Þjóðviljinn - 30.09.1978, Page 5
Laugardagur 30. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 '
Jafnrétti
til Þjóð-
leikhússins
Athugasemd frá
Sigurdi D. Kristinssyni
i ■ n ■■■■■■■
i ■ ■■■ ■ i
!■■■■!
Fimmtudaginn 14. september
s.l. birtist I Þjóðviljanum mynd af
tröppum Þjóðleikhússins ásamt
þessum texta: „Hér er svo
sannarlega ekki gert ráð fyrir aö
fatlaðirgeti notið menningarlifs á
við þá sem öfatlaðir eru”. t tilefni
af þessum myndtexta birtist i
sama blaði laugardaginn 16.
september leiörétting frá Þjóð-
leikhúsinu. Þar segir m.a.: „t til-
efni þessa vilja forráðamenn
Þjóðleikhússins koma þviá fram-'
færi að reynt hefur verið eftir
föngum að bæta aðstöðu fyrir
fatlaða og auðvelda t.d. fólki i
hjólastólum að sækja leikhiísið.”
Hér verður ekki dregið i efa að
rétt séfrá sagtum góðan vilja, en
úrbætur hafa ekki orðið í sam-
raémi við hann.
Fáumdögum eftir að leiðrétting
Þjóðleikhússins birtist í Þjóðvilj-
anum sótti undirritaður leiksýn-
ingu i Þjóðleikhúsinu ognotaði þá
tækifærið til að reyna aöstöðuna.
Og þvi miður : torleiðið við Þjóö-
leikhúsið er hið sama fyrir okkur
hjólastólafólkið. Að visu lét dyra-
vörður setja lausar skábrautir,
sem smiðaðar höfðu verið i þeim
tilgangi, yfir tröppur, sem liggja
niður að Utidyrum til hægri hand-
ar Ur forstofuleikhússins, en fyrir
utan útidyrnar eru há þrep niður
á götuna. Skábrautin er svo brött
að þess er enginn kostur aö fólk I
hjólastólum komist af eigin
rammleikuppeðaniður. Afslíkri
rennibraut gæti jafnvel stafaö
meiri slysahætta en af tröppun-
um, einkum á niðurleið. Það væri
sanngjarnt að hönnuðir brautar-
innar gerðu sjálfir tilraunir til að
fara upp og niður i hjólastólum
áður en hún er tekin til almennra
nota.
Hérer ekki um valkosti að ræöa
fyrir fólk á hjólastólum, þvi ibáð-
um tilvikum, stiganum og renni-
brautinni, er það jafnmikið háð
annarra hjálp.
Enn biður það verkefni Ur-
lausnar hvernig hægt er að veita
fólki i hjólastólum jafnrétti til að
sækja leikhús þjóöarinnar.
Sjöunda dag frá Jafnréttis-
göngu Sjálfsbjargar — félags
fatlaðra i' Reykjavik.
Sigursveinn D. Kristinsson
jKortsnoj
jsvaf yfir sig!
Viktor Kortsnoj gaf i gær 27.
■ einvigisskákina án þess að tefla
J frekar. Þegar taka átti til við
Iskákina að nýju i gærmorgun
var Kortsnoj ekki mættur á
■ keppnisstaðinn. Var klukka
| hans þá sett i gang og fékk hún
■ að ganga óáreitt þar til Kortsnoj
| hringdi á staöinn og sagöist hafa
sofið yfir sig en að hann teldi
frekari baráttu vonlausa og að
hann gæfist upp.
Karpov hefur þvi afgerandi
forustu i einviginu með 5 gegn 2
vinningum Kortsnojs. 28. skákin
verður væntanlega tefld i dag og
hefur Karpov hvitt.
Utf Hrönn
Fleiri athvörf en Hallærisplanið
1 framhaldi af þeirri umræðu
sem verið hefur um málefni ung-
linga i Reykjavik og nágrenni að
undanförnu langar okkur til að
benda á eftirfarandi: Þráfaldlega
hefur verið á það minnst i slikri
umræöu að ekkert væri um
skemmtanir fyrir unglinga i
Reykjavik um helgar. 1 raun er
það ekki alveg rétt sem almennt
hefur verið haldið fram aö ekki
værium neinar slikar skemmtan-
ir að ræða, þvi um rúmlega
tveggja mánaða skeið hafa verið
vikulega diskótekskemmtanir i
Reykjavik fyrir unglinga 16 ára
og eldri. t fyrstu stóð Diskótekið
Disa að þessum skemmtunum
vikulega á laugardögum i
Kaffiteriunni Glæsibæ.
Núna stendur ungtemplara-
félagiö Hrönn að slikum skemmt-
unumvikulega með aðstoðDiskó-
teksins Disu. Skemmtanir þessar
eru á laugardagskvöldum kl.
9—1 i Templarahöllinni við
Eiriksgötu. Af fyrstu undirtekt-
um má sjá að skemmtanir þessar
mælast vel fyrir, og þegar hafa
nokkur hundruð unglinga komið
og skemmt sér þar við bestu að-
stæöur. Sér Diskótekið Disa um
að velja og kynna vinsælustu
popplögin ásámt þvi að stýra
marglitum ljósum i takt við tón-
ana.
Markmiö með þessum
diskótekkvöldum er að koma til
móts við unglinga og
skemmtanaþarfir þeirra þannig
að „planið” margumrædda þurfi
ekki að vera eina athvarf þeirra á
helgarkvöldum. Þessmá geta, að
Templarahöllin, sem IOGT lánar
undir starfsemi þessa, tekur milli
200 og 300 manns. t ráði er að
kanna möguleika á þvi að hafa
einnig á boðstólum skemmtanir
fyrir unglinga 13—15 ára á sama
stað. Það má þvi ljóst vera, að
ekki er um algjört aðstöðuleysi
unglinga i Reykjavikaö ræða um
helgar, en aðstandendur þessara
skemmtana gera sér ljóst aö einn
200—300 manna staður dugar
skammt og væri þvi æskilegt að
sambærilegri aðstöðu yrði komiö
upp viðar i borginni, þar sem
unglingar geta skemmt sér á
heilbrigðan hátt.
UTFHrönn.
„F ólkiö í
Finnlandi”
Dagskrá Wasa-leikhúss
í Norræna húsinu 3. okt.
„Dömufrí”
Dúmbó og Steini meö nýja plötu
(Jt er komin ný hljómplata frá
hljómsveitinni Dúmbó ogSteina.
Þetta er þeirra önnur breiöskifa
en alls hafa þeir leikið inn á 4
hljómplötur. Tónlist Diimbó og
Steina er létt og liflegt popp.
A plötunni eru 12 lög og er
helmingur þeirra af erlendum
toga, en hinn helmingurinn er
íslensk lög ár ýmsum áttum. Þar
má kenna gamla slagara, jafnt
sem ný og fersk stuðlög.
Hljómsveitin Dúmbó er nú á
ferð um landiö og leikur fyrir
dansi.
Næsta skemmtun þeirra verður
nú um helgina 30/9 ’78 i
Borgarnesbiói i Borgarnesi.
Helgina 13. og 14. okt. verða þeir i
Stapa, fyrra kvöldið og Borg i
Grimsnesi, seinna kvöldiö.
Aætlað er að þeir leiki viðar, en
hljómsveitin mun aðeins starfa til
loka októbermánaðar.
Hljómplatan Dömufri er hrein
stuö plata eins og vera ber og
svi'fur hinn létti Dúmbó andi yfir
henni.
Leikarinn Osten
Engström og píanóleikar-
inn Guillermo Michel
flytja dagskrá með Ijóðum
ogsöngvum: „Medborgare
i Finland" í Norræna hús-
inu þriðjudagskvöldið 3. okt.
kl. 20.30. Dagskrá þessi var
sett saman i Wasa-leikhús-
inu í Finnlandi í fyrra, sem
liður í hátíðarhöldum í til-
efni 60 ára sjálfstæðis
finnsku þjóðarinnar.
Kristin Olsoni leikhússtjóri
stjórnaði dagskránni.
A dagskránni eru sænsk/finnsk
ljóð og söngvar eftir 19 höfunda,
m.a. Elmer Diktonius, Solveig
vonSchoultz, Lars Huldén, Bengt
Ahlfors, Tove Jansson, og tón-
skáldin Ernu Tauro og Kaj
Chydenius.
Dagskrá þessi fékk mjög góða
dóma og viðtökur i Finnlandi.
Bæði þótti hún hugvitsamlega
sett saman og leikarinn Osten
Engström þótti túlka ljóðin á lit-
rikan og þróttmikinn hátt.
Aðgangur er ókeypis, og öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
Olympíuskáksveitin
Ingyar
í staö
Inga R.
Ingi R. Jóhannsson, alþjóðl.
skákmeistari, hefur tilkynnt
stjórn Skáksambands tslands, að
hann sjái sér ekki fært að taka
sæti I ólympluskáksveitinni, sem
eftir tæpan mánuð heldur til Ar-
gentinu, til að tefla á 23. Ólympiu-
skákmótinu. t stað Inga R. hefur
Ingvar Asmundsson, skákmeist-
ari, verið valinn til þátttöku.
Olympiulið Islands i karlaflokki
verður þvi þannig skipað: Frið-
rik, Guðmundur, Helgi, Jón L.,
Margeir, Ingvar. Þær, sem skípa
fyrstu óiympiuskáksveit kvenna,
eru eins og áður, þær: Guðlaug,
Ólöf, Birna og Svana.
Fararstjóri verður Einar S.
Einarsson, forseti Sí, sem jafn-
framt mun sitja þing Alþjóða-
skáksambandsins, bæði fyrir
hönd islenzka og danska skák-
sambandsins.
Ný tilraun
til að koma
í veg fyrir
slys á
börnum
HULL, 28/9 (Reuter) — 1 þessari
viku mun umferarlögreglan f Hull
reyna nýjar aðferðir tl að koma I
veg fyrir slys á börnum i umferö-
inni.
Brúðum verður komið fyr-
ir á leikvelli og lögreglubilar
látnir aka yfir þær. Ahorfendur
verða börn á aldrinum fimm til
ellefu ára og eiga þau aö segja til
um hvenær lögreglubilarnir þurfa
aö hemla. Þetta er tilraun til að
skerpa skyn barnanna á fjarlægð
og hraða I umferðinni.
Olíusamningur
viö Sovétríkin
Hinn 8. september s.l. var
undirritaður f Moskvu samningur
milli viðskiptaráðuneytisins og
Sojuznefteexport um kaup á
brennsluolium og benzini fyrir
næsta ár. Samið var um kaup á
184.000 tonnum af gasoliu, 130.000
tonnum af fueloliu og 82.000
tonnum af benzini. Gasoliu-
magnið er 16.000 tonnum minna
en þessa árs samningur gerir ráð
fyrir og bensinmagnið 8000
tonnum minna. Hins vegar er
umsamiö fueloliumagn óbreytt
frá þvi, sem það er i ár.
Miðað við núgildandi verðlag
og gengi er heildarverömæti
samningsins um 14.700 milj. kr.
Viðskiptaráðuneytið hefur
framselt samninginn islensku
oliufélögunum, sem hafa annast
oliuviðskiptin við Sovétrikin siðan
þau hófust 1953.
Eigið þér mynd eftir
Hallgrím Einarsson?
Erfingjar Hallgrims heitins
Einarssonar ljósmyndara gáfu og
afhentu Akureyrarbæ ljósmynda-
tæki hans og Ijósmyndaplötusafn
fyrr á þessu ári með tilmælum
um, aö efnt yrði til sýningar á
ljósmyndum eftir hann i tilefni
100 ára afmælis hans hinn 20.
febrúar 1978. Bæjarstjórn hefir
þakkað gjöfina og kosið nefnd til
að annast undirbúning sýningar-
innar, sem er fyrirhuguð i
nóvembermánuði n.k.
Þvi vill nefndin nú beina þeim
tilmælum til þeirra, sem eiga
ljósmyndir eftir Hallgrim, að þeir
láti af þvi vita sem allra fyrst, ef
þeir vilja lána þær til sýningar-
innar, og hafi sambund við Hár-
ald Sigurgeirsson á skrifstofu
Akureyrarbæjar, simi 21000, eða
heima, simi 23915. Einkum hefir
nefndin áhuga á að fá að láni
stækkaðar myndir, hvort sem um
er að ræða myndir af einstökum
mönnum, fjölskyldu- eða hóp-
myndir, myndir af mannvirkjum,
menningarþáttum, atburöum,
landslagi eða öðru.
Þess er vænst, að þeir, sem
vilja lána myndir, bregðist viö
fljótt og vel, svo að sýningin geti
orðið sem fjölbreytilegust og tek-
ist sem best.
Með þakklæti.
Sýningarnefnd.