Þjóðviljinn - 21.12.1978, Page 15
Fimmtuáagur 21. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
og hugarró
um bækur
Holl er hugarró
eftir Peter Rusell.
1 islenskri þýöingu
Guðrúnar Andrésdóttur
og Jóns Hannessonar.
Útgefandi:
Isafoldarprentsmiðja
1978.
Velmegun og framfarir
tuttugustu aldar hafa ekki ein-
göngu haft í för með sér þægindi
og velliðan eins og allir vita.
Ýmsir fylgifiskar eins og mengun
og menningarsjúkdómar ásamt
ómældri spennu hafa fylgt i
kjölfariö. Fólk hefur fjarlægst
náttúrulegt umhverfi, flutt úr
sveitum til borga. Bóndi sem
fyrir örfáum áratugum rak sauöi
slna til Reykjavikur austan úr
Skaftafellssýslu á hálfum mán-
uöi, getur nú fariö sömu leið á
Streita
örfáum klukkustundum meira aö
segja án jtess aö væta fæturna,
þvi ekki hindra stórfljótin
feröina.
En mikiö 'iefur nú fartin aukist
á öllum hlutum siöan þetta var.
„Timinn er peningar” segir fólk
og falli dampurinn niöur á
sjónvarpsske.-minum eöa 1
útvarpinu nokkur augnablik, þá
er þaö tiltökumál. Sifellt þarf
hraövirkari tölvur, meiri
framleiöni, meiri afköst og meiri
handagang i öskjunni til aö ná þvi
sem nefnt er „fullur bonus”.
Meöulin til þess aö ná þessum
markmiöum eru býsna
ómanneskjuleg oft á tlöum, aö
ekki sémeirasagt. Lifandi fólk er
handieikiö eins og vélar, sem
slfellt geta aukiö hraöann meö
aukinni benslninngjöf. Nútlma
tækni og þægindi, sem ætluö eru
til aö spara likamlegt erfiöi og
gera fólkillfiöbærilegrahafa haft
I för meö sér siaukið álag eöa
spennu, ööru nafni streitu.
I bókinni, sem hér er fjallaö
um, er þetta vandamál tekiö til
umf jöllunar:
„Alagiöerfyrir hendi og viröist
ekki muni hverfa I náinni
framtlð. Álagiö er I raun ekki I
sjálfu sér orsök vandræöa okk-
ar, heldur vanmáttur okkar aö
mæta þvl. Hinn aukni hraöi
sem viö búum viö krefst þess,
aö viö fáum aukna hvíld til aö
vega upp á móti álaginu, en um
leiö hindrar hraöinn okkur f aö
fá þessa hvild.”
Benter á aö róandi lyf og önnur
meöul séuekki lækning á þessum
vanda:
„Meö þessu er i raun aöeins
veriö aö bæla sjúkdóms-
einkennin en ekki ráöist gegn
sjálfri orsökinni: streitunni.
Þess vegna birtist hún fyrr eöa
siðar á ný I einhverri annari
mynd. Jafnframt þvi aö bæla
sjúkdómseinkennin hafa lyf oft
þau áhrif aö draga úr næmleika
og árvekni fólks.”
En hvernig skal snúast viö
þessum vanda? Segja má aö um
þaöfjalli þessibóki stórum c.rátt-
um. I henni er haldið frarr. aö til
sé aöferö eöa tækni, til ?ó hvlla
huganná árangursrikan iiátt meö
nokkurra minútna þjálfun á degi
hverjum. Hvlldin, sem fáist meö
þessu, sé miklu dýpri en hvild
sem næst meö venjulegum svefni,
þó ekki geti hún komiö i staö
svefns. Þannig takist aö vega
upp á móti þeirri streiti, sem
safnasthefurfyrirl taugakerfinu
og venjulegur svefa hefur ekki
nægt til aö losa.
Ekki þarf neinar sérstakar
likamsstellingar né andlega
áreynshi til aö ná árangri, þegar
tækninni erbeitt,nóger aö setjast
niöur og láta fara vel um sig i
u.þ.b. 15 mínútur tvisvar á dag
meðan á þjálfuninni stendur.
Athyglisvert er, aö ekki er gerö
nein krafa um aö draga sig I hlé
frá skarkala lifsins og er þaö ólikt
flestum kenningum sem I þessa
átt iúta. Ekki er gerö krafa um aö
andleg eöa innri þróun eigi aö
hafa algjöran forgang og vera
eina kappsmál mannsins. Ekki
krafa um meinlætalifnaö eins og
svo oft hefur fylgt sllkum kenn-
ingum frá Austurlöndum þar sem
fólk hefur „litiö framhjá
eöa jafnvel fyrirlitiö allt efais-
legt, en litiö á fullnægju frá
andlegu sjónarmiöi eingöngu,
oft meö hrapallegum afleiöing-
um. A hinn bóginn hefur efnis-
hyggja okkar Vesturlandabúa
gert þaö aö vérkum aö viö lok-
um augunum fyrir, og jafnvel
fyrirlitum þann möguleika, aö
innri þróun geti átt sér staö, en
afleiöingar þessarar
efaishyggju hafa oröiö állka
hrapallegar.’ ’
Þvert á móti er fdlki ráölagt aö
lifa eölilegu lífi og taka þátt i þvi,
sem uppá er aö bjóöa. Tæknin sé
fyrst og fremst tæki til aö hvilast
ogná þarafleiöandi betri árangri
i viöfangsefnum liöandi stundar.
Aöferöir af þessum toga eru
ekki nýjar af nálinni. Þaö er
alkunna aö fjöldi listamanna t.d.
tónlistarmanna beitir einhvers-
konar þjálfun (t.d. yoga) til aö ná
meiri árangri, einbeitingu og
sköpunarhæfni. Talandi dæmi um
þetta koma frá fremstu tónlistar-
háskólum Evrópu. Þar má i
fremstu röösjá æ fleiriandlit með
austurlensku yfirbragöi og virö-
ast Evrópubúar fá þar hina hörö-
ustu ramkeppni. Einhver gæti
haldið aö þetta fólk heföi meiri
hæfihika eöa væri betur af guöi
gert til tónlistarnáms heldur ai
Vesturlandabúar. Sannleikurinn
er hinsvegar sá aö þetta fólk býr
yfir tækni til aö róa bugann og
getur þannig náö einbeitingu og
árangri til aö skara fram úr. En
andleg hugarstarfsemi á eins og
allir vita djúpar rætur meöal
Austurlandabúa.
Tækni sú, sem hér hefur veriö
drepiö á, hefur á isiensku hlotiö
nafaiö innhverf ihugun. Hún er
upprunnin á Indlandi og á sér
langa sögu. Sá sem hefur flutt
þessatækni til Vesturlanda heitir
Maharishi Mahesh Yogi og hlaut
þjálfun hjá kunnum indverksum
vitringi aö nafni Brahmananda
Saraswati. En Maharishi
stundaöi ekki aöeins nám i and-
legum fræöum, heldur lauk prófi i
eölis- og efnafræöi frá Allahabad
háskóla I Indlandi.
Þessi háskólamenntun hans
hefur efalaust átt sinn þátt i aö
vlötækar visindalegar rannsóknir
eru nú geröar á tækninni inn-
hverfri ihugun á Vesturlöndum.
Og þó ekki sé hægt aö mæla
„hugarró” eöa „andlega vel-
liöan” fólks á mælistiku, þá gerir
nútlma tækni kleift aö gera
margskonar rannsóknir, sem
benda til þess aö á meöan á
Ihugun stendur öölist llkaminn
mjög djúpa hvíld. I þessu
sambandi má nefna heilalinurit
og mælingar á efnaskiptum
likamans meöan tækninni er
beitt. Einn kafli bókarinnar fjall-
ar einmitt um rannsóknir á
innhverfri ihugun. En mjög til
bóta aö nákvæm heimildaskrá og
atriöisoröaskrá fylgir bókinni og
er auðvelt aö finna hvaöan tilvitn-
anir eru teknar og hvar má finna
frekari upplýsingar um þessar
rannsóknir.
Viöa er komiö viö og hygg ég aö
áhugamenn um sálfræöi, liffræöi
og heimspeki muni hafa af
lestrinum nokkra ánægju. Sama
gildir auövitaö um flesta aöra,
þvi bókin er rituö á ljósu máli og
ætti þvi aö vera auðskiljanleg
hverjum sem er.
Og þó tekin séu til umfjöllunar
mörg vandamál sem lengi hafa
verið ofarlega á baugi og fjallaö
um sögu innhverfrar ihugunar og
kenningar Maharishis, þá viröist
einfaldleiki tækninnar frekar
aölaöandi. Þvi eins og segir þar:
Framhald á 18. siðu
Hvað á ég að gefa lóni
Þannig spyr margur
þessa dagana
j •*
Viö bendum á gagnlegar
og vandaðar gjaflr:
m brothef hol
muumm
Q □ O Q Q
@@@@@
ÐSJ DIGITS
.
Vasa-
tölvur
Eigum fyrirliggjandi 6
gerðir af hinum frá-
bæru BROTHER
vasatölvum. Allt frá
einföldustu gerð upp í
vísindatölvu.
1 árs ábyrgð.
Tísku-
stóllinn
fró
Thonet
Samanlagðir stólar
sem allsstaöar henta, í
stofunni, eldhúsinu,
sumarbústaðnum eða í
garðinum.
Smíðaðir úr völdu
brenni.
Margir litir.
Verðið aðeins kr.
5.000.-
Nudd-
tækið
VIBROSAN nuddtækið
með 5 munnstykkjum
og mismunahraða,
nuddar einnig með titr-
ingi og vinnur á sama
hátt og nuddpúðinn.
Með tækinu er hægt að
fá brjóstaklukku til
þess að styrkja brjóst-
in.
2ja ára ábyrgð.
VIBRAMED nuddpúði
með hita.
Eykur blóðrás og
hressir ótrúlega.
3 mismunandi nudd-
hraðar.
Vinnur á við sex hend-
ur.
5 ára ábyrgð.
-
BROTHER 830 prjóna-
vélin er lang-fullkomn-
asta prjónavélin á
markaðnum, en er
samt lang-ódýrust.
Eigum ennþá örfáar
vélar á hinu ótrúlega
verði kr. 155.000.00.
Hefir ma :ga kosti
framyfir allár aðrar
prjónavélar.
Kennsla innifalin í
verði
J
Prjóna-
vélar
Nudd-
púðinn
frá Sviss
BORGARFELL Skólavörðustíg 23, simi 11372