Þjóðviljinn - 21.01.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 21. janiiar 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
ígulkerahrogn geysidýr í Japan
Ómaksins vert að
kanna nýtingu hér
segir Ingvar
Vilhjálmsson
fiskifræðingur
Á s.l. ári fór útf lutnings-
fyrirtæki í Tromsö í Noregi
að f lytja út ígulkerjahrogn
til Japan, en þar í landi eru
slik hrogn talin til eftir-
sóttustu og^ dýrustu
kræsinga sem á borð eru
bornar, og ekki fyrir lág-
launafólk að leggja sér
slika fæðu til munns.
37 til 56 þúsund
fyrir kg.
Eftir þvi sem Fiskets Gang
upplýsir þá hefur norski útflytj-
andinn fengiö 600-900 n kr. fyrir
kg. af hrognunum. En sé þetta
verö reiknaö yfir i okkar verölitlu
Ingvar Vilhjálmsson: Meö tilliti
til verös erlendis þyrfti bæöi aö
kanna igulkerjastofninn og huga
aö trjónukrabba meö nýtingu
fyrir augum.
krónur, meö genginu isl. kr. 63.00
fyrir eina norska, þá veröur
hrognaverðiö kr. 37.800.00; 56,700
fyrir kg. Froskmenn eru sagöír
veiöa igulkerin fyrir útflytjand-
ann,en siöan eru hrognin tekin og
send meö flugvélum til Japan.
Þegar ég var aö skrifa þessa
frétt, þá var hringt til min noröan
af Skarösströnd og mér sagt aö
miö i noröanveröum Breiðafiröi
væru þéttsetin af trjónukrabba,
og spurt hvort ekki mætti nýta
hann til manneldis. Vegna
norsku fréttarinnar sem ég var að
skrifa, þá spuröi ég þann sem
hringdi hvort ekki væru þá llka
igulker á miðunum. Hann sagöi
aö mikiö væri af þeim i botni
Hvammsfjarðar.
Trjónukrabbi víða
nýttur
Ég hringdi svo i Ingvar
Hallgrimsson fiskifræðing sem er
fróöur um skeldýr hér við land.
Hann sagði mér aö trjónukrabbi
væri viöa nýttur til manneldis
erlendis, en hvort vaxtarhraöi
hans hér I kalda sjónum væri
nægjanlegur til þess aö hægt væri
aö hefja á honum skipulega
vinnslu,þvi gat hann ekki svaraö.
Þá var Ingvari lika kunnugt um
aö talsvert væri af igulkerjum á
Breiöafirði og haföi hann nýlega
lesið um norsku igulkerjahrognin
sem send eru til Japan.
Hrognaverðið
lokkandi
Ingvar sagöi aö þeir heföu nú
ekki mikið rannsakaö Igulkerin
hér viö land og aldrei vigtaö úr
þeim hrognin, og vissu þvi ekki
um magn hrogna sem gæti fengist
úr stóru igulkeri. Hins vegar
sagöi hann aö hrygningartiminn
virtist vera að vorinu og myndi
hann standa nokkuð lengi yfir. Sé
hrognaveröiö fyrir Igulkerja-
hrogn i Japan I samræmi viö þaö
sem Fiskets Gang, málgagn
norsku fiskimálastjórnarinnar,
upplýsir, þá ætti þaö að vera
ómaksins vert aö athuga Igul-
kerjastofninn hér viö land, meö
nýtingu fyrir augum. Þá mætti
lika huga að trjónukrabbanum og
athuga hvort hann er hér til i þvi
magni aö veiöi og nýting hans
borgi sig. 1 þessu sambandi skul-
um viö hafa hugfast aö ekki er
langt siðan farið var aö nýta
hörpudiskinn.
— Jóhann J.E. Káld
þig inn í dæinió
Sparilán Landsbankans eru í
reynd einfalt dæmi. Þú safnar
sparifé með mánaðarlegum
greiðslum í ákveðinn tíma, t.d. 24
mánuði og færð síðan sparilán til
viðbótar við sparnaðinn. Lánið
verður 100% hærra en sparnaöar-
upphæðin, — og þú endurgreiðir
lánið á allt að 4 árum.
Engin fasteignatrygging, aðeins
undirskrift þín, og maka þíns.
Landsbankinn greiðir þér al-
menna sparisjóðsvexti af sparn-
aðinum og reiknarsér hóflega
vexti af láninu . Sparilánið
er helmingi hærra en sparnaðar-
upphæðin, en þú greiöir lánið til
baka á helmingi lengri tíma en það
tók þig að spara tilskylda upphæð.
Biðjið Landsbankann um
bæklinginn um sparilánakerfið.
Sparifjársöfnun tengd réttí tíl lántöku
Sparnaður þinn eftir Mánaðarleg innborgun hámarksupphæð Sparnaður í lok tímabils Landsbankinn lánar þér Ráðstöfunarfé þitt 1) Mánaðarleg endurgreiðsla Þú endurgreiðir Landsbankanum
12 mánuði 18 mánuði 24 mánuði 25.000 25.000 25.000 300.000 450.000 600.000 300.000 675.000 1.200.000 627.876 1.188.871 1.912.618 28.368 32.598 39.122 á 12 mánuðum á 27 mánuðum á 48 mánuðum
I) I tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta
breytst miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma.
LANDSBANKINN
Sparilán-tryggmg í jramtíð