Þjóðviljinn - 07.12.1978, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 7. desember 1978ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13
Tsjekhov les Máfinn fyrir leikara Listaleikhússins I Moskvu ári6 1898.
útvarp
kom hann þvi til leiðar, aö
Máfurinn var tekinn upp af Lista-
leikhúsinu i Moskvu. Hann var
sjálfur annar af forustumönnum
leikhússins, ásamt leikstjóranum
Stanislaskij, sem enn þann dag i
dag er talinn einn af áhrifamestu
leikhúsmönnum er uppi hafa
veriö.
Sýning Listaleikhússins á
Máfinum varö látlaus sigur-
ganga. Móttökurnar sem verkiö
Geðshræringin býr í
látleysi orðanna
Máfurinn eftir Anton Tsjekov, eitt helsta
verk rússneskra leikbókmennta
Útvarpiö flytur í kvöld kl. 20.15
leikritið „Máfinn” eftir Anton
Tsjekhov i þýðingu Péturs Thor-
steinssonar. Leikstjóri er Sveinn
Einarsson, en meðal leikenda eru
Þóra Friöriksdóttir, Arnar Jóns-
son, Þorsteinn ö. Stephensen,
Gisii Halldórsson, Guðrún Þ.
Stephensen og Þorsteinn Gunn-
arsson. Leikritið tekup tæpar
tvær klukkustundir í flutningi.
Otvarpið hefur áður flutt allmörg
leikrit Tsjekhovs, nú siðast
„Vanja frænda” f október si.
Leikfélag Reykjavíkur sýndi
Máfinn veturinn 1970-71, undir
leikstjórn Jóns Sigurbjörnssonar.
í leikskrá eru „Þankabrot um
Máfinn” og við tökum okkur þaö
bessaleyfi aö birta hér megin-
hluta þeirra.
Þegar rússneska skáldiö og
leiklistarfrömuöurinn Nemirovitj
Dantjenkos hlaut Gribojedov-
verðlaunin 1897 fyrir besta leikrit
ársins, Verömæti lifsins, skrifaöi
hann úthlutunarnefndinni og
sagöist ekki geta tekiö viö verö-
laununum, þar sem miklu
merkara verk, Máfurinn eftir
Anton Palovitj Tsjekhov, ættu
þau óumdeilanlega skiliö. „Hér
er á feröinni einstæö perla, hér ris
rússnesk leikritun hæst.” Þessi
óeigingjörnu orö, eru ekki síöur
einstök, ef haft er I huga aö þau
koma I kjölfar þess, aö gagnrýn-
endur höföu tætt verk Tsjekhovs i
sig og þaö kolfalliö á frum-
sýningu. Ahorfendur misskildu
leikritiö algerlega, hlógu á
röngum stööum og sýningin varö
hreinn skrlpaleikur. Tsjekhov,
sem haföi bundiö miklar vonir viö
Máfinn, varö svo sleginn aö hann
hét þvi aö skrifa aldrei leikrit
framar. Hanh átti þó eftir aö falla
frá þessu heiti og skrifa þrjú önn-
ur leikrit, sem ásamt Máfinum
•eru talin ein þau bestu á rúss-
neska tungu.
Þó Máfurinn kolfélli á frum-
sýningunni I Pétursborg, var
aðdáun Nemirovitj-Dantjenkos
ódrepandi og tveim árum slöar
fékk voru svo fádæma góöar, aö
mynd af máfi prýðir siöan for-
tjald leikhússins.
Þessar tvær litlu sögur benda á
þá staöreynd, hve Máfurinn og
raunar öll verk Tsjekhovs eru
vandmeðfarin I leik. Hve stutt er
á milliþess annars vegar, aö yfir-
drifa þau og afskræma og hins
vegar aö ná þvl og halda þeirri
innri spennu sem þau byggja á:
meö látlausum og jöfnum leik, án
þess aö lama styrk þeirra.
Fátt er jafn varasamt I leik og
aö básúna þær tilfinningar sem
Tsjekhov gæöir persónur sinar.
Verk hans eru lygn á yfirboröinu
en búa yfir þvi kröftugri undir-
öldu. Þjáning þeirra er innhverf.
Ljóöræna og hárfin samtöl berá
uppi hinn hljóöláta harm þeirra.
Geöshræringin býr ekki i upp-
þyrluðu oröskrúöi heldur i lát-
leysi oröanna sjálfra.
Leikrit hans er flautuleikur.
Tregafull laglina meö óvæntum
gáskafullum tónum. Sjálfur
undirtitlaöi Tsjekhov Máfinn sem
kómidlu. Margar útskýringar eru
til á þessu. Ságt er aö hér gæti
áhrifa frá fyrri tilraunum hans á
sviöi leikritunar, en trúlegast
vildihann meö þessu leggja á þaö
áherslu, aö Máfinn bæri hvorki aö
skilja né leika sem harmleik.
Sjálfur kallar hann leikrit sin I
sendibréfi, ljóðræna draumleiki.
Þetta undirstrikar þá reynslu
sem fengist hefur af sviösetningu
á verkum hans, aö þvi látlausari
og efnisminni sem leiktjöld og
sviösmynd eru, þvi liklegra er aö
viö fáum fram ljóörænan draum
Tsjekhovs. Leikrit hans eru oröin
sjálf. Þar þarf sem minnstu að
bæta viö.
Verk fárra höfunda hafa oröið
jafn vinsæl á Noröurlöndum og
Tsjekhovs. Liklega er skýringin á
þvi sú aö sál þeirra og andi likist I
eöli slnu bókmenntaarfleifö þess-
ara þjóöa, Islendingasögunum.
Fyrir utan Rússa leika engar
þjóöir Tsjekhov meir en Norður-
landaþjóöirnar.
Verk Tsjekhovs hafa löngum
veriöumdeild. Sagt er aö Leo Tol-
stoj hafi eitt sinn gert eftirfarandi
athugasemd: „Þér vitið þaö,
Anton Pavlovitj, aö ég kann ekki
aö meta Shakespeare, en yðar
leikrit eru ennþá siöri.”
En hvaö sem rætt er og ritaö
um Máfinn veröur þvl ekki neitaö
aö hann er einn af hornsteinum
nútlma leikritunar. Klasslskt
verk i leikbókmenntunum.
Anton P.Tsjekhov
Anton Pavlovitsj Tsjekhov
fæddist i Taganrog I Suöur-
Rússlandi áriö 1960 og lést I
Badenweiler I Þýskalandi sum-
ariö 1904. Hann var kaupmanns-
sonur, tók embættispróf I lækn-
isfræði, en stundaöi þó lækning-
ar tiltölulega skamman tima.
Mest fékkst hann við ritstörf og
blaöamennsku, og fyrstu sögur
hans birtust einmitt I timarit-
um. Tsjekhov haföi nána sam-
vinnu viö Listaleikhúsið I
Moskvu um margra ára skeiö
og kvæntist einni af leikkonun-
um þar, Olgu Knipper. „Máfur-
inn” er eitt af fjórum hinna
„stóru” leikrita hans, sem
frumsýnd voru á árunum 1896 —
1904. Það hlaut ekki góöar und-
irtektir i fyrstu, en er nú taliö
meöal höfuðverka rússneskra
leikbókmennta.
Anton Tsjekhov. Myndin er tek-
in árið 1902.
J
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn.
Umsjónarmenn: Páll
Heiöar Jónsson og Sigmar
B.Hauksson. (8.00 Fréttir)
8.15 Veöurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
8.35 Morgunþulur kynnir
ýmis lög að eigin vali. 9.00
Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Þórir S. Guöbergsson
heldur áfram sögu sinni
„Lárus, Lilja, ég og þú” (4)
9.20 Leikfimi. 9.30
Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Morgunþulur kynnir
ýmis lög: frh.
11.00 Vershm og viðskipti.
Umsjónarmaöur: Ingvi
Hrafn Jónsson.
11.15 Lestur úr nýþýddum
bókum. Kynnir: Dóra
Ingvadóttir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.40 Kynlif I islenskum bók-
menntum. Báröur Jakobs-
son lögfræöingur þýöir og
endursegir grein eftir
Stefán Einarssonprófessor:
— fjóröi hluti.
15.00 Miðdegistónleikar:
Werner Haas leikur á planó
Etýöur op. 10 eftir Chopin /
Gerard Souzay syngur laga-
flokkinn „Sannar sögur”
eftir Ravel: Dalton Baldwin
leikur á pianó.
15.45 Brauð handa hungruðum
heimi. Þáttur I umsjá
Guömundar Einarssonar
framkvæmdastj. Hjálpar-
stoftiunar kirkjunnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Tónleikar
16.40 Lagið mitt: Helga Þ.
Stephensen kynnir óskalög
barna.
17.20 Lestur úr nýjum barna-
bókum. Umsjón: Gunnvör
Braga. Kynnir: Sigrún
Siguröardóttir.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.40 Daglegt mál Eyvindur
Eiriksson flytur þáttinn.
19.45 islenskir einsöngvarar
og kórar syngja
20.15 Leikrit: „Mávurinn”
eftir Anton Tsjekhoff. Þýö-
andi: Pétur Thorsteinsson.
Leikstjóri: Sveinn Einars-
son. Persónur og leikendur:
Arkadina Trépleva leikkona
... Þóra Friöriksdóttir, Kon-
statin Trépléff, sonur
hennar ... Arnar Jónsson,
Pétur Sorin, bróöir hennar
... Þorsteinn ö. Stephensen,
Nína Zarétsnjaja, dóttir
riks jaröeiganda ... Þórunn
M. Magnúsdóttir, Ilja
Sjamraéva ráösmaöur ...
Gisli Halldórsson, Pálina
Sjamraéva, kona hans ...
Guörún Þ. Stephensen,
Maria, dóttir þeirra ...
Kristbjörg Kjeld, Boris
Trigorin rithöfundur ... Þor-
steinn Gunnarsson, Évgeni
Dorn læknir ... Rúrik
Haraldsson, Simon Méd-
védenko kennari
Guömundur Magnúsáon,
Aörir leikendur: Sigurður
Sigurjónsson og Klemenz
Jónsson.
22.10 Kórsöngur: Kór Mennta-
skólans við Sund syngur
fslensk og erlaid lög. Söng-
stjóri: Ragnar Jónsson. Orð
kvöldsins á jóiaföstu.
22.30 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Viðsjá: Friörik Páll
Jónsson sér um þáttinn.
23.05 Áfangar. Umsjónar-
menn: Asmundur Jónsson
og Guöni Rúnar Agnarsson.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
PÉTUR OG VÉLMENNIÐ — II. HLUTI EFTIR KJARTAN ARNÓRSSON