Þjóðviljinn - 11.10.1978, Side 7
Miðvikudagur 11. októb'er 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
„Mér fannst Billy virka á mig og mína
skraufþurru teólógíu sem fersk vatnsgusa,— jafnvel
þótt skvett væri úr plastfötu. Held ég mig þó hvorki
veikan fyrir né standa höllum fæti í þjóðfélaginu
Halldór
Reynisson:
Heilmikið „percussion
Athugasemdir við „Diskótek Drottins”
99
Ég hef ekki hugsað mér að
gerast dálkahöfundur hjá Þjóð-
viljanum en mig langar þó að
vikja örfáum orðum að grein
Ingólfs Margeirssonar blaða-
manns er hann ritar i blaðið 7.
okt. s.l. og nefnir „Diskótek
Drottins
Ég fagna þvi að blaðamaðurinn
sýnir tilburði til guðfræðilegrar
umræðu og játar meira að segja
eigin syndir. Býð ég hann vel-
kominn i hóp iðrandi sálna.
Nú — mig langar til að fjalla
um nokkur atriði er fram komu i
grein Ingólfs og geri ég fyrst að
umræðuefni játningu hans á
eigin afstöðu.
„Með Guði, móti prestum” —
skiljanlegt. 1 þessum orðum
felst gagnrýni á form trU-
arinnar (krUsina) en ekki inni-
haldið. Margir hafa orðið til að
taka undir þessa gagnrýni, guð-
fræðingar sem aðrir. Franski
sósialistinn Roger Garaudy
reynir jafnvel að færa rök fyrir
þvi að þetta sé meining Marx i
gagnrýni hans á trUarbrögðin.
„Ég aðhyllist hina etisku hlið
kristninnar þeas. kærleiksboð-
orðið séð Ur heimspekilegu
sjónarhorni”.
Gott og vel. Þessi „soft
cover” Utgáfa af kristinni trU er
býsna algeng. Menn vilja halda
i siðaboðskap Krists, en eima
burt það sem hann segir um
sjálfan sig, Guð og afstöðu
manna til Guðs. Gallinn er bara
sá að litið verður eftir af þvi
sem einkennt er með orðinu
„Kristinn Kristindómur er
fyrst og fremst lifsskoðun eða
kenning um tilveruna, mann og
Guð. Hið siðræna er siðan
afleiðing þar af. Breytni sem
tekin er i afstöðu til Guðs og
manns — breytni sem sjaldnast
er einstæð fyrir kristna trU.
Ef ég hef skilið Ingólf rétt þá
virðist mér hann hafa hafnað
innihaldinu að mestu, ekki siður
en krUsinni utan um.
SnUum okkur aftur að Billy
Graham. Fyrir minn smekk er
krUs hans Ur plasti greinilega
ætluð amerisku miðstéttarfólki.
Hins vegar get ég ekki betur séð
en að innihaldið sé ósvikið, enda
þótt sterkkryddað sé. Kvöldið
sem Ingólfur fór á fund Billys
var kryddið i mesta lagi. Sjálfur
dómsboðskapur kristinnar
trUar og tal um hina siðustu
tima.
Þvi var ekki að furða þótt
blaðamanninum þætti ræðan
hörð. Svo fannst mönnum einnig
um ræðu JesU á hans dögum
(Jóh. 6:60).
Eitt um krUsina utan um
boðskap Billys. Jafnvel þótt
okkur Ingólfi þyki hUn ófögur,
hvaða rétt höfum við þá til að
setja Ut á það sem aðrir hafa
smekk fyrir? Ef hUn höfðar til
fólks þannig að athygli veki á
boðskapnum þá er tilganginum
náð. Er kannski betra að bjóða
upp á hið þunglamalega og
grUtleiðinlega form sem „is-
lensk” messa er oft á tiöum?
Ingólfur lýsir þeim áhrifum
sem hann varð fyrir á sam-
komunni i Neskirkju. Ég vil
gera slikt hið sama (að visu
fórum við Ingólfur ekki á sömu
samkomuna, en ég held að það
breyti litlu). Mér fannst Billy
virka á mig og mina skrauf-
þurru teólógiu sem fersk vatns-
gusa — jafnvel þótt skvett væri
Ur plastfötu. Held ég mig þó
hvorki veikan fyrir né standa
höllum fæti i þjóðfélaginu.
Að sjónvarpsskermurinn i
Neskirkju hafi verið haldinn
einhverju kynn:gimagni svo að
dygði til að draga 45 persónur að.
tel ég af og frá. Með þessu vii ég
ekki gera litið Ur áhrifum sjón-
varpsins, það er ákaflega ávirk-
ur og innrætinn fjölmiðill. Hins
vegar hef ég verið við svipaðar
„uppákomur” og i Neskirkju en
sjónvarpslausar. Ahrifin voru
þó ósköp lík og verður þvi að
leita annarra skýringa en þess-
arar sjónvarpstilgátu.
Ingólfur ræðir um trUna á
hinn sterka mann á tímum
hraðra þjóðfélagsbreytinga.
Ekki þarf mikinn speking til aö
sjá að hann ýjar að svipuðum
þjóðfélagsaðstæðum og skópu
fasismann og nasismann. Vist
er Billy sterkur maður og
náðarforingi svo að notað sé
hugtak Max Webers. En fleiri
eru sterkir menn á örlagastund.
Má þar nefna Maó, Lenin og
Kastró ásamt öðrum góðum.
Aldrei hef ég þó lesið styggðar-
orð til þeirra i þessu blaði...
Að lokum um hégómamál og
diskótek Drottins. I 150. Daviðs-
sálmi er talað um að lofa Drott-
in með bumbum og gleðidansi,
hljómandi skálabumbum og
hvellum skálabumbum. Þetta
er lýsing á guðsþjónustuhaldi
hinna fornu hebrea. A nUtima
diskómáli væri þetta álitið heil-
mikið „percussion” (ásláttur)
eir.s og diskóvinir mundu orða
það.
Ekki þótti það hégómi i þá
daga — en hvers vegna nU?
MINNINGARORÐ
Gróa Sigmundsdóttir
Fædd 13. 2. 1905 — dáin 3. 10. 1978
NU þegar Gróa frænka min er
dáin,ferekki hjá þviaðá hugann
leiti sorg og söknuður en fyrst og
fremst minningar sem eru svo
kærar að þær sefa söknuð okkar
sem eftir lifum. Ég man hana frá
þvi ég var barn en þó sérlega frá
unglingsárunum, þá var hUn
orðin þroskuð kona og bUin að
móta sinn eigin lifsstll sem hún
miðlaði óspart af til okkar, sem
vorum svo lánsöm að eignast
vináttu hennar.
A þessum árum var Sesselja
systir hennar að stofna vistheim-
ilið aðSólheimum I Grimsnesi, af
mikilli hugsjón og dugnaði, en
það má ekki gleymast hve mikinn
þátt Gróa, foreldrar hennar og
systkin áttu i þvi að það tókst. Þar
var hvorki sparað fé né fyrirhöfn,
enda var gleði þeirra einlæg
þegar börnunum frá Sólheimum
vegnaöi vel.
Það var gott að leita til Gróu ef
manni lá eitthvað á hjarta eða
var i einhverjum vafa sjálfur.
HUn var fljót að átta sig og sagði
manni i fáum hnitmiðuðum
orðum hvað henni fannst réttast
og þar skein alltaf i gegn réttlæti
gagnvat’t náunganum, hlýja og
samUð með þeim sem minni
máttar eru, skarpur mannlegur
skilningur á mál og menn. Þess
vegna finnst mér aö hUn hafi fyrst
og fremst verið góð manneskja,
og er það ekki i raun og veru það
sem mestu máli skiptir?
Lif hennar var ekki alltaf auð-
velt enhún var afburða dugleg og
kjarkmikil og sá kjarkur entist
henni til siðustu stundar.
Gróa var ákaflega aðlaðandi,
glaðlynd og skemmtileg enda-
vinamörg. Hún eignaðist trygga
vini, bæði frá barnæsku og i
gegnum nám sitt og starf, en þaö
stundaði hún af mikilli kunnáttu
og samviskusemi, eins og allt
sem hún tók sér fyrir hendur.
Ég og fjölskylda min eigum
henni mikið að þakka fyrir
höfðingsskap, hjálpsemi og
góðvild. HUn var ávallt þátttak-
andi í daglegu amstri okkar, sorg
og gleði. En fyrst og fremst minn-
umst við allra gleðistundanna
sem við áttum saman, bæði á fal-
lega og menningarlega heimilinu
hennar og ekki slst I litla sumar-
húsinu hennar i Þingvallasveit,
þar sem hún átti sinar rætur þvi
hún var fæddað BrUsastöðum og
þar sleit hún barnsskónum. Það
var gamanað ganga með henni á
björtum sumardegi um lyng-
móana heim að húsinu hennar og
heyra hana fagna lóunni og spó-
anum og öðrum fuglum, eins og
þetta væru vinir hennar frá í
fyrra. Það var oft þétt setinn
bekkurinn i þessu smekklega litla
hUsi og glatt á hjalla og margt
skrafað um landsins gagn og
nauðsynjar og rif jaðar upp minn-
ingar frá liðnum dögum við arin-
eldinn, og þegar sást rjúka úr
strompnum i Hraunkoti, bættust
oft i hópinn sveitungar og
nágrannar, kannski með silung i
soðið. Þarna held ég að Gróa hafi
átt margar sinar bestu stundir.
Hennar veröur sárt saknað af
vinum og ættingjum, ungum og
gömlum, og ekki sist af systrum
hennar, Steinunni og Sigriði, en
þær þrjár voru einstaklega sam-
rýndar. Sigriður, sem bjó með
Gróu siðustuárin, annaðist hana í
veikindunum með aðdáanlegum
kærleik.
Gróa andaðist 3. þessa
mánaðar eftir löng og ströng
veikindi.
Blessuð sé minning hennar.
KrLstrUnCortes
Ölögleg
hækkun
á Vísi
og DB
Verðlagsdómur tók
málið fyrir i fyrradag
Sem kunnugt er af fréttum,
leyfði verðlagsnefnd dagblöðun-
um 10% hækkun á áskrift og
lausasölu fyrir skömmu og fóru
öll blöðin eftir þvi, nema Visir og
Dagblaðið, sem hækkuðu veröið
um 20%. Verðlagsstjóri kærði
málið til Verðlagsdóms, sem tók
málið fyrir i fyrradag.
Að sögn Sverris Einarssonar,
sem á sæti i Verðlagsdómi, var
málið tekið þar fyrir i fyrradag,
að viðstöddum forráöamönnum
viðkomandi blaða, sem gáfu
skýrslu. Þó náðist ekki i alla
stjórnarmenn þessara blaða að
sögn Sverris, þar sem þeir eru er-
lendis, og verður beðið með að
senda máiið til rikissaksóknara,
þar til þeir eru komnir heim og
hafa gefið skýrslu.
Það verður svo rikissaksókn-
ari, sem tekur ákvörðun um
framhald málsins. —S.dór
Þurrkaður harðviður
Einnig fyrirliggjandi hnota, japönsk eik
og oregon pine. Harðviðargólflistar fyrir
parket. Sendum i póstkröfu um allt land.
Skiii
04M1
HÖFÐATÚNI 2 - REYKJAVÍK
Sími: 22184 (3 linur)
u
• Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
Frá Strætisvögnum
Reykjavíkur
Oskum að ráða 1 starfsmann til kvöid- og
næturþjónustu i þvottastöð SVR á Kirkju-
sandi. Meira próf (D-liður) skilyrði.
Laun samkv. 7. fl. borgarstarfsmanna.
Upplýsingar gefur Jan Jansen yfirverk-
stjóri i sima 82533 kl. 1300-1400 eða á staðn-
um.
S.Í.B.S.
Vinningur í merkjahappdrætti
berklavarnardags 1978 kom á nr.
26847.
S.I.B.S.