Þjóðviljinn - 15.10.1978, Side 14

Þjóðviljinn - 15.10.1978, Side 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. október 1978. ÍRLAND Hvergi i heiminum er eins mikið af hálfhrundum húsum ár grjóti Og asnarnir gera umhverfiö vinsamlegra börnum töluö geliska hér og hvar, en ég hafði ekki heyrt málið nema einu sinni. Það var kvöld eitt i Galway, ég fór i leikhúsið Taibhdhearc na Gaillimhe, sem leikur á gelisku. En dagskráin var að visu miðuð við feröafólk: irskir dansar, hörpusláttur, trumbusláttur, flautuleikur, og svo söngur. Og það var sungið á gelisku, sem hljómar einkar fallega. Leik- þátturinn sem var skotið inn i dagskrána var þögull látbragðs- leikur: hann var um góða flakk- arann sem hefur næstum þvi höndlað hamingjuna en missir hana úr höndum sér fljótlega þvi ill er sviksemd fláráðra vina. Ég talaði við fyrirliða leikflokksins i hlénu, Ó Broin. Já,sagði hann, við höfum svona dagskrá fyrir túr- ista á sumrin, en á veturna ferð- umst við um með leikrit á irsku. Hann vildi helst lfta sem björtust- um augum stöðu irskunnar; leik- húsið er vinsælt, sagði hann, okk- ur er vel tekið og það miklu viðar en i hinu eiginlega Gaeltacht, (svo nefnist svæðið þar sem irsk- an helst heldur velli). Ó Broin vissi að Mac Anna Þjóðleikhús- stjóri hafði verið á tslandi og að tslendingar voru forvitnir um irsk Jeikrit. Ástandiö er reyndar miklu dapurlegra en leikhússtjórinn gaf til kynna. Tá sé fliuch, það rignir, hafði gamla frú Cogavin sagt, en hjá henni bjó ég i Galway. Já, sagði hún, ég kann dálitið i irsku, en unga fólkið virðist ekki hafa mikinn áhuga á málinu okkar. Og prófessor Mac Eoin hafði enn Býlin skjóta þökum upp ár grýttu landi Connemara, og Pinnar tólf ibaksýn. Nokkrir irskir krossar stóðu upp úr burknabreiðunni verri fregnir að færa af tungu Melkorku — nánar um það siðar. öll skilti eru á ensku og irsku, en irskan er að hverfa upp á hill- ur með sögubókum. Enskan hefur unnið fullan sigur. Þið rákuð þá burt t Clifden hafði ég setið á bar og var strax orðinn vinur Josephs sem hafði unnið veðmál og var að halda upp á það. Þessi maður er islenskur, sagði hann við vertinn, færðu honum glas: They got them out! Þeir komu þeim út — Með öðrum orðum: Enskum úr is- lenskri landhelgi. Joseph var svo illa við Eng- lendinga að hann sá eftir þvi að Þjóðverjar ekki unnu striðið. Lánaðu mér blaðið, Freddi, sagði ungur maður og vel hifað- ur. Hann tók undir samtalið, en var innan skamms sokkinn aftur i fréttir af veðhlaupum. Svona sigruðu Engilsaxar ykk- ur, sagði ég, þeir kenndu ykkur að hugsa um veðhlaup. Já, sagði hann. Og fjárhættu- spil. Skál bróðir. Pöbbinn og hrossin ráða yfir tr- landi. En ekki yfir þessum kirkju- garði hér i námunda við Ballyna- hinch-kastala. Hér er enginn nema grasið, timinn og vindur- inn. A ég að vera hér áfram, eða reyna að ná niður til Roundstone fyrir kvöldið? SAGA FRA CONNEMARA: Þorpið Carna var hið rik- asta í barónsdæminu Ballynahinch i Conne- mara. Þökk sé góðum guði og náttúrunni fyrir að grantínámur okkar eru óþrotlega. Tvo menn þekkti ég þegar ég þangað kom sem voru mjög ríkir, annar þeirra var ríkur um of. Hann átti hundrað og eina mjólkandi kú, áttatiu og tvær merar,og ég man vel aö á einum maimorgni köstuðu tuttugu og sex merar honum prýðilegum fol- öldum. Hann átti tvö þúsund fjár og tvö þúsund gula gullpeninga sem hann hafði saumað vandlega Þeir byggðu við hús sín í vestur- att... inn i fjaðradýnu sina. Var hann kannski ekki rikur maður? Margt undarlegt hefur fyrir min augu borið, en það einkenni- legasta var að sjá þennan mann tuttugu árum siðar og átti hann ekki kú né kálf, kind né hest. né neina ferfætta skepnu, né heldur pening sleginn. Sveitungar hans gátu ekki fundið neina aðra ástæðu fyrir fátækt hans en þá að bann hafði byggt við hús sitt eina lengd i vesturátt. Einn þeirra sagði við mig: Sá er sterkari en Guð sem bætir húslengd við hús sitt i vesturátt. Hinn maðurinn var talinn tvö þúsund punda virði. Hann var kvæntur en átti sér ekki fjöl- skyldu, og drottning hans var tal- in þyngsta kona i heimi. Hann hélt krá þar sem hann seldi sterk- asta eldvatn undir sólunni; samt drukku byggðamenn það sem ódáinsveigar væru. Hann fór oft yfir fjöllin miklu og heiðarnar breiðu til Galway, til að kaupa þennan -skelfilega mjöð. Sauð hann sér þá pott af kartöflum, setti i sokka, festi þá saman á fit- inni og slengdi yfir herðar sér. A þessum köldu kartöflum lifði hann á leiðinni og gisti hann i skúta einum sem gerður var af þrem steinblökkum á molli Carna og Recess. Þessi gæfusnauði maður byrj- aði lika að bæta við sig herbergi i vesturátt. Þegar vegghæð var reist veiktust þau hjón bæði og voru talin dauðvona. Þau sendu eftir norninni gömlu i Clifden. Afbrot þeirra er skelfilegt, sagði hún, þvi að þau hafa lokað huldufólks til náttstaðar. Ég sé blóð á einum hornsteini hússins, konan mun ná sér, en maður hennar hlýtur að deyja, þvi að glæpur hans er stærri en að unnt er að fyrirgefa. Konan komst til heilsu aftur; þá sló hún eign sinni á allt lausafé sjúks eiginmanns sins og seldi allt búfé hans. Hún braut niður vegg- inn nýja og hægt og rólega svelti hún bónda sinn þar sem hann lá úti I horni. Hann dó svo slyppur og snauðúr. Ekkjan giftist lögreglu- manni, og það sem hún gerði fyrri manni sinum endurgalt finn siðari henni i tvöföldum mæli en þar hangir önnur saga á spýt-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.