Þjóðviljinn - 10.02.1979, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. febrúar 1979.
AF „NUÐGUN”
„O tempora O mores", sagði Clavtus
Narcitus Sextimus ræðismaður f Róm, þegar
unnusti hans og hálfbróðir, Levítus Pallus
Pósthúmus, át — að Clavíusi viðlátnum —
hvolpana innanúr hvolpafullri frillu sinni,
Pomeraníantíkinni Dolcítu.
Á sama hátt og Clavíusi þannig blöskraði
breyttir tímar og breyttir siðir, virðist okkur,
tvöþúsund árum síðar, oft erfitt að fylgjast
með hinni hröðu framvindu siðvæðingarinnar
í samfélaginu.
Nú hef ur verið brotið blað i íslenskri réttar-
farssögu. Ung stúlka kærði ungan mann fyrir
að hafa í tvígang með nokkurra daga millibili
tekið sig nauðuga, og lái henni enginn. Það
hálfa væri sannarlega nóg. AAannkertið var
auðvitað „sóttur" eins og skot, stungið inn og
hann látinn dúsa undir lás og slá uns Saka-
dómur neitaði að fallast á þá málaleitan lög-
reglunnar aðhann yrði hnepptur í gæsluvarð-
hald.
Nú veit ég ekki nokkurn skapaðan hlut um
þetta sérstaka nauðgunartilfelli, sem er vafa-
laust leiðindamál, og nóg um það. Hinu er ekki
að leyna, að lögreglan hefur að undanförnu
sætt töluverðri gagnrýni vegna gæsluvarð-
haldsgleði.
Kærur um nauðganir virðast nú til dags vera
orðnar því sem næst daglegt brauð, og ég segi
nú bara „öðruvísi mér áður brá". Því á sama
hátt og maðurinn sagði forðum: „Hvenær
drepur maður mann og hvenær drepur maður
ekki mann?", getur maður svo sannarlega
sagt: „Hvenær nauðgar maður konu og hve-
nær nauðgar maður ekki konu?".
Og þetta er nú mergurinn málsins. Svo mjög
hef ur siðgæðinu í landinu hrakað, að kvenfólk
virðist vera farið að taka það sem sjálfsagt
mál að þeim sé ekki nauðgað.
Á meðan siðgæði var enn við lýði hérna í
borginni okkar, nánar tiltekið hérna vestur í
bæ, þótti sú dama í vafasamara lagi, sem ekki
þurfti að nauðga, ef fólk á annað borð ætlaði
að lifa eðlilegu lífi. Stelpa sem lét undan
strákunum af fúsum og frjálsum vilja var
einfaldlega kölluð helvítis mella. Enda voru
menn oft ægilega útleiknir eftir vel heppnað
ástarlíf með siðprúðum stúlkum, nefbrotnir,
með glóðarauga á báðum og stundum jafnvel
tönn fátækari. Fordæmin voru sótt beint í ríki
náttúrunnar, enda voru þá kettir á hverju
heimili.
Nú eru strákarnir kærðir, ef þeir nauðga
sömu stelpunni tvisvar — þrisvar í viku, og
þess eru jafnvel dæmi að stúlkur hafi viljað
hafa vaðið fyrir neðan sig og kært nauðgun
áður en þær skelltu sér í Öðal eða Holywood.
Áður var hugakið skilgreint þannig:
„Nuðgun" telst samræði karls og konu þar til
bæði fer að langa.
Nú orðið eru skilgreiningarnar sannarlega
orðnar langsóttari. ( síðasta hefti kvenlög-
fræðingaritsins „Hnefaréttur" fjallar Hug-
björt Sveinsdóttir hugtakafræðingur (ideolog)
um nauðganir sem slíkar í merkri grein, sem
hún nefnir: „Nauðganir almennt". Þar segir
Hugbjört orðrétt:
„Afstaða almennings í landinu til meintra
nauðgana hef ur á síðustu árum gerbreyst. Áð-
ur voru öll tilbrigði þessarar athafnar sett
undir einn hatt. Nú hefur þetta gerbreyst.
Fólk er farið að gera greinarmun á meintri
nauðgun og ómeðvitaðri nauðgun. Þá er regin-
munur á nauðgun í sjálfsvörn og frumkvæðis-
nauðgun, að ekki sé talað um nauðgun af van-
gá eða f yrir handvömm. Auðgunarnauðgun er
litin mjög alvarlegum augum, að ekki sé talað
um öfuga nauðgun, sem skiptist í marga
undirflokka, en þeirra stærstur er tvímæla-
laust sá, þegar konur nauðga körlum..."
Nei, ég held ég verði að taka undir með
stráknum sem svaf í sama svefnpoka og
stelpa í tjaldi á Þingvöllum í þrjár nætur í röð
og var kærður fyrir að hafa nauðgað henni á
hverri nóttu:
Til iðrunar ég ekki finn,
undarlegt hvernig er látið,
mér er stungið inn, ef ég sting honum inn,
ég stenst bara ekki mátið.
Flosi.
Fiskeldismenn gagnrýna
V eiðimálastofnun
Eins og Þjóöviljinn skýröi frá
i vikunnikom fram nokkuð hörð
gagnrýni á starfsemi Veiði-
málastofnunarinnar þegar um-
ræður um fiskeldi stóðu yfir á
ráðunautafundum Búnaðarfé-
lagsins að Hótel Sögu. Þessari'
gagnrýni var komið á framfæri i
erindi dr. Björns Jóhannesson-
ar.
Nota ekki innlenda
framleiðslu
Dr. Björn greindi frá þvi, að i
Kollafjarðarstöðinni hefðu verið
gerðar tilraunir með notkun
innlends fiskfóðurs sem var
framleitt undir forsjá Jónasar
Bjarnasonar. Byrjunarörðug-
leikar i framleiðslunni hefðu nú
verið yfirstignir með svo góðum
árangri að laxaseiði sem nærð-
ust á innlenda fóörinu væru ekki
einasta falleg og friskleg,heldur
yxu þau hraðar en seiði sem ól-
ust á erlendu fóðri. Björn kvað
þvi' niðurstöðurnar ótrúlega
hagstæöar, en sagði það grun
sinn að þær hefðu að ófyrirsynju
fallið 1 gleymsku. Veiöimála-
stofnun hefði ekki einusinni lát-
ið sér nægja að hætta sjálf að
nota innlenda fóðrið i Kolla-
fjarðarstöðinni. heldur beinlfnis
ráðlagt gegn notkun þess. Mátti
ráða af máli Björns að þarna
væri nokkur ljóður á ráði þeirra
sem um veiöimál sýsla. Þess
má geta, aö langdýrasti hluti
fiskfóðursins er fiskimjöl. Það
er framleitt hér á landi úr mjög
góðu hráefni og fæst hér jafnan
á lægra verði en erlendis. Inn-
lend fiskfóðurframleiðsla
myndi þvi spara gjaldeyri og
viðurkennd gæði hennar yrðu
efalaust lyftistöng fyrir eldis-
iönað, að dómi Björns.
Skemmir veiðimála-
stofnun laxárnar?
Björn gerði lika kynbætur á
laxastofnum aö umtalsefni.
Taldi hann auðsætt, aö með
kerfisbundnu úrvali mætti fá
fram islenska laxastofiia sem
væru miklu stórvaxnari og jafn-
stærri en þeir laxar sem nú
gengju i' islenskar ár. Ætlaði
hann, að ná mætti upp stofni,
sem heföi 15 punda meðalþunga
eftir tveggja ára veru i sjó eða 8
punda meðalþyngd eftir eitt ár í
sjó. Taldi hann eftir miklum
fjármunum að slægjast i kyn-
bótum. Þvi miður bólaði hins
vegar ekki á viðleitni til að kyn-
bæta fslenska laxastofna, nema
hvað eldistöðvar, aðrar en
Kollafjarðarstöðin, freistuðu
þess að afla væns fisks til und-
aneldis. Kollaf jarðarstöðin
stæði hins vegar 1 þvi að dreifa
smávöxnum laxastofni um
landið. En dr. Björn kvað það
mega kallast afræktun eöa
skemmd á viðkomandi laxá, ef
þarerslepptseiðum af smálaxi.
Kollafjarðarmóri
Þá ræddi dr. Björn slakar
endurheimtur islenskra laxa-
seiða. Hann upplýsti að athug-
anir f sænskum eldisstöðvum
sem náöu yfir þriggja ára skeið
hefðu leitt i ljós að meðalheimt-
ur þar væru um 14%. Heimtur i
Kollafirði væri hinsvegar um
eða undir 5%. Dr. Björn taldi
það lélegt i ljósi hárrar endur-
heimtu nátturlegra laxaseiða 1
islenskum ám. Undirbúningur
og meðferð laxaseiða væri
vandasamt verk, en þvi miður
virtist sem aðstaða eða vinnu-
brögð við Kollafjarðarstöðina
hefðu alla tið verið léleg hvað
áhrærði heimtur gönguseiða.
Þetta taldi hanngeta staðið efl-
ingu fiskieldis fyrir þrifum þar
semtrauðla fengist fjármagn til
uppbyggingar fiskeldistöðva ef
endurheimtur yrðu svo lakar
sem raun ber vitni. Likti Björn
þessuviðað draugur heföi skot-
ið upp höfði og tefði framsókn á
þessu sviði. Þann draug mætti
eftir atvikum kalla Kollafjarð-
armóra og hann væri nauðsyn-
legt að kveða niður sem fyrst.
ÖS
Rangfært eða
segir veiðimálastjóri'
Einsog skýrt er frá hér
á síöunni kom erindi dr.
Björns Jóhannessonar
sem hann flutti um fisk-
eldi á ráðunautafundi
Búnaðarfélagsin^ ýms-
um til að reisa burstir.
Þór veiöimá last jóri
dreifði. m.a. riti til varn-
ar stofnun sinni sem bar
yfirskriftina „Sendingu
svarað". Hann sté einnig
í pontu og átaldi erindi
Björns harðlega. Kvaö
hann Björn mega „dútla"
við fiskeldismál, en þar-
meö væri ekki sagt að
hann gæti talist fagmað-
ur á þessu sviði. Sagði
Þór málsmeðferð hans
einkennastaf dylgjum og
rangfæslum og taldi
miður að tími gæfist vart
til að ræða það allt.
Sfðan vék veiöimálastjóri að
gagnrýninni og sagði m.a. að
allt tal um aö Veiðimálastofn-
unin styddi ekki viö bak inn-
lendrar fóðurframleiðslu félli
um koll ef málsatriði væru skoð-
uð nánar. Notkun stofnunarinn-
ar á fóöri þvi sem sett var sam-
an aö forskrift Jónasar Bjarna-
sonar hefðu skaðaö hana svo
næmi 12 — 15 mujónum. ao visu
hefði siðar tekist aö gera fóður
sem seiði þroskuðust eðlilega
af. Agæti þess kæmi hins vegar
ekki i ljós fyrr en þau seiöi færu
að heimtast til baka. Þangað til
héldi stofnunin að sér höndum
með áframhaldandi nýtingu á
þvi fóðri.
Vinnubrögð víst
viðunnandi
Veiðimálastjóri kvaö Björn
hafa ýmist misskilið, fariö meö
rangt mál eöa dylgjað þegar
hann ræddi um endurheimtur
laxa. Sagði hann aö árangur af
merktum tilraunahópum hefði
verið frá 15% endurheimtum
niöur i engar þegar verst hefði
látið. Taldi hann aö slakar
heimtur merktra seiða gætu
m.a. orsakast af þeim merkjum
sem notuð voru. Ný örmerki
væru nú notuð. Hann kvað það
rétt að aðstöðu væri i ýmsu á-
fátt i Kollafjarðarstööinni, en
um vinnubrögðin ætlaði hann
ekki að dæma sjálfur. Björn
teldi þau ekki nægilega góð, en
erlendir fiskifræöingar hefðu
talið þau meir en viðunandi. Aö
lokum sagöi veiöimálastjóri aö
margir sem teldu sig áhuga-
menn um fiskeldi hefðu ruðst
fram með háværar yfirlýsingar
á siöustu árum. Þeir hefðu ráð-
ist að lögboðinni starfsemi á
þessu sviði meö hverskonar
ráðum. Arásarherferðiir þessar
niöurrifsafla hefðu unniö mikil
óþurftarverk. Taldi Þór vand-
séð hvenær þessu linnti.
Ýmsu ósvarað
Þess er rétt að geta að eitt
alvarlegasta atriðiö I þeirri
gagnrýni sem Veiöimálastofn--
unin sætti, var aö dómi blaða-
manns sú staðhæfing, aö stofn-
unin dreiföi seiðum af smálaxi i
veiðiár á tslandi. Slikt má telj-
ast skemmd á viðkomandi
'laxá. Þessu lét Þór veiðimála-
stjóri ósvarað bæði I ræöu sinni
og dreifiritinu. Fyrir þessu hlýt-
ur stofnunin að gera grein hið
bráöasta. Þaö er með öllu óþol-
andi ef það reynist rétt vera, aö
fjármunum stofnunarinnar sé
sóaö i slikt „uppbyggingar-
starf”. Nógu er samt varið i
ræktun veiöiáa sem alþýða
manna getur ekki keypt sér að-
gang að sökum dýrleika. ÖS.