Þjóðviljinn - 15.10.1978, Page 24

Þjóðviljinn - 15.10.1978, Page 24
DWÐVIUINN Sunnudagur 15. október 1378. Aðalslmi Þjóbviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hxgt aö nð I blaðamenn og aðra starfs menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527 .81257 og 81285, útbreifisla 81482 og Blaöaprent 81348. Verslið í sérverslun með litasjónvörp og hljómtæki Skipholti 19, R. simi 29800, (5 linur)' Haraldur Sigurösson flettir kortasögu sinni. Annað bindi Kortasögu íslands komið út: Gamalt myrkur víkur fyrir nýrri birtu... — Landmælíngar eru verk sem seint veröur lokið/sennilega aldrei. Og þar við bætist, að landið okkar er að hlaupa sundur eins og hjón, sem búa við bölvað samkomu- lag. Þetta sagöi Haraldur Sigurðs- son, fyrrum bókavörður, á fundi með blaðamönnum sem haldinn var i tilefni þess, að seinna bindi verks hans, Kortasaga islands, er komiö út. Fyrra bindið kom út árið 1971. Hið siðara hefst með Islandskorti Guðbrandar biskups Þorlákssonar frá 1590, en meö þvi segir Haraldur að fyrst komi fram nokkurnveginn útlinur Islands, og hefur þá gerst stórt stökk frá næsta á- fanga i kortagerð þar á undan. Siðara bindi verksins leiðir svo skilmerkilega i ljós, hversu menn fá smám saman skapleg- ar hugmyndir um lögun og legu landsins, er undirstaða fæst fyrir raunhæfari kort og gleggri hugmyndir koma til sögunnar. Rakinn er merkilegur þáttur landfræðisögunnar, uns Björn Gunnlaugsson lýkur mælingu Islands og kort hans eru gefin út 1848. Siöara bindi bókarinnar er i sama stóra brotinu og hið fyrra, það geymir auk textans 165 myndir af landakortum og kortahlutum og eru 19 þeirra lit- myndir. Verð bókarinnar er án söluskatts 60.000 krónur en 72.000 krónur með skattheimtu. Fyrra bindið hefur verið nær ó- fáanlegt um skeið, en nokkur eintök hafa veriö til i heftum og eru nú bundin inn og kosta 20.000 krónur án söluskatts. Haraldur kvaðst ekki hafa nein áform um að halda áfram kortasögu eftir framlag Björns Gunnlaugssonar. Starf hans var mjög merkilegt, en kortin enn ó- nákvæm um margt, enda gat Björn ekki farið um landið allt og hafði mjög takmarkað fé til starfsins. Hann fyllti upp i eyð- urnar eftir lýsingum. Hann lagði til grundvallar strand- mælingar frá árunum 1801-1818, sem voru út gefin á kortum i Kaupmannahöfn sem sjókort handa farmönnum og hélt á- fram út frá mælingarpunktum þeirra, sem þau kort gerðu,inn i landið. Frá eldri áfanga kortasög- unnar sagði Haraldur þau tið- indi, að i kortagerð hafi um tima rikt svipaðar aðstæður og i læknisfræðum: skurðlæknar og lyflæknar átu hver úr sinum poka og fyrirlitu hinn aðilann. Eins var þetta i kortagerð, sæ- farendur gerðu sjókort eftir sinni reynslu, sem lærðir menn fyrirlitu - þeir aftur á móti gerðu kort eftir tiltölulega vafa- sömum bóklegum heimildum. Það er þess vegna að upp kemur sá tviskinnungur, að við hlið Is- lands er lengi að flækjast fyrir mönnum land, sem oftast er kallað Frislanda á sjókortum. Siðan renna löndin tvö saman Hér er sagan rakin frá tímum Guðbrandar biskups til hins merka skerfs Bjöms Gunn- laugssonar með bættri sambúð korta- gerðarmanna, rétt eins og skurðlækningar og lyflækningar taka upp friðsamlega sambúð. Ég hefi verið að safna efni til þessarar kortasögu frá þvi 1953, sagði Haraldur ennfremur, en ég byrjaði að skrifa 1956. Ég hefi nokkrum sinnum dvalið i British Museum, sem er safna rikast að kortum, einnig i Paris, Hamborg, Hollandi, Sviþjóð og i Kaupmannahöfn, þar sem flest þau kort er að finna sem eru sérislensk. Hér heima er sára- litið til. Þvi fer fjarri, að ég telji, að ekkert muni finnast framar af áður óþekktum kortum, sem varða þessa sögu. Suður i Evrópu eru mörg klaustursöfn og aðalsmannasöfn sem við vitum ekki hverju leyna. En mér þykir óliklegt að þau kort væru annað og meira en til- brigði við þekktar gerðir, ég á ekki von á nýjum tegundum korta. Menn mega einnig vita, að það er mikið gert af þvi að falsa gömul kort. Tækni falsaranna fleygir fram, en þeim skýst þótt skýrir séu: blekið kom upp um þá sem gerðu Vinlandskort- ið, þótt skinnpjatlan væri eld- gömul og allt I lagi með hana. Hvort ég er ánægður með bók- ina? Það þýðir vist ekki annað en að vera ánægður. En bókin hefði efalaust mátt vera betri, ekki er að efa það.. Bókin er ljóssett, brotin um og prentuð i prentsmiðjunni Odda h.f..útliti og gerð réð Gisli B. Björnsson.iVuglýsingastofan h.f., en vinnu við útfærslu á upp- setningu, frágang kápu og titil- siðna annaðist Guðjón Eggerts- son, Auglýsingastofan h.f.,Bók- bandið vann Sveinabókbandið h.f..A kápu er Islandskort Þórð- ar biskups Þorlákssonar frá 1668. AB Ekki er allt gull sem glóir Appelsinur eru hollar. Þær eru hreinasta sælgæti. Safartk- ar og mátulega sætar slá þær allar aðrar lystisemdir heims- ins út. Svo ekki sé minnst á hvilikt næringargildi þær hafa. C-vitamin og ýmis önnur næringarefni sem likaminn þarfnast finnast I þessum gullnu gióaidinum. Vlnarbrauð eru aftur á móti óholl og fitandi. Dönsk vinar- brauð eru ákaflega væmin. Syk- ur, sulta, glassúr og drullu- krem. Engin takmörk eru fyrir sætleika og væmni vinarbrauða. Svo ekki sé minnst á hve óholl þau eru og fitandi. Einn stærsti fituvaldur velferðarrikjanna eru vinarbrauðin svokölluðu. Hvflikur viðbjóður og nauðgun á bragðkirtlum fórnarlambsins. A meðan maðurinn minn öskrar sig hásan út af rikjandi rotnun og rányrkju, byltir hann sér annars hugar i feigðarfaðmi vinarbrauðanna. Hann hefur kynnt sér allar vinarbrauðsteg- undir hér i helvitinu og rennir þeim niður eftir mikið smjatt og háar frygðarstunur. Risahár hundraöshluti visitölubundinna «námslána hans rennur til hryðjuverkamanna þeirra, sem eitur þetta hnoða. Tviskinnungsháttur mannsins mins reis hæst, þegar hann borðaöi ýmis konar himneskar baunakássur i alla mata, en hámaöi vinarbrauð I sig þess á milli. Nú eru baunir horfnar af borðum, en vinarbrauöin halda áfram að vera hans ávana- og fikniefni. A fimmtiu og tveggja vikna hjúskaparafmæli okkar I byrjun þessa árs, reis ég upp á aftur- lappirnar og sortnaði fyrir aug- um þegar ég öskraði: Nú er komið nógí— Siðan gekk ég nið- ur og út til grænmetiskáup- mannsins og keypti af honum heilt kilógramm af Jaffa appelsinum og tvö stykki af Jaffa greipávöxtum. Sigri hrós- andi skellti ég ávöxtunum á borðið og lýsti þvi yfir að þetta ættu að vera næringargjafar okkar þar til birgðir yrðu á þrot- um; þá skyldu keyptar nýjar. Maðurinn minn leit skömm- ustulega á mig þegar hann teygði sig hikandi eftir einni appelsinu. Ég fékk mér lika eina og naut þess að kremja laufin á milli tungu og góms, oft með aðstoð tannanna. Svo krestum við augun og grettum okkur, þegar sýran úr ávöxtun- um smaug út i taugakerfið. Leik þennan lékum viö frá Erla Siguröardóttir: KIPPT ÚR KÖRFUNNI morgni til kvölds, allt að sex sinnum á dag. A timabilinu sást ekki eitt vinarbrauð á heimili okkar hjóna. Samband okkar varð átakaminna og mildara i flesta staði. Kvefið rauk úr okk- ur eins og silfurskottur undan ljósi. Alls neyttum viö niu kiló- gramma af appelsinum og sex stykkja af greipávöxtum. 1 febrúar gripu örlagapúkarn- ir harkalega inn i lif okkar hjóna. Eftir langan vinnu- og skóladag, höfðum við háttað snemma, búið vel um okkur i hjónarúminu og kveikt á sjón- varpinu. Fyrir framan okkur lá bakki með fjórum appelsinum, skornum niður i sex báta hver. Klukkan hálf átta byrjaði fréttatiminn. Fréttamaðurinn með ferköntuöu gleraugun birt- ist á skerminum og hóf þuluna um styrjaldir, hrýðjuverk, samningafundi, þjóðflokkaerj- ur i þriðja heiminum og veður- fregnir. Alltaf er eitthvað nýtt að gerast i veðurmálum heims- ins. Ekki var hann kominn langt með þuluna, þegar við hjónin gripum i hvort annað, með svitadropa á enni og undarlegan köggul i maganum. Hann las áfram hægt og rólega, eins og ekkert hefði i skorist: „Rann- sóknir i Þýskalandi og Hollandi hafa leitt i ljós, að Israelsk gló- aldin innihalda geigvænlegt magn af kvikasilfri. Hafa börn og gamalmenni i þessum lönd- um sýkst af þessum völdum. Hafnar eru sams konar rann- sóknir hér i Danmörku og hafa kaupmenn eyðilagt birgðir sin- ar af gyðingaglóaldinum. Talið er að arabiskir hryðjuverka- menn standi að baki þessa harmleiks, sem ógnað getur fjárhagslegu öryggi gyðinga”. í miðri geðshræringunni leit maðurinn minn sigri hrósandi á mig. En ástandið bauö ekki upp á slikt. Sem kólfi væri skotið flaug ég fram á salerni, þar sem við hjónin krupum eöa sátum siöan. Morguninn eftir setti maöur- inn minn tuttugu og fjóra appelsinubáta ofan i plastfötu, sem skyldu verða vopnabirgðir okkar ef til borgarastyrjaldar kæmi. Þá skyldu hinir háu herr- ar fá kvikasilfur i endaþarminn. Að þvi loknu gekk maðurinn minn niður og út i bakari, þar sem hann keypti tvö sérbökuð, tvö með rúsinum og möndlum og tvö stúdentabrauð. Kramin undir miskunnarleysi heimsins neytti ég hljóðlát mins helm- ings. Eitthvað var dáið inni i mér. Eitthvað byltingarkennt og frjálslegt hafði orðið að beygja sig fyrir bláköldum raunveruleikanum. Um kvöldið bakaði ég pönnukökur. \j litul er náiuiriilcgi sjclielni sykurlaust tygsigúmmí frá Wrigleys

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.