Þjóðviljinn - 30.09.1978, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 30. september 1978
AF ÍÞRÓTTALEIÐA
Það er víst óhætt að f ullyrða að f lestir þeir,
sem einhvern tímann haf a verið börn eða ung-
lingar, hafa einhvern tímann komið nálægt,
eða haft einhverja nasasjón af íþróttum. Ef
krökkum ekki þykir gaman að leika sér eru
þau álitin af brigðileg og þau send til uppeldis-
fræðings, félagsráðgjafa, sálfræðings og at-
ferlisf ræðings.
Margir telja að mannskepnan dafni og auk-
ist að vitsmunum með árunum og er meðal
annars haft til marks um það að krakkar, sem
náð hafa fermingaraldri.hætta oftast að leika
sér i smábarnaleikjum eins og alls kyns bolta-
leikjum, síðastaleik, fallin-spítan, feluleik,
skollaleik og bófahasar. Það er meira að segja
talið í hæsta máta ámælisvert að ástunda
bófahasar eftir að maður er orðinn f ullorðinn
og hefur viðskiptaráðherra raunar lagt á það
áherslu á opinberum vettvangi uppá síðkastið.
Þó að f lestir af leggi barnabrek, þegar þeir
komast til vits og ára,fer því f jarri að allir
geri það og er það haft fyrir satt að margir
haldi áfram i bófahasar leynt og Ijóst, framí
rauðan dauðann og það raunar svo margir, að
dómstólar landsins geta venjulega ekki tekið
mál þeirra fyrir, fyrr en sök er fyrnd. Slíkur
er aragrúi sakamála bófahasarsins.
Þessi seinagangur dómstólanna hefur verið
bófahasarnum lyftistöng, enda stunda íþrótt-
ina margir með umtalsverðum árangri, og
það jafnvel á heimsmælikvarða.
En það eru f leiri, sem halda áf ram að leika
sér eftir að þeir eru orðnir f ullorðnir, en vinir
viðskiptaráðherra. Fyrir þá sem ekki ganga
úr barndómi og vilja halda áfram að leika sér
eru íþróttir. Auðvitað vill enginn viðurkenna
þá einföldu staðreynd að hann langi til að
halda áf ram að leika sér eftir að hann er orð-
inn fullorðinn og þess vegna varð orðið til.
Menn segjast iðka íþróttir til að viðhalda
líkamlegu atgerfi frameftir ellinni. Slíkum
röksemdum ættu menn að kyngja með svona
mátulegum fyrirvara.
Mér er tjáð af þeim sem reynsluna hafa, að
líkamlegt atgerfi bankamanna sé fullt eins
mikið og íþróttamanna a.m.k. á sumum svið-
um.
Hérna á árunum komst i tisku fyrirbrigði,
sem kallað var trimm,og sáust f leiri en eitt og
fleiri en tvö gáfnaljós trimma úr sér vitglór-
una á nokkrum dögum. Þeir Ijóslausu gátu
auðvitað haldið áf ram að trimma án þess að á
þeim yrði umtalsverð breyting.
Annars er víst rétt að upplýsa það hér, að
trimmið er runnið undan rifjum vinnuveit-
enda, sem vilja endurhæfa starfskrafta sína
og gera þá fráhverfa brennivíni og tóbaks-
svalli svo að þeir skili betri af köstum en ella í
vinnunni. Auðvitað er ástæðulaust að amast
við íþróttum. Þeir sem áhuga haf a á íþróttum
eiga að fá að stunda þær sér til dægrastytt-
ingar eins og hverja aðra skaðlausa dellu, sem
mannskepnan finnur uppá. En okkur, sem
ekki lifum og deyjum fyrir fótamennt og
handa, er að verða nóg boðið af framlagi fjöl-
miðla í þágu f yrirbrigðisins. Sjónvarpið
virðist ætla að ganga lengst í þessum ósköpum
og virðast forráðamenn sjónvarps nú rétt einu
sinni hafa gleymt því að sjónvarp er líka
ætlað fyrir vitsmunaverur. Morgunblaðið er
stundum með átta síður af íþróttaf réttum, en
Morgunblaðið er að sjálfsögðu ekki ætlað
sama hópi og Sjónvarpið.
Sannleikurinn er sá að íþróttaf réttir og um-
fjöllun um íþróttir hefur gengið svo framaf
landslýð að fjölmörgum verður bumbult,
þegar á íþróttir er minnst. Áhuginn á íþróttum
er sáralítill og er þess skemmst að minnast að
iþróttafréttaritarar lýstu því sjálfir að á ís-
landsmótinu í frjálsum íþróttum á Laugar-
dalsvellinum í sumar hefðu verið svo fáir á
áhorfendapöllunum að hægt var að telja þá á
fingrum annarrar handar og raunar varð
mótstjórnin að biðja þá að vera dómarar í
hinum ýmsu greinum mótsins.
Þeir sem um íþróttir fjalla í fjölmiðlum
ættu að reyna að draga íærdóm af aldalangri
reynslu í fóðrun búfjár. Fyrsta reglan er
nef nilega sú að gefa ekki meira hey en svo að
gripurinn ,,klári upp", annars hættir skepn-
unni við óáti eða heyleiða. Öbrigðult ráð við
heyleiða þótti að stela töðu í meis frá ná-
granna sínum og gefa gripnum, sem heyleið-
inn datt í.
Islenska þjóðin er komin með íþróttaleiða og
ekki verður hægt að lækna hann fyrr en
stof*anir eins og sjónvarpið fara að dæmi for-
feðranna og stela einhverju öðru efni í meis
frá nágrönnunum og gefa á neytendagarðana.
En hvað sem öðru líður ber og að geta af-
reka sem unnin hafa verið á alþjóðavettvangi
nýlega, og er þá ekki úr vegi að birta vísu
íþróttafréttaritarans eftir leik íslendinga og
hollendinga á dögunum, vísu sem sannar
að.....
islendingar eiga kjark
ofurhæfni slíka
að setja ellefu menn í mark
miðframherjann lika.
LÆKNIR
Læknir óskast til starfa á Reykjalundi nú
þegar eða eftir samkomulagi. Starfinu
fylgir húsnæði, ef óskað er.
Upplýsingar gefur yfirlæknir i sima 66200
Vinnuheimilið að Reykjalundi.
, ©antákóli
5)i%un)(tr ^y.ákonar-Vtnru
DANSKENNSLA
í Reykjavik-Kópavogi-Hafnarfirði
Innritun daglega kl. 10-12 og 1-7.
Börn-unglingar-fullorðnir
(pör eða einst.).
Nýútskrifaðir kennarar við
skólann eru Níels Einarsson
og Rakel Guðmundsdóttir
Kennt m.a. eftir alþjóðadanskerfinu,
einnig fyrir BRONS — SILFUR — GULL.
ATHUGIÐ: ef hópar, svo sem félög eða
klúbbar, hafa áhuga á að vera saman i
timum, þá vinsamlega hafið samband
sem allra fyrst.
— Góð kennsla — AHar
nánari upplýsingar í sima 41557.
Djassvakning:
Vetrarstarfið að hefjast
Jazzvakning mun hefja vetrar-
starf sitt, þriðja árið f röð, þann 2.
okt. með djasskvöldi i Átthagasal
Hótel Sögu er hefst kl. 21. Koma
þar fram tvær hljómsveitir meö
nýæft efni.
Kvartett Reynis Sigurðssonar
vibrafónleikara, en auk hans eru i
kvartettnum: Guðmundur Ingólf-
son, pianó, Helgi Kristjánsson,
bassi og Alfreð Alfreðsson,
trommur. Hin hljómsveitin nefn-
ist Jazzmenn og hana skipa:
Viðar Alfreðsson, er leikur á ýmis
málmblásturshljóöfæri, Gunnar
Ormslev, tenórsaxófón, Karl
Möller, pianó, Guðmundur
Steingrimsson trommur og Scott
Gieckler, bassa. Scott er engil-
saxi sem leikur með Sinfóniu-
hljómsveit tslands og margir
þekkja af hljómplötu Megasar:
Nú er ég klæddur og kominn á ról.
A þessu djasskvöldi gefst mönn-
um kostur á að gerast félagar i
Jazzvakningu, en félagar fá af-
slátt á tónleika- og djasskvöld og
geta keypt djassplötur ódýrt eftir
pöntunarlista Jazzvakningar og
Lystræningjans.
Fyrr á þessu ári heimsóttu trió
Niels-Hennings Orsted Pedersen
og Horace Parlan tslendinga á
vegum Jazzvakningar. Nú á
seinnihluta ársins verður einnig
boðið upp á hljómleika tveggja
djassmeistara. Þann 18. okt. mun
kvartett tenórsaxófónleikarans
Dexters Gordons halda tónleika i
Háskólabiói og hefst forsala
aðgöngumiða 2. okt. i Fálkanum.
Dexter hefur verið einn helsti
tenórsaxafónleikari djassins i
áratugi og hafði mikil áhrif á
menn eins og John Coltrane og
Johnny Griffin. Það má segja að
Dexter hafi slegið i gegn að nýju á
siöasta ári. Það hefur selst upp á
alla tónleika hans i USA á
örskömmum tima og i alþjóðlegu
gagnrýnendakosningunni Down
Beats i ágúst s.l. var Dexter kjör-
inn tenórsaxafónleikari ársins
(Stan Getz kom næstur honum
með nærri helmingi færri stig).
Af þeim 5 hljómplötum sem vald-
ar voru bestu hljóðritanir ársins
átti Dexter tvær: slikt er fátiður
atburður i djassheiminum'.
t nóvember er von á triói
pianistans Duke Jordans. Hann
er þekktastur fyrir leik sinn með
Charlie Parker og telst einn
merkasti pianisti hópsins. Með
Jordan verða Major Holley á
bassa en hann lék hér fyrir nokkr-
um árum með hljómsveitinni
Kings of Jazz, og Danny
Richmond á trommur, en hann
hefur lengstaf leikið með Charles
Mingus.
A íslandi hafa ekki margar
djassplötur verið gefnar út. Hér
áður nokkrar 78 snúninga plötur
með Birni R. Einarssyni, Gunnari
Ormslev og Kristjáni Kristjáns-
syni. Nú hyggst Jazzvakning gera
hér bragarbót og er væntanleg á
þessu ári breiðskifa með tónverki
Gunnars Reynis Sveinssonar:
Samstæðum. Flytjendur eru:
Gunnar Ormslev, Jósef Magnús-
son, Orn Armannsson, Reynir
Sigurðsson og Guömundur
Steingrimsson. Höfundur stjórn-
ar flutningi.
Sprenging veldur skemmdum
í byggingum bandaríska hersins
GARLSTEDT, Vestur-Þýska-
landi 26/9 (Reuter) — A
sunnudagsmorgun sprakk
sprengja i byggingu, sem ætl-
uð var bandariska hernum i
Þýskalandi. Sprengingin varð
nánar tiltekið i þeim hluta sem
nota átti sem verkstæði, en
þarna voru Ibúðarhús i smið-
um sem þrjú þúsund hermenn
áttu að flytjast inn i. Skemmd-
irnar eru metnar á tæplega
hundrað þúsund dollara.