Þjóðviljinn - 11.10.1978, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN ‘ Miövikudagur 11. október 1978
Við setningu 100. löggjafarþings íslendinga:
Ekki átök heldur vinna
„Sæll herra forsætisráöherra”, er nokkurnveginn öruggt aö Jón
Sólnes hefur sagt á þessu hátiölega augnabliki f þingbyrjun, en á
svipinn eru þeir eins og minningin um Vilmundarlausa þingsamvéru
sé þeim efst i huga. (Ljósm. eik.)
sagði Geir
Gunnarsson
alþingismaður
um fjárlaga-
frumvarpið sem
verður mál
málanna á
Alþingi til að
byrja með
Blöö stjórnarandstöð-
unnar hafa undanfarið
hamrað mjög á þvi að
mikil átök ættu sér stað i
rikisstjórnarf lokkunum
um fjárlagafrumvarpið.
Við inntum þrjá þing-
menn> einn úr hverjum
rikisstjórnarf lokki, um
þetta mál við setningu
Alþingis í gær.
Ekki átök heldur vinna
„t>aö er ekki rétt aö einhver
átök séu um gerö fjárlagafrum-
varpsins, heldur er hér bara um
mikla og timafreka vinnu aö
ræða, sem viö nú vinnum að af
kappi”, sagöi Geir Gunnarsson
alþingismaöur, aöspuröur um
málið.
„Við fáum nauðsynlegar upp-
lýsingar frá stofnunum i rikis-
kerfinu, um þá liði sem segja
má að séu fastir og óhjákvæmir
liðir i frumvarpinu. Að öðru
leyti er nú unnið aö breytingum
sem verður að gera á þvi frum-
varpi sem fyrir lá og þeim
breytingum sem rikisstjórnar-
flokkarnir telja að eigi að gera á
þvi. Hitt er svo annað mál, að
hér er aðeins um frumvarp að
ræða, sem á eftir að breytast
mikið i meðförum Alþingis”,
sagöi Geir.
Hann taldi liklegt að frum-
varpið yrði ekki lagt fram fyrr
en i byrjum nóvember en um
þaö hvort frumvarpið yrði af-
greitt fyrir áramót þorði hann
ekkert að segja. Það væri
Alþingi sem eitt hefði þaö á
valdi sinu.
Hvernig á að afla f jár-
ins?
„Þaö sem málið snýst um nú,
við gerð þessa fjárlagafrum-
varps er hvernig afla eigi þess
fjár, sem vantar i rikiskass-
ann”, sagöi Arni Gunnarsson
alþingismaður er við ræddum
við hann um gerö frumvarps-
ins.
„Menn standa frammi fyrir
þeirri spurningu hvort skatt-
leggja eigi almenning meira en
orðið er, eða hvort skattleggja
eigi þau fyrirtæki sem aflögufær
eru. Ég er hlynntur þvi að settur
veroi a lúxusskattur- þar á ég
við að settur verði skattur á þær
vörur, sem umfram eru það
sem venjulegt alþýöuheimili i
landinu þarfnast og notar.
Það er alveg ljóst, að tekju-
skatturinn er nú einungis launa-
mannaskattur og ég er andvigur
þvi að hækka hann, enda væri
þá bara verið að sælast dýpra i
vasa hins almenna launamanns.
Eins standa menn frammi
fyrir þvi hvað á að skera niður
af opinberum framkvæmdum.
A að fresta f járveitingu til vega-
mála, á að fresta fram-
kvæmdum við Borgarfjarðar-
brúna, eða á að draga úr
virkjunarframkvæmdum? Allt
eru þetta spurningar sem svara
þarf.
Hitt er ljóst að frekari tekju-
skattshækkun er ekki hægt að
beita, það verður að finna aðrar
leiðir.”
Vil ekkert segja
„Nei, ekki nefna fjárlaga-
frumvarpið við mig, ég vil ekk-
ert um það ræða á þessu stigi
málsins, ekki orð”, sagöi Tómas
Arnason, fjármálaráðherra er
viö ætluðum að ræöa viö hann
um gerð frumvarpsins. Og þar
meö var hann á bak og burt.
—S.dór
Miklar breytingar á Alþingi
Þær mestu síðan 1908
Fullyrða má, að aldrei í
sögu Alþingis íslendinga,
utan árið 1908, hafi átt sér
stað jafn miklar
breytingar á þingmanna-
liðinu og við kosningarnar
i júlí sl. Af þeim 60
þingmönnum. sem sæti
eiga á Alþingi, eru nýir
þingmenn 21 og þar af 15,
sem aldrei hafa áður setið
á þingi.
Frambjóðendur til þings i júni
sl. voru alls 598. Þar af 449 karlar
og 149 konur. Við kosningarnar
voru i kjöri 54 þingmenn, sem
höfðu setiö sem aðalmenn siðasta
kjörtimabil. Af þessum fram-
bjóðendum náöu aðeins 39 kjöri,
annað hvort sem kjördæmakosnir
eða uppbótarmenn.
Þingmenn siðasta kjörtimabils,
sem ekki voru i kjöri nú voru:
Eggert G. Þorsteinsson,
Guðlaugur Gislason, Ingólfur
Jónsson. Jón Arnason, (sem lést
23. júli 1977), Jón Ármann Héðins-
son, og Magnús Kjartansson.
Þeir þingmenn sem buðu sig
fram, en náðu ekki kjöri voru:
Guðmundur H. Garðarsson,
Gunnlaugur Finnsson, Halldór
Asgrimsson, Ingi Tryggvason.
Jón Skaftason, Karvel Pálmason,
Magnús Torfi ölafsson, Pétur
Sigurðsson, Sigurlaug Bjarna-
sóttir, Steinþór Gestsson og
Þórarinn Þórarinsson.
Ennfremur Asgeir Bjarnason,
Axel Jónsson, Gylfi Þ. Gislason,
og Jóhann Hafstein, en þeir voru i
neðsta eða næstneðsta sæti lista
sinna við kosningarnar.
Nýkosnu þingmennirnir eru:
Alexander Stefánsson, Árni
Framhald á 14. siðu
. löggjafarþings
Ávarp forseta Islands við setningu 1
Sama vegsemd
og sami vandi
Dr. Kristján Eldjárn, forseti tslands, flytur ræöu sina viö setningu
þings I gær. Ljósm.eik.
A þingsetningardegi hafa oft
verið rifjuð upp frá þessum
ræðustóli nokkur minnisverö
ártöl, sem öðrum fremur gnæfa
eins og vörður á vegi þjóöar-
innar, eöa —ef beturþættiorðaö
við setningu Alþingis — á vegi
þessarar stofnunar um ár og
aldir. En einu má raunar gilda
hvort oröalagið er notaö, þvi aö
saga Alþingis veröur ekki skilin
frá sögu þjóðarinnar, störf þings.
ins mótast hverju sinni af
þörfum hennar og allt sem hér
er gertskilar sér á einhvernhátt
sem áhrifavaldur vlt i þjóðllfiö.
Engin nauðsyn rekur til þess aö
þylja sama lesturinn um
merkisár Alþingis á hverju ári
þegar þing er sett, en aö þessu
sinni hlýöir að minnast þess, aö
það þing sem nú hefur verið
sett, er hið hundraöasta sem
haldiö er siöan Alþingi fékk
löggjafarvaldáriöl874.Svo mun
mörgum sýnast sem ekki sé
óviðeigandi að staldra ögn við
svo stórhreinlega tölu og jafnvel
láta hana veröa sér tilefni til
nokkurra þarflegra hugleiö-
inga. Ef að likum lætur munu
margir gera það meö sjálfum
sér, og ef til vill gera þaö hver
og einn vor á meöal, þó að ég
hafi þar ekki mörg orð um.
En litum þó svipsinnis, I
góðrar minningar skyni, til hins
fyrsta fclenska löggjafarþings,
sem sett var hér i sal lærða
skólans hinn 1. júli 1875. í þeim
boöskap, sem þá var lesinn f yrir
höndþjóðhöföingjans.varsvo aö
orði komist, aö framfarir
íslands, gæfa þess og hagsæld,
sé nú aö miklu leyti komin undir
þeim fulltrúum þjóöarinnar
sem hún hefur sjálf kosiö til setu
á löggjafarþinginu. Þessi orö,
sem hjómuöu við setningu hins
fyrsta löggjafarþings, standa
enn i góöu gildi við setningu hins
hundraðasta. Sami vandi með
sömu vegsemd hvilir nU sem þá
á Alþingi sem stofnun og á
hverjum einst(8ium alþingis-
manni, og þó að þvi skapi meiri
sem hlutur Alþingis i
stjórnskipun vorri er meiri nú
en þá var. Þetta stendur fast þó
aðmargt skiptium svipeftir þvi
sem timinn liöur, og þá meöal
annars Alþingi andspænis þjóö-
inni sem hefur kosið það. Það
eru slikar tfmabundnar
breytingar á afstöðu milli þings
og þjóðar sem valda þvbað oft,
og að minni hyggju mjög um of,
talaö um þverrandi veg Alþingis
I augum almennings og áhuga-
leysi um athafnir þess. En það
sem talað er á hverri tið er eins
og bárur á vatni, mismunandi
eftir þvi hvaðan og hve mjög
vindurinn blæs. Hið rétta er að
islenska þjóðin veit enn sem
fyrr harla veltilhvershún hefur
kosið Alþingi, virðir starf þess
ogskilurhvaðhúnáundirþví og
þeirri rikisstjórn sem ábyrgð
bar fyrir þvi. Svo er fyrir að
þakka, þvi að þá væri komið i
illt efni, ef þjóöin léti sér I léttu
rúmi liggja hvernig bessum
stofnunum tekst til um forustu
og úrræöi i málefnum vorum.
Aö þessu sinni býð ég
velkomna til starfs nýkjörna
alþingismenn og nýlega skipaða
rlkisstjórn, um leið og ég færi
fram þakkir fyrir störf- fyrra
þingliös og fyrri rikisstjórnar
Ég hef veitt þvi athygli að á
þessu nýja þingi má skipta
þingmönnum I þrjá nokkurn
veginn jafnfjölmenna hópa.
Fyrst skal nefna þá sem þegar
höfðu setið lengur eöa skemur á
Alþingi þegar ég stóð hér fyrst i
þessum sporum fyrir réttum tiu
árum
Þá koma þeir þingmenn
sem bæst hafa i hópinn siðan og
fram til siðustu kosninga. Og
loks þeir sem nú koma til þings i
fyrsta sinn, og liklega er sá
hópurinn ivið fjölmennastur.
Orð er á þvi gert að aldrei hafi
eins margir nýliöar komið til
þings og eftir siðustu alþingis-
kosningar og margir hverjir
ungir að árum. Þetta er spegil-
mynd þess að timinn llöur og
allt er breytingum háö.
Endurnýjun er óhjákvæmileg
og nauðsynleg, þótt enginn geti
um það fullyrt, hversu ör hún
ætti helst að vera. En svo munu
margir mæla að gott sé gamalli
og gróinni stofnun aö um saii
hennar berist lifgandi andvari
sem oft fylgir nýjum mönnum.
Og ekki þarf að draga I efa aö
það sé ungum mönnum
fagnaðarefni og eggjun aö hafa
hlotið traust samborgara sinna
til aötaka sæti á Alþingi, þvi aö
ekki er auðséð hvar i þjóöfélagi
voru annað eins tækifæri býðst
til að neyta óþreyttra krafta
sinna til góðs fyrir land og lýð.
Ég tel mig vita fyrir vist að með
þvi hugarfari gengur hver
þingmaöur inn i þetta gamla
hús. Þess vegna er mér fjarri,
nú sem endranær, að flytja
einhvers konar húskarlahvöt
eða bjarkamál yfir islenskum
alþingismönnum,en góöar óskir
er mér ljúft að bera fram. A
Alþingi tslendinga verður að
fara saman stöðugleiki og
endurnýjun. Kjölfesta veröur að
vera traust, og einnig verður að
vera liflegur byr og segl til að
fanga hann. Á þingbekkjum
sitja nú eins og löngum áöur
margir þingmenn með langa og
dýrmæta þingreynslu að baki,
og viö hlið þeirra hinir, sem nú
eru hér i fýrsta sinn. Vel er séð
fyrir hvoru tveggja, stöðug-
leikanum og endurnýjuninni.
En hvort sem eru eldri eöa
yngri, hefur þjóð yðar, góðir
alþingismenn, kjöriö yður til að
standa vörð um frelsi og
viröingu landsins og hafa
forustu um veigamestu málefni
sin. Allir góöir menn óska yöur
þess að þér berið gæfu til að ná
samstöðuum úrræðisem endast
mega til að sigrast á þeim
örðugleikum sem einmitt nú er
við að etja. Ég óska yöur góös
farnaðar og læt þá von i ljós að
störf þessa þings i þágu þjóðar
vorrar megi veröa gifturik.
Að svo mæltu bið ég alþingis-
menn að minnast fósturjarðar.
innar með þvi aö rfca úr sætum.