Þjóðviljinn - 30.09.1978, Blaðsíða 1
Ragnar Arnalds
MOWIUINN
Laugardagur 30. september 1978 — 213. tbl. 43. árg.
n rp t
f-
M i - !•
1 j m i n i i
\ J|
\\ / |f]
l t i ** v | \ \/ Jm
A myndinni er einn af rafmagnskössunum sem komiö-hefur verið fyrir f Vesturhöfninni.
Úr kassanum liggur rafmagnskapall út I skipið. I.jiVsm.: Leifur.
NÝJUNG í REYKJAVÍKURHÖFN:
Skipin tengd við
rafkerfi í landi
i Vesturhöfninni i Reykjavfk
er frá og meö deginum i gær
hægt aö tengja öil skip við raf-
kerfi frá landi. A vegum
Reykjavikurhafnar og Raf-
magnsveitu rikisins hefur verið
unnið að þvi að koma þessum
rafbúnaði fyrir á nokkrum stöð-
um á viölegunni i höfninni.
Stefnt er að þvi að sliku kerfi
verði einnig komið upp annars-
staðar á hafnarsvæði
Reykjavikurborgar.
Þetta mál hefur verið mikið
áhugamál jarniðnaðarmanna i
Reykjavik meöal annarra. Af
hálfu Alþýöubandalagsins flutti
Guðjón Jónsson, formaöur
Félags járniðnaðarmanna, til-
lögu i birgðarstjórn 3. janúar
1974 um að búnaði til þess að
Olíusparnaður
og stórbætt
skilyrði fyrir
viðgerðarmenn
tengja skip við rafkerfi frá landi
yrði komið upp i Reykjavikur-
höfn. Malið var siöan i höndum
Hafnarstjórnar og stjórnar-
nefndar veitustofnana og er nú
komiö i höfn að nokkru leyti.
1 samtali við Þjóðviljann i gær
sagði Guðjón Jónsson að hér
væri bæði um oliusparnað og
betri vinnuskilyrði að tefla.
Þegar skip væru i höfn yrðu þau
að hafa ljósavél i gangi til þess
að knýja nauðsynlegt tæki og
ljós. Nú sparaðist erlend.olia á
ljósavélarnar með þvi að hægt
væri að kaupa innlenda orku úr
landi.
Þá væri ekki siður mikils um
vert að nú losna iðnaðarmenn
sem vinna við viðgerðir i véla-
rúmum skipa við óbærilegan
hávaða frá gangi ljósavéla.
Margra daga samfelld vinna við
slikan hávaða hefði valdið
mörgum heyrnartjóni, en nú
yrðu vinnuskilyrðin allt önnur.
Búnaður til þess að tengja
skip við rafkerfi i landi hefur
verið til staðar i Slippstöðinni á
Akureyri lengi og fyrir ári var
slikur búnaður settur upp á
Óseyrarbryggju i Hafnar-
fjarðarhöfn. _e^h
Víðishúsið
verður selt
— ef viðunandi
verð fæst
//Það er ekkert iaun-
ungarmál að það er urinið
að því að selja Viðishúsið
svokallaða, eða þann hluta
af þvi sem menntamála-
ráðuneytið keypti í
fyrra.", sagði Ragnar
Arnalds menntamálaráð-
herra í gær.
„Þrátt fyrir fréttaflutning
Morgunblaðsins um þetta mál hef
ég á engan hátt breytt um skoðun
mina á þessum húsakaupum. Ég
er að láta kanna hvort möguleik-
ar eru á kaupum á annarri hús-
eign sem hentaði starfsemi
ráöuneytisins betur og ódýrara er
að innrétta. Þetta gerist ekki allt
á nokkrum dögum og ákvarðanir
um framtiðarstefnu i húsnæðis-
málum menntamálaráðuneytis-
ins verða að sjálfsögðu ekki
teknar nema i fullu samráði við
rikisstjórn og Alþingi.”, sagði
menntamálaráöherra ennfrem-
ur.
Ragnar Arnalds tók það fram
að það væri knýjandi nauðsyn að
ganga frá húsnæðismálum ráöu-
neytisins. Starfsemi þess færi nú
fram á þremur stöðum, við
Hverfisgötu nc 6 og i Alþýðuhús-
inu svo og við Ingólfsstræti.Skóla
rannsóknadeildin væri þvi sem
næst á götunni og þyrfti að rýma
húsnæði sitt innan skamms.
Menntamálaráðuneytið keypti
hluta sinn i Viðishúsinu fyrir einu
ári, en fyrir tveimur árum festi
Rikisútgáfa námsbóka sér neðri
hæðir hússins, og er ekki vitað til
þess að sú stofnun hyggi á sölu
sins hluta.
,,£g vil einnig taka það fram að
enn liggur ekkert fyrir um það
hvort þeir aðilar sem sýnt hafa á-
huga á kaupum eru tilbúnir til
þess að greiða viðunandi verð
fyrir húsið og það tekur tima að
kanna til hlitar.”, sagði Ragnar
Arnalds að lokum i gær. —ekh.
Vlöishússins
Mann-
björg
Vélbatúrinn Ægir óskars-
son GK 89 sökk I fyrradag út
af Langanesi. Leki kom
-skyndilega að bátnum og
"sökk 'hann á bálftima.
Bátsverjarnir tveir sendu
þegar úl neyðarkátl og fóru I
gúmbjörgunarbát. Þeir
höfðu aðeíns veriö I
björgunarbátnum i 20 min-
útur, þeg'a'r Langanes ÞH
bjargaði þeim.
Norðankaldi var á þessum
slóðum þegar báturinn sökk,
mikið brim og 4—5 vindstig.
Ægir Óskarsson var 12
lesta eikarbátur frá Sand-
gerði. Báturinn hefur lagt
upp afla i Þórshöfn i sumar,
en var hættur veiðum og var
á leið vestur fyrir land til
Sandgerðis. — cös
Bannað að reykia
í leigubifreiðum
AAagnús H. AAagnússon heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra hefur ákveðið að leggja bann við tóbaks-
reykingum í leigubifreiðum í leiguakstri frá og með
morgundeginum, 1. október 1978. Er þetta gert sam-
kvæmt beiðni og að höfðu samráði við Bandalag
islenskra bifreiðastjóra. _eös
„Eldhús-
mellur"
vinsælar
Guðlaugur Arason áritaði bók sina
menningar i gær. Ljósm. Leifur.
Verðlaunabók Máls og menn-
ingar, Eldhúsmellur, hefur hlotið
góðar viðtökur. Guðlaugur Ara-
son, göfundur bókarinnar, áritaði
bókina i Bókabúð Máls og menn-
ingar 1 gærdag molli kl. 16 og 18.
Eldhúsmeliur i Bókabúö Máls og
Stöðugur straumur var í búðina
til þess að fá áritun Guölaugs og
setti hann „áritunarmét” hjá
MM. Hann undirritaöi rúmlega
130bækur á þeim tveimur tlmum
sem hann staldraði viö i búðinni.
Meinatæknar sögðu upp fyrir 6 mánuðum:
Hætta á miðnætti
Alvarlegt ástand skapast á sjákrahúsum
Skv. sérsamningum voru
meinatæknar úrskurðaðir i 14.
launaflokk en 'éngu að siður
dæmdi kjaranefnd okkur til að
þiggja laun skv. 12. launaflokki.
Þetta leit út eins og prentvilla
eða handvömm á sinum tima og
við vildum fá þetta leiðrétt. Til að
árétta þær kröfur okkar sögðum
við upp störfum fyrir 6 mánuðum
en samt hefur ekkert gerst i mál-
inu, sagði Guðrún Arnadóttir sem
á sæti I samninganefnd og stjórn
Starfsmannafélags ríkisstofnana
i samtali viö Þjóðviljann i gær.
í gærmorgun gengu meina-
tæknar á fund Tómasar Arna-
sonar f jármálaráðherra meö bréf
þar sem farið var fram á aö
kjaranefnd endurskoðaði afstöðu
sina en i gærdag hafði ekkert
frést um nein viðbrögð. Útlit var
þvi fyrir að á 2. hundrað meina-
tæknar hjá riki, bæ og ýmsum
Ingibjörg Halldórsdóttir
meinatæknir að störfum á
Borgarspitalanum I gær
sjálfseignarstofnunum hætti
störfum á miðnætti næstu nótt.
Orfáir aöilar hafa ekki ságt upp
og eru það konur, sem komnar
eru á eftirlaun og vinna á tima-
kaupi, eru i barneignafríi eða eru
að komast á eftirlaun.
Guörún Arnadóttir sagði að ein-
ungis yfirlæknar á deildum spit-
alanna gætu gengiö i störf meina-
tækna til að sinna brýnustu
neyðarþjónustu. Einstaka bæjar-
félag hefur samið við meina-
tækna um laun Skv. 14. launa-
flokki og útlit var fyrir að ein
sjálfseignarstofnun i Reykjavik
gerði það sama i gær.
Guðriín sagði að félagsfundut
hefði verið haldinn i fyrrakvölc
ogvoru 70 meinatæknar á honum
og mikill einhugur rikjandi. Þeim
fyndist hálft ár vera orðinn nokk-
uð langur timi án þess aö nokkuð
hefði verið að hafst i málinu.