Þjóðviljinn - 26.09.1978, Page 12

Þjóðviljinn - 26.09.1978, Page 12
 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN; Þriðjudagur 26. september 1978 vor. Umsjón: Magnús H. Gíslason Þverárkirkja í Laxárdal eitt hundrað ára Sunnudaginn 3. sept. sl. var 100 ára afmælis Þverárkirkju í Laxórdal, Suður-Þingeyjarsýslu, minnst með hátíðaguðs- þjónustu í kirkjunni. Fjöl- menni var þar mikið samankomið og þar á meðal 8 prestar. Sóknarpresturinn, sr. Sigurður Guðmundsson, flutti ræðu en á undan ræðunni þjónaði fyrir altari sr. Bolli Gústafs- son, Laufási, en á eftir þeir Kristján Ingólfsson og prófasturinn, sr. Sigurður.Prestarnir voru allir til altaris svo og konur þeirra, sem mættar voru. Að messu lokinni rakti Jón Jónasson, hreppstjóri á Þverá, nokkur atriði úr byggingasögu kirkjunnar er Gunnlaugur T. Gunnarsson i Kasthvammi minntist allra þeirra presta, sem þjónað hafa við kirkjuna þessi 100 ár. Ræöumenn þökkuðu báðir sr. Sigurði Guðmundssyni, núverandi sóknarpresti, fyrir hans ágæta starf i söfnuðinum svo og organ- ista kirkjunnar, Friðrik Jóns- syni á Halldórsstöðum. Var þvi næst öllum viðstöddum boðið til veglegrar veislu. Sá, sem byggöi Þverárkirkju fyrir 100árum,var Jón Jóakims- son, hreppstjóri á Þverá. Er hún byggð úr sandsteini, (likt og dómkirkjan á Hólum), er sóttur var i klappir, sem eru i austur- hliðum dalsins, gegnt Þverá, — og höggvinn eftir þörfum. Grjótið var svo flutt á sleðum aö vetrinum meðan áin var enn á is. Allbratt er upp að Þverá svo að hestunum reyndist erfiður drátturinn upp brekkuna. En Jón sá ráð við þvi. Hann átti naut eitt, aldrað og föngulegt, sem hann kallaði Rauöa-Bola. Beitti hann nú bola fyrir ækið er hestana „þraut örendið” og varð honum ekki skotaskufd úr þvi að skila sleöunum heim i hlað. Ljóst varð, er liða tók á sumarið, að enn mundi skorta grjót til þess að koma upp kirkj- unni, en illt að láta það biða næsta vors. En Jón á Þverá og hans menn dóu ekki ráðalausir. Varð það fangaráð þeirra að flytja á reiðingshestum það grjót er enn vantaði til að koma upp veggjunum. Má nærri geta að þaö hefur verið mikiö bar- dús. ,,En allirx erfiðleikar voru sigraðir og kirkjan reis, litil kirkja i litlum söfnuði en falleg, með hvitkalkaöa veggi og hvelfingu i lofti, blámálaða i smáreitum og gul stjarna i hverjum reit. Bogmyndaðir gluggar úr járni, með fremur smáum rúðum, eru i kirkjunni og turn á vesturstafni.” Viðhald á kirkjunni hefur verið ágætt og hafi þurft að mála hana innanverða þá hefur það veröi gert meö sömu litum og i öndverðu. Arngrimur málari Gislason málaði altaris- töfluna, eftir erlendri fyrir- mynd. „Þessi athöfn i Þverárkirkju til að minnast afmælisins var einföld og látlaus og mjög ánægjuleg og öllum til sóma, sem þar unnu að.” (Heim: Norðurland — GH)_ —mhg Kirkjan og gamli bærinn á Þverá. Séð yfir hluta byggðarinnar i Hrísey. Frá Hrísey: 2619 tonn - 305 miljónir króna Það var áfali fyrir Hriseyinga að skuttogarinn Snæfell skyldi verða fyrir vélarbilun. Fyrir bragðið má búast við að hann verði frá veiöum allt að tveimur og hálfum mánuði. Reynt verður að sjálfsögðu að útvega fisk til vinnslu í frystihúsinu á meðan þetta ástand varir og eru góðar vonir um að það heppnist, ef sæmilega afkastast á annaö borð. Frá áramótum og fram til miðs september höfðu 2619 tonn af fiski verið lögð upp hjá fisk- vinnslustöðinni, að verðmæti rúmlega 305 milj. kr. Vinnuaflsskortur Nokkur skortur var á vinnu- afli í Hrisey i sumar og þvi varö að treysta meira á unglingana en ella. A þvi varð þó enginn svikinn og stóðu þeir fyllilega fyrir sinu. Ot lítur fyrir að fólk vanti til vinnu i vetur og ekki er létt fyrir fæti með ráðningu á aðkomufólki. Þvi geta aflatopp- arnir orðið erfiðir viðfangs. Ibúatala Hriseyjar hefur um alllangt skeið staöið nokkurn- veginn I stað. A þessu ári hafa þó fjórar fjölskyldur flutt til Eyjarinnar en aðeins ein i burt . Mikil trilluútgerð Fjöldi af trillubátum hefur róiö frá Hrisey i sumar. Sumir bátanna mega raunar fyrst og fremst teljast tómstundagaman heimamanna en aörir eru at- vinnutæki. Sjö af þessum trillum eiga aökomumenn, sem stundaö hafa á þeim handfæra- veiðar sér til hressingar og af- slöppunar, eftir streitu fjöl- mennisins og hraðans. A það hefur bara skort i sumar að Eyjafjörður hafi veriö nógu fiskisæU fyrir þá báta, sem að- eins geta sótt tiltölulega skammt. Þá hafa og fjórir þilfarsbátar verið gerðir út frá Hrisey i sumar. Þrir af þeim eru heima- bátar en einn frá Akureyri. Sundnám Undanfarin sumur hafa sund- námskeið verið haldin i Hrisey og var svo enn. Var sundlaugin opin i 15 vikur og má kallast all- gott. Ungmenni frá Hrisey voru þátttakendur i sundmóti Ungmennasambands Eyja- fjarðar og unnu þar svo sem verið hefur nokkur undanfarin ár. Skemmtanir Eftir að 17. júni og Sjómanna- dagur eru afstaðnir er að jafn- aði lítið um samkomur i Hrisey, fram á haustiö. Þó komu hér sunnanmenn meö sina „Sumar- gleði”, svo sem þeir gerðu og i fyrra. Mjög voru gestunum hugátæðir þekktir staðir fyrir neðan nafla, i gamanmálum sinum. Hriseyingar hafa ratað þangað hjálparlaust hingað til en eigi að siður mættu margir á sumargleðina, bæði heima- og heimanmenn. Er dansinn hófst var mikil þröng á þingi. Sam- komuhúsið okkar er ekki gert fyrir slikar stórsamkomur sem þessa. ((Heim.: Noröurland) —mhg Ægir — r it Fiskifélagsins Blaðinu hefur borist 9. tbl. Ægis, rits Fiskifélags isiands. Meginefni þess er eftirfarandi: Nábúi okkar, selurinn, eftir J Bl., Athuganir á selastofnun- um við Island og nýtingu þeirra, eftir Björn Dagbjartsson, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins. Kaðaltroll og sitthvað um hegð- un fiska gagnvart veiðarfærum, eftir Guðna Þorsteinsson, fiski- fræðing. Um nýtingu þorskstofnsins, eftir Ólaf • Karvel Pálmason, fiskifræðing. Nýjar klak- og eldisaðferöir sýna yfirburði, eftir Björn Jóhannesson og Guðmund A. Bang. Skólaslit Stýrimanna- skólans i Reykjavik. Skólaslit Vélastjóraskóla lslands. Tækni- skóli Islands, — námsbraut i útgerðartækni komin vel á flot. Reytingur, — ýmsar sjávar- fréttir. Ný fiskiskip — Sigur- bára VE 249. Ný kraftblökk frá Vélsmiðjunni Þrym h.f. útgerð og aflabrögð, skýrslur um júli- afla i einstökum verstöðvum. Skýrslur um heildarafla i jan.— júli 1978 og 1977 og isfisksölur i júli 1978. Sildveiðar á komandi hausti (frá Sjávarútvegsráðu- neytinu). Reglugerö fyrir Fisk- veiðisjóð lslands um launa- flokka. Tilkynning frá Fisk- veiðisjóði um lánskjör 1978. Skýrsla um fiskaflann i mai og janúar — mai 1978 og 1977. Skýrsla um fluttar sjávaraf- urðir á sama tima. Ný gerð myndsegulbands. Enn fremur ýmsar smærri fréttir. —-mhg Verölagsgrund- Yöllur landbúnad- arafurða 1.9.1978 Tekjur: 1. Nautgripaafuröir. Mjólk 34.980 ltr. 1. verðfl. UNI 2. verðfl. UNI 3. verðfl. UNII.NI.AKI 4. verðfl. NII,KI,UKI, AKII 5. veröfl. KII 6. verðfl. KIIIjAKIII, UKII,UNIII 7. veröfl. UKIII A 8. veröfl. UKIII B.NIII, Húðir. 2. Sauöfjárafuröir: tJrvalsfl. DI 1. verðfl. DI 2. verðfl. DII.DIIO, DIII,VI,SI 3. verðfl. DIV,GI,GII, HI, ÆI.ÆIZ.VII 4. veröfl. ÆII.HII 5. verðfl. ÆIII.HIII Slátur. Gærur. Ull: Úrval 1. verðfl. 2. veröfl. 3. verðfl. Svart Grátt Mórautt Bústærð: 10 kýr 1 kviga 2 geldneyti 2 kálfar 204 kindur á kr. 152,25 kr. 5.325.981 28 kgákr. 1.225,65 kr. 34.318 170 kg á kr. 1.087,93 kr. 184.948 67kgákr. 959,86 kr. 64.311 70 kg ákr. 797,35 kr. 55.814 132 kg á kr. 739,53 kr. 97.618 44 kg á kr. 605,93 kr. 26.661 25 kg á kr. 515,05 kr. 12.876 21 kg á kr. 432,42 kr. 9.081 7.390 Kr. 5.818.998 28kgákr. 1.133,90 kr. 31.749 .600 kg á kr. 1.080,40 kr. 2.809.040 290kg á kr. 993,60 kr. 288.144 350 kg á kr. 577,00 kr. 201.950 218 kg á kr. 411,70 kr. 89.751 84 kg á kr. 327,30 kr. 27.493 206 st á kr. 897,63 kr. 184.912 713 kg á kr. 336,40 kr. 239.853 38 kg á kr. 1.261,08 kr. 47.921 232 kg á kr. 908,03 kr. 210.663 41 kg á kr. 364,22 kr. 14.933 38 kg á kr. 137,19 kr. 5.213 16kgákr. 1.260,95 kr. 20.175 19 kg á kr. 908,03 kr. 17.253 12 kg á kr. 1.485,42 kr. 17.825 Kr. 4.206.875 TEKJUR ALLS Kr. 10.025.873

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.