Þjóðviljinn - 10.02.1979, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 10.02.1979, Qupperneq 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. febrúar 1979. vor' __________w Umsjjón: Magnús H. Gíplason Horfin byggð Fólki í byggðum fækkar nú á dögum. Hvort straumur tímans burt það ber til betri staða, tvísýnt er. Afskekktar og öllum minjum rúnar kirkjur standa í köldum gjóst, kófið um þær svifar Ijóst. Þar hafa áar unnað bæði og tregað, vini hinstu kveðjum kvatt. Á kumlum lágum grasið spratt. klæðum búin, Þar hefur æska, ýmsum gefið Drottni göfug heit, gengið inn í kristna svéit Það er eins og þrifinn kafli úr sögu — vel, sem þjóðin þekkti fyr, — þannig iokast margar dyr. Tíminn þráfallt þokar drótt til hliðar. Yfir rústir grasið grær, — gnauðar undir klettum sær. E.H.G. Vantar bæði fisk og Samningsrof á Þórshafnarbúum Fiskurinn, sem vinna átti þar, er fluttur til Englands Menn minnast þess kannski, m.a. frá umræöuþætti I sjón- varpi, aö loönutankarnir á Þórshöfn voru taldir ónýtir eöa a.m.k. svo ilia fárnir, aö ekki svaraöi kostnaöi aö ktppa upp á þá. Tankar þessir rúma 2700 tonn af loönu. Hvaö sem menn svo viíjg um tanka þessa segja þá er þaövnú svo, aö fyrirtækiö Valfóöur héf- ur tekiö þá á leigu og veröur aö ætla aö ekki sé þaö út f bláinn gert. Til Þórshafnar kom danskt skip meö tæki í tankana og hefur staöiö yfir viögerö á þeim. Von er og á skipi frá Danmörku meö útbúnaö til þess aö bæta löndun- araöstööuna. Þaö er ókomiö enn og loönan farin framhjá svo ekki eru horfur á loönulöndun á Þórshöfn aö þessu sinni. Hugmynd Valfóöurs var aö gera úr loönunni fljótandi svína- fóöur, sem danska skipiö átti svo aö flytja út, 500 tonn i ferö, tvær feröir í mánuöi. Framanskráöar upplýsingar eru úr viötali, sem Landpóstur átt viö Arnþór Karlsson, Þórs- höfn. — Og ekki tekur Dagný sér fram, sagöi Arnþór. Hún hefur ekkert landaö hér siöan ég tal- aöi viö ykkur seinast. Siöustu fréttir af henni voru þær, aö hún væri stödd á Færeyjabanka á leiö til Fleetwood til aö selja þar þann fisk, sem hún fékk leyfi til aö veiöa gegn þvf, aö landa hon- um á Þórshöfn. Eru þetta alger samningsrof og i grófara lagi, svo aö ekki sé meira sagt. Viö höfum skrifað ráðuneytinu kvörtunarbréf út af þessum málum en ekkert svar fengiö. búast á veiöar. Þvi má svo kannski bæta viö, aö nýr húsvöröur hefur nú verið ráöinn viö félagsheimiliö, Már Óskarsson. Leikfélag Þórshafnar er og Frá Þórshöfn. Eins og sakir standa höfum viö þvi bara fiskinn af okkar bátum, sagöi Arnþór Karlsson. En hvorttveggja er, aö gæftir eru stopular og fiskur litill og þvi er hér tregt um atvinnu. Hér er einn bátur á linu, tveir eru byrjaöir meö net og þrir eru aö Mynd: I.K. að. Þaö æfir nú gamanleikinn Svefnlausa brúðgumann. Stefnt er aö þvi aö sýningar á leikrit- inu geti hafist I mars. Sett hefur verið á laggirnar nýtt pöntunarfélag á Þórshöfn. Hlaut þaö nafniö Hlein og eru stofnendur um 20. ak/mhg snjo Atvinnuástandið hefur verið heldur dauft á ólafs- firði, einkum framan af janúacen tók stakkaskipt- um til hins betra eftir að togararnir hófu veiðar, sagði Björn Þór ólafsson f Ólafsfirði. Afli smábátanna hefur verið alveg fádæma léleg- ur svo að menn muna ekki annað eins, jafnvel farið niður í nokkra fiska. Iðnaðmenn hafa aftur á móti haft nokkurnveginn nóg að gera. Hinn 21. janúar var heilsu- gæslustööin og elliheimiliö opnaö almenningi til sýnis. Er bygging- in nú fokheld og kostar bannig um 170 milj. kr. Kvenfélögin gengust fyrir kaffisölu til styrktar byggingarsjóönum. Þá barst elli- heimilinu 3 milj. kr. gjöf frá Onnu h.f. og 200 þús. kr. frá Tréveri h.f. Vonandi veröa þessar gjafir öör- um hvatning til frekari stuönings þess, aö óskadraumur ólafsfirö- inga rætist, en eftir heilsugæslu- s^öð og elliheimili hefur veriö beöið um árabil. Fyrir nokkru var lokið viö aö setja upp skiöatogbrautina. En þá vantaöi þaö, ,,sem viö á aö éta”; þaö vantaöi snjóinn. Og likt og menn muna ekki slikt aflaleysi hjá smábátunum muna þeir held- ur ekki annaö eins snjóleysi I Ólafsfiröi. bþó/mhg Sá gamii M.A. Tveir meginskólar á framhaldsskólastígi á Akureyri A fundi bæjarstjórn- ar Akureyrar 23. janú- ar var lögð f ram greinar- gerð og fyrstu tillöqur f ramhaldsskólanef ndar bæjarins. Nefnd þessi var skipuð í júlí sl. og sitja i henni 5 menn, einn fulltrúi tra nver|um flokki. Þeir eru: Tryggvi Gíslason, formaður nefndarinnar, Kristín Á ólafsdóttir, Ingólfur Jónsson, Margrét Rögn- valdsdóttir og Sigurður J. Vísa dagsins Hér er skollin hurð í lás, hér er ekki margur glaður, á amerískri undanrás undan því — að vera maður. Arnór Þorkelsson. Sigurðsson. Verkefni nefndarinnar var að fjalla um náms- leiðir á framhaldsskóla- stigi á Akureyri, sam- starf skóla og hugsanlega sameiningu þeirra. Einn- ig starfrækslu sérskóla og rekstur. Nefndin hóf störf meö þvi aö kalla til sin forráöamenn skóla bæjarins og fulltrúa frá stétta- félögum og atvinnurekendum. Lýstu þeir viöhorfum sinum til menntunarmála á Akureyri á einum ellefu nefndarfundum. Kynnisför suöur á land var þátt- ur i starfi nefndarinnar, en þar voru skoðaöir fjölbrautaskól- arnir i Breiöholti og á Suöur- nesjum, Iönskólinn I Reykjavik og Tækniskóli Islands. Eftir þessa gagnasöfnun unnu nefnd- armenn greinargerö þá og til- lögur, sem nú hafa litiö dagsins ljós. Tiliögur nefndarinnar hljóöa svo: „Framhaldsskólanefnd Akur- eyrar gerir aö tillögu sinni aö tveir megin skólar veröi á fram- haldsskólastigi á Akureyri og aö áfangakerfi veröi tekiö upp viö skólana báða. Veröi viö annan skólann starfrækt kennsla á fjórum sviöum hins samræmda framhaldsskóla og frumgreina- deildar tækniskóla”. Þessar tillögur eru rökstudd- ar á ýmsan hátt I greinargerö- inni. Einnig hefur hún aö geyma úttekt á þvi námi, sem nú er á Akureyri og samanburö viö þaö námsframboö, sem gert er ráö fyrir i frumvarpi um fram- haldsskóla, sem nú liggur frammi á Alþingi. Tillögur nefndarinnar taka reyndar meira eöa minna miö af þvi frumvarpi. Hér er um aö ræöa stórmál, sem ekki aöeins Akureyringar, heldur einnig aörir Norölend- ingar hljóta aö láta sig miklu varöa. A bæjarstjórnarfundinum virtust tillögurnar fá heldur vin- samlegar viðtökur. Var þeim, ásamt greinargeröinni, visaö til bæjarmálaráös, sem gert er aö leita álits skólamanna, fulltrúa úr atvinnulifinu og oddvita ná> grannabyggöa Akureyrar. (Heim.: Noröurland). —mhg Aðal- fundur J ötuns Aöalfundur Sjómannafélagsins Jötuns var haldinn i Alþýöuhús- inu i Vestmannaeyjum þann 6. jan. sl. Þó aö fundurinn væri haidinn svo snemma árs eöa áöur en róör- ar eru almennt hafnir og áöur en loönubátarnir halda á veiðar, þá var hann þvi miöur ekki nógu fjölsóttur. Er þessi tregöa sjó- manna til þátttöku i starfi stéttar- félags sins mjög aivarleg og veld- ur kjörnum fulltrúum stéttarinn- ar miklum erfiöleikum. Talsveröar umræöur uröu á fundinum um kjaramál sjó- manna. Vorumennekkertyfir sig hrifnir af nýákveönu fiskveröi, en i trausti þess, aö rikisstjórnin standi fast við gefin fyrirheit um félagslegar úrbætur var ákveöið aö biöa átekta meö aögeröir i þeim efnum. Lita menn þá ekki hvað sist til skattamálanna. Kosiö var á fundinum I stjórn, trúnaöarráö og sjómannadags- ráö. Kosningu hlutu: Stjórn: Elias Björnsson, for- maður, Þorkell Arnason vara- formaöur, Valur Valsson, ritari, Þorsteinn Guömundsson, gjald- keri, Siguröur G. Þórarinsson, varagjaldkeri. TrUnaöarráö: Hallgrimur Hall- grimsson, Hjalti Hávarösson, Pétur Steingrimsson, Einar Indriöason. Varamenn: Ægir Sig- urösson, Agúst Helgason. Sjómannadagsráö: Þorkell Arnason, Þorsteinn Guömunds- son, Pétur Steingrimsson, Ægir Sigurösson, Siguröur G. Þórar- insson. Varamenn: Kristján Hilmarsson og Hjalti Hávarös- son. vv/mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.