Þjóðviljinn - 10.02.1979, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. febrtiar 1979.
uoavnitW
á
sunnudag
Efni m.a.:
Dagur i Alþýðuleik
húsinu.
Heimsókn í þriðja
leikhús Reykjavíkur
í helgarviðtali segir
Valdimar Örnólfsson
frá ferli sínum sem
íþróttakennari,
skiðamaður, söngvari
og leikari
Nosferatu —
Ingibjörg
Haraldsdóttir skrifar
um nýjustu
mynd Herzogs
Úr almanakinu:
Var fjölmiðlakönnunin marktæk?
DJÚDVIUINN
Með hauk í homi
Ríkarður Pálsson
skrifar um
tónHst
Sinfóníutónleikar
í Háskólabíói 8.2.79.
Mozart:
Sinfónía nr. 36
Haydn:
Hornkonsert nr. 2
Hallgrímur Helgason:
Helgistef
Richard Strauss:
Hornkonsert nr. 1.
Hvað er virtúós? „Snillingur”,
segja oröabækur, en i hverju felst
þab i rauninni?
Hætt er viö, aö á vettvangi ein-
leikara hafi þróunin nú á dögum
leitt til þeirrar skilgreiningar, aö
snillingur er sá sem gerir fáar
eöa engar villur, „feilnótur”. En
sá staöall er blekkjandi. Hann
hefur oröiö til i fullkomnum
hljómskifuupptökum nútimans,
þar sem leikur einn er aö vinza
jafnvel hin minnstu mannlegu
mistök úr og bæta um betur, svo
aö enginn fær greint, er á mun
hlýöa, aö um hljóönámsbrellur er
aö ræöa. Kunnur tónsmiöur mör-
lenzkur sagöi mér t.d. eitt sinn, aö
Kirsten Flagstad sópran hafi of-
risiö i sifellu á einni nótu I upp-
töku nokkurri, en þvi var loks
bjargaö m.þ.a. klippa sekúndu-
broti af Elizabetu Schwarzkopt
inn á I staöinn: plötukaupendur
gátu veriö sallaánægöir, þvi aö
óheyranlegt var meö öllu hvaö
gerzt haföi.
Kröfurnar um tæknilega full-
komnun sólóista á okkar timum
eru þvi geigvænlegri en nokkru
sinni, einnig vegna hins mikla
samanburöar, sem hlustendur
hafa öölazt upp frá þvi er T.A.
Edison hljóöritaöi „Maja átti litiö
lamb.”
Þessar miklu kröfur eru ekki aö
kostnaöarlausu. Hin viötekna
venja áöur á öldum, aö einleikar-
ar gátu samiö konsertkadenzur
slnar sjálfir eöa jafnvel leikiö af
fingrum fram, er horfin, ef frá
eru taldir örfáir sérvitringar,
sem enn iöka þetta sport. Sú sjálf-
sagöa (og fyrrum mikils metna)
mælistika raunverulegs múslk-
alltets aö geta spilaö upp úr sér
hefur oröiö aö þoka fyrir hinni
ömurlegu tölfræöi feilnótna, likt
og ef hljóöfæraleikur væri fyrst
og fremst hráslagalegt grinda-
hlaup. Smekkur almennings hef-
ur krafizt þess.
HERMANN BAUMANN horn-
snillingur er einn af hinum örfáu
atvinnueinleikurum I dag, sem
ekki hefur látiö afvegaleiddar
tæknikröfur buga sig. Kunnugir
segja mér, aö hann á jafnvel til aö
semja kadenzu-runur sinar á
staönum eins og hver annar jass-
leikari. Orugglega voru kadenz-
urnar i báöum konsertum eigin
framleiösla, þótt ómögulegt væri
ab áætla aldur þeirra.
Eftir óvæntan en fróölegan
smáfyrirlestur lúöurþeytarans
um ventlalaus veiöihorn 18. aldar
flutti Baumann konsert Haydns á
þessa öldnu ótemju, svo aö maöur
stóö á öndinni af spennu, enda
hnökralausir tónar úr þvl verk-
færi háöir ofurmannlegu valdi á I
senn munnstillingu og „stopp”--
tækni hægri handar I bjölluopinu.
Hiö rómantíska æskuverk
Richards Strauss, hornkonsertinn
I Es-dúr op. 11 var aftur á móti
leikiö á nútlma ventlahorn og,
eins og gefur aö skilja, meö sllkri
átakalausri hofferö aö sem hendi
væri veifab. Enn glöggvar kom I
ljós, eftir aö þrálátt lófatak
neyddi hornleikarann til aö blása
sérlega til útgöngu I hljómleika-
lok, aö Baumann er maöur eigi
einhamur.
Aö vissu leyti var synd, aö jart-
einamaöur þessi skyldi vera á
sömu dagskrá og frumflutningur
nýs islenzk tónverks, þvi aö hann
hlaut óhjákvæmilega aö skyggja
á flest önnur atriöi kvöldsins.
Helgistef Dr. Hallgrims Helga-
sonar, þ.e.a.s. NIu (heiöin tala!)
tilbrigöi og tvistefja fúga um sek-
venzíuna „Upprisinn er Kristur”
úr Hólabókinni 1589, er samiö 1976
aö tilstuölan Tónmenntasjóös
Rikisútvarpsins og væri gott aö
vita hvaö dvaliö hafi flutning
verksins I tvö ár.
Tilbrigöin virtust mjög þokka-
lega samin, einkum þegar á leiö,
en verkuöu nokkuö slitrótt, end-
aöi öll dýnamiskt á sama hátt
meö miklu crescendói og þögn I
fúgunni heföi stjórnandinn, Walt-
er Gillesen frá Kílarborg, mátt
leggja meiri vinnu i aö draga
fram ýmsar þýöingarmiklar
raddir, sem áttu til aö kafna I hin-
um glfurlega þétt slungna kon-
trapunktiska vefnaö doktorsins,
þvi aö sönnu var þetta mjög
„læröur” barokk-stlll I anda, þótt
handbragöiö væri eþtþvþ nær 4.
og 5. áratug þessarar aldar.
Aukastefib minnti annars undir-
ritaöan lauslega á fls-moll fúgu
Framhald á 18. siöu
Menntaskólanemar á Akureyri æfa
nýttleikriteftirBöðvarGuðmundsson:
gjalda,
svín valda”
„Grísir
gömul
Leikfélag menntaskólanema á
Akureyri hefur nú byrjaö æfingar
á nýju leikrit eftir Böövar Guö-
mundsson, og nefnist þaö „Grlsir
gjalda, gömul svln valda”.
Þjóöviljinn sló á þráöinn til
Böövars til aö grennslast fyrir um
þetta nýja verk, og sagöi hann
þaö vera rúmlega tveggja stunda
langt og gerast I nútlmanum. Þaö
fjallar um ýmsa óheppilega hluti I
uppeldi barna og afleiöingarnar
af þeim.
1 leikritinu munu koma fram 25
leikendur, en persónur eru milli
70-80. Leikstjóri er Kristin A.
ólafsdóttir en Sverrir Páll
Erlendsson og örn Magnússon
semja og útsetja tónlist. Ráögert
er aö frumsýning veröi fljótlega
eftir 20. mars. —GFr
Stjóm Nemendafélags Flensborgar
Ekki króna í mötuneytið
Meirihlutanum í bæjarstjóm Hafnarfjarðar ekki
sæmandi annað en að breyta afstöðu sinni
Stundum er sagt aö sum þeirra
atriöa sem stéttarfélög hafa náö
fram í kjarasamningum séu aö-
eins sjálfsögö mannréttindi.
Þetta gildir eflaust um þau atriöi
I samningum rikisstarfsmanna
o.fl., er kveöa á um mötuneyti og
möguleika starfsfólks til aö neyta
hádegisveröar I þeim. Auövitaö
er rétt aö kennarar t.d. sem þurfa
aö kenna kannski frá kl. 8-16 og
hafa ekki möguleika á aö fara
heim til sin á þeim tima, þurfi
samt sem áöur aö borða. Og ein-
mitt þessvegna hafa verið sett
upp fyrir þá mötuneyti I skólun-
um.
En hvernig er þaö meö nem-
endurna sem þurfa aö mæta I
kennslustundum hjá þessum
sömu kennurum? Þurfa þeir
kannski ekkert að boröa? Eöa er
likamsstarfsemi þeirra eitthvað
frábrugðin kennaranna?
Þaö viröast sumir haida. Alla-
vega meirihluti bæjarstjórnar
Hafnarfjaröar.
Siöastliöiö haust ákveö Nem-
endafélag Flensborgarskóla aö
reyna sitt ýtrasta til að fá Hafn-
arfjarðarbæ til aö koma upp
möt'uneyti fyrir nemendur skól-
ans. Eftir að áfangakerfi var tek-
iðuppi skólanum, lengdist skóla-
dagurinn til muna og er ekki óal-
gengt að nemendur séu i skólan-
um frá kl. átta á morgnana til sex
á daginn. Vegna fyrirkomulags
stundataflna gefst aöeins mjög
litlum hluta þeirra kostur á aö
fara heim til sin I hádeginu. 1
skólanum er þeim ekki boðiö upp
á neitt þaö sem kallast gæti há-
degisverður og er þvi uppsetning
nemendamötuneytis mjög brýn.
1 samráöi viö skólastjórn —
sem var fyllilega samþykk þess-
um tilraunum nemendafélagsins
— var lauslega athugað hvaö upp-
setning og rekstur sliks mötu-
neytis myndi kosta. Kom i ljós aö
meö þvi að kaupa inn tilbúna
frysta rétti (eins ognú er mjög al-
gengt I mötuneytum) héldist
stofnkostnaöur I lágmarki. Meö
þvi móti þyrfti lika aöeins einn
starfsmann, á launum hluta úr
degi. (1 skólanum eru rúmlega
700 nemendur.) Einnig kom i ljós,
að ef bærinn greiddi laun þessa
starfsmanns, væri hægt aö halda
verði til nemenda tiltölulega
mjög lágu.
Þóttu þetta þaö góö tíðindi, aö
þegar skólinn lagöi fram óska-
lista sinn fyrir bæjarstjórn Hafn-
arfjaröar, vegna fjárhagsáætlun-
ar 1979, var nemendamötuneytið
ofarlega á blaði. Óskalisti þessi
var lagöur fyrir fræösluráö Hafn-
arfjarðar til umsagnar. Var það
sammála um nauðsyn þess að
koma mötuneytinu upp og lagöi
til við bæjarstjórn aö hún sam-
þykkti sex til átta milljón kr. fjár-
veitingu til uppsetningar þess.
Þar sem nefndir og ráö bæjar-
ins hafa venjulega verið notuö til
aö skera niöur, eða fella, hinar
ýmsu fjárbeiönir er berast bæjar-
stjórn, urðu nemendur mjög glaö-
ir er fréttist um afstööu fræöslu-
ráös. Þótti þeim sem nú væri
mötuneytinu og heilsu sinni borg-
iö.
En þaö var öðru nær! 1 tillögum
Framhald á 18. slöu