Þjóðviljinn - 24.01.1979, Síða 5

Þjóðviljinn - 24.01.1979, Síða 5
Miðvikudagur 24. janúar 1979. — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Kynning á kerfinu Heimsókn í sjávarútvegsráöuneytið: Hér vinnur fólk vel saman segir Jón Arnalds ráöuneytisstjóri „Ég er kannski að grobba, en mér finnst þetta vera „effektift” ráðuneyti. Skipulag er ágætt og starfsfólkið vinnur vel saman. Það þarf að vera vel að sér, og hver starfsmaður býr yfir gifur- lega miklum fróðleik”. Þetta voru orð Jóns Arnalds ráðu- neytisstjóra i sjávarútvegsráðu- neytinu á blaðamannafundi þar á mánudag. í > sjávarútvegsráöuneytinu vinna auk ráðherra 13 manns, og sagði Jón að starfsfólkið væri á- kaflega ungt að árum. „Þetta er sennilega yngsta ráðuneytið i heimi,” sagði hann. Það er til húsa I leiguhúsnæði i Lindarbæ og hefur þar tvær ágætar hæðir til afnota. Sjávarútvegsráðuneytið skipt- ist i tvær deildir. Annars vegar er fiski- og framleiðsludeild, hins vegar fjármála- og hagdeild. Undir þá fyrrnefndu heyra t.d. fiskirannsókna- og fiskfriðunar- mál þ.á m. Hafrannsóknarstofn- unin og ennfremur landhelgis- málin. Einnig Síldarverksmiðjur rikisins, Hannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins, menntunarmál sjó- manna, Sildarútvegsnefnd og Fr amleiðslueftirlit sjávaraf- urða. Undir fjármála- og hagdeild fellur m.a. skýrslusöfnun, svo og hinar margvislegu ráðstafanir i sjávarútvegi og aðstoð við hann. Ráðuneytisstjórinn sagði, að frá þvi að hann tók til starfa i' ráðu- neytinu hefði nánast allt verið þar áheljarþröm.enmesteraðgera i þvi þegar hart er i ári. Sjávarútvegur hefur heyrt und- ir 29 ráöherra frá 1917. Fram til 1956 heyrði hann undir atvinnu- málaráðherra, en frá þeim tíma hefur verið sérstakt sjávarút- vegsráðuneyti. —GFr Höfum þau völd sem ráöherra vill segir ráðuneytisstjóri samgöngumála Blaðamenn heimsóttu sam- gönguráðuneytið I gær. Heim- sóknin var liður i rdðuneytakynn- ingu þeirri sem nú stendur yfir. Að afla fjár og eyða meginverkefni fjármálaráðuneytisins 1 gær skoðuöu blaðamenn fjár- málaráðuneytið i hinni viðamiklu „kynningu kerfisins” sem fram fer i tilefni af afmæli stjórnar- ráðsins. Það er ögerningur I stuttu máli að gera grein fyrir starfsemi þessa ráðuneytis, en i fljótu bragði má segja að hún fel- ist I þvi að heimta skatta og tolla, að eyða þvi sem inn kemur og fylgjast svo með og passa það sem keypt er fyrir peningana. Fyrst voru menn leiddir í nokk- urn sannleika um umfang starf- seminnar yfir kaffiboDa. Þar fluttu okkur tölur sinar deiJdar- stjórar og greindu frá starfinu. Fjármálaráðuneytið var stofnað Fagna samn- ingnum við F æreyinga Bæjarstjórn Seyðisf jarðar gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sinum i siðustu viku: „Bæjarstjórn Seyðisf jarðar fagnar þvi að samningar um gagnkvæm fiskveiðiréttindi skuli hafa verið gerður við Færeyinga. Bæjarstjórn telur þetta eðlileg viðskipti tveggja nágranna og hvata að nánari samskiptum þessara frændþjóöa.” Alyktun þessi var samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum. Varafulltrúi Alþýðubandalagsins i bæjarstjórn, Fjóla Svein- bjarnardóttir, sat hjá við at- kvæðagreiðsluna. —vh 1917 þegar Islendingar urðu svo lukkulegir að fá þrjá ráðherra. Siðan það gerðist hefur haldist i hendur aukning umsvifa rikisins, enstarfsmenn þess erunú milli 14 og 15 þúsund, og nokkur útþensla starfsmanna i rentukammerinu. Okkur var tjáð þarna á fundinum að skattategundir sem nm væru i brúkihjá þviopinbera væru milli 50 og 60 talsins. Bar starfsmönn- um saman um það að betra væri að hafa tekjustofna færri og stærri. Það er vel skiljanlegt af starfrænum orsökum. En rikið sér einnig allvel til þess að eyða þvi fé sem aflað er svo viða. Launagreiðslur þess á siðasta ári voru um 51 miljarður til 28. 245 einstaklinga en þeir sem stöðugt þiggja þessar velgjörðir voru 14-15 þúsund. Starfsmenn rikisins óku i erindum þess 8 miljón kiló- metra á siðasta ári (það mun svara til tiu ferða fram ogaftur til tunglsins) og fengu greiddar fyrir það 418 miljónir króna. Eftir aö hafa heyrt forstööu- menn allra deilda fjármálaráðu- neytisins kynna deildir sinar, voru skoðuð húsakynni. Þar á gangi héngu myndir af spila- mönnum, og vakti það athygli blaðamanna að á hverri mynd var einn sem svindlaði. Þá skoð- uðum við myndir af öllum fyrr- verandi fjármálaráöherrum, nema Matthiasi A. Mathiesen sem ekki hefur enn verið ramm- aður inn. Þess i stað gat að lita stóramynd af Onkel Joaki m utan á voldugum peningaskáp. Að lok- um gengum við niður á Sölvhóls- götu og skoðuðum húsnæði launa- deildarinnar en þar hefur margur rikisstarfsmaðurinn þreytt langa gleðistund. Til þeirrar deildar bárust á siðasta ári átta þúsund bréf, og var aðeins litill hluti þeirra jólakort og tækifæris- kveðjur. Mega menn af þvi sjá, að þótt tölvuvæðingin sé i fullum gangi i' fjármálaráðuneytinu, þá skortir ekki pappirinn. Lauk svo þessari heimsókn. sgt Fyrir svörum i ráðuneytinu varð Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytis- stjóri, en ásamt honum sinntu blaðamönnum þeir ólafur S. Valdimarsson skrifstofustjóri og Magnús Torfi Olafsson blaðafull- trúi ríkisstjórnarinnar. Gengið var um húsakynni ráðu- neytisins á 3. hæð i Arnarhváli og heilsað upp á starfsfólk, en þar starfa sex háskólamenntaðir menn og tveir skrifstofumenn. Siðan var sest að kaffidrykkju og rabbað við ráðuneytisstjóra. Kom fáttfréttnæmtút úr þeim umræð- um, enda ekki beinlinis um fréttaöflun að ræða. Samgönguráðuneytið var stofn- að árið 1947. Fyrsti ráðuneytis- stjóri var Páll Pálmason. Brynj- ólfur Ingólfsson hefur starfað i ráðuneytinu frá upphafi. Málaflokkarnir sem falla undir ráðuneytið eru margir: sam- göngur i lofti, láði og á legi, veðurstofur, póstur og simi og öll fjarskipti, vitar, hafnir og vegir — svo eitthvað sé nefnt. framhald á bls. 18 Umsjón: Helgi Ölafsson Skákþing Reykjavíkur Omar efstur Skákþing Reykjavikur hélt sinn vanagang siðastliöinn föstudag og sunnudag en þá voru tefldar 3ja og 4ða umferö. Orslit i A-riðli f 3. umferð urðu sem hér segir: Bragi Halldórsson vann Július Friðjónsson, Ómar Jónsson vann Guðmund Agústsson og Haraldur Haraldsson vann Jóhannes G. Jónsson. Jafntefli varð á milli Ás- geirs Þ. Arnasonar og Jónasar P. Erlingssonar. Tvær skákir fóru i bið, skák Sævars Bjarnasonar og Jóhanns Hjartarsonar og Björns Þorsteinssonar og Elvars Guð- mundssonar. Báðar skákirnar eru taldar jafnteflislegar. A sunnudaginn var svo tefld 4ða umferð. tJrslit urðu þessi: Ómar Jónsson vann Jóhann Hjartarson, Jónas P. Erlingsson vann Guö- mund Agústsson og Bragi Hall- dórsson vann Harald Haraldsson. Tvær skákir fóru i biö, skák Sævars og Björns en þar hefur Björn vinningsmöguleika og skák Elvars og Júliusar. Skák Asgeirs Þ. Arnasonar og Jóhannesar G. Jónssonar var frestað. Staðan að loknum 4 umferðum er þá þessi: 1. Ómar Jónsson 3 v. 2-3. Sævar Bjarnason 2 v. + 2 biðskákir 2-3. Björn Þorsteinsson 2 v. + 2 biðskákir 4. Asgeir Þ. Arnason 2 v. + frestuð skák 5-7. Jónas P. Erlingsson 2 v. 5-7. Bragi Halldórsson 2 v. 5-7. Haraldur llaraldsson 2 v. 8. Jóhann Hjartarson 1 1/2 v. + biðsk. 9. Elvar Guðmundsson 1 v. + 2 biðskákir 10-11. Julius Friðjónsson 1/2 v. + biðsk. 10-11. Jóhannes G. Jónsson 1/2 v. + frestuð skák 12. Guðmundur Ágústsson 1/2 v. Staðan er enn mjög óljós vegna fjölda biðskáka en likur eru fyrir að Björn Þorsteinsson nái for- ystunni úr hendi Ómars að þeim loknum. 4ða umferð mótsins bauð uppá margar athyglisverðar skákir s.s. eftirfarandi en hún skaut sigurvegaranum á toppinn: Hvitt: Ómar Jónsson Svart: Jóhann Hjartarson Holiensk vörn I. Rf3 g6 2. g3 Bg7 3. Bg2 f5 (Leiðir skákina yfir i hollenska vörn. Annar leikur og góður er 3. — c5.) 4. d4 RÍ6 5.0-0 0-0 6. c4d6 7. d5 Ra6 8. Rd4 Rc5 9. Rc3 e5 10 dxe6 (Auðvitað ekki 10. — Rxe6 11. Bxb7! o.s.frv.) II. b3 Dc7 (Hvi ekki strax 11. — Rxe6?) 12. Bf4 He8 13. Hcl Rh5 14. Rdb5!? (Stjórnandi hvitu mannanna er þekktur fyrir allt annað en að vera ósinkur á liðsmenn sina, en hér hendir hann sem sé fyrri kreddum fyrir róöa. Spjótin beinast að drottningarvængnum.) 14..cxb5 15. Bxd6 Da5? (Eftir þennan slaka leik er svarta staðan óumflýjanlega töpuð. Veita mátti harða mótspyrnu með 15. — Db6 en hugsanlega hefur svartur óttast 16. Rd5. Við nánari athugun kemur þó I ljós að þar er ekkert að óttast: 16. — Dxd6! 17. Rf6+ Rxf6 18. Dxd6 Rfe4 19. Ddl b4! ogsvartur hefur þrjá létta fyrir drottinguna og góða möguleika. tstað 16. Rd5 má reyna 16. e7 eða 16. Rxb5 en framhald á bls. 18 Plata fyrír pakkaverð 565 krónur Plytjendur:Brunaliðið,HalH,Laddi og fleiri. Fæst í hljómplötuverslunum um allt land. SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.