Þjóðviljinn - 26.09.1978, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 26. september 1978 ÞJOÐVILJINN — StÐA 11
knattleiknum og sú varö lika
raunin á. Leikmenn þessara liöa
virtust í mun betri æfingu en aör-
ir, og kemur þátttaka þeirra i
Evrópukeppnum þar inn i. Fyrri
hálfleikur var hnifjafn allan
timann og staöan i leikhléi 7-6
fyrir Val. En i upphafisiöari hálf-
leiks tóku Valsmenn öll völdin i
sinarhendur og rööuöu mörkum.
Mestu munaöi þar um þátt
Bjarna Guömundssonar sem tætti
vörn Vikinga i sundur meö hraöa
sinum og skoraði 5 mörk á
skömmum tima. Bjarni er mjög
góöur um þessar mundir og
skemmtilega léttur miðaö við
annars þyngslalegt Valsliöiö. En
Vikingar voru ekki af baki dottn-
ir. Þeir léku m jög vel og náðu aö
jafna leikinn 15-15. En Valsmenn
voru seigari i darraöardansinum
i lokin og sigruöu veröskuldaö
19-17.
Pólski þjálfarinn hjá Viking er
strax farinn að setja mark sitt á
liöiö. Hann stjórnaði liðinu af
mikilli festu og innáskiptingarnar
voru mjög örar, kannski einum
um of. Hann skipti t.a.m. yfirleitt
þremur mönnum út af i vörninni
og setti þetta nokkurn losarabrag
á leik liösins. Hann virtist einnig
ætla að byggja mikið á yngri leik-
mönnunum t.d. hinum efnilega
Sigurði Gunnarssyni, en leik-
menn einsog ölafur Einarsson og
Páll Björgvinsson voru i veiga-
litlum hlutverkum.
• Arni Indriðason var marka-
hæstur Vikinga i leiknum meö 5
mörk, hann átti góðan leik en
brást þó bogalistin a.m.k. tvi-
vegis i góöum færum af llnunni i
lok leiksins. Viggó var einnig
góöur og gerði 4 mörk. Þeir Ólaf-
ur Jónsson og Steinar Birgisson
voru bestir i vörninni.
Bjarni Guðmundsson átti frá-
bæran leik fyrir Val, eins og áöur
sagöi, alls skoraöi hann 8 mörk i
leiknum. Þorbjörn Jensson er
mjög vaxandi leikmaöur og hann
var góður bæöi i vörn og sókn að
þessu sinni, skoraöi 4 mörk.
Brynjar Kvaran stóö i Valsmark-
inuallanleikinnogvaröi vel, mun
betur en markverðir Vikings, og
kann þaö að hafa skipt sköpum.
Fram-Ármann 17-17
1. deildarliði Fram tókst ekki
að sigra Armenninga og eru þetta
nokkuö óvænt Urslit. En þótt
Armann leiki i 2. deild, var mun-
urinn ekki mikill á liöunum og
uröu Framarar aö sætta sig viö
jafntefliö.
Sunnudagur:
Þróttur-ÍR. 18-17
IR-ingar töpuöu nú öðrum leik
sinum á Reykjavikurmótinu og
aftur með einu markh Þróttarar
sem leika i 2. deild, skoruöu
fyrsta markið i leiknum, en
IR-ingar jöfnuöu fljótlega og
höfðu siöan frumkvæöiö framan
af fyrri hálfleik. En þeir fóru oft
illa aö ráði sinu og Þróttarar
höföu yfirhöndina i hálfleik 9-8.
Siðari hálfleikur var mjög jafn og
i lokin máttu Þróttarar þakka
fyrir bæöistigin. Heldur var þessi
leikur illa leikinn og mikið um
mistök á báöa bóga, þótt hann
byði upp á nokkra spennu.
Halldór Haröarson var bestur
Þróttaraaöþessusinni, hann var
einnig markahæstur með 6 mörk.
Þeir Jóhann Frimannsson og Páli
Olafsson voru einnig góöir og
skoruöu 3 mörk hvor. ÍR-ingum
tókst aö halda landsliðsmanni
Þróttar, Konráö Jónssyni, i skefj-
um og hann komst aldrei I ham.
Brynjólfur Markússon var
bestur IR-inga og geröi 6 mörk,
flest úr hornunum. Sigurður
Svavarsson geröi 3 mörk. Annars
eru IR-ingar langt frá slnu besta
um þessar mundir.
Valur-Fylkir 22-21
Fæstir áttu von á þvl aö
Fylkismenn stæöu i Valsmönn-
um, eftir góöan leik þeirra
siðarnefndugegnVIkingi. Súvirt-
ist heldur ekki veröa raunin þvi
Valsmenn höföu örugga forystu i
leikhléi 12-7. En Fylkismenn
komu ákveðnir til leiks gegn
sjálfumglööum Valsmönnum i
siöari hálfleik. Þeir unnu jafnt og
Framhald á 14.'siðu
Skúli óskarsson
NORÐURLANDAMÓTIÐ í KRAFTLYFTINGUM
SkúH settí Norður-
landamet í hnébeygju
Um helgina var haidið
Norðurlandamót i kraft-
lyftingum í Borgaa í
Finnlandi. Fjórir islend-
ingar kepptu á mótinu og
setti Skúli óskarsson
Norðurlandamet í hné-
beygju.
Eftir að hafa lyft 282,5 kg. i
hnébeygju, mistókst Skúla i
bekkpressu. Þar reyndust hon-
um 130 kg. ofviða, enda ætlaöi
hann sér ekki að lyfta svo mik-
illi þyngd, þar sem 125 kg. heföu
sennilega nægt honum i þessum
þætti keppninnar til að vera
öruggur með sigur i saman-
lögöu. En 130 kg. voru sett á
slána og þar við sat. Varö Skúli
þvi að hætta keppni.
I Þjóðviljanum á fimmtudag
gleymdist aö geta eins
keppanda, Helga Jónssonar KR,
en hann keppti i 100 kg. flokki.
Ekki geröi Helgi það endasleppt
heldur krækti sér i þriðju verö-
laun meö þvi að lyfta samtals
670 kg.
Óskar Sigurpálsson keppti i
110 kg. flokki og lyfti samtals
775 kg., og hlaut hann verölaun
út á það.
Fjóröi keppandinn, Sverrir
Hjaltason KR, keppti i 82,5 kg.
flokki — næst léttasta flokknum,
og varö hann 6., lyfti samtals
600 kg.
ALMENNIN G SÍÞRÓTTIR
Nauðsyn þess
að hreyfa sig
Þegar minnst er á þjálf-
un dettur öllum almenningi
i hug þjálfun keppnis- og
afreksmanna í iþróttum.
En þjálfun líkamans er
nauðsynleg öllum þeim
sem vilja halda fullri
heilsu og starfsþreki.
Áður fyrr hreyfðu menn
sig við brauðstrit sitt og
fengu þar þá áreynslu sem
þurfti (og oft meira en
góðu hófi gegndi). En nú
eru það hinar öfgarnar
sem þarf að varast, hreyf-
ingaleysið.
Likami okkar er ekki byggður
fyrir þaö tækniþjóöfélag sem viö
búum i, heldur var hann þannig
úr garö geröur aö maöurinn er
eitt af dýrum merkurinnar og
þarf aö vera á sifelldri hreyfingu.
Kyrrsetur manna I nútima-
þjóðfélagi valda þvi aö þeir
vöövar sem ekki er reynt á, rýrna
og er þá alvarlegust rýrnun
hjartavöðvans. Þjálfun hamlar
gegn rýrnun hjartavöðvans og
þolþjálfun er áhrifamesta ráöiö
til aö viðhalda og auka afköst
hjartans. Afleiðingar lélegrar
þjálfunar eru t.d. minna mót-
stöðuafl likamans gegn sjúkdóm-
um, blóöleysi (blóömagn eykst
viö þjálfun), sem leiöir af sér
slenerfiöleika með svefn.
Hvildarpúls er hærri hjá óþjálf-
uöum en þjálfuöum, en þaö þýöir
meiri áreynslu á hjartaö. Viö
getum tekiö dæmi um tvo menn,
annar er i æfingu hinn ekki.
Hjarta þess manns sem ekki er i
æfingu þarf aö slá allt aö 70—80
sinnum á min. meöan hjarta þess
þjálfaöa slær ekki nema 40—50
sinnum á min.*Hjarta hins ó-
þjálfaða þarf þvi aö slá allt aö 20
milj. sinnum fleiri slög á ári en
hjarta þess sem i æfingu er.
Dágóö hvild þaö, eöa hitt þó
heldur.
Af framanskráöu ætti öllum aö
vera ljóst aö hæfileg hreyfing og
áreynsla er nauðsynleg þeim sem
vilja halda hreysti og heilsu. Þaö
er ekki nóg meö aö góö heilsa færi
einstaklingnum velliöan, heldur
sparar hún þjóöfélaginu ómældar
fjárhæðir i heiisugæslu, þvi i
mörgum tilfellum má rekja
hjarta og æöasjúkdóma til lélegr-
ar þjálfunar og hreyfingarleysis.
En hvaö þarf aö hreyfa sig mik-
ið til aö viðhalda og/eöa auka
afköst innri liffæra eins og t.d.
hjarta, lungna og æöakerfis? 1
næstu grein mun reynt að gera
grein fyrir þvi, en þangað til skal
áhugasömum lesanda bent á
sundlaugar borgarinnar og að
Meiavöllur og vellirnir i Laugar-
dal eru opnir almenningi endur-
gjaldslaust. Auk þess sem göngu-
feröir eöa stutt hlaup aö heiman
skaöa engan svo framarlega sem
baðiö eöa sturtan séu i lagi, og
rólega fariö af staö. Abend-
ingarnar hér að ofan eiga viö
Reykjavík, einfaldlega vegna
þess að undirritaður þekkir ekki
aöstööu til iökunar almennings-
Iþrótta úti á landsbyggöinni.
J.G.E.
/»V
r
Urslit um
helgina
1. deild:
Arsenal —Man Utd. 1-1
Birmingham — Chelsea 1-1
Bolton — Norwich 3-2
Coventry —Leeds 0-0
Derby — Southampton 2-1
Everton — Wolves 2-0
Ipswich — Bristol City 0-1
Man.City — Tottenham 2-0
Nottm.For. —Middlesbro 2-2
QPR — Aston Villa 1-0
WBA — Liverpool 1-1
2. deild:
Bristol Rov. — Wrexham 2-1
Burnley — Sunderland 1-2
Cardiff — Blackburn 2-0
C. Palace —Oldham 1-0
Fulham — Millwall 1-0
Leicester — Brighton 4-1
Luton — Cambridge 1-1
Newcastle —Orient 0-0
Preston —Stoke 0-1
WestHam — Sheff.Utd. 2-0
jSTAÐAN
1. deild: l
Liverpool 7 6 1 0 21-3 13
Everton 7 5 2 0 10-2 12
Coventry 7 4 2 1 11-5 10
Man.City 7 3 3 1 13-8 9
WBA 7 3 3 1 12-7 9
Bristol City 7 4 2 1 8-6 9
A. Villa 7 3 2 2 9-5 8
Nottm.Forest 7 16 0 6-5 8
Man. Utd. 7 2 4 1 8-9 8
Arsenal 7 2 3 2 11-8 7
Norwich 7 2 3 2 14-12 7
Leeds 7 2 2 3 11-10 6
Derby 7 2 2 3 9-11 6
Southampton 7 2 2 3 11-14 6
QPR 7 2 2 3 6-9 6
Bolton 7 2 2 3 10-14 6
Tottenham 7 2 2 3 7-17 6
Ipswich 7 2 14 7-9 5
Middlesbro 7 12 4 7-11 4
Chelsea 7 12 4 7-14 4
Birmingham 7 0 3 4 5-15 3
Wolves 7 10 6 5-13 2
2. deild:
C. Palace 7 4 3 0 12-4 11
Stoke 6 5 10 8-1 11
West Ham 7 4 12 15-7 9
Fulham 7 3 2 2 6-5 8
Wrexham 7 2 4 1 4-3 8
Bristol Rov. 7 4 0 3 12-12 8
Notts Co. 7 3 2 2 9-10 8
Sunderland 7 3 2 2 8-9 8
Luton 7 3 13 18-9 7
Brighton 6 3 12 8-7 7
Oldham 7 3 13 10-11 7
Newcastle 7 2 3 2 6-8 7
Burnley 7 2 3 2 9-12 7
Leicester 7 14 2 8-7 6
Cambridge 7 14 2 5-5 6
Charlton 7 14 2 7-8 6
Sheff. Utd. 7 2 14 7-9 5
Orient 7 2 14 5-7 5
Cardiff 7 2 14 9-18 5
Blackburn 7 12 4 9-13 4
Millwall 7 12 4 4-12 4
Úrvalsdeildin:
Valur— ÍBK
4:1
Knattspyrnumenn, 30 ára og
eldri, i Val og IBK léku i úrvals-
deildinni svo kölluðu á laugar-
daginn. Valur sigraöi með fjórum
mörkum gegn einu. Meö þessum
sigri tryggöi Valur sér rétt til aö
heyja úrslitabaráttuna við KR
um meistaratignina i deildinni.
Vilhjálmur Ketilsson skoraöi eina
mark Keflvikinga en þeir
Hermann Gunnarsson, Alexander
Jóhannesson, Birgir Einarsson og
Gunnsteinn Skúlason gerðu mörk
Vals.