Þjóðviljinn - 07.12.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1978, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. desember 1978 Blaðað í bók dr. Erlends Haraldssonar um dulrœna r > reynslu Islendinga Þriðji hver maður trúir á huldufólk Einsog lítillega var skýrt frá hér í blaðinu í gær, hef- ur Erlendur Haraldsson lektor gert þrjár umfangs- miklar kannanir á dul- rænni reynslu fslendinga og gef ið niðurstöður þeirra út i bókarformi. Bókin heitir Þessa heims og ann- ars og er útgef andi hennar bókaforlagið Saga. Ýmsan fróöleik er aö finna I þessari bók. Mun sumt af þvi vafalltiö koma mörgum spánskt fyrir sjónir. Andatrú tslendinga er aö visu engin ný bóla, en fáá mun þó hafa grunaö að 70-80% iandsmanna tryöu á drauga. Þá Kirkjukór Akraness Tónleikar í Kristskirkju Næstkomandi sunnudag 10. des emberheldur Kirkjukór Akraness tónleika í Kristskirkju I Reykja- vik. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00. A efnisskrá kórsins er fjölbreytt kirkjuleg jólatónlist eftir ýmsa höfunda. Stjórnandi kórsins er Haukur Guölaugsson. Organleik- arar meö kórnum eru Friöa Lárusdóttir og Arni Arinbjarnar- son og einsöngvarar Agústa Agústsdóttir og Agúsf. Guö- mundsson. Leiðrétting r Þjóöviljanum f gær var Tryggvi Þór Aöalsteinsson titlaö- urTfyrirsögh gjaldkeriASl. Eins og af samhengi greinarinnar mátti ráöá átti aö standa I fyrir- sögninni gjaldkeri Alþýöubanda- lagsins. Er Tryggvi Þór beðinn afsökunar á þesáum mistökum. er þaö nokkurt umhugsunarefni aö 97% Isléndinga skuli trúa á guö, en t.d. aöeins 73% Norö- manna, sem flestir telja mikla trúmenn. Könnun á dulrænni reynslu. Framarlega i bókinni er skýrt frá þvf, hvernig staöiö hafi verið aö fyrstu könnuninni, sem náöi til 902 manna. Byrjaö var á aö velja sjötugasta hvern mann á aldrinum 30 - 70 ára, eftir þjóö- skrá. Fengust þannig 1132 ein- staklingar, sem öllum var send- ur spurningalisti. 230 svöruöu ekki, þrátt fyrir ftrekanir, og báru flestir viö áhugaleysi eöa timaskorti. Af hinum 902 svarendum voru 425 karlar og 477 konur. 34% þessa fólks var fætt á árunum 1935 - 44, og var þaö fjölmenn- asti aldurshópurinn, en 29% voru fædd 1925 - 34. Ljóst er þvi, ’ aö meirihluti svarenda var inn- an við fimmtugt, þegar könnun- in hófst, I janúar 1975. Um skólagöngu þessa fólks er þaö helsl aö segja aö hún var minnst hjá eldra fólkinu, en mest hjá hinu yngsta, einsog viö var aö búast. Spurningalistinn, sem sendur var til fólksins, skiptist nokk- urnveginn I 6 hluta. Spurt var um drauma, dulræna reynslu og þjóötrú, trúmál og lestur bóka um trúarleg og dulræn efni, kynni af miölum og ööru „fólki meö samband”, viöhorf til dul- rænna fyrirbæra og loks var beöiö um ýmsai* upplýsingar um svaranda, svo sem aldur og Skólagöngu. Svörin Fjörutiu af hundraöi svar- enda voru sannfæröirum aö lif væri eftir dauöann. 28% töldu þaö liklegt og 20% svöruöu mögulegt. Aöeins 2% töldu framhaldslif óhugsanlegt. í annarri töflu kemur fram, aö 33% svarenda töldu tilveru huldufólks og álfa mögulega og 15% töldu hana liklega. Heil 7% voru viss um aö huldufólk og álfar væru til. Næst kemur samanburöar- tafla um trúhneigö manna á Is- landi, Bretlandi og N-írlandi. Þar sést aö á íslandi eru 15% manna mjög trúaöir, en aöeins 8% Noröur-lra, sem þó hafa veriö oröaöir mjög viö trú- hneigö. Bretar eru meö 6% mjög trúaöra manna. 63% Is- lendinga segjast vera nokkuö trúaöir (52% Breta og 67% N- Ira). 3%.svarenda töldu sig alls ekki trúaöa, bæöi á Islandi og N- trlandi, en 9% Breta. Rétt er aö taka fram, aö könn- unin veitir vitneskju um trú- hneigð, en ekki trúarhugmynd- ir. Kynni af dulrænni starfsemi 1 þessari fyrstu könnun Er- lends kom fram, aö 70% svar- endá~höföu haft kynni af ein- hverri dulrænni starfsemi. Þar- af höföu 41% leitaö til huglækn- is. Niu af hvérjum tiú töldu sig hafa haft af þvi gagn. Þetta þótti Erlendi merkilegt, og geröi hann þvi sérstaka könnun um þetta efni. Náöi hún til 10ó manna úr fyrstu könnuninni. Huglækningar eru yfirleitt fólgnar i þvlaem nefnt er „hjálp aö handan”, þ.e. hjálp frá látn- um læknum, og einnig i fyrir- bænum, en oft fór þetta tvennt saman. Dulrænar skurölækn- ingar viröast samkvæmt þessu ekki stundaöar á Islandi, og má þaö vera nokkur huggun oss vantrúuöum. Athyglisvert er, aö um 80% þeirra sem leita til hinna dular- fullu lækna eru einnig I meðferö hjá jaröbundnum, þessa heims læknum. Engin togstreita er sjáanleg milli meöferöar hjá læknum og hinnar huglægu meöferöar, segir dr. Erlendur. Flestir nutu beggja meðferð- anna en næsta fátitt var aö sjúklingar skýröu læknum sln- um frá þvi. Varöandi greiöslu fyrir veitt- or huglækningar sagöi Erlend- ur, aö aöeins 2% „læknanna’ heföu fariö fram á ákveöna þóknun. Þriöjungur þeirra vildi enga peninga, og annar þriöj- ungur vijdi „frjálsa gjöf”. Umhugsunarefni Hér hefur aöeins veriö stiklaö _ á stóru um niöurstööur þessara kannana. En vist er um þaö, aö þarna er um veröugt umhugs- unárefni aö ræöa. Segja má aö könnun einsog þessi setji fram mun fleiri spurningar en hún svarar. Hún skýrir t.d. ekki ástæöurnar fyrir þvi aö Islendingar eru svona miklu trúaöri og jafnframt hjá- trúarfyllri ea þær þjóöir sem viö höfum þó hingaö til taliö okkur skyldastar. Væri ekki ráölegt aö Félagsvisindadeild Háskóla Islands geröi könnun á þeim ástæöurh? Sllka könnun mætti aö skaölausu byggja méira á félagsvisindum, en minna á dulsálarfraeöi. ih | Bjórmálið á borgarafundi um baráttu mál kratá 1 kvöld gengst Félag ungra jafnaöarmanna fyrir almennum borgarafundi um bjórmáliö aö Hótel Borg og hefst hann klúkkan hálf niu. Frummælendur á fund- inum veröa þingmennirnir Bragi Nielsson, Friörik Sophusson, Vil- hjálmur Hjálmarsson og Vil- mundur Gylfason. Nemendasamband Félagsmálaskóla alþýdu Umræðu- fundur í kvöld Rætt um fjölmiðlun og verkalýðs- hreyfingu Haukur Már Muniö umræöufund Nem- endasambands Félagsmála- skóla alþýöu I kvöld aö Hallveigarstig 1 (2. hæö) kl. 20. A fundinum veröur rætt um verkalýðshreyfinguna og fjölmiölun og hafa ritstjór- arnir Einar Karl Haraldsson og Haukur Már Haraldsson framsögu. Til fundarins eru boöaöir allir félagar nem- endasambandsins, stjórn MFA, miöstjórn ASÍ, og rit- og fræöslunefndir þéifra verkalýösfélaga sem vinna aö útgáfumálum á höfuö- borgarsvæöinu. Happdrætti Þjóðviljans Dregið 10. des. Tekiö á móti greiðslum á skrifstofu Alþýöubandalagsins, Grettisgötu 3 (frá kl. 9-19.30). Einnig má senda greiðslu inn á hlaupa- reikning Þjóð- viljans nr. 3093 í Alþýðu- bankanum. Umboðs- menn! Hafið samband við skrifstofuna og Ijúkið uppgjöri. _____________________ »i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.