Þjóðviljinn - 15.10.1978, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.10.1978, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. október 1978. Stjórnmál á sunnudegi SIGURJÓN PÉTURSSON: Stöðugt verður minna fé eftir til framkvæmda Þegar nú líöur aö gerö fjár- hagsáætlunar Reykjavikurborg- ar fyrir áriö 1979, er ekki úr vegi aö hugleiöa nokkuö þróun tekna og útgjalda borgarinnar á liönum árum og f járhagsstööu hennar nú og reyna út frá þvi aö gera sér hugmyndir um hvers megi vænta aö óbreyttu ástandi. Æ stærri hluti af tekjum Reykjavikurborgar hefur á undanförnum árum runniö til beins rekstrarkostnaöar og jafn- framt hefur stööugt minna veriö eftir til framkvæmda. Þetta á sér þrjár höfuöorsakir. 1 fyrsta lagi aö þvi meira sem byggt er af þjónustustofnunum, þvi fleira starfsfólk þarf til aö reka þær auk annars rekstrar- kostnaöar. Auknar framkvæmdir gera þvi hlut rekstrarkostnaöar stööugt stærri. I ööru lagi aö hvergi nærri nóg hefur veriö hugaö aö einföldun og hagræöingu i rekstri borgarinnar og oft sýnist lögmál Parkinsons hafa veriö leiöandi i stjórnun borgarinnar. Þriöja ástæöan er tvimælalaust veigamest, en þaö er stööugt vax- andi veröbólga. 2/3 tekna fara í rekstur Flest-allir tekjustofnar borgar- innar og allir þeir mikilvægustu eru fastbundnir i krónutölu i upp- hafi árs. Hvernig svo sem verö- lagsþróun veröur á þvi sama ári, veröa tekjur borgarinnar samt alltaf upphaflega áætluö krónu- tala eöa um þaö bil. Þegar veröbólga er komin á þaö stig, aö vera um og yfir 50% á ári eins og veriö hefur, þá gefur auga leiö, hve langtum minna fæst fyrir þær krónur sem greidd- ar eru á siðari helmingi árs en hinar sem fást fyrrihluta ársins. Þau tekjustofnalög, sem sveitarfélögin búa við i dag voru sett áriö 1972. Svo dæmi sé tekiö um áhrif þeirra laga, fóru 69,1% af tekjum Reykjavikurborgar i rekstur áriö 1971, en aöeins 52,1% af tekjum borgarinnar fóru i rekstur árið 1973. Siöan þá hefur þó heldur betur sigiö á ógæfuhliöina. Miöaö viö fjárhagsáætlanir borgarinnar hefur hlutfall rekstrar I heildar- tekjum verið þetta: 1974: 54,7% 1975: 55,3% 1976: 61,4% 1977: 65,5% 1978: 67,3%. Tölur ársins 1978 eru miöaðar viö upphaflega fjárhagsáætlun. Eitt af fyrstu verkum núver- andi meirihluta varö hins vegar aö vera þaö aö endurskoöa þá fjárhagsáætlun i ljósi fjárhags- stööu borgarinnar og viö þá endurskoöun voru verklegar framkvæmdir stórlega skornar niöur, þannig aö öruggt má telja aö hlutfall rekstrargjalda af heildartekjum borgarinnar á yfirstandandi ári er um eöa yfir 70%. Þegar horft er á þróun líöinna ára, má hiklaust geta sér þess til aö viö gerö fjárhagsáætlunar næsta árs veröi aö reikna með aö rekstrargjöld borgarinnar nemi a.m.k. 70% af heildartekjum. Raunar þarf ekki ágiskun eina i þessu efni, þvi fyrstu tölulegar upplýsingar um tekjur og gjöld borgarinnar á næsta ári benda eindregiö til þessa. Framkvæmdagetan eykst ekkl Þá er þó enn ótalin sú skulda- söfnun, sem átt hefur sér staö á yfirstandandi ári og stafar af hrikalegum greiösluerfiöleikum borgarinnar, sem komu i ljós við | stjórnarskiptin, en sú upphæö I sem þess vegna færist yfir á j næsta ár verður vart undir 1.000 miljónum króna. j Þetta háa hlutfall rekstrarút- j gjalda borgarinnar hlýtur óhjá- kvæmilega aö kalla á þaö aö allir rekstrarliöir veröi skoöaöir ná- kvæmlega og reynt veröi eftir megni aö draga úr þessum mikla kostnaöi. Gaumgæfileg áttekt og hagræö- ing á rekstri fyrirtækja og stofn- ana borgarinnar er þvf eitt af brýnustu verkefnum sem fyrir hendi eru. En jafnvel þótt mikils árangurs megi vænta af slikri Ut- tekt, væri mikið óraunsæi aö gera ráö fyrir að hún skili skjótum ár- angri. Bæði Uttektin sjálf og nauösynlegar skipulagsbreyt- ingar i kjölfar hennar hljóta eðli málsins samkvæmt aö taka all- langan tima, auk þess sem skyn- samlegt verður aö tejast aö beina slikri Uttekt i upphafi að nokkrum skýrt afmörkuðum verkefnum. Af þvi sem aö framan hefur veriö sagt er ljóst, að fram- kvæmdageta borgarinnar á næsta ári verður að öllum likindum hlutfallslega minni en veriö hefur undanfarin ár, a.m.k. ef reiknaö er meö óbreyttum tekjustofnum. Þetta er vissulega alvarleg staöreynd, þegar horft er til allra þeirra miklu verkefna, sem viö blasa hvarvetna og krefjast úr- lausnar. Vandi okkar, sem nú skipum meirihluta i borgarstjórn Reykjavikur verður þvi vissu- lega mikill, þegar kemur að þvi að ákveða til hvaða verkefna tak- mörkuöu framkvæmdafé verður variö. Tveir þættir hafi forgang Tvo þætti tel ég þó aö leggja veröi sérstaka áherslu á yiö gerö næstu fjárhagsáætlunar, en þaö eru atvinnumál og bygging dag- vistarstofnana. Þaö kom berlega I ljós á síöasta ári, þegar birt var skýrsla um at- vinnumál i Reykjavik aö þvi fer fjarri ab atvinnuöryggi sé tryggt á komandi árum. Skýrslan leiddi i ljós aö skipting fólks I atvinnu- greinar er meö talsvert öörum hættihér en annars staöar á land- inu. Meginþorri Reykvikinga hefur atvinnu sina af þjónustu, viöskiptum og úrvinnslu ýmiss konar, en aöeins litill hluti af raunverulegri framleiöslu. I skýrslunni er vakin athygli á þvi aö liklegt sé aö aukning mannafla I þjónustu og viöskipta- greinum geti tæpiega átt sér staö nema jafnframt fylgdi aukning i undirstööugreinum atvinnulifs- ins. Þaö er óhjákvæmilegt ab hefj- ast handa þegar á næsta ári við aö tryggja hagstæöari atvinnuþróun i borginni. Þar blasa viö nærtæk verkefni: Reykjavikurborg rekur sjálf stærsta útgeröarfyrirtækiö i borginni, BOR, sem veitir mörg hundruð manns atvinnu. Ég tel aö eitt eölilegasta verkefni borgarinnar á sviöi atvinnumála sé aö efla og styrkja þetta fyrir- tæki og reyna að koma þvi á svo góöan rekstrargrundvöll sem kostur er. En jafnframt þvi verö- ur aö huga aö öörum atvinnu- greinum og skapa þeim nauösyn- lega aöstööu til uppbyggingar og vaxtar og þó kannske framar ööru að stööva fyrirtækjaflóttann úr borginni. Stuðningur við upprennandi kynslóð Hitt málið sem ég nefndi er i sjálfu sér nátengt atvinnuupp- byggingu i borginni, en það er bygging dagvistarstofnana. Alltof margir lita þannig á aö bygging og rekstur dagvistar- stofnana sé eingöngu i þvi skyni að foreldrar geti hvilt sig frá börnum sinum mislangan tima á degi hverjum. Aö þeir geti varpað ábyrgðinni af uppeldinu yfir á annað fólk og látiö samfélagiö taka þátt i kostnaöinum. Þótt margir liti enn þessum augum á gildi dagvistarstofnana, fer þeim þó stöðugt fækkandi sem betur fer. Dagvistarstofnanir eru nefnilega ekki byggðar meö hagsmuni eins hóps i huga umfram annan. Þær hafa mikiö gildi fyrir uppeldi barna, afkomumöguleika for- eldra, þátttöku kvenna i atvinnu- lifinu og hagsmuni samfélagsins, og þó reikningar dagvistarstofn- ana sýni kostnaö en ekki tekjur, þá er starfsemi þeirra til mikiila hagsbóta fyrir borgina i heild. Þaö er nú oröiö almennt viður- kennt aö leikskólar og dagheimili hafa mikið gildi sem forskólar fyrir börn. Þaö hiýtur þvi aö veröa stefna stjórnvalda áöur en langur timi liður aö fella þessar stofnanir hreinlega undir fræöslukerfiö og tryggja þar meö öllum börnum jafnrétti til for- skóla meö sama hætti og þeim er tryggö skólaganga. Meðan rikis- valdiö ekki tryggir þetta, er þaö hlutverk sveitarfélaganna aö koma til móts viö þarfirnar hvert á sinum staö eftir þvi sem efni og abstæöur leyfa. Flestir foreldrar meö ung börn eru á þvi sem meö réttu má kalla á starfsamasta aldri. Þeir eru i senn aö byggja upp heimili og ala upp börn auk þess sem fyrstu skrefin i atvinnulifinu eru oft tekin á sama tima. Þessi ár eru flestum venjulegum mann- eskjum fjárhagslega erfiöust og verðlagsþróun hér á landi krefst þess raunar aö báöir foreldrar vinni úti til þess aö framfærsla heimilisins sé tryggö. Um langan tima hefur skortur á vinnuafli veriö eitt helsta ein- kenni atvinnulifsins (og verður þaö vonandi áfram). Þaö hefur þvi einnig þjóöhagslegt gildi aö gefa báöum foreldrum kost á aö vinna utan heimilis a.m.k. hluta Ur degi, auk þess sem slikur möguleiki léttir mörgum áhyggj- um á mestu baslárum búskapar- ins. Með aukinni starfsmenntun hafa konur æ mikilvægara hlut- verki aö gegna i atvinnulifinu og þvi er eðlilegt aö þeim sé tryggt jafnrétti til þátttöku I þvi, lika á þeim árum sem börnin eru að al- ast upp. Séu framangreindar staöreyndir teknar meö i reikn- inginn, hygg ég aö koma muni i ljós aö rekstur og bygging dag- vistarstofnana er langt frá þvi aö vera baggi á þjóöfélaginu eöa Reykjavikurborg. Reykjavík þarf að laða fólk að Um þaö hefur veriö mikiö rætt og ritaö, hvernig aldursskipting i- búa Reykjavikur er að breytast. Hlutfall ibúa 67 ára og eldri er nú 10,3% sem er verulega miklu hærra en i nágrannabyggðarlög- um og á landinu öllu. Þeir sem flytjast burtu Ur borginni eru aöallega þeir sem eru aö hefja búskap, fólk á besta aldri meö börn. Þaö hefur mikiö efnahags- legt gildi fyrir Reykjavikurborg aö einmitt þetta fólk á starfsam- asta aldri flytji ekki brott Ur borginni, og ef vel á aö vera þarf Reykjavikurborg aö vera aölaö- andi bústaður einmitt fyrir þetta fólk. Auknir atvinnumöguleikar og atvinnuöryggi ásamt dag- vistarheimilum fyrir börn hafa I þessu sambandi ómetanlegt gildi. Þannig tengjast þessir mála- flokkar i einn og eru sameigin- lega grundvöllurinn aö öruggri framtiöarþróun Reykjavikur. Þó ég hafi hér aö framan tekiö sérstaklega þessi tvö brýnu verk- efni fram yfir önnur, og sýnt fram á mikilvægi þeirra fyrir Reykja- vik, þá má ljóst vera aö fjölda- mörg önnur verkefni krefjast Ur- lausnar. Þaö er þó min skoöun aö i svo þröngri fjárhagsstööu sem borgin er nú i, sé skynsamlegast að taka færri verk út úr, heldur en aö dreifa kröftunum mjög viöa. Otrúlega hagstætt verð Ruggustólar frá Júgóslavíu Vörumarkaðurinn hf7 Húsgagnadeild 1 s.86112.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.