámhöfundur, og hann hélt ótrauður áfram, hvað sem sagt var. Hann sendi frá sér smásagnasafn árið eftir, annað smásagnasafn sitt, og i þvi mátti finna sögur sem voru með þvi besta sinnar tegundar sem skrifað hafði verið á islenska tungu. Og þarna naut kimnigáfa hans sin vel ásamt skarp- skyggni og innsýn i mannlifið. Þvi var tekið með fálæti, svo sem háttur er möriandans. Engu að siöur átti höfundurinn sér orðið marga aðdáendur og hauka i horni, þar sem var rit- stjóri Þjóðviljans, Sigurður Guðmundsson, og ritstjóri Timarits Máls og menningar, Kristinn E. Andrésson. Hjá þeim átti hann stuðning visan, á hverju sem gekk, enda hann sjálfur ætið reiðubúinn að leggja Þjóöviljanum og Máli og menningu lið. Ég hef skýrt frá þvi i minn- ingabókum minum, þegar við Ólafur unnum saman i Breta- vinnu, og ýmsum atvikum i samskiptum okkar sem ég ætla ekki að tyggja upp I stuttri af- mælisgrein, en eitt leyfi ég mér þó að minnast á, það er sá at- burður þegar viö Steinn Stein- arr heimsóttum ólaf i herbergi hans við Barónsstig á striðs- árunum. Enn sé ég fyrir mér striðnissvipinn á Steini og þrjóskusvipinn á ólafi, þar sem hann sat á stól sinum með hand- rit fyrir framan sig á borðinu, ungur höfundur sem þybbaðist við að sitja inni við skriffir þeg- ar vinir hans vildu fá hann með glensi út I góöa veðriö. Fyrr mátti nú vera einbeitnin. Já annaðhvort verða menn höfund- ar eða menn veröa það ekki. Ólafur sló ekki slöku við. Þess vegna varö hann einn af þeim stóru. Með indælli stuttri skáld- sögu, sem hann kallaöi Litbrigði jarðarinnar, hlaut hann al- menna viðurkenningu, einnig þeirra sem Iltt vildu vita af rót- tækum höfundum.En róðurinn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.