Þjóðviljinn - 13.10.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.10.1978, Blaðsíða 10
10 SÍBA — ÞJöÐVILJINN'F-ostudagur ‘13. október 1978" VQ/ Umsjón: Magnús H. Gíslason Alþýðubandalag Austurlands Aöalfundur Kjördæmís- ráös Aðalfundur Kjördæmisráös Alþýðubandalagsins á Austur- landi var haldinn i félagsheimil- inu Skríið d Fáskrúðsfirði 30. sept. og 1. okt. Mörg mál voru rædd á fundin- uhi en viðamestar voruumræö- ur um störf Alþýðubandalags- manna i sveitarstjórnum og samvinna þeirra á milli, svo og um útgáfu og önnur málefni blaösins Austurlands, en mikill áhugier ánokkrum breytingum á blaðinu og aukinni útbreiðslu þess. Ýmsar ályktanir voru samþykktar á fundinum Sú venja hefur skapast aö skipta um formann á tveggja ára fresti og er það góð regla. Gerður G. Öskarsdóttir hefur verið formaður ráðsins tvö sið- ustu árin og lét nú af þvi eftir mjög gott og árangursrikt starf. Heimir Þór Gislason, Höfn, var kosinn formaður ráðsins næsta ár, Þorbjörg Arnórs- dóttir, Suðursveit varaformað- ur og Viðar Þorbjörnsson, Höfn ritari. Þessi þrjú mynda fram- kvæmdanefnd ráðsins en auk þeirra eiga sæti í stjórninni for- Heimir Þór Glslason menn allra Alþýðubandalags- félaga i kjördæminu. Fundurinn var ágætlega undirbúinn, bæði af hálfu stjórnarinnar og eins af hálfu Fáskrúðsfirðinga, en undribún- ingur þar mun mesthafa mætt á Birgi Stefanssyni. (Heim.: Austurland) —mhg A Akureyri er Sjálfsbjörg að byggja nýja endurhæfingarstöð. Sjálfsbjörg á Akureyri 20 ára Hafin bygging nýrrar endurhæfingarstöðvar Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri og i nágrenni, var stofnað að Hótel KEA 8. okt. 1958 og er þvl 20 ára um þessar mundi. Aðalforgöngumaður aö stofnun félagsins var Sigur- sveinn D. Kristinsson tónskáld, sem um svipað leyti gekkst fyrir stofnun félaga með sama nafni vföar um land. Aðefla samhjálp A stofnfundinum mættu um 30 manns og gerðust félagar hins nýja félags. Formaður var kos- inn Emil Andersen, en aðrir i fyrstu stjórn félagsins voru Heiðrún Steingrimsdóttir, Adolf Ingimarsson, Kristin Konráðs- dóttir og Sveinn Þorsteinsson. Um tilgang félagsins er kveðið svo á m.a. I lögum þess: „Markmið félagsins er að efla samhjálp hinna fötluðu vinna að auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu i þjóðfélaginu svo sem með þvi að: a) styðja fatlað fólk til að afla sér þeirrar menntunar, bóklegrar og verklegrar, sem það hefur löngun oghæfileika til. b) aðstoða fatlað fólk til að leita sér starfa, sem það er fært um að leysa af hendi i atvinnu- rekstri eða þjónustu. c) efla félagsleg kynni og skemmtanalif meðal fatlaðs fólks”. Félagsheimiliö Bjarg A næsta ári eftir stofnun félagsins hófst það handa um byggingu félagsheimilis við Hvannavelli 10 á Akureyri, sem við vigslu þess, 6. júni 1960.hlaut nafnið Bjarg. Nokkru siðar var byggt við húsið með tilliti til þess að þar yrði komið á fót vinnuaðstöðu fyrir fatlað fólk, en fyrstu árin var húsið nær ein- göngu notað fyrir almenna félagsstarfsemi. En árið 1968 hóf félagið rekstur Plastiðjunn- ar Bjargs i húsi sinu og hefur hún starfað þar siðan og jafnan veitt nokkrum fötluðum at- vinnu. Einkum hefur verið framleitt raflagnaefnLen einnig kapalrennur, fiskbakkar og kassar, ljósaskilti. „snjóþotur” o.fl. Takmarkað húsnæði hefur lengi staðið i vegi fyrir þvi að hægt væri að auka starfsemina eins og þó væri full þörf á til þess að geta veitt fleira fötluðu fólki vinnu. m iw •. y in A Súðavik var yfirdrifin atvinna I sumar. og betra húsnæði i vor. Stöðvar- stjóri er Asta Ákadóttir. Unnið var nokkuð að holræsa- gerð og aðalgatan breikkuð á kafla. Einnig byggð ný brú á Eyrardalsá. Tvær fjölskyldur fluttu inn i ný hús i sumar og sjö önnur ibúðarhús eru i smiðum. Erfiðlega gengur að fá heilsu- gæslustöðina fullbúna og eru menn að vonum langeygðir eftir þvi að hún geti tekið til starfa en vonandi rætist þó fljótlega úr þeim málum. Ibúar við Túngötu og Nesveg, (en þar eru mest nýbyggð hús), hafa unnið mikiö að lagfæringu lóða og er stór munur að sjá þessar tvær götur siðan. Tilfinnanlega vantar húsnæði fyrir bókasafnið, en þvi varsagt upp plássi, sem það hefur haft i barnaskólanum undanfarin ár. Bókasafnið var að flytja þaðan i fyrra haust og hefur það ekki Endurhæfingarstöð Haustið 1970 hóf félagið rekst- ur endurhæfingarstöðvar, einn- ig i húsakynnum sinum að Bjargi. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur veitti mikilsverðan stuðning við að koma þeirri starfsemi af stað. Mikill fjöldi fólks, fatlaðra og ófatlaðra, hef- ur notið meðferðar i stöðinni frá þvi hún tók til starfa og er jafn- an langur biðlisti eftir meðferð þar, enda hefur skortur sjúkra- þjálfara og takmörkuð aðstaða jafnan háð starfseminni. Óhætt er þó að fullyrða að rekstur stöðvarinnar hefur gegnt þýðingarmiklu hlutverki, auk þess sem hún hefur sparað Akureyringum og nærsveitar- mönnum miljónatugi miöað við það, að þeir hefðu þurft að sækja þessa þjónustu til Reykjavikur. Nýtt hús fyrir endurhæf ingastöö Á Súðavík var oft Landburöur af fiskí í Landpóstur átti nýlega tal við fréttaritara Þjóðviljans á Súða- vlk, Ingibjörgu Björnsdóttur. Hún fræddi okkur um það, sem hér fer á eftir: Mikil atvinna — Hér á Súöavik hefur verið geysimikil atvinna i alit sumar, oft landburður af fiski. Togar- inn Bessi hefur að vanda fiskað mjög vel og auk hans hafa land- að hér þrir færabátar. I sumar voruoftslæmar gæftir en þegar gaf á sjó fiskuðu þeir vel. Þrir rækjubátar lögðu úthafs- raekju upp i Langeyri og var stundum unnið allan sólarhring- inn, enda hefur fólk sótt hingaö i atvinnuna úr öllum áttum, bæði innlent og útlent. Af þessum sökum er hér alltaf vöntun á húsnæði, þótt nýjar I- 'búðir bætist við árlega. Fjórir bátar munu leggja upp rækju I Langeyri f vetur, en 6- vist er enn hvenær þeir byrja veiðar, að öllum likindum þó einhverntima I þessum mánuði. Alltaf fækkar bændun- um Vorið er mjög kalt fram i Aiiðjan júli en þá skipti um og gerði hlýindi. Héldust þau fram i septemberlok. Heyskapur hjá bændum varö bæði mikill og góður og uppskera garðávaxta meðallrabesta móti. Heimtur á fé eru sæmilegar og dilkar vænni en i fyrra. Annar bóndinn i Meiri-Hattardal, Elias Þor- bergsson, bregður búi i haust og eru þá einungis sex býli eftir i byggð hér i Súöavikurhreppi. Framkvæmdir Póstur og simi fhittu I stærra sumar verið rekið siðan. Þykir fólki það aö vonum súrt i broti. Fyrirhugaöer að flytja það inn i gamla læknisbústaðinn en fyrst þurfa að fara fram miklar lag- færingar á húsinu svo að varla munu bækurnar veröa fluttar þar inn I vetur. Ekkert hefur verið unniö að hafnarbótum þetta ár'en von- andi verðun þaö þá „bakað” upp á næsta ári. Og að lokum: Það er óviðun- andi ástand hvað illa er haldið við veginum á milli Súðavikur og ísafjarðar. ib/mhg Nú er hafin bygging nýrrar og fullkominnar endurhæfingar- stöðvar á rúmgóðri lóð, sem félagið fékk við Sindragötu. Framkvæmdir hófust á fyrra ári en um þessar mundir er ver- iö að ljúka steypuvinnu við neðri hæð 900 ferm. álmu, en alls verður gólfflötur endurhæf- ingarstöðvarinnar 1700 ferm. Til framkvæmda þessara nýtur félagið styrks frá Erfðafjár- sjóði, sem nemur 1/3 hluta kostnaðar. Sami aðili lánar einnig 1/3 hluta en einn þriðjunginn verður félagiö sjálft að fjármagna og beitir til þess ýmiss konar fjáröflunarstarf- semi, auk þess sem fjöldi ein- staklinga hefur lagt fram fé til framkvæmdanna, svo og ýmsir klúbbar, félög og stofnanir, m.a. flest verkalýðsfélaganna I bæn- Framhald á 14. siðu I ■ I i i i i i i i i m I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.