Þjóðviljinn - 15.10.1978, Síða 20

Þjóðviljinn - 15.10.1978, Síða 20
120 StDA — ÞJOÐVILJlNN Sunnudagur 15. oktéber 1978. Staða skólast jóra Verzlunarskóla íslands Staða SKÓLASTJÓRA VERSLUNAR- SKÓLA ÍSLANDS er laus til umsóknar. Ráðningartimi er frá og með 1. júni 1979. Ráðgert er, að væntanlegur skólastjóri kynni sér kennslu i viðskiptafræðum er- lendis fyrir næsta skólaár, er hefst 1. sept- ember 1979. Þá er einnig æskilegt, að um- sækjandi geti annast kennslu i viðskipta- greinum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags menntaskólakennara. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt greinargerð um ritsmiðar og rannsóknir, skulu sendar Skólanefnd Verslunarskóla íslands fyrir 1. desember n.k. Skólanefnd Verslunarskóla íslands íslenska járnblendifélagið hf. óskar að ráða tvo RAFVIRKJA til starfa á rafmagnsverkstæði félagsins á Grundartanga. Fram til þess að verksmiðjurekstur hefst er miðað við að starfað verði við uppsetn- ingu tækja, en siðan verði unnið að við- haldi tækja og búnaðar. Æskilegt er að viðkomandi hafi nokkra tungumálakunnáttu (Norðurlandamál, enska). Umsóknir skulu sendar félaginu að Grundartanga, póstnúmer 301 Akranes, fyrir 30. október n.k. Umsóknareyðublöð eru fáanleg i skrif- stofum félagsins að Grundartanga og Lágmúla 9, Reykjavik, i bókabúðinni á Akranesi og póstsend ef óskað er. Frekari upplýsingar um störf þessi gefur Eggert Steinsen, verkfræðingur, sima 93- 1092 kl. 7.30 — 10 (árdegis) mánudaga til föstudaga. I rósa- garðinum Lifsnauösynjar. Útsöluverð dagblaðanna er inni i visitölunni, en það eru einnig ýmis útlend blöð eins og Andrés Önd. Visir. Rannsóknarblaða- mennska. Við förum á hárgreiðslustofur og könnum hvort hárgreiðslan sem fylgir Grease, þ.e.a.s. brillj- antingreiðslan góða, hafi borist hingaö aftur. Visir. Skrekkur í tíma tekinn. Uggandi um þróun sparifjár, segir formaður Sambands is- lenskra sparisjóða. Visir. Aukist hafa vandræðin, kerling. Höfuð fjölskyldunnar (Rudy) lúllar hjá tveimur konum sem honum eru báðar kærar. Og hann er rétt búinn að biðja aðra þeirra að búa hjá sér þegar hin fyrirgef- ur honum og tekur að sér að verja hann fyrir rétti. Wesley er genginn i skyndi- hjónaband með smámellu sem er raunar dóttir annarrar iúllunnar hans Rudys, og Ramóna er þá einmitt á leiðinni til hans með barn Billys undir belti. Þar að auki á pilturinn i mestu vandræð- um með að kála hinum fúla Falc- onetti. Billy er búinn að missa söng- konuna sina i klærnar á hinum illa Estep og er að auki haldinn ofboðslegu samviskubiti yfir að hafa svikið Rudy. Framavonir hans eru að engu orðnar. Visir. Mal er að linni. Mér hefur sýnst það nokkuð á- berandi með lögreglumenn, bæði I Reykjavik og ekki siður úti á landi hversu búningar þeirra fara oft illa. Stingur þetta mjög i stúf við það sem maður sér hjá koll- egum þeirra erlendis. Dagblaðiö. Beðið eftir páfa? Hávaði i andreykingapostulum. Dagblaðið. Trunt trunt, og tröllin i f jöllunum. Verðbólgan étur ofan af em- bættunum. Dagblaðið. Um hvað eigum við að ríf- ast? Siðasta minkabúið syðra lagt niður. Vlsir., Engin kyrrstaða hér. Fellum gengið i reynd daglega. Sjávarútvegsráðherra. Vaxtarbroddurinn. Það eru nú æði mörg ár liðin siðan að i rikisstjórn Islands hafa setið skeggjaðir ráðherrar. Alþýðublaðið. linvettlingatök með rauðu MAX VINYLglófunum. Ímax? Heildsölubirgdir og dreifing David S. Jónsson og Co. hf. S 34333. 99 Orö veröa samferöa anda og sál” A langvökum liöinna tiða, við ljósmetisskort á myrkum vetr- arkvöldum, sat ljóðelsk þjóð i lágum rann við handverk sin og las úr skáldverkum þeim sem á hverjum tima voru' fyrir hendi. Helst voru það rimurnar sem nutu mestra vinsælda, þær voru lesnar og lærðar, jafnt af ungum sem öldnum, þær voru kveönar oft af mikillilist svoað þeim var góð skemmtun á að hlýða, þær urðu kannski f mörgum tilfell- um til þess að menn fóru sjálfir aðfást við ri'm og stuðla, þrosk- uðu meðfæddan hæfileika, gerðu oft með þvf sinn garð frægan. Ferskeytt visa kveöin af auðugum anda, samfara orö- kynngi og hljómþýðri hrynj- andi tungutaksins varð þjóö- kunn, góður gestur eða föru- nautur, tjáði hugblæ höfundar- ins, fyllti upp i eyður sem oft vildu verða i hversdags- amstrinu, bar mönnum andlega birtu og yl. t kvæðinu Skáldmenn íslands segir Einar Benediktsson: ,,Þeir kváðu og heimsins máttkasta mál var mælt fyrir Sóleyjarbörnum. En orð verða samfara anda og sál.~.’ og siðar i kvæöinu: ,,Þar auðgaðist þjóðin við andans verð æskan dæmdi, hve visan var gerð, og fleygði fram fyrstu stöku.” Þannig kvað Einar, hann skynjaði gildi stökunnar og þau áhrif sem hún hafði haft á sam- tið sina, ekki aðeins til að stytta skammdegisvökur, heldur einn- ig til að auðga orðlist tungunn- ar, sem lokasetningar kvæðisins greina. „Þvi eitt verður jafnan, sem mannar mann einn munur, sem greinir annanog hann, orðlist hans eigin tungu.” Vfsa íslendingsins varð oft vörn hans og vopn eins og vísa Andrésar Björnssonar segir: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, en verður seinna I höndum hans hvöss sem byssustingur. Um Ljóð og Tóna, kvað Halla Eyjólfsdóttir: Þó að lægi á ljóðsnilld dos, iifnaði hún á vorin, fyrir alvalds ástarbros inn i heiminn borin. Lengi var þó listin sd litisvirði metin: þótti létt i þjóðarbú j>vi hún varð ei étin. Skáldin tfðum, særð og svöng, settu I stuðla kliðinn. Loks varð tónsnilld lyftistöng ljóða fyrir smiðinn. Gekk það svo og gengur enn: Geislar húmið buga. Ljóð og tónar taka menn tökum þeim, sem duga. Óðurinn léttir lund kvað Jósep Sveinsson Húnfjörö: óður gerður léttir lund, Iffs þó herði á önnum, unun verður alla stund andans ferðamönnum. Um ferskeytluna kvað Guð- mundur Gunnarsson á Tindum: Marga hefur stund mér stytt stakan dávei gerða. Efdrlætis yndi mitt er og mun hún veröa. Meðan fslenskt ómar mál aldrei mun hdn deyja. Einhvern Þorstein eða Pál endurvekur Freyja. Það hið sama gerði Hreiðar Eyjólfsson Geirdal, hann kvaö: Stakan lindir ljóða á; Hf og yndi vekur. Oft I skyndi okkur hjá ótal myndir tekur. Góðskáldið Orn Arnarson kom frásagnarstilnum fyrir i einni rimþraut þannig: Fléttu-þétt og bragabrögð bletta rétta sögu Létt og nett skal saga sögð sett i slétta bögu. Margir munu kannast við siglingavisu Arnar sem er rimþraut: Syngur klóin, kveður röng, kynngisjóar heyja þing: klingir glóhærð kólguþröng kringum mjóan sdðbyrðing. Stakan hressir sálina sagði Jón M. Pétursson frá Hafnardal I Nauteyrarhreppi og kvað: Þegar hvergi sól ég sá, syrti i huga mfnum, hressti sál að súpa á sælubikar þinum. Þannig hafa menn á öllum timum dáð form stökunnar, fundið i henni ylinn fyrir and- ann og orðlist málsins, ljóðræn verðmæti i rfmi og stuðlum, þannig er það enn. Lárus Salómonsson i Kópavogi segir: islensk tunga, orðmörg, hlý, á braghætd dýra. Ferskeytlunnar formi I flest má segja og skýra. Visan hún er lipur list, léttir geði þungu. svo er hennar saga fyrst sögð á vorri tungu. Visan geymir valinn sjóö, vekur Ijós á skari. Hdn kann lýsa heilli þjóð, heilu aldafari. Vináttu manna á meðal virð- ist þeim takmörkunum sett, aö vissum skilyrðum sé fullnægt. Máltæki segir, „Leiður veröur hver gestur ef lengi dvelur”; i visu eftir Lárus Thorarensen sýnist þetta koma fram: þegar hann kvað um vinina: Þegar gestur þeysti I hlaö, þusti út vinaskarinn; en sögðu, er gestur geysti af stað ,,Gott er, að hann er farinn”. Annað máltæki segir, ,,úti er vináttan þá ölið er búiö úr könn- unni” Kannski hefur þaö verið reynsla Teits Hartmanns þegar hann kvað; og fannst halla und- an fæti; Visna rósir, blikna blóm, björtum degi hallar, vinir farnir, flaskan tóm, feigar vonir allar. Að úthýsa ferðamönnum var þekkt áður fyrr þegar hóte 1 voru engin, en menn leituöu sér nátt- staðar á sveitabæjum. Þá kom fyrir að menn urðu úti og báru bein sin á milli bæja. Það litur út fyrir að vinirnir hafi úthýst Sigurði Ingimundarsyni þegar hann kvað: Vinirnir mér visa á bug, ég vcrð að láta nægja að dragast burt með döprum hug og drepast milli bæja.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.