Þjóðviljinn - 10.11.1978, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 10.11.1978, Qupperneq 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. nóvember 1978 Föstudagur 10. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 í hefðbundnum stfl _ ^ S7, ,,A vængjum vildi ég berast” tæki, hiö stærsta sinnar tegundar I Evrópu. Þeir sjá ekki aöeins um mat fyrir flugvélar heldur skipta einnig viö þá ýsmar verslanir og fyrirtæki, vinnuflokkar o.s.frv. Sérstakur maöur gerir hleöslu- skýrslur og hleöslustjórinn sér um aö vélarnar séu rétt hlaönar. Flugvirki athugar hvort eitthvaö þarf aö lagfæra viökomandi vél- inni, sér um eldsneytisáfyllingu o.s.frv. Vélamaöurinn hjá okkur hér á Flugvellinum heitir Kristinn Magnússon. (Þvi má skjóta hér innan svigá, aö af honum ætlaöi ég að hafa tal en hann var þvi miður veikur). Kristinn sér um útvegun á varahlutum i vélarnar. Hann hefur sjálfur nokkurn ,,lag- er”. Fulltrúar frá flugfélögunum hittast einu sinni á ári og bera saman bækur sinar. Þeir hafa samband sin á milli um útvegun varahluta. Eitt félagið hefur þennan hlutinn, annaö hinn o.s.frv. Mér kemur það nú i hug I sam- bandi viö matinn f rá SAS, sem viö minntumstááöan, aö hann er allt- af pantaöur daginn áöur, sam- kvæmt þeim farþegafjölda, sem viö þurfum aö sjá um hverju sinni. Lifnar hagur nú á ný, nýr er bragur spunninn, dýr og fagur austri I upp er dagur runninn. Þessi visa, — ein af mörgum, sem viö kváöum er viö riöum fram Blönduhliöina og Noröurár- dalinn á leiö i göngur I gamla daga, — flaug gegnum hug minn er ég leit út um gluggann á her- bergi minu á Hótel Cosmopol þeg- ar ég vaknaöi snemma aö morgni lokadags hinnar skömmu Kaup- mannahafnarvertiöar minnar. Og þetta var ,,dýr og fagur” dag- ur. Veöurbliöa hefur að visu veriö hér i Höfn siðan ég kom þar niöur úr háloftunum, kyrrt og milt en sólarlaust. Ennþá var stillilogn en giampandi sól og áreiöanlega sterkju hiti. Talað við sjálfan sig Næturlif nærliggjandi gatna var gengiö til náöa en ég og annaö ,,sóma”-fólk aö risa úr rekkju. Mikiö eigum viö nú annars gott, sem erum ekki eins og þessir toll- heimtumenn og bersyndugir, — eða er þaö ekki? „Morgungolan svala syndugum hugsunum” svaiar, varö Þuru I Garöi einu sinni aö oröi, ef ég man rétt. Ekki get ég nú sagt, aö hugsanir minar hafi verið neitt sérstaklega syndsam- legar á meðan ég var aö tina á mig spjarirnar, enda engin morgungola til aö svala þeim, þótt svo heföi veriö. Aftur á móti beiö min áreiöanlega kaffi niöri i veitingasalnum og þaö getur ifka „Þú þyrftir að vera hér heilan dag til þess að geta sagt eitthvað af viti” veriö svaladrykkur, sé þaö nógu heitt. Veitingasalurinn mátti heita fullur. Þar ægöi saman mörgum manngeröum og töluveröu af tungumálum. Mér þótti illt, aö Islenska skyldi ekki heyrast á þessu fjölþjóöaþingi og til þess að bæta úr þvi fór ég aö tala viö sjálfan mig. Þerna ein, sem þarna gekk um beina, tók eftir þessu tauti minu, kom aö boröinu og spuröi hvort mig vanhagaði um eitthvaö. Þaö fannst mér á- kaflega elskulegt af henni en þaö var hinsvegar ekki von að hún varaöi sig á þvi, að ég væri bara aö tala viö sjálfan mig. Og til þess aö ekki hallaöist nú á tslending- inn um kurteisina þá sagöi ég henni, aö mér fyndist kaffiö henn- ar svo gott, aö ég heföi ekki getaö annaö en haft orö á þvi upphátt. Vantar viðspyrnu Nú hef ég hugsaö mér aö kom- ast heim i Faxaskjóliö i kvöld. Þó er erindum minum hér hvergi nærri lokið. Eftir er aö tala viö Guömund Jónsson stöövarstjóra og hans fólk úti á Kastrupflug- velli. Þangað ætlaöi Vilhjálmur aö aka mér og þvi arkaöi ég beint i skrifstofuna til hans. — Viö fáum okkur kaffi áöur en við .förum, sagði Vilhjálmur. Ekki gat ég hafnað svo ágætu boöi þótt mér þætti nú nóg um þessa kaffidrykkju, svona aö morgni dags. Og svo stigum viö I bil Vil- hjálms og ókum rakleitt út á Kastrup. Þar fól hann mig umsjá Guömundar, viö kvöddumst en einhvernveginn fannst mér samt að þaö væri ekki fyrir fullt og allt. Loksins sá ég eitthvaö út úr borginni, eitthvað annaö en endaiausar húsaraöir. En hvaö var þá að sjá? „Sem nefiaus ásýnd er, augnalaus meö”, sagöi Bjarni. En var það ekki Matthias, sem talaði á hinn bóg- Or bókunardeild Hafnarskrifstofunnar. inn um „Brosandi land”? Llklega er þaö nær lagi. Hitt er rétt, aö I ásýnd þessa lands eru engir skarpir drættir, engin svipmikil tign, heldur mjúkar og hlýlegar linur sem maöur greinir raunar aöeins i nánd sinni,en þegar fjær er litiö er naumast unnt aö aö- skilja hauöur og haf, augað fær hvergi viðnám. En hvaö eiga svona bollalegg- ingar að þýöa? Ég er kominn hingaö út á Kastrup til þess aö ræöa viö Guömund Jónsson en ekki til þess aö skoöa landslagiö. Og Guðmundur og hans aöstoöar- stúlka tóku mér opnum örmum. I mörg horn að líta — Nú ert þú stöövarstjóri hér, Guömundur, hvað þýöir þaö eiginlega aö vera stöövarstjóri? — Já, I þessari spurningu felst þaö, hvaö ég og mitt fólk geri hér og þvi er nú kannski ekki svo auö- velt aö svara til hlitar I mjög stuttu máli. En sjáöu til, hér sérö þú þennan sirita. Hann er I gangi allan sólarhringinn. Viö byrjum á þvl að lesa af honum strax aö morgninum. Fáum af honum upplýsingar um allar vélar okk- ar, sem fara hér um á hverjum sólarhring. Sjáum hvenær þær fara af viökomandi flugvelli, hve- nær þær eru væntanlegar hingaö og farþegafjölda. Við vinnum fjögur hér á skrifstofunni, tvö og tvö i senn. Þegar svo vél kemur fer annar á vakt út. Hann hefur þá meöferðis upplýsingar um veöur á þeirri leiö sem framund- an er þvi veöriö hefur m .a. áhrif á eldsneytistöku vélarinnar. Hann gefur einnig upplýsingar um far- þegafjölda og farangur, svo vitaö sé um þá breytingu, sem kann aö veröa á hleöslu vélarinnar. Vana- lega tekur þaö um 20 minútur aö koma farangrinum úr vélinni. Hann fer svo hér inn og ýmist verður hér eftir eöa dreifist á aör- ar vélar, sem skila honum i næsta áfanga. Nú, auk þess fer svo náttúrlega alltaf einhver timi i aö hlaöa vélarnar nýjum farangri. Þegar vélin hefur veriö tæmd er hún hreinsuö, tekiö i hana vatn o.þ.u.I. og er þaö sérstakt liö, sem sér um það. Matarbirögir eru endurnýjaöar, ásamt drykkjar- vörum. Matinn fáum viö hjá SAS. Guömundur Jónsson: — og sjald- an mæta allir sem bókaöir hafa veriö. Farþegar fara þá fyrst um borö þegar gengiö hefur veriö frá öllu innan félarinnar til næsta flugs. Gengið um borð Nú, um 25 minútum fyrir áætl- aöan brottfarartima er gefin fyrsta tilkynning um brottför, miðað viö 100 farþega eöa fleiri. Þaö þarf alltaf eitthvert forskot til þess aö koma öllum farþegum um borö, þeir geta hafa villst i þvi völundarhúsi, sem flugstööin er, (ja, hvort ég kannast nú ekki viö þaö) — eöa oröiö fyrir töfum meö einhverjum hætti. (Koma mérnú Ihugsögur,sem Vilhjálmur sagöi mér frá I gær en okkur kom sam- an um aö þær yröu ekki birtar fyrr en eftir 50 ár). — Meö ein- hverjum töfum veröur alltaf aö reikna. En allir þurfa aö vera komnir um borö 5 mínútum áöur en vélin fer. Ef um er aö ræöa milllilend- ingu, t.d. Reykjavik-Glasgow- Kaupmannahöfn eöa öfugt, þá höfum viö ákveöinn sætakvóta i viðkomandi vél og Glasgow ann- an. Fer þessi skipting eftir fár- þegafjölda á hvern staö. Alltaf er eitthvaö um umfram- bókanir því sjaldan mæta allir, sem bókaðir hafa veriö. Oftast vantar 5-10%. Yfir nóttina koma nöfn bókaöra farþega á siritann. Þá er farþegalistinn borinn saman viö farseöla og niöurstaöa - þess samanburöar send bókunar- deildinni I Reykjavik. Sjaldan, og raunar aldrei, er fullt samræmi milli bókaöra farþega og seldra farseöla þvi alltaf hellast ein- hverjir úr lestinni. Viö skráum nöfn allra þeirra, sem á listanum eru en ekkihafamætt. Komi fyrir, aö einhver hafi skilað farseöli en falliöút af listanum þá bætum viö honum á hann og upplýsingar um allar slikar breytingar eru sendar til Reykjavikur. Farseðlar meö vélum okkar, sem seldir hafa veriöhjá öörum flugfélögum, eru og sendir heim. í London er alls- herjar innheimtumiöstöö, sem sér um innheimtu á fargjöldum, fyrir seðla, sem seldir hafa veriö annarsstaöar, og sendir þau svo til viðkomandi flugfélaga. Um þaö bil einn þriðji farþega, sem flýgur meö okkur frá Kefla- vik til Kastrup, flýgur áfram héö- an. Hinn hlutinn staönæmist hér eöa fer héöan meö öörum. Og eitt vil ég biöja þig aö muna um aö segja, hvaö sem ööru liöur, sagöi Guömundur. Starfsfólk ókkar hér er mjög gott og stööugt I starfi. Vinnur hér sumt árum saman. — Nú, sé um yfirvigt á farangri að ræöa er hún færö á sérstakan seðil, sem nældur er viö farseðil- inn.Meöfarseölunum sendum viö svo hleösluskýrslur oe Dóstskrá. Sjúklingar — börn — þjóðhöfðingjar. Eins og nærri má geta er oft eitthvaö af farþegum með vélun- um, sem veröur aö annast sér- staklega. Stundum kemur þaö fyrir aö sumrinu, aö meö ein- hverri vélinni eru allt upp i 80 börn, svona frá 8-12 ára, sem eng- inn fulloröinn er meö. A leiöinni hingaö eru þau I umsjá flugfreyj- anna I þeirri vél, sem þau koma meö, siöan á okkar vegum á meöan staöiö er viö hér og svo felum viðþau, sem halda áfram, á hendur flugfreyjunum i næstu vél. Hiösama gildirum sjúklinga og fólk i hjólastólum aö þvi breyttu þó, aö starfsmenn okkar sjá ekki um aö hjálpa þvi á milli véla heldur er þaö i höndum sér- stakra manna. Svo má kannski geta þess, aö séu einhverjir sér- stakir fyrirmenn á feröinni, svo sem ráöherrareöa aörir slikir, þá eru flugfreyjurnar látnar vita af þvi. Undirritaöur vill hér meö geta þess, aö hann telst ekki til fyrir- manna i þessu þjóöfélagi og lik- lega bættur skaöinn bæöi fyrir sjálfan hann og aöra. En sú fyrir- greiösla, sem hann naut i þessu feröalagi, heföi veriö fullboöleg hverjum þjóöhöföinga. Sá, sem væri óánægöur meö hana, gæti þá bara setiö heima. Þegar viö erum lausir við vél- arnar þennan daginn er fariö aö undirbúa næsta dag og svo koll af kolli. Aösjálfsögðu veröum viö aö tilkynna hvenær hver vél kemur og fer og ef um seinkun er aö ræöa þá hversvegna. Þaö má svo geta þess svona I leiöinni, til rharks um umferöina hér á Kastrup, aö i júli mánuöi fór hér um 916.896 farþeg- ar og íraktin i þeim mánuöi nam 11.422 tonnum. Flestir voru far- þegarnir á dag 36.376. Það var orð að sönnu. Guömundur hefur talaö aö heita má látlaust. Sjálfur hefi ég setiö hér með töskuskrifliö mitt á hnjánum, sem einskonar skrif- borö, og hripaö niöur þaö, sem aö framan er skráö. — Ég veit, segir Guðmundur, — aö þetta er ákaflega ófullkomin lýsing á þeirri starfsemi, sem hér fer fram. Þaö væri i raun og veru lágmarkiö aö þú værir hérna i flugstöðinni og á flugvellinum i einn dag og fylgdist meö allri starfseminni hér frá morgni til kvölds. Þá gætiröu sagt eitthvaö um þetta af viti. Já, þarna koma þaö. Einmitt af „viti”. Og nú varö mér þaö sam- stundis ljóst, að þegar til kast- anna kom var þaö svo sáralftið, sem ég gat skrifaö „af viti” um þetta feröalag. Þessvegna væri auövitaö sæmst aö þegja. En það má ég bara ekki. Það er nú bölv- unin. Þaö vil ég hinsvegar taka skýrt fram, aö þótt i þessari ferðasögu,eöa hvaö sem viö eig- Þaö er ekki amalegt aö hitta þær fyrir I farþegamóttökunni. um aö kalla þessi skrif, fari ekki mikiö fyrir viti eöa þekkingu, þá er þaö ekki sök þeirra Vilhjálms og Guömundar. Þeir reyndu aö troöa öllu þvi inn i hausinn á und- irrituöum sem unnt var á ekki lengri tima og þaö er ekki þeim aö kenna þótt „móttökutækiö” væri ekki betra. I Fraktmiðstöðinni. — En nú þarf ég aö skreppa út i Fraktmiöstööina, sagöi Guö- mundur, — þú skalt koma meö mér þangaö. Hann var meö óra- langan lista yfir frakt, sem ekki haföi veriö tilkynnt um fyrirfram. Þaö kemur nú ekki aö sök ef um smástykki er aö ræöa en ef þungi hvers stykkis er farinn aö hlaupa á hundruöum kg eöa ef hluturinn þarf aö vera i ákveönum skoröum i vélinni þá getur máliö fariö aö vandast. Sé eldfimt efni meö i för þá veröur áhöfnin aö vita hvar þaö er svo hún getí fjarlægt þaö ef eitthvaö kemur fyrir. Viökönnum þaöá hverjum degi hvaö mikil frakt liggur hjá okkur. tgærmorgunvoruþað900kg en i morgun voru þaö 3.700 kg sem höföu komið yfir nóttina. Viö fáum yfirleitt ekki aö vita um fraktina fyrirfram og þaö veldur okkur erfiöleikum og töfum viö aö koma henni áfram. önnur flugfé- lög flytja þetta gjarnan hingaö og oft kemur fyrir aö þarna eru á ferö efni, sem ekki má flytja meö farþegum. Það var svo sem auðvitaö aö þessi dagur mundi liöa fljótar en sumir aörir. Klukkan var farin aö ganga eitt, bráöum var flugvél væntanleg og nú stakk Guömund- ur upp á þvi, aö viö fengjum okk- ur matarbita. Ég haföi nú raunar hugsaö mér að boröa ekki neitt fyrr en á leiöinni heim. Hinsvegar var þaö hæpin kurteisi aö hafna svona ágætu boöi, auk þess sem mér féll mæta vel félagsskapur- inn viö Guömund og vildi gjarnan njóta hans sem lengst. Heimför. Og svo kom þá vélin, sem hald- iö skyldi meö heim. Ég fylgdist meö Guömundi út á flugvöllinn er farkosturinn renndi i hlaöiö. Reyndi og aö fylgjast meö yfir- boröi þeirra athafna, er eiga sér staö þegar vél kemur og fer, en þvi var Guömundur raunar skil- merkilega búinn aö lýsa fyrir mér. Kveöjur og viö stigum til himna undir stjórn Jóhannesar Snorrasonar, flugstjóra. Ekki get ég veriö aö skrökva þvi upp á mig aö ég sé flughræddur. Hinu neita ég ekki, ab ég fann til notalegrar öryggiskenndar er ég settist i sæti mitt i vélinni og vissi Jóhannes Snorrason viö stýriö. Þaö geta naumast verið margir erfiöleik- ar, sem Jóhannes hefur ekki mætt á slnum áratuga flugstjóraferli en komiö þó sér og farþegum sin- um ávallt klakklaust til skila. Flugfreyjurnar eru komnar á stjá meö sina matarvagna. Vélin er sneisafull af farþegum og þær hafa i mörg horn aö lita. „Hvaö sé ég”, sagöi Tryggvi heitinn Kvar- an fyrrum prestur á Mælifelli eitt sinn þegar hann mætti okkur pabba meö fjárrekstur frammi i Leirdal i Lýtingsstaöahreppi, — og heimtaöi aö viö kæmum heim til hans i kaffi. — Hvaö sé ég, varö mér aö orði, er ég uppgötvaði aö ég þekkti eina flugfreyjuna, Sig- urbjörgu Sigurpálsdóttur frá Lundi viö Varmahllð i Skagafiröi. Ekki gafst timi til aö spjalla neitt aö ráöi við hana eða starfssystur hennar á leiöinni, en þær voru, ef ég man rétt, Helga Stefánsdóttir, yfirflugfreyja, Kristin Bernhöft, og Hrund Thorsteinson. Komiö er viö i Glasgow eins og á útleiðinni en stefnan siöan tekin á Keflavik. Ég ieit augnablik fram i flug- stjórnarklefann til Jóhannesar og félaga hans. Jóhannes hefur veriö flugstjóri I 35 ár. Hann og Asgeir Magnússon samstarfsmaöur hans þarna I stjórnklefanum voru saman viöflugnám úti i Ameríku, komu heim meö sama Catalina- flugbátnum 1946 og fengu haröa útivist. Þeir mega muna tvenna tim.ana i sambandi viö flugiö. Breytingin hefur orðiö alveg gifurleg, segja þeir. Þotuhreyfl- arnir eru miklu fullkomnari en hreyflarnir i gömlu flugvélunum, svo að eitthvað sé nefnt af mörgu, auk þess sem aöstaöan á jöröu niöri hefur tekiö algerum stakka- skiptum. Nú vantar okkur bara varaflugvöll fyrir Boeing-þoturn- ar. Hann er aö koma á Sauðár- króki en þar þarf samt enn mjög aö bæta ýmsa aöstööu og ég treysti þvi aö samgönguráðherr- ann, Ragnar Arnalds, gefi þvi gaum, sagði Jóhannes. Við erum að lækka flugið og ég hverf til sætis mins. Innan stund- ar erum við i Keflavik. Þegar neyðin er stærst. Eins og fyrri daginn var handa- gangur I frihöfninni. Ég hef oft undrast hvað tslendingar eru duglegir aö versla. Sjálfur geri ég þaö ekki ótilneyddur. En nú haföi ég hugsaö mér aö kaupa smáhlut til þess aö gefa vini minum I af- mælisgjöf. En mér til skelfingar sá ég fljótlega aö svo margar teg- undir voru þarna af sömu vörunni aö ég komst i stökustu vandræði. I skyndi svipaöist ég um eftir ein- hverjum, sem ég gæti kvatt mér til ráöuneytis. Jú, þarna var þá Karl Steinar Guönason, alþingis- maöur. Og til hvers eru alþingis- menn ef ekki til þess að ráöa fram úr vandamálum kjósend- anna. En rétt i þvi aö ég hugðist ávarpa „háttvirtan þingmann” kom ég auga.á skagfirsku flug- freyjuna. Ég þóttist vita aö engir heföu betri né viðtækari þekkingu á ýmiss konar vörum en flug- freyjur. Sú stétt er sjálfsagt jafn samúöarfull og alúöleg viö nauö- leitarmenn eins og mig hvort heldur er i lofti eöa á láöi og aldrei mun ég bera þeim nema hiö besta orö, blessuöum. „Þú skalt taka þetta” , sagöi Sigur- björg. Og þetta þjakandi vanda- mál, sem ég fann mig meö öllu vanmegnugan aö ráöa fram úr, var þar með leyst. Dvölin I flugstööinni var stutt. Ég slapp greiölega 1 gegnum toll- skoöunina. Þaö var ekki einu sinni litiö á töskugarminn minn, enda var hún svo sem ekkert augnayndi. A leiöinni út i bilinn var ég aö velta þvi fyrir mér hversvegna tollskoöunin væri mér svona vinsamleg. Gat það veriö af þvi aö ég var blaöamaöur viö málgagn „verkalýöshreyfing- arinnar, sósialisma og þjóðfrels- is” (þvi ekki bændastéttarinn- ar)? Nei, varla. Hitt mátti vera, aö Sveinn minn Sæmundsson heföi komiö þvi á framfæri „i kerfinu” aö ég væri blaðamaður. Og þá fór máliö aö skýrast. Því þaö vita blaðamenn best sjálfir aö þeir hafa fyrir löngu hlotiö al- menningsorö fyrir heiöarleika og grandvart liferni I hvivetna. Og ég kerrti hnakkann, stoltur yfir þvi aö tilheyra þessari sóma- stétt. Ég var ekki fyrr kominn inn i bílinn hans Guðmundar frá Múla en ungur maður, sem þar var sestur, benti mér aö koma til sin. Þetta reyndist þá vera skáld þeirra Dalvikinga, Guðlaugur Arason. — Þú er frá Frostastööum, sagöi hann og var hreimur radd- arinnar mitt á milli’spurningar og fullyrðingar. — Já, hvernig veistu þaö? — Ég hef verið þar hjá henni Onnu Dóru frænku minni og Sveini bróöursyni þinum. Þar sá ég mynd sem ég þóttist þekkja þig af. Þetta voru slæmar fréttir. Ég hef aldrei séö af mér neina mynd, sem ég hef ekki getaö sagt meö bestu samvisku aömér þætti ljót. Og nú þekkti Guölaugur mig af slikri mynd. Er ég þá virkilega svona forkunnar ljótur? Þaö var þá fagnaðarefni aö koma heim i faöm fósturjaröarinnar til þess að uppgötva slikt. — Súpið á þessu , strákar, sagði Kristján i Últíma brosandi og rétti okkur Guölaugi koniaks- fleyg. „Eitt bros getur dimmu i dags- ljós breytt”. Við Guölaugur tókum tveim höndum hressingunni frá Krist- jáni. Og þaö stóöst á endum að þegar komiö var aö Loftleiöahót- elinu höföum viö þrir skipt bróö- urlega á milli okkar koniakinu. Það er ekkert aö marka þótt Guðlaugur þekkti mig af mynd- inni. Þaö þarf ekki aö vera annað en daufur svipur. Skáld eru svo skarpskyggn. Feröinni til Kaupmannahafnar er lokið. Hún tók ekki langan tima en var engu aö siöur ánægjuleg. Aö visu svaf ég ekki hjá drottn- ingunni eins og sýslungi minn Jón Skrikkur, þegar hann heimsótti Hafnarslóö hér á árunum. En ég bjóst heldur ekki viö þvi, svo þaö uröu mér engin vonbrigöi. Aftur á móti varö ég málkunnugur all- mörgu Flugleiöafólki. Þau kynni eru auðvitaö litil en góö. Og ég hef enga trú á aö þaö breyttist þótt þau yröu meiri. — mhg. Fjöl- breyttar barna- skemmt- anir í Laugarásbíói á morgun Félagiö Junior Chamber i Reykjavik gengst fyrir barna- skemmtunum laugardaginn 11. nóv. kl. 13,30 til 15,00 i Laugarás- bió. Skemmtununum er skipt niöur i stutt atriöi, svo sem leikrit, sögu, söng, þrjár 10 ára stúlkur syngja og siöast er rúsina i pylsuendan- um. J.C. félagar annast öll skemmtiatriði og söng. Skemmtanir þessar eru byggö- ar þannig upp, að börnin, sem koma, taka virkan þátt i sýning- unni og er hún sérstaklega fyrir börn á aldrinum 3 — 7 ára, þótt fleiri hafi gaman aö. Skemmtanir þessar eru i tengslum við kjörorö heimssam- takanna, sem er: „Tækifæri fyrir öbrn”. —mhg wmmmmmmmrnm■ m mmmmmmmmm m mmmmmmmm^mm m mmmmmmmmmmmmm Samsöngur karlakóra á Selfossi Laugardaginn 11. nóvember, kl. 4. halda karlakórarnir Svanir, Akranesi, Karlakór Keflavikur og Karlakór Selfoss samsöng i hinu nýja iþróttahúsi á Selfossi. Þetta eru þriöju tónleikar þess- ara kóra á þessu ári. En kórarnir hafa sungið saman á Akranesi og i Keflavik við góöar undirtektir. Kórarnir syngja einir sér og aö lokum saman. Sögnstjórar eru: Siguróli Geirsson, Karlakór Keflavikur. Jón K. Einarsson, Akranesi og Asgeir Sigurðsson, Karlakór Selfoss. Fyrri tónleikar kóranna voru mjög vel sóttir og vonast er til, aö svo veröi einnig i iþróttahúsi Sel- foss, 11. nóvember næstkomandi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.