Þjóðviljinn - 21.02.1979, Page 6
6 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 21. febrúar 1979
Jón Leifs .
Fmmýlutt
verk eftir
Jón Leifs
„Hughreysting” eftir Jón Leifs
veröur flutti fyrsta sinn á tónleik-
um Sinfóniuhljómsveitarinnar
annaó kvöld i Háskóiabiói, en
verkiö samdi tónskáldiö i mai
1968, skömmu fyrir andlát sitt.
Onnur verkefni á tónleikunum
veröa 39. sinfónia Mozarts og
tveir konsertar fyrir kontra-
bassa, eftir Marcel Rubin og eftir
Johan B. Valhall. Einleikari er
Ludwig Streicher frá Vinarborg,
talinn merkasti ndlifandi kontra-
bassaleikari, og er konsert
Rubins sérstaklega tileinkaöur
honum, frumfluttur i Vin 1970.
Valhall var aftur 18. aldar tón-
skáld og samdi sinn konsert 1773.
Stjórnandi á þessum tónleikum
er Reinhard Schwarz frá Berlin,
starfandi tónlistarstjóri i Hagen
auk þess sem hann feröast um og
stjórnar viöa um lönd. Sérstaka
athygli hafa vakiö kerfisbundnar
tilraunir hans i þá átt aö auka
áhuga á leikhiisi og tónleikum
meöal æsku- og skólafólks i
Vestur-Þýskalandi. -vh
Tillaga tveggja þingmanna Alþýðuflokksins:
Endurskipan vam-
armálanefndar
Gunnlaugur Stefánsson og
Óiafur Björnsson hafa flutt svo-
hljóðandi tillögu til þingsálykt-
unar:
„Alþingi ályktar aö fela utan-
rikisráöherra aö endurskipa
varnarmálanefnd utanrikis-
ráöuneytisins á þann hátt aö
fulltrúum frá samtökum
launþega, vinnuveitenda og
sveitarfélaga á Suöurnesjum
veröi tryggö aöild aö nefndinni.
1 greinargerö meö tillögunni
segir ma.:
„Samskipti islenskra og
bandariskra stjórnvalda vegna
framkvæmdar varnarsamn-
ingsins um veru bandariska
setuiiösins á Keflavikurflug-
velli hljóta jafnan aö vera i
brennidepli og stööugri endur-
skoöun, á meöan bandariskur
her dvelur i landinu. Þessi
þingsályktunartillaga er flutt til
þess aö tryggja þaö betur en
hingað til, aö hagsmunir íslend-
inga i samskiptum þessara aö-
ila veröi ekki fyrir borð bornir.
og siöast en ekki sist aö tryggja
þaö, aö fólkiö, sem býr i ná-
grenni Keflavikurflugvallar, fái
tækifæri til áhrifa á hvernig
málum er skipað á flugvallar-
svæöinu.
Astæöa er til aö samskiptin
viö bandariska setuliöiö séu i
stööugri endurskoðun. Núver-
andi skipan mála er á margan
hátt ábótavant. Skort hefur
mjög á aö eftirlit meö starfsemi
á Keflavikurflugvelli hafi veriö
nægjanlegt. Hefur þaö veriö
m.a. hlutverk varnarmála-
nefndar aö hafa á hendi þetta
eftirlit. Benda má á aö starf-
semin á Keflavikurflugvelli
hefur m.a. leitt af sér stórfellda
ollumengun i jarövegi á undan-
förnum árum án þess aö nokkuö
hafi veriö aö gert. Vatnsból
sveitarfélaga i nágrenni flug-
vallarins eru i stórhættu vegna
þess. íbúöaröryggi og athafna-
lifi á Suöurnesjum hefur á þann
hátt veriö stefnt I stórhættu.
Engum vafa er undirorpiö aö
ibúar Suðurnesja veröa jafnan
aö þola margs konar rask af
völdum Keflavikurflugvallar og
þeirrar starfsemi sem þar fer
fram. Sveitarfélög hafa t.d. orö-
iö aö veita margvislega þjón-
ustu, sem kostaö hefur sveitar-
sjóði stórfé á undanförnum
árum, vegna starfseminnar á
Keflavikurflugvelli. Ber brýna
nauösyn til aö þetta veröi tekiö
til gaumgæfilegrar athugunar
og endurskoöunar þannig aö
sveitarfélög á Suöurnesjum
þurfi ekki aö búa viö lakari kjör
en önnur sveitarfélög I landinu.
Þá vinnur aö jafnaöi f jöldi laun-'
þega af Suðurnesjasvæöinu á
flugvellinum viö ýmis störf og
Suöurnesjafyrirtæki veita þar
ýmsa þjónustu. Þaö hlýtur þvi
aö vera sjálfsagt lýöræöismál,
aö fulltrúar þess fólks, sem
mestra hagsmuna á aö gæta
vegna starfseminnar á Kefla-
vfkurflugvelli, hafi rétt til aö
vera aöilar aö nefnd þeirri sem
um þessi mál fjallar.” —sgt
VAR ÞAÐ ÞESS VEGNA?
Löggjöf um skodanakannanír
Þingsályktunartillaga þriggja Framsóknarmanna
Nýiega var lögö fram á Aiþingi,
af þeim Páli Péturssyni, Alex-
ander Stefánssyni og Ingvari
Gislasyni, þingsályktunartillaga
um almennar skoöanakannanir.
Tillagan gerir ráö fyrir þvi aö
rikisstjórninni veröi faliö aö beita
sér fyrir lagasetningu um þær.
Greinargerö fylgir þessari til-
lögu og er hún svo:
Augljós er nauösyn þess aö sett
veröi sem fyrst löggjöf um al-
mennar skoöanakannanir á ts-
landi. Reynslan hefur sýnt aö
ekki er þaö lýöræöislegri stjórn-
skipan eöa eölilegri skoöana-
myndun i þjóöfélaginu til fram-
dráttar aö óvandaöir aöilar eöa
Allsherjarnefnd nedri deildar um kaup þingmanna:
„Þessi, á ýmsan hátt
frábæra nefiid”
varð ekki sammála
Eins og sagt hefur veriö frá
áöur hér i Þjóöviljanum var
snemma i vetur lagt fram á Al-
þingi lagafrumvarp sem kvaö á
um þá breytingu á kjörum þing-
manna, aö þau yröu héreftir
ákveðin af kjaradómi, en ekki af
þingfararkaupsnefnd Alþingis
svo sem veriö hefur. Nú hefur
aiisherjarnefnd neöri deildar
fjailaö um frumvarpiö, og leggur
meirihlutihennar til aö þaö veröi
felit. Fer álit þessa meirihluta
hér á eftir.
„Nefndin gat ekki orðið sam-
mála um afgráöslu málsins. Svo
sem viö mátti búast vildu
flutningsmenn frum varpsins,
sem jafnframt eru nefndarmenn
þessarar á ýmsan hátt frábæru
nefndar, mæla meö samþykkt
þess.
Viö hin, sem undirritum
nefiidarálit þetta, teljum þing-
fararkaupsmálum alþingis-
manna ekki betur komiö hjá
Kjaradómi heldurenþar sem þau
eru nú, þ.e. hjá kjörnum full-
trúum þjóöarinnar, sem veröa
nú, auk þessa álags, aö skipa
málum manna af fyllsta dreng-
skap og réttsýni, sem mönnum er
vitanlega misjafnlega gefiö,
skorumst heldur eigi undan gagn-
rýni i þeim efnum:
En meö þvi aö viö teljum
Kjaradóm ekki heldur óskeik-
ulan, leggjum viö til, aö umrætt
frumvarp veröi fellt.M
pólitisk áróöursmálgögn hafi
leyfi til þess aö framkvæma „at-
huganir” sem þeim siöan haldist
uppi aö kalla marktækar skoö-
anakannanir um hin mikilvæg-
ustu efni.
Þaö er tvimælalaust hægt meö
óvönduöum og hlutdrægum skoö-
anakönnunum, sem blásnar eru
út f fjölmiölum, aö hafa veruleg
áhrif á skoöanamyndun almenn-
ings i landinu og vekja þannig at-
hygli á eigin áhugamálum og
skoöunum eöa söluvörum meö
óeölilegum hætti i áróðursskyni.
Ekki ber aö amast viö skoöana-
könnunum i þjóðfélaginu sem
framkvæmdar eru á marktækan
hátt og af hlutlausum og vönduö-
um aöilum. Þvi er þaö brýnt aö
settar veröi skoröur viö því, aö
þjóömálaskúmar, kaupahéðnar
eöa áróöursapparöt geti sett á
sviöhömlulausteitthvaö sem þau
geti kallaö almennar skoöana-
kannanir og unniö þannig sjónar-
miöum sinum eöa skjólstæðing-
um brautargengi.
Þess vegna er þaö fyllilega
timabært aö sett veröi löggjöf um
þetta efni og ákveöin skilyröi lög-
fest um óhlutdrægni og visinda-
lega nákvæmni.
Hörður Sig-
urgestsson
forstjóri
Eimskips
Stjórn Eimskipafélags tslands
hf. réöi á fundi sinum I gær Hörö
Sigurgestsson, rekstrarhag-
fræöing, forstjóra félagsins.
Höröur Sigurgestsson er fædd-
ur áriö 1938 i Reykjavik. Hann
varð stúdent frá Verslunarskóla
Islands áriö 1958, og stundaöi siö-
an nám I viöskiptafræöi viö Há-
skóla tslands.oglauk þaöan prófi
áriö 1965. Höröur stundaöi fram-
haldsnám i rdcstrarhagfræöi i
Wharton School, University of
Pensylvania i Philadelphia i
Bandarikjunum, og lauk þaöan
MBA prófi haustiö 1968. Hann
starfaöi i fjármálaráöuneytinu,
fjárlaga- og hagsýslustofnun, aö
loknu framhaldsnámi til vors
1974, er hann réöst til Flugléiöa
h/f, sem þá var nýstofnaö fyrir-
tæki, sem framkvæmdastjóri
fjármálasviðs og hefur starfaö
þar siöan.
Hörður er kvæntur Aslaugu
Ottesen, og eiga þau tvö börn.
Hann mun taka viö hinu nýja
starfi sinu 1. ágúst 1979.
Form.
mennta-
málanefndar
Norður-
landaráðs
Ragnhildur Helgadóttir al-
þingismaöur var kjörin formaöur
menntamálanefndar Noröur-
landaráös á þingi þess I Stokk-
hólmi I g aer.
Hvers vegna?
Leshringur á vegum
Rauðsokkahreyfíngarinnar
Hvers vegna vinnum við
tvöfalt? Hvers vegna
verður enginn tími fyrir
börnin? Óg hvers vegna
fáum við ekki pláss fyrir
þau á dagvistunarstofn-
unum? Hvers vegna fáum
við lægst launuðu störfin?
Og jafnvel lægri laun en
karlmaðurinn sem vinnur
sama starf við hliðina á
okkur? Hvers vegna bitnar
atvinnuleysið f yrst á okkur
þegar harðnar í ári? Hvers
vegna megum við ekki
ráða því sjálfar hvort við
fáum fóstureyðingu eða
ekki? Hvers vegna eru
konur notaðar sem agn í
auglýsingum fyrir karl-
menn? Og eru karlmenn-
irnir eitthvað betur settir
en konurnar? Eru kon-
urnar frjálsari íþeim lönd-
um, þar sem sósíalismi
ríkir?
Þessar spurningar og væntan-
lega margar fleiri er ætlunin aö
ræöa i leshring sem Rauösokka-
hreyfingin er aö fara af staö meö
núna, fyrir alla þá sem áhuga
hafa á jafnréttismálum og fyrir
aö efla kvennabaráttuna.
Fyrsti fundurinn veröur hald-
inn laugardaginn 24. febrúar kl.
14:00, í Sokkholti, sem er á fjóröu
hæö i húsinu nr. 12 viö Skóla-
vöröustig. Menn geta hringt og
látiðskrá sig i sima 28798 milli kl.
17:00 og 19:00 alla virka daga eöa
einfaldlega mætt I eigin persónu á
fundinn þann 24. febrúar, segir i
fréttatilkynningu Rauösokka-
hreyfingarinnar.
Arni
Asmundur
Björn
Samtök herstöövaandstœðinga:
Liðsmannafundur
Liösmannafundur Samtaka
herstöövaandstæöinga veröur
haldinn laugardaginn 24. febrú-
ar i Félagsstofnun stúdenta, og
hefst kl. 14.
Rætt veröur um undirbúning
aögerða I tengslum viö 30. mars
og annaö starf samtakanna.
Framsögumenn: Arni
Björnsson og Björn Br. Björns-
son. Fundarstjóri: Asmundur
Asmundsson.
Allir herstöövaandstæöingar
hvattir til aö mæta vel og stund-
vislega.