Þjóðviljinn - 21.02.1979, Síða 5
Miövikudagur 21. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Iönnemasambandiö:
Frumvarpsdrögin tilrœöi
viö afkomu launafólks
Stjórn Iðnnemasam-
bandsins telur að ákvæði
um kjaramál i efnahags-
málafrumvarpi forsætis-
ráðherra séu tilræði við af-
komu launafólks og stefnt
sé i stórfellt atvinnuleysi
verði það að lögum. Sam-
bandsstjórnin hélt fund 17.
febrúar sl. og samþykkti
eftirfarandi ályktun vegna
þeirrar umræðu sem átt
hefur sér stað vegna fyrir-
hugaðra efnahagsráðstaf-
ana:
Sambandsstjórnin mótmælir
haróiega öllum tilhneigingum i þá
átt að skerða umsamin kjör
launafólks. Telur stjórnin að þau
ákvæði frumvarpsdraga forsætis-
ráðherra er kjaramál snerta séu
beint tilræði við afkomu launa-
fólks, og einnig verði m.a. stefnt i
stórfellt atvinnuleysi verði frum-
varpsdrögin að lögum.
Bókasafn Kópavogs lánar
6,7 bœkur á íbúa_
Þrengsli há
starfseminni
„Mikil þrengsli eru í
safninu, hillurými er fyrir
löngu orðið alit of litið og
starfsaðstaða er slæm.
Mjög aðkallandi er að
safnið fái stærri og hent-
ugri húsakynni, svo hægt
Arnes-
Arnesingamótið 1979 verð-
ur haldið i Félagsheimili
Fóstbræðra laugardaginn 10.
mars n.k., Heiðursgestir
mótsins veröa hjónin Kristin
óiafsdóttir og Dr. Haraldur
Matthiasson, menntaskóla-
kennari á Laugarvatni.
Til skemmtunar verða ein-
söngur, leikþáttur, eftir-
hermur og fleira. Að lokum
verður dansaö. Félagið hefur
haldið eina skemmtun það
sem af er árinu, sem þótti
takast með ágætum. For-
maður féiagsins er Arin-
björn Kolbeinsson , læknir.
Arnesingakórinn æfir nú af
kappi undir stjórn Jóns
Kristins Cortes. Stefnir kór-
inn að þvi að halda skemmt-
anir meö létrri dagskrá,
bæði austan f jalls og á höfuö-
borgarsvæðinu meö vorinu.
Formaður kórsins er Asta
Guðmundsdóttir.
Askorun frá
Noröurlöndum
nki 1
Utanríkisráðberrar
Norðurlandanna hafa sent
frá sér eftirfarandí yfiriýs-
ingu;
Rikisstjórnir Norðurland-
anna hafa aö undanförmi'
fylgst áhyggjufullar meö
þróun mála i Suðaustur-
Asiu.
Þær skora á alla málsaðila
að haga gjörðum sínum á
þann veg, aö friður megi á
nýjan leik rikja á -þessu
svæöi.
Rikisstjórnir Noröurland-
anna heita þvi að veita fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna og öryggisráöi
þess fyllsta stuöning i viö- .
leitni þeirra til að tryggja
frið og öryggi i heiminum.
verði að veita þá þjónustu,
sem bókasafni í svo
stórum bæ er skylt. Bráða-
birgðahúsnæði hefur nú
fengist í Fannborg ... og er
óskandi að ekki dragist úr
hömlu, að þetta húsnæði
verði innréttaðí'
Þannig var lýst ástandinu i
Bókasafni Kópavogs 1976-77 og
eiga þau orð ekki siöur við nú,
segir I skýrslu um starfsemina á
sl. ári, — þar sem húsnæöið er enn
hiö sama þótt starfsemin hafi
aukistum helming á tveim árum.
Samtals voru lánaðar af
safninu 87.632 bækur (þar af 748
til eldri bæjarbúa i Hamraborg
1), sem þýðir að hver Kópavogs-
búi hafi að jafnaöi fengið 6.7
bækur að láni. Arið á undan voru
útlán 70.530, aukning þvi 17.102
bækur.
Útlánskerfi safnsins er löngu
orðið úrelt og hafa verið geröar
fyrirspurnir um möguleika á
notkun tölvu við útlánaskráningu.
Afnotagjöld voru óbreytt frá
árinu 1977.
Bókakostur
Bókaeign safnsins er nú 31.417
bækur og bættust við á árinu 3640
bækur, þaraf 110 þýskar, gefnar
af Martin Beheim Gesellschaft i
Þýskalandi og um 30 gefnar af
einstaklingum, ma. Jeff Wood-
aard frá Ohio, USA.
Kjalmerking hefur gengið vel
og aðfangaskrá verið færð á
spjöld. Margar bækur hafa verið
bundnar inn svo og nokkur tima-
rit.
Samtals keyptu 2050 manns
skirteini á árinu, þar af 1476 12
ára og eldri og 574 yngri. Lán-
þegum fjölgaði um 340.
Sögustundir
Þrátt fyrir þrengsli og slæma
aðstöðu var ákveðiö að taka upp
sögustundir fyrir börn 3-6 ára á
föstudögum kl. 11-12. Hafa þær
Herbjört Pétursdóttir og Þórey
Axelsdóttir séð um þær. Sagðar
eru sögur, teiknaö, litaö og lesiö
og er auöséð að yngstu bóka-
safnsnotendurnir kunna vel að
meta þessa starfsemi. 1 einni
sögustund var leikin tónlist við
söguna um Pétur og úlfinn og
sýndar litglærur og i annað sinn
kom barnabókahöfundurinn Anna
K. Brynjúlfsdóttir I heimsókn og
las úr verkum sinum.
Margskonar önnur starfsemi er
á safninu, ma. útlán i tengslum
við félagsstarfsemi aldraðra i
Hamraborg og lán til skóla-
safnanna sem fá bækur að láni til
l-2ja mánáða i senn. Aðalbóka-
vörður er Hrafn Harðarson og
starfa við safnið auk hans 5 fast-
ráðnir og 5 lausráönir starfsmenn
i fullu starfi eða hluta úr degi.
—vh
Bendir stjórnin á að veröbætur
á laun eru samningsatriði milli
verkalýðshreyfingarinnar og
„vinnuveitenda” og hefur rikis-
valdið engan siðferðilegan rétt til
að breyta þvi samningsatriði, né
hafa forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar neinn rétt til að
samþykkja slikar breytingar
nema meö samþykki til þess boð-
aðra funda i verkalýðsfélögunum.
Gagnrýnir stjórnin verkalýös-
forystuna fyrir það að ljá máls á
að til greina gæti komið, aö breyt-
ing á viðskiptakjörum hafi áhrif á
verðbætur á laun. Telur stjórnin
að meö þvi sé veriö m.a. að festa i
sessi , ,kökuskiptingaraðferðina ”
við ákvörðun um laun verkafólks.
Það er krafa stjórnarinnar að
verðbótavisitalan mæli fyllilega
hækkun framfærslukostnaðar og
verðtryggi þannig umsamin laun.
Stjórnin varar við þeim ákvæð-
um frumvarpsdraganna sem sjá-
anlega hafa i för meö sér stórfellt
atvinnuleysi og bendir á aö það er
hluti af grundvallar mannréttind-
um hvers manns að hafa atvinnu.
Aðeins verkalýðurinn sjálfur
getur staðið vörð um hagsmuni
sina og skorar þvi stjórnin á
verkalýðshreyfinguna og forystu
hennar, að standa fast á um-
sömdum og lagalegum réttindum
launþega og hrinda af fyllstu
hörku öllum árásum á þessi rétt-
indi.”
Ellen Gunnarsdóttir og Eyjólfur Bjarnason I hlutverkum sinum í kvik-
myndinni Lilju.
Lilja á Norður-
landamarkað
Kvikmyndin Lilja, sem byggð er á samnefndir sögu Halldórs Lax-
ness, hefur nú verið boðin til sýningar á Norðurlöndum, og fer eintak af
myndinni á milli norrænu sjónvarpsstöðvanna. Norska sjónvarpið tók
fyrst við myndinni og hefur þaö ákveðið að taka Lilju til sýningar.
Leiklistardeild Norska sjónvarpsins fékk myndina til umsagnar og
segir I áliti hennar: „Deildin hefur skoðað kvikmyndina Lilju og er þaö
samdóma álit okkar að hér sé á ferðinni góð og fagmannlega unnin
kvikmynd sem bæði Laxness, leikstjórinn og aðrir aðstandendur eiga
allan heiður skilið fyrir.”
Leikstjóri Lilju er Hrafn Gunnlaugsson og samdi hann handrit
myndarinnar i samvinnu við Snorra Þórisson kvikmyndatökumann,
sem var myndatökumaður.
Texti myndarinnar hefur nýlega veriö þýddur á ensku og veröur
myndin nú kynnt á markaöi utan Norðurlanda á vegum Global Tele-
vision Services.
Lilja er 29 minútna löng og tekin i lit i Reykjavik og nágrenni árið
1977 og 78. Hljóðupptaka var I höndum Jóns Þórs Hannessonar en
aðstoðarleikstjóri var Guðný Halldórsdóttir. Framleiðandi myndar-
innar er N.N. s/f. Kvikmyndastyrkur Menningarsjóðs var á sinum
tima veittur til Lilju.
Gjafaféð afhent. Frá vinstri: Páll Asgeirsson, yfirlæknir, ómar Einarsson, ftr., Guðni Garðarsson,
form. Umsjónarfélags einhverfra barna, Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður, ómar Valdimarsson
blm. og Jón ólafsson, forstjóri.
1.2 miljón kr. ágóði af
jólakonsert ’78
i Meðferðarheimilissjóð fyrir einhverf börn
Aöstandendur Jólakonserts ’78,
sem haldinn var til styrktar Með-
ferðarheimilissjóöi fyrir geðveik
(einhverf) börn, afhentu fyrir
helgina ágóðann af tónleikunum,
— 1.211.644 krónur.
Fram kom við afhendinguna,
að stór hópur fólks vann þrotlaust
að undirbúningi tónleikanna i
þrjár vikur og fleiri lögðu nótt við
dag á lokastigi undirbúningsins.
Alls gáfu eitt hundrað manns
vinnu sina til málefnisins.
Ekki var i upphafi útlit fyrir, að
framlagið gæti orðið jafn hátt og
raun er á, en þetta náðist fyrir
fórnfýsi og örlæti margra, sem
samstarfsnefndin um hljómleika-
haldið óskar að færa þakkir sinar,
og fyrir skilning opinberra aðila.
I fjárhagsyfirliti kemur fram, að
tekjur urðu alls kr. 2.827.617, en
útgjöld kr. 1.615.953 og var
þyngsti bagginn húsaleiga I Há-
skólabió, kr. 1.100.000, sem engar
skýringar eða skilgreining á út-
reikningi verðlagsgrundvallar
hafa fengist á, segir i tilkynningu
samstarfsnefndarinnar. —vh
UTBOO
Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluibúða, Patreksfirði
óskar eftir tilboðum i byggingu 8 ibúða fjölbýlishúss.
Húsið á að risa við Sigtun á Patreksfirði og er boðið út sem ein heild.
Skila á húsinu fullfrágengnu eigi siðar en 1. april 1980.
Útboðsgögn verða til afhendingar á sveitarstjórnarskrifstofu Pat-
reksfjarðar og hjá tæknideild Húsnæðismálastofnunar rikisins frá
þriðjudeginum 20. febrúar 1979. Gegn kr. 30.000.- skilatryggingu.
Tilboðum á að skila til Gunnars Péturssonar, skrifstofu Patreks-
hrepps, Aðalstræti63, eða tæknideildar Húsnæðismálastofnunar rik-
isins eigi siðar en föstudaginn 9. mars 1979 kl. 14:00 og verða þau
opnuð að viðstöddum bjóðendum.
f.h. Framkvæmdanefndar um byggingu
leigu- og söluíbúða Patreksfirði
Gunnar Pétursson.