Þjóðviljinn - 21.02.1979, Side 14
14 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miftvikudagur 21. febrúar 1979
Þjóðverjar
langræknir
en Bretar eru
bjartsýnir
HAMBORG, (Reuter) — Nýlega
gerOi v-þýska timaritið Stern
könnun meðal Breta og Þjóðverja
I tilefni af aö 40 ár voru liðin siðan
seinni heimsstyrjöld hófst. Fyrir
svörum urðu 3.645 menn.
Hrifning þjóðanna af hvorri
annarri mældist þannig: Þjóð-
verjaást Breta 54%, en Bretaást
Þjóöverja aðeins 36%. — Tólf af
hverjum hundrað Bretum var illa
við Þjóöverja, enhelmingi fleiri
Þjóðverjum var illa við Breta. —
Fimmtiu og tveim af jafn mörg-
um Bretum likar æ betur viö
Þjóðverja, en slikt sögðu aðeins
13% Þjóðverja. — Þjóðverjar
virðast sem sagt vera langrækn-
ari en Bretar, en þó eru þeir raun-
særri, þvi' 52% Breta trúðu þvi að
öðrum likaði vel við þá, en aöeins
48% Þjóðverja gerðu sér vonir
um einhverjar vinsældir sinar hjá
útlendingum.
Sakborningar
Framhald af bls. 1.
mál þegar hann spurði um
„Finansbankamálið”.”
Ekkert gat ráöherrann sagt
um það hvenær hið svokallaða
„Antikmál” yrði flutt fyrir dómi
en það væri nú til meöferðar hjá
Sakadómi Reykjavikur.
Að lokum sagöi dómsmála-
ráöherra frá „biiasalamálum”og
kvað hann 21 aðila hafa verið
kærðan ýmist fyrir beina aöild
eða hlutdeild. Rannsókn flestra
málanna væri lokiö en önnur
væru á lokastigi.
—sgt
Gaffalbitar
Framhald af b"ls. 1.
þeir voru lika súrir. Við athugun á
hráefni K. Jónssonar á Akureyri
hefði komiö i ljós að fjórir fimmtu
hlutar þess væru óhæfir til
vinnslu og afgangurinn lélegur.
Ekki væri aö svo stöddu hægt að
kveöa upp úr um það hvað ylli
þessu. Þá sagði iönaðarráðherra
að Sigló-sild ætti nóga gaffalbita
en ekki væri ráðiö um fjárhags-
hlið málsins. Um samninga við
Rússa sagði Hjörleifur aö ekkert
væri hægt að fullyrða um þaö
hvort þetta skaöaöi þá gjörð, en
Sölustofnun lagmetis teldi Rússa
tilbúna ef staöiö yrði viö fyrra
samkomulag um skaðabætur. Að
lokum sagði iðnaðarráöherra að
þetta mál yrði rannsakað til
hlitar en markmið þeirrar rann-
sóknar væri ekki að henjga neinn.
Samkvæmt reglugerð um Fram-
leiðslueftirlit sjávarafurða ætti
þetta ekki aö geta gerst en við
væri brugöið fjárskorti til eftir-
lits.
sgt
Leiðrétting
við Fiskimál
1 þættinum Fiskimál 17. febrú-
ar, neðarlega i siöasta dálki, hafa
falliö i burt veigamikil atriði i
setningu. Þar átti að standa:
Samkvæmt útflutningsskýrsl-
um birtum i riti norsku fiskimála-
stjórnarinnar, Fiskets Gang, yfir
útfluttar norskar sjávarafurðir á
timabilinu 1. janúar til 24. desem-
ber 1978, þá voru fluttar út frá
Noregi 2507 smálestir af nýjum
laxi, fyrir n .kr. 82 miljónir og 904
þús. og heilfrystur lax 1067 smá-
lestir fyrir n.kr. 41 miljón og 437
þúsund.
Þá er i 2. dálki orðið Hvað, i
staöinn fyrir það, og i 3. dálki
ártalið 1950 I staðinn fyrir 1960:
Þetta leiðréttist hér meö.
Jóhann J.E. Kúld.
Veröbólgan
Framhald af bls.1'6
staðfesta hana með myntbreyt-
ingu .
1 kaflanum Rlkisumsvif og
fjármál hins opinbera segir að
opinberar stofnanir og fyrirtæki
skuli gerð ábyrgari fyrir rekstri
og fjármálum en nú er. Þau skuli
lúta aöhaldi markaðarins i aukn-
um mæli og þeim gert að skila til-
tekinni arðsemi. Jafnframt að
opinberum stofnunum og fyrir-
tækjum verði fækkað, rekstur
þeirra falinn öðrum, þau seld eöa
lögð niður, ef þau þjóna ekki
lengur upphafiegum tilgangi sin-
um. Ekki er rakið hvaða stofnanir
eða fyrirtæki leggja eigi niður og
aðspurður sagði Geir Hallgrims-
son að engar tillögur væru tilbún-
ar um það.
1 kaflanum um Skattamálsegir
að lækka beri skatta á eignir.
Vörugjald, nýbyggingagjald og
sérstakur skattur á verslunar- og
skrifstofuhúsnæði skuli afnuminn
og handahófskennd skeröing af-
skrifta felld niöur. Til aö vega upp
á móti tekjutapi rikissjóðs vegna
lækkunar skatta verði dregið úr
niðurgreiðslum, rekstrarkostnaði
og framkvæmdum rikisins.
Viröisaukaskattur verði tekinn
upp i stað söluskatts.
Erlendar lántökur aukn-
ar
1 kafla um Gjaldeyris- og verð-
lagsmál segir að fyrirkomulag
gjaldeyrisviðskipta skuli gert
frjálslegt, einfalt og fljótvirkt.
Erlendur gjaldfrestur verði
heimill i öllum vöruflokkum að
fullnægðum ákveðnum skilyrð-
um. Frjálslegar reglur skuli gilda
um erlendar lántökur, en Gjald-
eyrisdeild bankanna lögð niður.
1 kafla um Kjaramál segir að
leitað verði samkomulags við að-
ila vinnumarkaöarins um nýtt
verðbótakerfi, kjaravisitölu.
Óbeinir skattar og niöurgreiðslur
hafi þar ekki áhrif en verðbætur
miðist viö breytingar á viöskipta-
kjörum.
Þá segir að unniö skuli að þvi aö
koma á hlutfallskosningum i
stéttarfélögum. —AI
Óbreytt
. Framhald af bls. 9
byggingu 1 atvinnuvegunum og
sparnaði og hagkvæmni 1 rekstri
hins opinbera og hverskonar
milliliöa.
I lok ræðu sinnar lagöi Lúðvik
áherslu á að það væri skylda Al-
þýðubandalagsins aö knýja fram
breytingar á frumvarpi óiafs og
miþféubaná&S&gm
Hafnarfjörður — Garðabær
Arshátið Alþýöubandalagsins I Hafnarfirði og Garöabæ verður haldin
að Garðaholti laugardaginn 24. febrúar. Húsið opnað kl. 19. Matur:
kaltborðmeðívafi. Gestur kvöldsins verður Jónas Arnason. Söngurog
dans til kl. 2 e.m. Verð miða: 6000 kr. Verð miöa eftir mat: 2500 kr.
Miðapantanir fyrir föstud. hjá Bryndisi Is. 5 40 65), Þóru (s. 4 26 83) og
Mjöll (s. 4 29 73).
Félagsmálanámskeið i
Reykjavik
Alþýöubandalagið i Reykjavik og
Æskulýðsmálanefnd Alþýöu-
bandalagsins gangast fyrir stuttu
félagsmálanámskeiöi sem hefst
fimmtudaginn 22. febrúar næst-
komandi kl. 20.30 að Gre ttisgötu
3. Námskeiöinu verður fram
haldiö 23. , 26., og 27. febrúar.
A námskeiðinu veröur lögö
megináhersla á ræöugerð og
ræöuflutning, fundarstjórn og
fundarreglur. Leiðbeinandi er
Baldur Óskarsson. Þátttaka er
ókeypis og öllum heimil og til-
Aiþýðubandalagið i Kópavogi
BÆJARMALARAÐ
Fundur verður i bæjarmálaráði 1 kvöld — 20. febrúar kl. 20.30 í
Þinghól.
Fjailað verður um fjárhagsáætlun bæjarins og önnur mál.
Stjórn bæjarmálaráðs.
Verkalýðsmálanámskeið ABR
hefst n.k. fimmtudag (22.-2.) kl. 20.30 að Grettisgötu 3 efstu hæö. A
fyrstu fundunum veröur fjallað um bókina „Vinnuréttur” eftir Arn-
mund Backmann og Gunnar Eydal. Allir Alþýöubandalagsmenn I laun-
þegahreyfingunni eru hvattir til að skrá sig I slma 175 00 sem fyrst.
Stjórnin
kynnist sem fyrst á skrifstofu Al-
þýöubandalagsins Grettisgötu 3,
slmi 17 500. Alþýðubafidalagiö.
freista þess að halda áfram rikis-
stjórnarsamstarfi á þeim grund-
velli sem það væri myndað. Þeg-
ar samtök launafólks hefðu talaö
eins skýrt og Alþýöubandalagið
um afstöðu sina til frumvarpsins
hlyti frumvarpinu að verða
breytt. Verkalýðshreyfingin væri
bakfiskurinn i þessari rikisstjórn
og Alþýðubandalagiö málsvari
launafólks I landinu og sameigin-
lega myndu þessi öfl ráða ferðinni
sem fyrr.
Stendur hjartanu
næst
Hinsvegar kvað Lúðvik það
ljóst að Alþýðubandalagiö hyggð-
ist ganga til heiðarlegra samn-
1 inga viö samstarfsaöila sina i rik-
isstjórn og hann léti sér ekki detta
i hug að allt næðist fram. Til aö
mynda væru breytingar á banka-
kerfinu og á rekstri ollufélaganna
vafalitiö óhugsandi, Þar væri
komið of nærri hjartanu i Fram-
sókn og krötum. Slik milliliðamál
væru þeim næstum eins heilög
eins og herinn.
Að loknum ræðuhöldum var
nokkrum fyrirspurnum svarað.en
af þessum fundi fóru menn sýnu
fróöari en áöur.og ef dæma má af
honum er engan bilbug á Alþýöu-
bandalagsmönnum 1 borginni að
finna.
— ekh
Skjálfti vegna
kosninga
Framhald af bls. 3
Reiknistofnunar og þúsundir
tölvuspjalda sem reikningar
okkar voru gataðir á urðu þar eldi
aö bráð. Þetta er aðalvaldur
tafarinnar. Ýmislegt fleira varð
til að auka stöfina ss. mannfæð á
skrifstofum okkar sem taföi
undirbúning að endurgötun tölvu-
spjalda. Þess má geta að við höf-
um i stjórn stofnunarinnar
kennara úr Viðskiptafræöideild
Háskólans svo þaö skortir ekki
kunnáttu á bókahaldi i stjórninni.
Aö ööru leyti er það eitt að
segja að þessi mál standa öll til
bóta og tam.er ljóst aö bókhaldiö
fyrir 1979 veröur til i byrjun næsta
árs. Meiri hraða I bókhalds-
vinnslu er varla hægt að biðja um
og við skulum vona aö þá taki
„óreiðuhrollinn” úr mönnum.
—ih
Landssamtökin
Líf og land
Framhald af bls. 3
Matthiasdóttir: Grænt malbik
eða gulrófnagaröar, Ernir
Snorrason: Hugmyndafræöi og
borgarskipulag, Heimir
Hannesson: Þróun umhverfislög-
gjafar — Alþjóðlegt samstarf,
SigurðurGuðmundsson: Skipulag
og áæltanagerö, Sigfús Jónsson:
Búsetuþróun frá striösárum,
Bjarni Reynarsson: Maðurinn i
borgarumhverfi, Þorvaldur S.
Þorvaldsson: Fegurö/smekkur/-
arkitektúr, Magnús Bjarn-
freðsson: Staðlað lif, Indirði G.
Þorsteinsson: Fjölmiölar og áhrif
þeirra, Þorbjörn Broddason:
Fjölskyldan og Islenskt samfélag,
Brynjólfur Ingvarsson: Ahrif
skipulags á sálarlif, Inga Jóna
Þórðardóttir: Menntunarmál i
brennidepli.
ifíWÓÐUEIKHÚSiB
SONUR SKÓARANS OG
DÓTTIR BAKARANS
i kvöld kl. 20
laugardag kl. 20
EF SKYNSEMIN BLUNDAR
3. sýning fimmtudag kl. 20
4. sýning sunnudag kl. '20
MATTAR-STÓLPAR
ÞJÓÐFÉLAGSINS
föstudag kl. 20
Fáar sýningar eftir.
KRUKKUBORG
laugardag kl.15
sunnudag kl.15
Litla sviöiö:
HEIMS UM BÓL
fimmtudag kl. 20.30
Miðasala 13.15 — 20.
Simi 1-1200
I.KIKFF.I ACi
RFYKIAVIKUR
LIFSHASKI
I kvöld kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
GEGGJAÐA KONAN
1 PARÍS
fimmtudag kl. 20.30
sunnudag kl. 20.30
fáar sýningar eftir
SKALD-RÓSA
föstudag kl. 20.30
Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30
simi 16620
RUMRUSK
i Austurbæjarbiói
i kvöld kl. 21.30
Miöasala I Austurbæjarbiói
kl. 14—21.30 simi 11384
VIÐ BORGUM EKKI
VIÐ BORGUM EKKI
i Lindarbæ
föstudag kl. 20.30,
sunnudag kl. 17.00.
VATNSBERARNIR
sunnudag kl. 14.00,
siöasta sýning i Lindarbæ.
Miðasala opin daglega frá kl.
17-19 og 17-20.30 sýningardaga.
Simi 21971.
Pípulagnir
Nýlagnir# breyting-
ar, hitaveituteng-
ingar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftir kl. 7 á
kvöldin).
Hvert skal haldið; Hrafn Gunn-
laugsson: Skrattinn úr skipu-
leggnum,GeirVilhjálmsson: Leit
aö lifshamingju, Gestur
Ólafsson: Valkostir I skipulagi,
Sigurður Lindal: Löggjöf i fram-
tiðinni, Einar Þ. Asgeirsson: Ný
viöhorf I umhverfismótun, Gylfi
Gislason: Listamaðurinn og þjóð-
félagiö, Gunnar Kristjánsson:
Trúin og mannlifið, Sveinn
Runólfsson: Gróðurþróun, Tómas
Ingi Olrich: Ný viðhorf i
menntunarmálum, Sveinbjörn
Björnsson: Orkuþurrð eða alls-
nægtir, Jóhannes Nordal: Hvers
konar framtið?
—vh
81333X1
HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGAR
Herstöðvaandstæðingar Kópavogi
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 22. mars að Hamraborg 11,
Kópavogi, kl. 20,30.
Fundarefni: Undirbúningur fyrir 30. mars.
Allir velkomnir
Herstöðvaandstæðingar
Vogum, Heimum og Sundum
Hverfafundur verður haldinn I kvöld miðvikudag kl. 20.30 að
Skeiðarvogi 73 (hjá Guðmundi Georgssyni). Allir hvattir til að mæta —
fjölmörg verkefni framundan.