Þjóðviljinn - 03.02.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.02.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. febriiar 1979 AF EFNAHAGSUNDRI HINS FRIÁLSA FRAMTAKS AAinnsta og stærsta pressan í landinu (AAorgunblaðið og Alþýðublaðið) hafa gert sér tíðrætt um þá ákvörðun stjórnvalda að fá mig undirritaðan til að leysa aðsteðjandi efna- hagsvanda íslensku þjóðarinnar. Nú, ég verð að segja eins og er, að einhver verður að fara í skítverkin, og það var satt að seg ja f remur af þegnskap en öðru, sem ég tók að mér að leysa efnahagsvandann í eitt skipti fyrir öll. Auðvitað var Ijóst, að það þurfti ekki aðeins mann með haldgóða reynslu í skítverkum til að leysa ef nahagsvandann, heldur öllu f remur mann eins og mig, sem hef staðgóða þekkingu, menntun og reynslu í hagspeki yfirleitt. Það var ekki að ástæðulausu að viðreisnar- stjórnin fékk mig á sínum tíma til að leysa efnahagsvandann, sem þá blasti við. Þáver- andi stjórnarherrar vissu vel að ég var einn af örfáum íslendingum, sem hafði þá fífl- dirfsku til að bera á námsárum mínum í Þýskalandi að láta skrá mig í það sem kallað er á þýsku „Volkswirtschaft" — útleggst þjóðhagfræði — og það meira að segja við sjálfan Hamborgarháskóla. Ástæðan til þess að ég innritaðist í þá deild í Hamborg var sú að viðskiptadeildin við Háskóla fslands var á þeim árum (og er það ef til vill enn) kölluð „ruslakistan", svo þarna eygði ég gullið tæki- færi til að nema hagfræðivísindi við „rusla- kistuna" i Hamborgarháskóla. Við þetta nám var ég svo þar til mér hugkvæmdist að f letta því upp i Jóni Ofeigssyni, hvað ég væri að stúdera, en það varð líka til þess að ég hætti eins og skot og er samt einn menntaðasti hag- f ræðingur íslensku þjóðarinnar. Þess vegna er það einmitt að rikisstjórnir, hverju nafni sem þær nefnast, eru svo áf jáðar í að fá mig til að tjá mig um hvernig beri að leysa aðsteðjandi efnahagsvanda samtíðarinnar. Á næstunni munu lausnir mínar á vanda vinstri stjórnar verða gerðar heyrinkunnar alþjóð, svo ég hirði ekki um að birta þær hér. Hins vegar hef ég tilbúnar ráðleggingar til „Hægri stjórnar" (Við hagf ræðingarnir erum með svona á lager.) eða réttara sagt lausnir á öllum vanda, lausnir sem byggðar eru á töf ra- orðunum „frjálst framtak'Vyrirbrigði sem helst víst stundum í hendur við það sem kallað hefur verið kapítalismi. Og nú skal ég í sem stystu máli kynna ykkur, góðir sjálf stæðismenn, ef nahagsundrið, sem á svipstundu getur bjargað öllum efnahags- örðugleikum íslensku þjóðarinnar. I rekstri eru til tvenns konar fyrirtæki, þau sem skila arði og þau sem skila tapi. Arðbær f yrirtæki eiga rétt á sér. Fyrirtæki, sem rekin eru með tapi, á að sjálfsögðu að leggja niður. Og þá vaknar sú spurning: Hvaða fyrirtæki á Islandi á að leggja niður af því þau eru rekin með halla? Jú: Sjávarútveg, hraðfrystihús, landbúnað, verslun, iðnað, rafmagnsveitur, hitaveitur, að ekki sé nú talað um Tryggingar- stofnunina, sjúkrahús/ skóla, barnaheimili, Háskólann og svona mætti auðvitað endalaust telja. AAeð því að leggja öll slík fyrirtæki niður spöruðust tvöhundruð miljarðar á ári (200.000.000.000,—). Þegar svo þannig er búið að leggja niður alla hina óarðbæru aðalatvinnuvegi íslendinga til hagsbóta fyrir þjóðina, verður að sjálfsögðu eitthvað annað að koma í staðinn, já eitthvað sem gefur eitthvað í aðra hönd. Góðir Islend- ingar og aðrir sjálfstæðismenn. Hvaða fyrir- tæki eru það nú hér á Islandi, sem eru arðbær og eiga þess vegna rétt á sér. í staðinn fyrir landbúnað kemur sprúttsala. Fyrir verslun landabrugg. Fyrir hraðfrysti- húsiðnaðinn bílasölur. Fyrir útgerðina fast- eignasölur. Fyrir rafmagnsveitur og hita- veitur okurlánabrask. Fyrir Tryggingarstof n- unina kvöldsjoppur meðgati. Fyrir Háskólann hermang og að siðustu verður inn- og út- f lutningsverslunin, sem alltaf berst í bökkum og hefur verið rekin með stórhalla áratugum ef ekki öldum saman, leyst af hólmi með vín- veitingastöðum sem opnir verða allan sólar- hringinn. Það er auðvitað útaf síðast talda atriðinu, sem sjálfstæðismenn og ungkratarhafa komiS með þá rökstuddu tillögu um lausn efnahags vandans, að hafa brennivinsbúllur opnar allan sólarhringinn. Þá fyrst fengi nú ríkissjóður tekjur af arðbærum fyrirtækjum hins frjálsa f ramtaks. Að síðustu leyf i ég mér svo að benda á f jár- öflunarleið, sem mjög hefur verið hampað t öllum dagblöðunum að undanförnu. Farið inní eitthvert pósthús suður með sjó fyrir allar aldir, Ef þar er fyrir alein kona, slökkvið þá Ijósin og potið einhverju hörðu í hana, heimtið fyrir það hálfa miljón og efnahagsvandi ein- staklingsins er leystur. Sem sagt, góðir sjálfstæðismenn og konur: i viðskiptunum verið klár, víst er fátt þar bannað. Það er enginn vandi að afla fjár ef að maður kann að fremja illt, sem ekki verður sannað. Flosi. Enn um slæma reynslu af kynsjúkdómadeild Þaf> var fró&legt, fannst mér, aö lesa bréfiö frá „einni ólofaöri” sem birt var i Þjóöviljanum s.l. fimmtudag. Ég get tekiö undir orð hennar hvað varðar fram- komu hjúkrunarkvenna kynsjúk- dómadeildar Heilsuverndar- stöðvarinnar. Fyrir nokkrum árum upp- götvaöi ég aö ég var komin meö flatlús og leitaði því á náöir kyn- sjúkdómadeildar til aö fá bót meina minna. Framkoma hjúkrunarkvenna deildarinnar var vægast sagt óþægileg og óvi&eigandi. Fyrirlitningar- svipur, vandlætingartónn og kuldalegt fas var þaö sem mætti mér. Ég haföi óneitanlega á til- finningunni aö þær gengju út frá þvl aö ég væri afskaplega lauslát. Er þaö grátbroslegt i ljósi þess aö kynni min af karlmönnum og kynlifi voru á þeim tima vægast sagt litil — gátu vart minni veriö. Burtséö frá þvi er kynlif sjúk- lings einkamál hans. Þaö kemur hjúkrunarkonunum hreint ekkert viö hvar eöa hvernig sjúklingur- inn náöi i óværuna. Skylda þeirra er aöeins sú aö greiöa götu sjúk- lingsins og sjá til þess aö hann fái bót meina sinna. Hlutverk þeirra er ekki aö setjast I dómarasætiö. Þær mættu minnast þess aö elskuleg og fordómalaus fram- koma er gulls Igildi. Þaö er þannig framkoma sem sjúklingar i flestum tilfellum þarfnast. Aö- gát skal höfö í nærveru sálar. Fróölegt væri aö heyra um reynslu karlmanns sem heimsótt heföi kynsjúkdómadeildina. Óneitaniega læöist aö mér sá grunur aö hún sé önnur. Aö lokum vil ég taka fram aö læknirinn Sæmundur Kjartansson var mjög elskulegur og haföi ég ékkert nema gott af honum að segja. S.H. Orðsending til um- boðsmanna Þjóðviljans Þeir umboðsmenn, sem ekki hafa þegar lokið ársuppgjöri fyrir s.l. ár, eru vinsam- legast áminntir um að það þarf að gerast fyrir 31. janúar. Uppgjöri þarf að fylgja lokaskilagrein. WOÐVIUINN Ökurteisi í Lélegir Þaö er nú hreinasta tilviljun aö ég skuii skrifa lesendabréf, hvaö þá um kvikmyndir þar sem við hjónin förum ekki oft á bió. Viö iétum þó til leiðast i gærkveldi og fórum að sjá „Seven Beauties”. Myndin var i alla staði skemmti- leg og vel gerö en mikiö skeifing reglukæru tókst henni þó að fá kápuna afhenta. Nákvæmlega það sama kom fyrir hina um siðastliöna helgi eftir dansleik i Sigtúni. I þetta skipti þvertók starfsfólkið fyrir að afhenda kápuna og ætlaöi að láta kasta konunni út i frostiö. Svo vel vildi þó til, að vingjarnlegur Sigtúni Viö getum ekki oröa bundist vegna framferðis starfsfólks i fatageymslu veitingahússins „Sigtún önnur okkar varö fyrir því óhappi á dansleik i Sigtúni fyrir nokkrum vikum, aö hún glataði fatageymslunúmerinu. Hún var i fylgdmeðfleirum ogsást vart vin ánokkrum i hópnum. Starfefólkiö i fatageymslunni neitaði aö af- henda konunni kápuna og ætlaöi meira aösegja að láta dyraverði kasta henni út i 10-stiga gaddinn, kápulausri. Með hótun um lög- þjónn i Sigtúni bauöst til aö aka henni og samferðafólki hennar heim. Við spyrjum: Getur Sigmar i Sigtúni ekki gert ráð fyrir að fólk glati númerum og gefiö mönnum kost á að fá samt yfirhafnir si'nar, td. gegn framvi'sun persónuskil- rikja? Þarf endilega aö álita alla þjófa, sem kasta skuli út i gadd- inn? Getur starfsfólk i fata- geymslu Sigtúns sýnt kurteisi og tillitssemi? Tvær reiöar i Breiöholtinu textar var islenska þýöingin hráslaga- leg. Oft vantaöi texta, þótt munn- ar ieikenda hreyfðust stanslaust. Loks þegar islenskur texti birt- ist (ef islensku skyldi kalla) var hún svo mikil vitleysa að hvorki mannlegur heili né tölva hefðu getaðskilið meininguna. Eitt sinn sagöi söguhetjan að heívltlegt væri I lestinni. Ég er nú enginn málfræðingur en einhvern veginn fannst mér þetta vitlaust og hlyti aöverahrá þýðing af „like hell”, eða hvaö? Nú fleira mætti nefna en ekki ástæða til aö svo stöddu. Hins vegar finnst mér skipta miklu máli aö vandað sé til við textagerð. Textar eru oft eini tengiliður áhorfenda við söguper- sónur sem mæla á annarlega tungu. Veltur þvi mikið á þýöend- um að þeir þýði rétt og skýrt. Þótt munnar söguhetja hreyföust á italska visu, var talið enskt og það svolitið loðiö á köflum. Þó bjargaöi það mörgum manninum frá að tapa söguþræöinum. Ég legg til að kvikmyndahúsin skýri frá i auglýsingum sinum hvers lenskar myndir eru, hvaða mál er lagt leikendum i munn og hvers lenskir textar eru. Þetta gera þeir i Stjörnubið þvi' nú sýna þeir æsispennandi og djarfa ílaiska kvikmynd i litum, með ensku tali og dönskum textum. Fyrirgefiö þið, Ein i miðbænum. Ekki verbúd, heldur gott hótel Vegna greinar forsvarsmanns 48 Vestmannaeyinga i Lesenda- dálki 20. janúar s.l., viljum viö taka fram aö ég og kona min bjuggum þennan sama tima og þeir á E1 Bajondillo, 'sem þeir þykjast gcta flokkaö sem 2. flokks hótel eöa jafnvel verbúö. Þessu mótmælum viö eindregiö. Hótel E1 Bajondillo er mjög gott 3 stjörnu hótel staösett á strönd Torremolinos rétt hjá miöbæn- um. Tvær sundlaugar eru viö hóteliö, ágætis matsalur og margt fl. Varöandi aöra gesti á hótelinu er þaö aö segja, aö á vinsælu og eftirsóttu hóteli eins og EI Bajon dillo geta knattspyrnumenn frá Vestmannaeyjum ekki búist viö aö vera einir og veröa þvi aö taka tillit til annarra. Um leiö og viö þökkum Sam- vinnuferöum hf. fyrir góöa ferö viljum viö benda fólki á a& ekki er vist aö allt sé rétt þó á prent sé komiö, og skyldu menn þvi taka bréf Vestmannaeyinganna meö varúö. Viö þykjumst þess fullviss aö margir Islendingar, sem dval- ist hafa á E1 Bajöndillo á vegum Samvinnuferða hf., eru okkur sammála. Sigurjón Haröarson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.