Þjóðviljinn - 21.01.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.01.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 21. janúar 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17; Adolf J. Petersen: má/ Breytileg átt Sú veðurlýsing, sem hér fer á eftir, varð til fyrir nokkrum árum, en hefur ekki veriö til sýnis. Nokkrir staöir eru nefndir sem eru ekki lengur veöurathugunarstaöir. Fleiri skýringa þarf þessi veöur- lýsing ekki. t Reykjavlk er rammur þeyr, rok og veðraskrugga. Siöumúla sunnan tveir súld og þokumugga. Gufuskálum gola sex gnýstir og litiö skyggni. Stykkishólmi stormur vex og stendur til aö rigni. i Búöardal er frost og fjúk, fennir á mörk og hjaila. Vfir landiö ljósan dúk láta skýin faila. Hvallátrum, er austan átt meö átta stiga hita. Skýjafar og skyggni smátt og skúr á Galtarvita. Æöey vindur sunnan sjö, súld og talsverö alda. Hornbjargsviti hefur tvö hitastig og kalda. Gjögur hefur góöa tiö, gæftir i betra lagi, þess má vænta aö veröi hriö vond, úr lægöardragi. Ekkert skyggni úfiö haf, ógna noröan hriöar. Viö Þóroddsstaöi þokutraf þekur f jallahliöar. Hjaltabakka hriöarkóf, hörsl um tún og grundir. Vindur ótt úr sköflum skóf, en skjól er sunnan undir. Hafáttin á Hrauni gól, hátt ris aida á sjónum. Hveravelli signir sól og sunnan blær i mónum. Bergsstööum er bjart aö sjá breytileg er áttin. tJt viö Drangey ygiibrá er aö fella máttinn. Þrymur rok viö Reyöará, rýkur brim á skeri. Napurt hríöar noröan frá nistir kaldur freri. Akureyri signir sól, sunnan blær og ylur. Stinningskaldi á Staöarhói, stundum frost og byiur. í Sandbúöum er austan átt, ylur um fjaliageima. Geislasvif um heiöiö hátt á hauöur niöur streyma. Er Grlmsey auöur sær, yst viö hafiö kalda, þar er sól og sunnan blær og sáralitil alda. Grimsstööum er gola og fjúk gyllir sól til muna. Fjallaþytur fanna dúk fellir á náttúruna. 1 Skoruvik er skýjafar og skyggni f betra lagi, en Vopnafiröi viöast hvar veöur i lægöardragi. A Dalatanga er dumbungstiö, drifa frost og kaldi, eiginlega austan hriö undan skýjafaldi. Þar viö ána Eyvindar allar grána hliöar, mun þó skána um „millibar”, máski hlána siöar. Noröfiröi á noröan blés, nokkuð bjart og kæla. Komin erslydda á Kambanes, kuldi og vestan bræia.____ Er viö Papey úfin dröfn og afarlitiö skyggni. Léttskýjaö og logn á Höfn, en llkur til aö rigni. Gnýr viö sanda gjóla hörö, gjóst úr bárum ýri, frostrigning og freðin jörö Fagurhóis- á mýri. Vindasöm er veöurspá, vetrargnýrinn syngur. Kirkjubæjarkiaustri á kaisa austræningur. Jökuiheimum jörfi ber, éljadrög og freri. Moidbyiur og mistur er á Mýrum I Álftaveri. Vatnsskarðshóla vermir blær vakir gráö um sanda. Viö Stórhöföa er stilltur sær og straumur hlýr viö granda. Hellirigning Hellu á og haröur útsynningur. Þingvöllum er þoka grá og þræsinn landnyröingur. Eyrarbakka yst viö sker aldan grálynd kveöur, hornriöuna hátt þar ber hret og kóiguveöur. A Reykjanesi rigning er. Röstin hvitu tjaidar. (Jt viö sjónhring Eldey ber. Vfast bárufaldar. Keflavikur-velli á vestan rok og byiur, þar er enga sól aö sjá, sortinn ljósiö hylur. Hafsins strauma hrönnin ris hátt viö stormsins kyljur. Nöpur bræla af noröur is næöir yfir þiljur. Gnistir stormur Græöis djúp, gelur veöra þjóstur, þræsingur meö þokuhjúp þrútiö loft og gjóstur. Veöurútlit i Reykjavík: Hylur landsins höfuöbói hjúpur veöra styrkur. Engin birta eöa sól, aðeins hriö og myrkur. Veðurútlit á landinu: A Mánárbakka er misjöfn tiö, mugga og frost i veldi. Raufarhöfn er rok og hriö, en regn og iogn aö kveldi. Þó aö kuii, faiii fjúk og frysti ögn til muna, þá er einsog mjöllin mjúk mildi náttúruna. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613 I rósa- garðinum Best til frálags einmitt þá? Sex manna fjölskyldan hag- stæöust i nóvember. Dagblaöiö Ný gerð Hávamála Lét Steingrimur Hermannsson aö þvi liggja aö hvimleitt gæti veriö aö starfa I rikisstjórn sem virtist komin aö þvi aö springa annan hvern dag: „Þetta er eins og i Valhöll til forna”, sagöi Steingrimur. „Menn féllu aö kvöldi og risu aftur upp aö morgni.” Timinn Vélabrögð kommúnista Opinberir styrkir eru eins og eiturlyf Morgunblaöiö Guð ég þakka þér... „Ég er ekki ein af þessum húsmæörum” Fyrirsögn á viötali i VIsi Sá yðar sem syndlaus er.... Bóndinn þoldi ekki opinbera embættismenn — kastaöi múr- steini i nefndarformanninn. Dagblaöiö Fagnaðarríkur boðskapur Ættgengir æöahnútar og dulinn lekandi Fyrirsögn i Dagblaöinu Bandaríski herinn loksins í sókn Viöhaldsdeild Flugleiöa á Vell- inum á hrakningum undan hern- um. Dagblaöiö Betur að satt væri Ekki þarf annaö en aö leiöa rit- höfund inn i vænt bókasafn til aö setja aö honum hroll vegna þeirra firna sem búiö er aö setja sainan af lesmáli. Indriöi G. Þorsteinsson IVIsi Vá fyrir dyrum — Mér finnst borgarstjórnin hafa stigið nokkur góö skref aö undanförnu. Markaöurinn og pulsuvagninn eru tákn meira frjálslyndis svo og þaö aö hug- myndir hafi komiö upp um hús i Breiöholtinu, þar sem skylda væri aö hafa húsdýr. Þetta er jákvætt. Ef svona heldur áfram þá veröur ekkert eftir handa Sjálf- stæöisflokknum af frjálshýggju- málum, kommarnir koma þeim öllum i verk. Vlsir Upphaf jafnaðarstefnu Enginn þorir aö breyta neinu, sistaf öllu augljósasta óréttlætinu eins og því aö sumir eiga ekki tvö hús heldur tiu, á meðan aörir eiga ekki einu sinni klósett. Það sem geröist væri i hæsta lagi þaö aö tiu húsa manninum yröi gefið kló- settiö sem er ekki til. Vlsir Líkaminn er bara hugtak Eg er alveg eins mikiö á móti þvi aö hlutgera kroppinn á karl- mönnum og kvenfólki. Vlsir Það er of flatt i rigningum Afnemur stjórnin visitöluþak- iö? Morgunblaöiö Til samráðherra Alþýðuf lokksins Láttu ekki háspekilegar um- ræöur spilla um fyrir þér, sumir eru iðnastir viö aö tala. Stjörnuspádómur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.