Þjóðviljinn - 21.02.1979, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. febrúar 1979
UOWIUINN
IVIálgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfreisis
l tKefandi: riKðfufelaK l’jóftviljans
FnimkvænidaHtjóri: Kiftur Bergmann
Kiutjórar: Arni BerKmann. Kmar Karl Haraldsson.
FróttuHtjóri VilhorK Harhardrtttir
Kekstrarstjóri: ulfar Þormóösson
Auglvsingastjóri: Kúnar Skarphéöinsson
Afgreióslustjóri: Filip W Franksson
Blahamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson. Erla Sigurö-
ardóttir, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir. Ingólfur Mar-
geirsson. Magnús H Glslason. Sigurdór Sigurdórsson Iþróttafrétta-
martur: Ingólfur Hannesson Þingfréttamartur: Siguröur G. Tómasson
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Kögnvaldsson
t’tlit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson
llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir. Ellas Mar.
Safnvörftur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttii, Þorgeir Olafsson
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiftsla : Guömundur Stéinsson, Hermann P Jónasson, Kristfn Pét-
ursdóttir
Sfmavarsla: ólöf Halldórsdóttir. Sigrlöur Kristjánsdóttir
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmórtir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir.
Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Kitstjórn. afgreirtsla og auglýsingar . Sföumúla 6. Reykjavfk. sfmi 8 13 33.
Prentun: Blartaprent hf.
/ tilefni innrásar-
innar í Víetnam
# Ekki eru mörg ár liðin síðan Asía austanverð var
mörgum vinstrisinnum í okkar heimshluta einskonar
fyrirheitið land. í lífsþreyttu neyslukapphlaupi og von-
briðgum með Sovétríkin fannst mönnum menningar-
byltingin kínverska hressandi gustur — viðurkenning á
því að eftirbyltingarþjóðfélag þyrfti og þyrði að taka
sjálftsigtil bæna. Barátta Víetnama og granna þeirra í
Indókina gegn frönskum og síðar bandarískum herjum
varð mörgum mikil uppörvun: hún þótti sýna að hug-
sjónir og einbeittur vilji væri vopnum sterkari, að
smærri þjóðir væru ekki dæmdar til þess fyrirfram að
lúta ofurefli, lúta boði erlends hervalds. Og hvað sem
leið hatrömmum deilum Sovétmanna og Kínverja var sá
einn kostur þóá ráði beggja, að þeir studdu baráttu þess-
ara þjóða með ráðum og dáð.
#Nú er önnur öld uppi. ( Kína hefur jafnaðarviðleitni
menningarbyltingar vikið fyrir mikilli sókn í vestræna
tækni og hergögn. Kampútsea verður vettvangur fyrir
mannskæðar tilraunir með ,,herskálakommúnisma",
forysta sigursællar þjóðfrelsishreyfingar fær þá eink-
unn frá fyrri liðsmönnum að hún sé „verri en Hitler".
Víetnamskur her fer inn í þetta grannríki til að tryggja
að f jandsamlegri stjórn Pol Pots sé steypt af stóli — og
hvað sem menn halda um þá stjórn komast þeir ekki hjá
því, að hér er um vopnaða íhlutun að ræða. Og nú síðast
gerir risinn í norðri, Kína, innrás í Vietnam og veifar þá
formúlum um svonefndan yfirgang smáríkisins sér til
afsökunar, formúlum sem engu líkjast fremur en mál-
flutningi verstu yfirgangsafla í sögu okkar aldar.
# Slík þróun er tilræði við margar útbreiddar hugmynd-
ir. Hún er meðal annars banabiti kenninga um heims-
samsæri kommúnismans, sem var svo lengi lífakkeri
vestrænna málgagna. Um leið er þessi þróun mikið til-
ræði við vonir margra ágætra manna og hreyfinga um
farsæla alþjóðlega samstöðu í nafni þjóðfrelsis og só-
sialisma. Menn verða að horfast í augu við það, að mun-
urinn á samskiptum þeirra ríkja sem vilja kalla sig só-
síalísk og þeirra sem kennd eru við kapítalísma er í raun
miklu minni en menn vildu vera láta. Að í slíkum ríkjum
er arfur sögunnar sem og þjóðernishyggjan í reynd
sterkari þáttur en skírskotun til alþjóðahyggju. Að þjóð-
félagsbyltingar leysa ekki átök um landamæri, þjóð-
ernaminnihluta né heldur olíulindir v'rð strendur ríkja.
Þessi þróun leggur einnig þær skyldur á herðar
vinstrisinnum að þeir leggi á sig ósérhlífna úttekt á sér-
kennum og þróunarmöguleikum hinna ýmsu og ólíku
samfélaga, sem í senn gera tilkall til sósíalisma og
byggja á valdeinokun byltingarflokksins.
# Sósialistar og aðrir vinstrisinnar hljóta að harma að í
stríðshrjáðum löndum Indókína hefur sigur byltingar-
afla ekki orðiðtil þess að tryggja þjóðum þessara landa
frið til uppbyggingar og framfara. Saga liðanna alda,
þverstæður þjóðfrelsisbaráttunnar, sem og valdatafl
Sovétríkjanna og Kína, allt hef ur þetta, hvað með sínum
hætti kynt undir f jandskap og síðan beinan ófrið. En í
augum sósialista geta þessar eða aðrar forsendur átak-
anna aldrei orðið til þess að afsaka það að deilur er
reynt að leysa með vopnavaldi. Allra síst deilur milli
þeirra ríkja, sem sækja það fast að fá að njóta í vitund
almennings nokkurs góðs af þeirri samúð og þeim von-
um sem tengdar eru óosíalisma. Það hlýtur því að vera
f rumkrafa til málsaðila að bardögum sé hætt og erlendir
herir fari hver til síns heimalands.
Hlutur fjármunamyndunar
í vergri þjóðarframleiðslu
1960-1979 - Verðlag hvers árs
%
34 I
33 ,
32
31
30
29
28
27
26
25 |
24
23
22
21
20
Áætlun
Spá
Spá
1960
1965
1970
1975
Fjárfesting á kreppustiginu
Um þaö hefur mikib veriö rætt
aö undanförnu aö hlutur fjár-
munamyndunar I þjööarfram-
leiöslunni — heildarQárfestíngin i
landinu — væri of hár, og heföi
dregiö niöur lffskjör þjööarinnar.
Hlutfalliö getur þó varla skipt
| Breytileg átt
■ beir sem hafa fylgst meö
Ifregnum frá Iran aö undanförnu
veröa um margt fróöari en þeir
áöur voru. Þaö er tU dæmis
■ ástæöa til aö vekjaathygli á þvf,
Ihvernig sú mynd sem vestræn
blöö hafa gefiö af tveim höfuö-
persónum hins iranska drama,
> keisaranum og Khomeini, hefur
Ibreyst — allt aö þvi frá degi til
dags.
Siöustu vikur liöins árs var
• mjög reynt aö halda í þá
Ióskamynd af keisaranum, sem
mörg bandarisk blöö báru fyrir
brjósti: hann haföi sina galla,
> en hann var umbótamaöur og
Íhann var eina von Irans.
Khomeini aftur á móti var of-
stopafullur miöaldadurgur,
• sem einskis góös var maklegur.
IEn siöan hafa blööin smám
saman gerst framkvæmda-
samari i þvi aö draga fram
» syndirkeisarans — eins og til aö
Isætta almenningsálitiö viö þaö
aö hann er farinn frá, meö
öörum oröum: fariö hefur fé
• betra. A hinn bóginn eru dregnir
Ifram i dagsljósiö sérfræöingar,
sem telja Khomeini yfirklerk
hinn merkasta mann, allavega
* stálheiöarlegan, og kannski
Ieinu vörn Irans gegn þvi
skrímsli sem verst er taliö, en
þaö er marxisminn.
j Eignakönnun
j ekki lokið
I Snemma i janúar héldu ýmis
« blöö þvi t.d. fram, aö keisarinn
I væri nú eignalaus maöur, hann
meginmáii heldur hvernig og i
hvaö fjárfestingin fer. Margir
benda einnig á aö vegna fámennis
ogstæröar landsins og sérstæöra
atvinn uhátta geti talist eöliiegt aö
fjárfestingarhlutfalliö sé hærra
hérenl ýmsum nágrannaiöndum
okkar.
Nú er ræft um þaö aö heildar-
fjárfesting megi ekki vera nema
24 til 25% af þjóöarframleiöslu ef
heföi gefiö persnesku þjóöinni
eignir sinar. En staöhæfingar af
þessu tagi hafa fyrir löngu veriö
aftur teknar. Hinsvegar hafa
margir safnaö upplýsingum um
eignir keisarans heima og er-
lendis. Enginn hefur komist til
botns í þvi dæmi, en heyrst hafa
Skýjakijúfur transkeisara I New
York
tölur á borö viö 6-700 miljaröa
króna eöa sem þvi svarar.
Eitt af þvi sem einkenndi höf-
und „hvitu byltingarinnar” svo-
nefndu var þaö, aö fjármál
hans og franska rikisins voru i
einni bendu. 1958 yfirfæröi
keisarinn mestallar eigur sínar
yfir á svonefnda Pahlevistofn-
un, sem var formlega óháö og
átti m.a. aö fást viö góögeröar-
starfsemi. I reynd stjórnaöi
keisarinn sjálfur öllum fjár-
málum Pahlevistofnunarinnar,
og aldrei var gerö grein fyrir
tekjum hennar eöa greiöslum.
vei á aö fara. A töflunni hér aö
ofan má sjá hvernig fjármuna-
myndunin hefur sveiflast til ár
frá ári 1960til 1979. Úr hámarkinu
1975 hefur fjárfestingarhlutfalliö
ladckaö ört og er nú komiö i
kreppustigiö frá ’69 til ’70. Ef til
vill er rétt aö staldra viö þá staö-
reynd og taka þaö ekki sem gefiö
aö þaö sé einmitt rétta fjár-
festingarstigiö.
—ekh
------------------------------1
En andstæö.ingar keisarans •
komust aö því, aö dag einn áriö I
1965 voru nokkrir tugir miljóna I
dollurum yfirfæröir frá ýmsum I
aöilum (Iranska oliufélaginu,
innanrlkisráöuneytinu ofl.) á
banka einn i Sviss. Sama dag
voru greiddar af sama reikningi
til Farah keisaraynju 33 miljón-
ir dollara, bróöir keisarans
Mahmud Resa fékk 55 miljónir,
systir hans Ashraf 6 miljónir, og
aörir laukar Pahleviættarinnar
alls 15 miljónir dollara.
„Góögjöröastarfsemin byrjar
i eigin húsi” stendur þar.
Salt í grautinn |
Keisarinn og ættmenn hans ■
áttu i' tran 17 banka- og trygg- I
ingafyrirtæki, 45 byggingar-
fyrirtæki, 26 verslunarfyrirtadci I
og flest stærri hótel i landinu — 1
svo nokkuö sé neínt. Irönsk I
fyrirtæki höföu þaö fyrir siö aö
bjóöa keisaranum eignarhlut, I
og fá i staöinn ábatasöm inn- •
flutningsleyfi, eöa fjárfest-
ingarbann á keppinauta sina.
Erlendis á keisarinn eigur
sem tryggja honum salt i graut-
inn i langan tima. Meöal annars
á Pahlevistofnunin 36 hæöa
skrifstofubyggingu I New York,
og þarfekki einusinniaögreiöa
skatt af leigunni, svo er lögfræö-
ingi stofnunarinnar William
Rogers fyrir aö þakka, en
Rogers er fyrrverandi utan-
rflúsráöherra Bandarikjanna. I
Kaliforniu á keisarinn miklar
fasteignir. I Sviss á hann höll
ágæta meö atómsprengjubyrgi
og húsnæöi fyrir átján lifveröi.
—áb
—áb.