Þjóðviljinn - 10.05.1979, Page 3

Þjóðviljinn - 10.05.1979, Page 3
Fimmtudagur 10. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Síminn stoppar ekki hjá Leigjendasamtökunum Slæmt ástand á húsaleigumarkadi — Algeng leigukrafa fyrir 3ja herbergja ibúö: 70 þúsund Tekur SYR upp næturferðir um helgar? Stjórn Strætisvagna Reykjavikur hefur nú til athugunar hvort tilraun skuli gerð með næturferðir um helgar og kom þetta m.a. fram í umræðum um lengri opnunartíma veit- ingahúsa í borgarstjórn s.l. fimmtudaa. Guðrún Agústsdóttir formaöur stjórnar SVR sagði i samtali við Þjóðviljann I gær að þessi mögu- leiki hefði verið ræddur á fundi stjórnarinnar fyrir skemmstu og fengið góðar undirtektir. Stjórn- in ákvað þó að biða átekta varð- andi afgreiðslu borgarstjórnar um lengri opnunartima veitinga- staða, en mun væntanlega taka þráðinn upp að nýju innan skamms. Guðrún sagði að það sem um væri að ræöa væri að láta kvöldaksturinn, sem nú stendur fram til kl. 1 um helgar, halda lengur áfram um helgar, jafn- vel til kl. 3 eða 4. „Ef þetta verður ofaná, yrði það gert i tilraunaskyni um nokk- urt skeið en þörfin fyrir þessa þjónustu er mest um vetur, svo liklega gæfi tilraun af þessu tagi ekki rétta mynd fyrr en það fer að kólna aftur I haust,” sagði Guð- rún. Hún benti einnig að að það væru fleiri á ferð á þessum tima en drukkið fólk af skemmtistöðum og að leigubilastöðvarnar hafa ekki getað annað farþegaflutn- ingum á þessum tímum. „Þessi hugmynd er engin ógn- un við leigubilstjórana”, sagði Guðrún, „þvi þeir myndu áreið- - anlega eftir sem áður hafa meira en nóg að gera. Hins vegar er hér um að ræða þjónustu við borgar- búa, sem i raun eiga kröfu á að Strætisvagnar Reykjavikur flytji fólk milli staða ekki bara á dag- inn heldur einnig um nætur þegar þörfin er mest. 1 Bretlandi og á Norðurlöndum tiðkast næturferð- ir strætisvagna á tilteknum leið- um. Þær eru að visu stopular, en öruggar og njóta mikilla vinsælda bæði fyrir þá sem eru að koma af skemmtistöðum og þá sem eru að koma úr vinnu,” sagði Guðrún að lokum. AI Nú eru fardagar og hreyfing á fóiki sem er í leiguhúsnæði. Þjóð- viljinn hringdi I Einar Ólafsson starfsmann i skrifstofu Leigjendasamtakanna og sagði hann að ástandið virtist vera mjög slæmt þvi að siminn stopp- aði ekki allan iiðlangan daginn og er það fólk sem er að spyrja eftir húsnæði. Éinar sagði að eftirspurnin virtist hafa aukist mikiö s.l. mán- uð og reyndar framboðið lika i einhverjum mæli. Algengt verð á þriggja herbergja ibúð er nú 50 — 70 þúsund krónur og er oftast fyrirframgreiðsla i hálft ár. Þó fer leigan mjög eftir duttlungum húseigenda og verðið getur orðið bæði lægra og hærra. Þá hafði Þjóðviljinn samband við Jón frá Pálmholti formann Leigjendasamtakanna og sagði hann að þau legðu nú allt kapp á Frá æfingu á „Blómarósum” Leikrit um verkakonur hjá Alþýöuleikhúsinu 55 Blómarósir” eftir Ólaf Hauk Símonarson Nýtt íslenskt leikrit, Þvi ákveðið að sýna „Blómarós- „ Blómarósir" eftir ölaf ír”. út júilmánuð. sfðari hluta » águstmánaöar veröur haldiö i Hauk Simonarson, er nu i leeikför meö þetta verk. æfingu hjá Alþýðu- að frumvarp það sem liggur fyrir Alþingi um leigjendamál verði samþykkt i vor, en það liggur nú hjá félagsmálanefnd neðri deild- ar. Jón sagði að i frumvarpinu væru vissar réttarbætur sem væru mjög mikilvægar. Þá vildi Jón benda leigjendum á nú um fardaga, að þeir þurfa að vera á varðbergi gegn þvi að vera sagt upp fyrirvaralaust, þvi að skv. lögum er þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Einnig er nú i gildi verðstöðvun frá þvi I haust á leigu eins og öðru og mætti þvi ekki hækka hana umfram þau 11% sem leyfð voru 1. mars s.l. Bað hann fólk að láta Leigjenda- samtökin vita ef brotið væri á þvi. —GFr Dr. Frank N. Steinsson Leió 16- Hótel Saga drukk.ð >vo lilið ,ið enginn ,ið il.msleikur þ*'ssl for i'iiislak Kkki var til.iiipið.ió þvi að uá i h'ignhil F.ltir l.iiigvinnar iH .árangurslausar tilraiiinr i þa átl var Ifkið til liragðs að ganga af slað Iil mols i ið lapgþráðan li'iguliilinn Til að unra langa sugu slutla. þa gi-kk eg lákl.vdd ur i kalsan ðr: uiað l nifi'rðar miðstiið. « ii það.in inðri l .a kjar ma'ðii ini'ð þri niur |ii|nuii. s«'iu a |» ssar ■r liilgsa n. þi'gal r.'v nilar •nui.ik.i'i r |» I aðra Reynist Þjóðviljinn sannspár? Þannig skrifaði hinn dularfulli dálka- höfundur Dr. Frank N. Steinsson um framtiðarsýnina I skemmtana- málum eftir byltingu. Þetta er skrifað undir stjórn Blsleifs borgar- sljóta 13. nóvember 1977. Helga Hannesdóttir geölæknir: Sálrænir erfiöleikar eru meiri hjá sjómannsbörnum Undanfarin ár hefur farið fram heildarrannsókn á 5 áhöfnum tog- arasjómanna og kjarnafjölskyld- um þeirra frá læknisfræðilegu, sálfræðilegu og félagsfræðilegu sjónarmiði, og sömuleiðis á fjór- um samanburðarhópum land- verkamanna. A norræna sál- fræðiþinginu sem nú stendur yfir voru birtar niðurstöður úr einum þætti þessarar könnunar, en það var geðfræðirannsókn á börnum sjómanna sem Helga Hannes- dóttir geðlæknir flutti. Kom I Ijós að sálræn einkenni voru algeng- ari meðal barna sjómanna en barna viðmiðunarhópsins og erf- iðleikar þeirra einnig alvarlegri. leikhúsinu. Fjallar verkið um líf nokkurra iðnverka- kvenna, persónuleg afdrif þeirra og samskipti við vinnukaupendur og er ádeilinn gamanleikur, að sögn talsmanna leikhúss- ins. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmynd gerir Þorbjörg Höskuldsdóttir og Valgerður Bergsdóttir búninga. Tónlist er eftir Ólaf Hauk, en útfærð af Hróðmar Sigurbjörns- syni og Eggert Þorleifssyni, sem jafnframt annast áhrifahljóð. Persónur I leikritinu eru 16, en leikendur ekki nema 12, hvernig sem á þvl stendur, en væntan. lega skýrist máliö á frumsýningu, sem verður innan tlðar. Alþýðuleikhúsiö hefur ákveðið að binda endi á það ófremdar- ástand að leikhúsgestum sé vlsaö útá gaddinn I júlímánuði og hefur en öðrum börnum Þjóðviijinn náði tali af Helgu og spurði hana nokkurra spurninga. Helga sagði að ástæða þessarar könnunar væri meðal annars sú, að réttindi togarasjómanna og annarra þeirra sjómanna sem sjaldan koma i land hefðu verið sniðgengin varðandi fjölskyldu- og einkaþarfir og ætti hún að stuöla að því, að skilningur feng- ist á bættum kjörum þeirra. Eftir könnuninni var ekki marktækur munur á tiðni geð- rænna sjúkdóma hjá sjómanna- börnum, en þau hefðu hins vegar alvarlegri einkenni. Hjónabands- erfiðleikar eru algengari i þess- um sjómannafjölskyldum, sem stafa m.a. af þvl aðhjón hafa ekki tækifæri til að ræða um vandamál sin og vilja það heldur ekki, þá sjaldan sem sjómaðurinn er i landi. Þá vinna konur sjómanna siður úti og eru þvi einangraöri en aðrar konur, og getur það bitnaö á börnunum. Hóparnir sem kannaðir voru i landi voru valdir með tilliti til þess, að aldur, menntun og ábyrgð i starfi væri sambærileg við sjómennina. — GFr Fjölskyldan hefur mest áhrif á greindarþroska barnanna — en skólinn sáralítil, segir Sigurjón Bjömsson prófessor Það er gamalt deilumál leikra og lærðra hvort erfðir eða um- hverfi móti meira greind barna. t erindi sem Sigurjón Björnsson prófessor flutti á norræna sál- fræðingaþinginu sem nú stendur yfir I Reykjavlk sagði hann að niðurstöður umfangsmikillar og margra ára könnunar á um 1430 skólabörnum I þéttbýli á tslandi béntu eindregið til þess að greind væri miklu háðari umhverfi og uppeldisástæöum en margir hafa álitið hingað til. Þjóðviljinn náði stuttu samtali við Sigurjón á ráð- stefnunni I gær og spurði hann nánar um þetta. Sigurjón sagöi að fjölskylda barnsins virtist hafa úrslitaþýð- ingu á greindarþroska þess, en að sama skapi virtist skólinn hafa litil áhrif til greindaraukningar og væri þessi niðurstaða I sam- ræmi við kannanir sem gerðar hafa verið erlendis. Eins og áður sagði virðist um- hverfið vera mjög aflmikið til að halda niðri góðum hæfileikum og lyfta upp tiltölulega litlum hæfi- leikum, en erfitt væri að segja hvar mörkin lægju. Nú eru að fara af stað nýjar rannsóknir til að athuga betur hvernig skólinn hefur áhrif á vits- munaþroska barna, en eins og áður sagði benda fyrrgreindar rannsóknir til að hann sé ákaflega vanmáttugur til að jafna þann mun á greind sem er afleiðing mismunandi uppeldis á heimil- um. Sigurjón sagði að það hefði komið i ljós að skólinn hefur meiri áhrif á þroska pilta en stúlkna. Þær hækkuðu aö visu I einkunn- um, en það virtist ekki hafa sam- svarandi áhrif i aukningu greind- ar. Þetta benti til þess, að ekki væri um erfðaþætti að ræða. — GFr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.