Þjóðviljinn - 10.02.1979, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. febrúar 1979.
Út af fyrir sig er ég ánægöur -
meö þaö mikla frumkvæöi sem
kennaranemar hafa sýnt málum
skóla sins aö undanförnu þó aö
mér finnist aö visu aö málefna-
legur undirbúningur hafi veriö
nokkuö fljótfærnisiegur og yfir-
boröskenndur. En þetta framtak
sýnir iifandi áhuga sem iofar
góöu. Hitt væri auövitaö miklu
verra ef nemendur væru sljóir og
áhugaiausir um eigin hag og hag
skólans, sagöi Ragnar Arnalds
menntamálaráöherra I samtali
sem Þjóöviijinn átti viö hann i
gær um máiefni Kennaraháskóla
isiands og mótm æiaáögeröir
kennaranema.
Af hverju hafa ekki
veriö gerdar bráda—
birgðaráðstafanir
í húsnæðismálum?
— Telurðu ástand skólans jafn
slæmt og nemendur og kennarar
láta i veðri vaka?
— Já, staðreyndin er sú að
undanfarin ár hefur verið aö
þróast vandræðaástand i
Kennaraháskólanum. Undirrótin
er að sjálfsögðu hin mikla f jölgun
Kröfuganga nemenda og kennara Kennaraháskólans á mánudag. (Ljósm.: Leifur)
„Urbætur gerast ekki eftir
hókus pókus aðferðinni”
Viötal viö Ragnar Arnalds
menntamálaráðherra um
vandamál Kennaraháskólans
og aögeröir kennaranema
sem orðið hefur i skólanum. Um
áramótin 1975/76 voruþar um 300
nemendur en nii eru þeir um 400.
Þessari fjölgun hefur ekki verið
mættmeð eðlilegum ráöstöfunum
en húsnæðisvanda má auðvitað
leysa með ýmsum hætti. Háskóli
islands hefur t.d. brugöiö á það
ráð að taka leiguhúsnæði til
bráðabirgða og þar hefur fjölg-
unin auðvitað oft orðið miklu
meiri en þetta og satt að segja
botna égekkert iþvi að ekki hefur
tekist að gera bráðabirgðaráð-
stafanir til að mæta þessari
fjölgun.
— Nú hefur þú orðiö fyrir
persónulégu aðkasti vegna þess-
ara mála?
— Það er eins og hvert annað
grrn fyrir alla þá sem þekkja
málavexti. Hvers konar fjármál,
launamál og húsnæðismdl varö-
andi skólaárið 1978/79 voru
ákveðin löngu áöur en þessi rikis-
stjórn komst til valda og i raun
voru þessir þættir dkveönir i
grófum dráttum i afgreiðslu f jár-
laga 1978 fyrir einu ári siðan.
Bókavaröarmáliö
Þaö eina sem með einhverjum
hætti væri hægt að skrifa á okkar
reikning þetta skólaár er bóka-
varöarmálið sem ég haföi ekki
hugmynd um aö væri vandamál
fyrr en einum degi áður en mót-
mælaaðgerðirnar hófust. Þetta
hefur að vfsu lengi verið vand-
ræðamál. Fjárveitingarnefnd
hefur i 4 ár neitaö aö samþykkja
þennan bókavörð og mennta-
málaráðuneytiö hefur jafn lengi
orðið að bjarga þessu máli með
bráðabirgðaráðstöfunum.
Fjárveitinganefnd heftir saini-
lega ekki kynnt sér hvernig
kennslu i skólanum er háttað og
ekki áttað sig d þvi, að tveir
menntaðir bókaverðir væri
grundvallaratriöi í rekstri skól-
ans. Þeir hafa sagt sem svo að
einn hlyti að duga en það er mikill
misskilningur.
Nú fyrir jólin geröist ekki
annað en þaö sem hefur gerst
margs sinnis áður aö fjár-
veitinganefnd neitaði að fallast á
ráöningu þessa bókavaröar og
enn einu sinni varö menntamála-
ráöuneytið aðfara á stúfana til að
leysa vandann eftir öðrum
leiöum.
Viöteljum aö Alþingi hafi sam-
þykkt tvær nýjar kennarastöður
við skólann og viljum nú nota
aðra stöðuna i þessuskyni. Bréfa-
skriftir af hálfu ráðuneytisins
hófust strax eftir nýár en þaö er
mikill seinagangur i kerfinu og
enn er lausnin ekki fengin.
— Hvenær má búast við aö hún
fáist?
— Málið er nú hjá svonefhdri
ráðninganefnd og ég geri mér
vonir um að lausn fáist i næstu
viku.
— En þú sjálfur varst sem sagt
óvitandi um bókavarðarmáliö
fyrr en fyrir nokkrum dögum?
— Satt að segja finnst mér að
einhver hefði mátt hvisla að mér
að þarna væri stórvandamál á
ferðinni, áður en allur þessi mikli
hávaði hófst út af þessari stööu.
Eg hef margs sinnis hitt nem-
endur, kennara og rektor og rætt
við þá um ýmis vandamál skólans
enégfrétti það fyrst frá aðstoðar-
manni mínum s.l. sunnudags-
kvöld að þetta mál yrði eitt aðal-
númeriö i kröfugöngu á hendur
ráðuneytinu daginn eftir.
Nýby ggingarmálin
— Varekki kröfugangan lika út
af nýbyggingamálum skólans?
— Jú, þaö er hárrétt. Þegar
kemur að húsnæðismálum þá
hitta nemendur naglann á
höfuðið. Kennaraháskólinn er i
raun og veru aðeins hálfbyggður
og brýn þörf að hefja bygginga-
framkvæmdir á ný. Skólinn fékk
nokkrar fjárveitingar 1977 — og
1978 en i haust fékkst ekki leyfi
samstarfsnefndar um opinberar
byggingar. Hún vildiekkileyfa að
framkvæmdir hæfust rétt í
vetrarbyrjun og auövitað var
þetta ekki eina byggingin sem
komst ekki af stað af þessum
orsökum. Vafalaust skipta þær
byggingaframkvæmdir tugum
sem fengu þessa meöferð.
— Hvert er vald þessarar sam-
starfsnefndar?
—- Hún gerir athugasemdir við
teikningar og á að gæta þess að
ekki sé bruölað með opinbert fé
og tryggja aö framkvæmdir séu
unnar i heillegum áföngum og á
sem hagkvæmastan hátt. I henni
sitja fulltrúar fjárveitinga-
neftidar, fjármálaráðuneytisins,
Innkaupastofnunar rikisins og
fleiri embættismenn.
— En hvað er þá til lausnar i
húsnæðisvanda Kennaraháskól-
ans?
— Nýbyggingin er auðvitaö
langtimamarkmiö en nú er
brýnast af öllu að gerðar séu ráð-
stafanir fyrir næstu 2 skólaár. Ég
hef áður neftit möguleika á leigu-
húsnæði en annar er sá að settar
veröi upp færanlegar kennslu-
stofur við skólann. I þessu sam-
bandi blandast iika inn i myndina
umræður sem veriö hafa i gangi
m.a. i Kennaraháskólanum um
breytta tilhögun æfingakennsl-
unnar. Ymsir hafa talið eölilegra
að i'Kennaraháskóla Islands væri
fyrst og fremst stjórnstöð fyrir
æfingakennslu en hún sjálf færi
fram i venjulegum grunnskóla.
Þetta verður skoöaö i tengslum
við minnkandi aldursárganga i
Hliöahverfi og Austurbænum. Ef
einhver breyting verður gerð i
þessum efnum mundi það einnig
verða til þess að draga úr
þrengslum i Kennara-
háskólanum.
— Ætlar þú að beita þér sér-
staklega fyrir lausn á hinum
Ragnar Arnalds: Hitt væri
auövitaö miklu verra ef nem-
endur væru sljóir um eigin hag og
hag skólans. (Ljósm.: eik)
ýmsu vandamálum Kennara-
háskólans?
— Ég vil taka það fram að
vandamálin i skólanum hafa
verið til umræðu æði oft hér i
ráðuneytinu siðan ég kom hingað
og ég skipaði nefnd i haust til þess
að endurskoöa það frumvarp um
Kennaraháskólann sem lagt var
fyrir Alþingi á s.l. vetri en ekki
náði st samstaða um. Þá beitti ég
mér nýlega fyrir fundi i mennta-
málanefnd Alþýðubandalagsins
þar sem fyrst og fremst var rætt
um vandamál Kennaraháskól-
ans. En úrbætur á vandamálum
skólans gerast þvi miður ekki
eftir hókus pókus aðferðinni.
Réttindalausu
kennararnir
— Þú hefur verið sakaður um
aö vilja gera kennaranám að
igildi bréfaskólanáms?
— Ég vil ekki ræða málið á
þessum grundvelli af þvi að þaö
er einfaldlega alger misskiln-
ingur að einhverjum hafi dottið I
hug að leysa vanda réttinda-
lausra kennara fyrst og fremst -
meðbréfaskólanámi. Aðdragandi
þessa máls er sá að Alþingi sam-
þykkti i fyrra aö gefa réttinda-
lausum kennurum sem þá höfðu
kennt i minnst 4 ár kost á þvi' að
öðlast réttindi með viðbótarnámi
sem auðvitað var hugsað sem
skemmri skirn.
Það er alkunn staðreynd að
lengi hefur verið haldið uppi
kennslu i heilum landshlutum
með réttindalausu fólki og skóla-
starf heföi lagst niður i mörgum
héruðum landsins seinustu 2 ára-
tugi ef ekki heföi veriö fallist á að
ráða þetta fólk. Neíndsem skipuð
var til að gera tillögur um nám
þess£U"a kennara miöaði störf sin
við að þetta fólk kæmi til náms i
Kennaraháskólanum og væri þar
einn, tvo og jafnvel þrjá vetur.
„Ég held aö aögeröir nemenda yröu beinskeyttarl og árangur þeirra
meiri ef málin yröu rædd I góöu tómi áöur en nemendur fylla alla stiga-
ganga hjá okkur I ráöuneytinu”.
Auðvitað voru þessar tillögur
hárréttar ef einungis er horft á
málið frá menntunarlegu sjónar-
miði en á þeim voru augljóslega
ýmsir praktiskir gallar. 1 fýrsta
lagi hefðu ekki nema sárafáir
réttindalausir kennarar treyst sér
til að gangast undir þessi skil-
yrði. I öðrulagi var engin aðstaða
i Kennaraháskólanum til að taka
við þessum stóra hóp á reglu-
legum kennslutima. Og i þriöja
lagi hefur það gerst siðan nefndin
mótaði tillögur sinar að starfs-
timi kennara hefur hlotið sér-
staka viðurkenningu i nýlega
gerðum samningi við kennara-
samtökin þannig að 8ára kennsla
var metin til tveggja launaflokka
og 4 ára kennsla hækkaði menn
um einn launaflokk. Þessu mót-
mælti enginn.
Ég skýrði formanni þessarar
nefndar frá þvi fyrir nokkru að
endurskoða yrði tillögur nefndar-
innar bæði i ljósi þess sem fram-
kvæmanlegt væri og gerst hefði.
Hann lofaði að kynna nefndinni
þessi nýju viðhorf svo að við
gætum rættmálin frekar áður en
ákvarðanir yrðu teknar.
Kennaranemar
á hálum ís
Ég hef ekkert á móti þvi að
hugmyndir minar fari sem viðast
og séu vandlega ræddar áður en
ákvaröanir eru teknar en
óneitanlega fannst mér nokkuö
langt gengið þegar kennaranemi
tekur sér það hlutverk að kynna
fyrir blaðamanni á blaðamanna-
fundi „ákvarðanir” ráðherra
varðandi réttindalausa kennara
þarsem hver misskilningurinn og
rangfærslan eltiraðra. Lauslegar
hugmyndir sem ég setti fram til
nánari umræðu eru togaðar og
teygðar i ýmsar áttir og til-
kynntar sem ákvarðanir
ráðherra. Slik vinnubrögð eru og
verða aldrei annað en fljótfærni
sem auðvelt er að fyrirgefa en
geta torveldað að komist verði að
niðurstöðu sem samstaða geti
tekist um, sérstaklega eftir að
búið er að básúna i fjölmiðlum aö
þetta hafi verið ákveðið og hinir
ýmsu hagsmunaaöilar hafa þegar
komið sér fyrir i skot-
gröfunum. Ég efast um að
kennaranemar hafi gert sinum
sjónarmiðum raunverulegt gagn
með þessum vinnubrögðum.
Kennarar með próf frá gamla
Kennaraskólanum háðu erfiða
baráttu til að fá það próf viður-
kennt sem jafngildi núverandi
kennaraprófs að teknu tálliti til
starfsaldurs. Ég studdi baráttu
þeirra eindregið og ég var ákaf-
lega feginn að háskólamenntaðir
kennarar skyldu ekki rjúka upp
til handa og fóta og snúast gegn
stéttarbræörum sinum. Þeir hafa
sjálfsagt ekki verið hrifnir en þeir
voru nægjanlega stéttarlega
þenkjandi til að láta kyrrt liggja
þótt auðvitaö hafi þeir miklu
merkilegri próf upp á vasann.
Nú er f jallað um réttindi annars
fjölmenns hóps i kennarastéttinni
og ég held að kennaranemar séu
komnir út á mjög hálan Is ef þeir
ætla að taka upp hörkubaráttu
gegn væntanlegum samstarfs-
mönnum og stéttarbræðrum.
— Aö lokum, Ragnar. Eru
aðferðir kennaranema aö þinu
skapi?
Tilbúinn að koma
— Það er ákaflega auövelt að
hitta á veika punkta i skólakerfi
okkar og Kennaraháskóli íslands
er eitt af stórum vandamálum i
islensku skólakerfi. Ég fagna þvi
mjög að nemendur almennt láti
málefni skóla sinna sem mest til
sin taka en ég held að þaö væri
gæfulegra fyrir alla aðila aö áður
en miklar aðgerðir eru skipu-
lagðar yrði rætt viö okkur i
menntamálaráðuneytinu um
vandamálin svo að unnt sé aö
forðast misskilning. A öld áróðurs
og auglýsinga erum við öll börn
okkar tima og ég held að aðgeröir
nemenda yrðu beinskeyttari og
árangur þeirra meiri ef málin
væru rædd i góðu tómi áður en
nemendur fylla alla stigaganga
hjá okkur hér i ráöuneytinu.
Ég er tilbúinn aö koma og ræða
við þá einhvern tima á næstu
vikum en þvi miöur er annrikiö
geysilegt þessa stundina: efiia-
hagsmálin i brennipunkti,
Norðurlandaráðsfundur i aðsigi
og vandamál við fleiri skóla en
þennan svo að við verðum að sjá
til hvenær ég get komiö i heim-
sókn. —GFr