Þjóðviljinn - 15.10.1978, Side 13

Þjóðviljinn - 15.10.1978, Side 13
12 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 15. október 1978. Sunnudagur 15. október 1978. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 13 Ég var kominn til Conne- mara, það er vestast á ír- landi, og hafði leigt mér hjól. Loftið angaði af seltu og heyi, asnar rumdu í morgunsárið, bændur gaufuðu við töðu sína með kvíslum, kýr horfðu ró- lyndum augum á vegfar- andann. Þegarég þreyttist fór ég niður að ströndinni og deif tánum í sjóinn. Eitt kvöldiö kem ég til Lettar- franck, sem er litiö plás noröan viö fjallaþyrpingu sem heitir Pinnar tólf. Ég fékk inni hjá frú Joyce, sem á þrjá stráka, mann og traktor. Letterfrack eru nokk- ur hús og krossgötur. Á einu horni er litil búö meö krá. A ööru horni Barinn hans Freddy. A þriöja horni Skáldabarinn. Á hinu fjórða var klaustur. Þetta var mjög irskt. Nema hvaö klaustriö haföi veriö lagt niöur fyrir nokkrum ár- um, landiö upp af þvi og allt upp á Demantshæö átti aö verða þjóö- garöur en húsiö átti að nýta undir elliheimili á vegum kirkjunnar. Eða svo hélt einn málvinur minn á Skáldabarnum. Hann var skotinn Um sjöleytið var oröiö margt um manninn á kránum og á Alit gengur I haginn þennan dag. A hjóli um krossgötum þessum. Það var talaö um hesta og Paddy sem fór til Ameriku eöa Liverpool, þvi Connemara er landflóttahéraö. Allt i einu kom löng bilalest akandi og fór fyrst vagn með brúna likkistu. Flestir tæmdu úr glösunum og settust upp i bila og óku á eftir lestinni. Hvern er verið aö jaröa? spuröi ég. Strákinn sem var skot- inn i gær, svaraöi stúlkan á barn- um. Hann haföi veriö aö vinna á Englandi og kom heim i leyfi. Þeir fóru saman út nokkrir vinir aö fagna hans heimkomu. Þá rifj- abist upp einhver misklið, ætli þaö hafi ekki verið út af stelpu. Og hann var skotinn. Rauöbirkinn rumur stóö viö barinn og haföi tekiö kvöldiö snemma. Þaö vareinhver útlend- ingur að spyrja mig áöan, sagöi hann, hvort þetta hefði verið ein- hver merkismaöur. Erum við ekki allir merkisfólk? svaraöiég. Hann hló og drakk úr glasinu. Það var ansi brátt um hann þennan, sagði ungur prestur og hellti sér i glas. Enginn timi til aö veita honum aflausn. Beikon og egg Morgunmat fengum við inni i stofu frú Joyce, i henni var sjón- varp og stór mynd af Jesú meö hartað utan á brjóstinu. Frönsk hjón voru aö fara, þau voru hissa á þvi, hve krökkt var orðið af túristum á trlandi. Meira aö segja Frökkum, sögöu þau. Þið vitiö hvernig það er, sagði ég. Helviti — það eru hinir túristarn- ir. Viö sjálf erum ágæt, og hverj- um heimamanni skemmtan að hafa svo gott fólk. En allir hinir þvælast fyrir. Ég sat til borös með Thomas McCusker frá Derry á Norður-lr- landi, og hans fólki. Fjölskyld- unni fannst gott að feröast um Lýöveldiö, þar var allt svo rólegt. Kannski lagast þetta allt með tímanum fyrir norðan, sagði Thomas. Þaö er atvinna og hús- næöi sem spurt er um,sagði hann, ef aö kaþólskir menn fá jafnrétti i þeim efnum þá sjatnar þetta allt. Ég hafði setið á krá með Sinn Fein-mönnum i Dublin og hafði heyrt aörar röksemdir. En ég nennti ekki að taka þau mál upp á sólskinsmorgni. Thomas, sem rekur útfararfyrirtæki, bauö mér heim til sin sem allra fyrst. Gaman að lifa Kylemore heitir staður sem er öbrum fegurri, nafniö þýöir Stóri skógur á irsku, Coil Mór. Þar er silungsvatn spegilslétt, brattar hliöar og skógur, og undir fjallinu ris mikill kastali. Hann reisti enskur auðkýfingur i nafni ofur- ástar á konu sinni irskri, nú er þar nunnuklaustur. Sólin skein á Kristmynd stóra hátt uppi i fjalli. í klausturkirkjunni sat ég á tali við Mariu mina og þakkabi henni hlutdeild hennar i irsku hjarta- lagi. Allt gekk mér i haginn þennan dag. Þú verður aö visu svolitið undarlegur af þvi aö vera einn meö náttúrunni dögum saman. Þú ferö að tala viö sjálfan þig. En hvaö gerir það til — þaö er alltaf gott að tala við einhvern sem maður þekkir. Þú syngur blygö- unarlaust á leibinni yfir heiöina með gráleita pýramiöa Tólf Pinna sitt til hvorrar handar: The sea o the sea, a ghradh gheal mochroi long may it roll between England and me It’s sure garantee that some hour we”ll be free Thank god we’re surrounded by water... Inn í kirkjugarð Verstur andskotinn, aö alltof viða liggja garbar og minna á einkaeignarrétt á landi. Saga tr- lands er eiliföarglima um jarð- næðúsatt er það. En hvar á ég aö komast upp á fjalliö? Er sektab fyrir að hoppa yfir giröingar? Viö Lough Inagh er stórt skilti, Pri- vate Property, einkaeign. Skammt frá reisulegu setri er langferöabill meö Þjóöverja, þeir hafa keypt sér leyfi til að dorga i vatninu i tvo tima. Of mikiö af öliu má þó gera, lika af sólskini. Húöin mun áreiðanlega flagna af skallanum i dag og rassinn er heitur og sár. Þá kem ég að notalegri ársprænu, sem rennur fram hjá gömlum kirkjugarði. Ég snara mér úr föt- unum og sest f straumvatniö til að kæla mig. Þarna sit ég meö engil- hreina samvisku og hefi ekki séö krá eina tuttugu kilómetra. Þaö er engin sála á ferðinni — ég grip föggur minar og hleyp inn i kirkjugarö. Viö vorum ein þarna á hreyfingu golan og ég. Burkn- arnir höfðu fyrir löngu lagt undir sig grafirnar, en upp úr stóöu nokkrir keltneskir krossar, sem sameina hjól sólarinnar og pislartól Rómverska heimsveld- isins. Hugurinn reikar viða i friðsam- legri sambúö við burtsofnaða. Á slóðum írskrar tungu Ég var á þeim slóðum á vestur- strönd Irlands, þar sem enn er Sjá næstu síðu Heyskapur á rýru landi, og móhraukur er alltaf tU taks. Krár á þrjá vegu,en yfirgefiö klaustur á fjóröa horninu — og Demntashæö f baksýn Sigling og sæla Fyrri hosturinn er 14 daga shemmtireisa um Miðjarðarhafið. í þessari draumasiglingu er homið við í mörgum aðUggjandi löndum, litast um og uppUfað. Þú reihar miltí œvafomra helgistaða, berð augum furðuverh byggingarlistarinnar og skoðar ólíkustu fomsöguleg fyrirbrigði og verðmœti. Þess í milli nýtur þú cdls þess sem í boði er um borð í 8kipinu, s.s. sundlaugar, kvöldskemmtana, dýrlegs matar og dryhkjar. Þútífir sœlu sem aðeins er aðfinnaásiglinguog ógleymanlega stemmningu í alþjóðlegum hópi. ■vintýraferð um eitt íenýa. Hér erumaðræða m er einkennilegt * reynslu, dulúðar og landi Afríku. vt 8érheimur án htíðstœðu. dýra sem mörg eiga á r myndavétína til taks því •r óþrjótandi. Hvíti nashymingurinn og pan eru í sjónmáli. Ferðagetraun Vísis endar á toppnum. 25. október verður dreginn út lokavinningurinn í áskrifendaleiknum góða. Vinningurinn á vœntanlega eftir að standa í þeim sem hann hlýtur því um er að rœða tvo kosti sem báðir eru jafnótrúlegir. Þú byrjar samtáþví að veljaþérferðafélagaþví vinningurinn gildir fyrir tvo. Vísir leggur til I gjaldeyri. Útsýn sér um allan undirbúning. Dregiö 25. október INýir áskrifendur geta líka verió með! Þegar kvöldar nýtur þú ma nýtísku hótelum við nútíma ~ með dansi innfœddra í Að morgni vaknar þú Afríku vakna á ný. Sú reynsla ein gerir ferðina Síminn er 86611

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.