Þjóðviljinn - 25.11.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.11.1978, Blaðsíða 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. nóvember 1978 Laugardagur 25. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA II LÍFIÐ ER KÓRÆFING Litið við á söngfjölum Menntaskólans við Hamrahlíð Kórinn á æfingu. Nokkrir félagar úr kór Menntaskólans viö Hamrahllö. Innlifun, röggsemi og persónutöfrar einkenna stjórn Þorgeröar. þá Þorkel Sigurbjörnsson og Gunnar Reyni Sveinsson, „Blá- stjarna” Jóns Þórarinssonar, útsetningar á islenzkum þjóö- lögum... E: — Madrlgalar og Islenzk lög. Sp.: En varanlegasta „hit”- lagiö hjá ykkur? öll: — Viö lyftum hug I hæöirt (J.S. Bach, texti eftir Böövar Guömundsson.) Sp.: Hvers sakniö þiö mest úr eldri prógrömmum? R: — Viö vorum meö júgóslavnesk þjóölög meö textum eftir Þorstein Valdimarsson, sem geröu geysilega lukku, þegar viö fórum til Isafjaröar fyrir einu ári. B: — Stemmur Jóns Asgeirs- sonar fyrir mig, takk. Viö vorum meö þær I útvarpskeppnimni I Danmörku I fyrra. öltin og sópraninn tóku undir þaö. Þaö var álit kvartettsins, aö sálmar, jólalög og styttri madrigalar væru langsamlega auövcldust aö æfa. Ekki var aö sökum aö spyrja, aö þeim þóttu nútimaverkin erfiöust. A FYRSTA DEGI þessa vetrar hélt Norræna húsiö í Reykjavík upp á 10 ára afmæli stof nunarinnar meö þvi aö efna til tónleika í húsakynnum sinum eins og alþjðð mun kunnugt, enda var tónleikunum út- varpaö. Góökunningi islenzkra tónlistarunnenda frá fjöl- mörgum tónleikum, þótt aöeins 11 ára sé og þar aö auki háður stöðugum mannaskiptu m, kór Menntaskólans við Hamrahlíð, frumflutti þarna verk eftir Nestor danskra nútimatónskálda, Vagn Holmboe, og Jón Nordal, sem sérstaklega höföu verið samin af þessu tilefni. Islenzka verkið hét „Kveðið í bjargi", en stjórnandi kórsins taldi það „stórkostlegt tónverk, gætt óvenjulegum anda, magnað og áhrifamikiö." Og jafnframt erfiðasta verkið, sem kórinn hefur fengizt við. Tónleikar þessir eru aðeins nýlegt dæmi um þann veglega sess, sem Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur skipar í tónlistarlífi landsmanna. Nú hefur verið ákveðið að gefa út plötu með jólalögum og helgisöngvum, sem er væntanleg um næstu mánaðamót. Það er margra mat, að fyrr hefði mátt skera þessum glæsi- lega málsvara ungrar tónlistariðkunar breiðskifu en öllum fjöldanum af skrumskældri skilvindu- músík, sem íslenzkir hljómplötuframleiðendur hafa þjakað þjóðina með að undanförnu. En framför er alltaf framför, þótt hljótt fari. Unglingakórar á islandi hafa löngum átt erfitt uppdráttar, m.a. vegna tónmenntakennaraleysis 1 gagnfræöa- og menntaskólum. Þó hafa sifellt fleiri skólar séö sóma sinn I þvl aö stofna kór og ráöa kórstjóra, jafnvel þótt ekki séu alls staöar tök á aö kenna öllum nemendunum tónmennt, enda má segja, aö meö slikri viöleitni seöji skólinn tónlistarþörf áhuga- sömustu nemenda sinna aö veru- legu leyti. Eini menntaskólakór á landinu, sem verulega hefur látiö aö sér kveöa, er kór Menntaskólans viö Hamrahliö I Reykjavlk. Hann er stofnaöur 1967, en þá var skólinn aöeins ársgamall og haföi rúmlega 300 nemendur. Þor- geröur Ingólfsdóttir hefur veriö stjórnandi kórsins frá upphafi og gert hann aö svo sérstöku fyrir- brigöi I hérlendri kórmenningu, aö til þessa hafa sex meiriháttar Islenzk nútlmatónskáld látiö kórinn frumflytja verk eftir sig, en þau eru Gunnar Reynir Sveins- son, Jón Asgeirsson, Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Páll Pampichler Pálsson og Þorkell Sigurbjörnsson. Svokallaöir „blandaöir kórar” eru kórar, sem ná yfir allt söng- sviöiö, sópran, alt, tenór og bassa, andstætt karlakórum (T, B) og kvenna-og barnakórum (S, A), sem vegna hins smærra radd- sviös þykja hafa heldur minni Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld: „Ég er ávallt reiðubú- inn að skrifa fyrir Hamrahlíðarkórinn und- ir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, sé til mín leitað. Það er einfaldlega vegna þess að hann er hæfasti blandaði kór landsins til að f lytja sam- tímatónlist. Þorgerður hefur þann hæfileika að geta búið til ótrúlega góð- an kór úr lítt mótuðum efnivið. Þar fer saman góður hljómur, rytmisk spenna og almenn söng- gleði. Þorgerður er ein- hver hæfasti músikupp- alandi þjóðarinnar, sem ég hef kynnst, og væri það f agnaðaref ni, ef fleiri músikuppalendur tækju svipaða, jákvæða stefnu til þess að rífa ungviðið upp úr iágkúru dægurlaga. Það er mjög sjarmer- andi að hlusta á kórinn æfa. Vinnugieði, ósér- hlífni og kraftur streymir frá stjórnandanum og ummyndast í ferskum, tón- og taktvissum söng kórsins. Það má segja, að fátt sé eins mannlegt og hrífandi i tónlist og sú sterka UPPHAFNING, sem næst í fögrum kór- söng". Paramiðlunin tjáningarmöguleika, þá hafa mun færri tónverk veriö samin fyrir óblandaöa kóra sem bitastæö þykja, jafnt fyrr á öldum sem á þessari. Meö tilkomu slfellt fleiri bland- aöra kóra hefur hinu heföbundna veldi karlakóra á Islandi smám saman veriö hnekkt. Skv. hinni sivinsælu höföatöluviömiöun er haft fyrir satt, aö óvlöa sé jafn- blómleg kórstarfsemi og hér á landi, hvaö sem nú felst I þvl; skortur á ýmsu ööru, eins og tón- leikahöll, tónbókasafni, tónmenntarkennslu á gagnfræöa- og háskólastigi og ýmsu fleiru myndar aö minnsta kosti heldur sorglegt mótvægi viö þennan gleöilega kóráhuga, ef maöur tekur um málin I vlöara skilningi. En hvaö sem þvl llöur, þá geta áreiöanlega fáir blandaöir kórar á tslandi státaö af jafn litrlkum og afkastamiklum starfsferli á jafnskömmum tima og kór Hamrahliöarskólans. Hann hefur haldiö tónleika viö margvisleg tækifæri innan skólans og utan, bæöi i lýöveldinu og erlendis. t út- löndum hefur hann reynzt þjóö- inni veröugur menningarfulltrúi, án þess aö þurfi aö jafna viö höföatölu. ^ Kórinn tók þátt I alþjóölegu tón- listarmóti i Wales 1971, var fulltrúi tslands I lokakeppni nor- rænna æskukóra I Noregi 1973, Sviþjóö 1975og Danmörku 1977Og tók þátt I kórahátiöunum „Europa Cantat” (Evrópa syng- ur) á Englandi 1976 og „Zimrija” i tsrael I fyrra. Ariö 1973 söng Hamrahliöar- kórinn á hátlö ISCM (International Society of Contem porary Music) haldinni I Reykjavik, tók þátt I keppni á vegum evrópskra útvarpsstööva 1974 og frumflutti ýmis norræn tónverk á Norrænu músik- dögunum 1976 og á UNM, Tóniistarhátiö norræns æskufólks 1977, en síöastnefndu tvenn sam- tök eru aöallega vettvangur nýrra tónverka og höfunda þeirra og voru þá bæöi haldin I Reykjavik. Meö Sinfóniuhljómsveit tslands söng kórinn 1975 og hefur margoft komiö fram I útvarpi og sjón- varpi hérlendis. Þá hefur hann sungíö fyrir útvarpsstöövar á Noröurlöndum og komiö fram I brezku útvarpi og sjónvarpi. Mannaskiptin t vetur eru 54 manns I kórnum, allir nemendur Menntaskólans viö Hamrahllö. A hverju ári veröa miklar breytingar og umskipti, er kórfélagar ljúka námi viö skólann, en nýtilkomiö áfangakerfi hefur gert duglegum nemendumkleiftaö ljúkanámiá 3 árum i staö 4. Þetta örvar enn mannaskipti, en aö sögn Þor- geröar eru kórfélagar oft einmitt þroskaö námsfólk, sem kann aö nota timann. Hún nefndi sem dæmi, aö af þátttakendum i tsra- elsförinni I fyrra væru nú aöeins 15 eftir I núverandi kórnum; þó væru enn færri eftir, sem höföu veriö á Europa Cantat mótinu I hitteöfyrra, eöa 5 (fimm) manns! Þaö gegnir raunar furöu, hvernig kórnum tekst aö halda gæöastaöli sinum viö sllkar aöstæöur. Vinnuálagið En þrátt fyrir ágæta stjórn- kænsku og persónutöfra Þor- geröar Ingólfsdóttur, sem flestir viömælenda minna eru á einu máli um, eru ugglaust til fleiri skýringar á sérstööu Hamra- hllöarkórsins. Ein er sú, aö reglu- legar æfingar eru aldrei færri en þrjár á viku, en veröa fleiri eftir þörfum, þegar aö meiriháttar tónleikum dregur. Þetta vinnuá- lag getur stundum reynt á skiln- ing og samstarfsvilja kennara og skólayfirvalda. Ég spuröi þvl Guömund Arnlaugsson, sem er rektor i Hamrahllö og auk þess (flestum skákmönnum aö góðu kunnur, um kosti og galla viö aö hafa kór af slikum karat innan veggja skólans. Þessu svaraöi Guömundur þannig: „Kóstirnir liggja nú I augum uppi. Þaö er gaman aö hafa fólk innan skólans, sem gerir ein- hvern hlut vel, hvort sem þaö er á tónlistarsviöi eöa ööru sviöi. Kór- starfiö er eitt af þvl, sem bezt er gert i skólanum, býst ég viö. Gallarnir eru hugsanlega þeir, aö þetta fólk hafi stundum of llt- inn tima aflögu fyrir nám, en min reynsla er yfirleitt sú, aö fólk sem er duglegt I músikinni er oftast nær duglegt viö nám, þannig aö þetta gengur minna út yfir námiö en maöur skyldi halda fyrirfram. Ég hef haft mikla ánægju af kórnum og reynt aö styöja viö bakiö á honum eins og hægt hefur veriö. A þessum timum, þegar mikiö er um yfirborösmennsku og menn reyna aö fá hlutina billega, er gaman aö sjá dæmi um hiö gagnstæöa: aö leggja verulega aö sér mikla vinnu og alúð I starfi og fá eitthvaö út úr þvi, eins og óhætt er aö segja aö kórinn hefur fengiö. Þetta er samstilltur hópur; þegar þau hafa veriö erlendis, hafa þau vakið mikla og góöa athygli.ekki aöeins fyrir sönginn heldur einnig fyrir elskulega og kurteisa framkomu.” Þess ber aö geta, aö stjórnand- inn baö mig fyrir íram aö koma á framfæri þakklæti hennar og kórsins fyrir jákvæöa afstööu kennara og yfirmanna I þeirra garö. Aðkoman Æfingar kórsins hafa jafnan farið fram I sgmkomusal Hamra- hllöarskólans slöastliöin tvö ár, en sá salur hlýtur aö vera meö stærri félagsathvörfum I fram- haldsskólum landsins; hann tekur um 600 manns i sæti. Hann er jafnframt samastaður Kammersveitar Reykjavikur og hefur veriö miöpunktur hins fjör- ugasta tónleikahalds i höfuð- borginni. Ég skrapp á eina æfinguna fyrir skömmu, laust fyrir miöaftansleytiö, til aö for- vitnast um hug og hag krakkanna I kórnum og hvaö yfirleitt væri á seyöi. Stúdentsefni höföu verið dimmitteruö frá skólanum sama dag meö tilheyrandi góölátlegum ærslum, en ekki var þó hætt viö kóræfinguna af þeim sökum. Jafnskjótt og salurinn haföi tæmzt aö athöfn lokinni, tfndust fjórar tylftir ungmenna og hálfri betur inn og hófu aö æfa upp á kraft. Þetta voru lög, sem eiga eftir aö veröa sungin um jólin: tvlkórverk eftir Jacobus Gallus allas Handl og mótetta eftir Hans Leo Hassler viö 96. Davlössálm frá 16. öld, nokkru yngri verk m.a. eftir Praetorius, Bach og fleiri, svo og verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson viö „Ljós og hljóma” Hannesar Péturssonar, sem hin væntanlega hljómplata kórsins veröur heitin eftir. Meö snældutóli búnu splunku- nýjum rafhlööum réöst ég aö blönduöum kvartett kórfélaga sem komiö var upp i skyndi, þeim Ernu Ingvarsdóttur (ölt), Ragnari Marteinssyni (bassa), Boga Þór Siguroddssyni (tenór) og önnu Sigurmundsdóttur (sópran).ená daginn kom, aö hin. siöastnefnda átti bróöur I kórnum og tvö eldri systkin hennar höföu veriö i honum áöur. Sp.: Hvernig er andinn i kórnum núna? R. — Ég er jíklega búinn að vera lengst okkar hérna i kórnum og ég hef mikiö tekiö eftir, hvern- ig mórallinn hefur breytzt. á ýmsa vegu: hann er mjög hress núna. Þó mætti skjóta inn, aö mér finnst kórpartýin okkar ekki eins skemmtileg og þau voru einu sinni. Þaö voru fleiri og hressari „teboð” hér áöur fyrr. B: — Ég er á þriöja ári I kórnum, og mér finnst jafnari mórall og minni klikumyndun nú en áöur var, enda komu tiltölu- lega fleiri nýliöar I kórinn I haust en ég man eftir. Þá hefur veriö óvenjumikiö starfaö á þessari haustönn, t.d. frumflutt tvö erfiö verk á afmælistónleikum Norræna hússins nýlega. Sp.: Gengurvelaöfá fólkiallar raddir, eöa er tenórinn llka klassiska vandamáliö hjá ykkur? B: — Síöustu ár hefur veriö gifurleg aösókn og færri komizt I kórinn en vildu, nema I tenór, en þar hafa málin samt bjargazt yfirleitt meö hörku (...!). Þaö eru i rauninni bara tveir eða þrlr sem geta kallazt góöir tenórar, hitt eru baritónar. R: — Bassinn er aftur á móti oftast nógu djúpur, en stundum ekki alveg nógu hár.sérstaklega I verki Jóns Nordal, þegar hann lék sér uppi á g! (þ.e. ofarlega á tenórsviði, — ROP.) Krökkunum fannst verk Nordals erfitt og kváöust hafa „stressazt yfir þvi I fyrstu, en þaö vann mjög á.” E: — Viö höfum aldrei tekiö svona þungt verk á haustönn fyrr, þaö hefur yfirleitt veriö stefnt aö þvl aö koma kórnum saman meö léttari verkefnum I upphafi hvers starfsárs. Vinsældalistinn Sp.: Hvers konar lög er skemmtilegast aö syngja? A: — Madrlgalar. (ókunnugum lesendum skal upplýst, aö flestir madrlgalar, eöa „endurreisnarskeiös - hirðingjasönglög” eru stutt 3-6 radda kórverk frá kringum 1500- 1620 viö veraldiega texta, gjarna um efni úr grisk-rómverskri goöafræöi I sveitasælustil. Þá var vinsælt á betri bæjum úti 1 Evrópu aö kyrja þessi lög aö loknum kvöldveröi, enda I raun- inni ætluö til „heimasöngs”, einum manni ihverri rödd. Beztu madrigalar þykja enn i dag óviö- jafnanleg listaverk, ómissandi á söngskrá hvaöa kórs sem er.) B: — Hvaö sem er. Jafnvel nútímaverk eins og Nordals- verkið, þegar gengur svona vel. Þaö kemur oft skemmtilegra út, þegar verk eru erfiö og menn þurfa aö einbeita sér mjög mikiö. R: Hvaöa lög eru skemmti- legust? Ja, bæöi gömlu madrlgal- arnir og lika Islenzk verk eftir t.d. Sp.: Hafiö þiö lært á hljóöfæri? R: — Ég læröi á pianó. Einu- sinni. A: — Sama hér. E: — Ég læröi á fiölu I fimm ár. Þetta kváöu þau hafa hjálpaö mjög mikið viö komuna I kórinn, en tiltölulega margir eru læsir á nótur strax I upphafi. Auöveldaöi þetta kórnum mjög aö ná tökum á verki á stuttum tima. t Hamrahllö er annar kór, sem án tillits til stæröar hverju sinni er auknefndur „litli kórinn”. Hann æfir einu sinni á viku. Fjórmenningar minir sögöu ekki óalgengt aö krakkar flyttust þaöan yfir i „stóra” kórinn og hiö þrefalda vinnuálag, sem þar rikir, ef aukinn áhugi á kórsöng kviknaöi með þeim I „litla” kórnum. Hvaöa afstaöa er rlkjandi hjá Hamrahliöarmenntlingum al- mennt gagnvart kórnum? Þessu var svaraö meira eöa minna in solido á þann veg, aö kórfélögum Framhald á 18. siöu Jón Nordal, tónskáld: „Þetta er geysigóður kór og vinnur af hrifn- ingu og dugnaði. Mér likaði sérstaklega vel við f lutninginn á verki mínu í Norræna húsinu. Það sem mér þótti einna mest um vert var, hvað þetta til- tölulega óþjálfaða fólk gekk upp i verkefni, sem var mjög erf itt fyrir það. Það lét ekkert á sig fá og skilaði sínu með miklum ferskleika. Mér fannst aðdáunarvert hve vel tókst til, sérstaklega þegar haft er í huga hve margt nýtt fólk var í kórnum þetta haust. Á svo stuttum tíma finnst mér þetta ótrúlegur árangur og varla áhugá- fólki ætlandi. En þégar hins vegar hver einasti maður verður að leggja sig svona mikið fram til að þetta takist, verður spennan og ferskleikinn kannski því meiri. Það er mjög sjaldan, sem maður fær frumf lutt eftir sig verk svo vel. Ég hef fullan hug á að semja fleiri verk fyrir Hamra- hlíðarkórinn eftir þessa reynslu." Greinarhöfundur ræöir viö blandaöan kvartett kórfélaga: Erna Ingvarsdóttir, Ragnar Marteinsson, Bogi Þór Siguroddsson og Anna Sigurmundsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.