Þjóðviljinn - 13.05.1979, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 13.05.1979, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. mai 1979 TJALLAMOLAR Tæknin ryöst fram í þessu landi sem öörum. Nýjasta tæknispáin er sú, að um miðjan næsta ára- tug verði matargerð i nú- verandi formi úr sögunni. Því er spáð að níundi ára- tugurinn verði áratugur tilbúnu réttanna, þeir verði vandaðir, franskir, ítalskir og kínverskir að uppruna, frosnir og til- búnirtil neyslu á fáeinum minútum. Þetta er að sjálfsögðu ekkert nýtt, hið nýja er að því er spáð að þetta matarneyslu- form verði orðið nánast allsráðandi innan ára- tugs. Eldhúsið verði þá fyrst og fremst dreifingarmið- stöð fyrir hinn tilbúna mat, og því verði margt þeirra áhalda sem nú eru notuð í hinu forna must- eri eiginkonunnar úrelt. Slátrarinn á horninu, sem viö Islendingar útrýmdum nánast um leið og hann varð til, er dæmdur til að hverfa úr borgar- lifinu, eða aölaga sig breyttum aðstæðum og setja upp kjörbúð með tilbúinn frosinn og niður- soðinn mat. Og matur „húsmóðurinnar” verður þá ekki metinn eftir þvi hve vel hún hefur matreitt hann, heldur eftir þvf hve gott vöru- merki hún hefur keypt. Pískum liðið En ekki eru allir svona fram- farasinnaðir i þvi góða Eng- landi. Á þingi skólameistara og þingi kvenkennara var greini- legur meirihluti þeirrar skoðun- ar að nauðsynlegt væri, að kennarar hefðu heimild til að piska nemendur til aö halda uppi aga. Þeir virtust þeirrar skoðunar að líkamlegar refsing- ar af þessu tagi væru til þess fallnar að bæta aga i skólum, einkum þar sem vandamálin eru af það alvarlegu tagi að kennarar hafa orðið fyrir til- raunum til nauðgunar. Rökstuðningurinn var m.a.: „Við höfum ekki ánægju af lfk- amsrefsingum, en þær eru nauðsynlegar til að halda uppi aga”, og „Engin nothæf aðferð hefur verið fundin upp sem komið getur i staðinn fyrir pfsk- inn”. En að sjálfsögðu voru ekki allir meðmæltir notkun pisks- ins, og á þingi aöalkennarasam- takanna hefði megintónninn lfk- lega verið af allt ööru tagi, ef málið hefði yfirhöfuð komið þar til umræðu. En skólastjórar og kvenkennarar virðast margir enn halda f gamlan draum. Húsagi forn En þeir eru fleiri sem vilja halda uppi aga og hafa ná- kvæma stjórn á börnum sinum til að vernda þau fyrir umheim- inum vonda. Fyrir fáeinum dögum fjar- lægðu félagsráögjafar sjö af níu börnum hr. Boris Taylor og konu hans. Börnin sem fjarlægð voru eru á aldrinum 6 til 16 ára. Börnin tvö sem eftir voru skilin eru yfir barnaverndunaraldri, 17 og 19 ára. Og hver var svo glæpur hr. Taylors? Fyrir 16 árum var hann rek- inn úr starfi sem vísindamaður hjá þáverandi orkumálaráðu- neyti. Hann hefur ekki unnið siðan, en hefur þess i stað ein- beittséraö uppeldi barna sinna. viðræður deiluaðila fóru út úm þúfur ekki alls fyrir löngu. Fyrir milligöngu atvinnu- málaráðherrans höfðu deiluað- ilar tekiö upp viðræður að nýju með það fyrir augum, að útgáfa blaðsins gæti hafist að nýju þann 17. apríl. Sú von er fyrir bi. Eigandi Times, Lord Thomp- son, sem býr i Kanada, mun nú vera farinn að hugsa alvarlega um að losa sig við blaðið. Sá möguleiki sem nú virðist nærtækastur er að tilraun- ir verði gerðar til að prenta blaðið á meginlandinu. Hinir nýju eigendur gætu þá samið við samtök prentara á sama grund- velli og önnur blöð i Fleet Street hafa gert. The Times hefur nefnilega viljað ganga lengra en hin blöðin i þvi að segja upp prenturum og ráða ófaglært fólk til starfa. öll önnur meiriháttar blöð hafa náð samkomulagi við prentarana um að þeir annist setjaravinnuna að mestu leyti i hinum nýju tölvustýrðu setjara- tækjum. Elton John hjá Bréshnev En það er ekki bara The Times sem virðist á leiðinni upp á meginland Evrópu. Popp- söngvarinn Elton John mun i næsta mánuði leggja leið sina alla leið austur i Rússaveldi að skemmta helvitis kommunum. Þar mun hann halda 8 hljóm- leika og verður allt klabbið tekið upp af myndsmiðum BBC til út- sendingar i Englandi. Aður hafa Cliff Richard og Boney M skemmt Rússum með „úrkynjaðri” vestrænni popp- tónlist. Hvar .endar þetta eigin- lega? Hess er ekki Hess? En liklega eru Rússarnir ekki alveg jafn hrifnir af annarri frétt sem þeim berst einnig héð- an frá Englandi. Læknir einn i breska hernum, sem var læknir Rudolf Hess i Spandaufangels- inu I Berlin og skoðaði fangann þar oftar en einu sinni, heldur þvi fram að fanginn sem sitji þar sé alls ekki Hess. Byggir hann þetta á þvi, að Hess hafi særst mjög alvarlega i fyrri heimsstyrjöldinni af skotsárum, en fangi sá sem nú sitji i Spandau hafi aldrei fengið svo mikið sem hagl I skrokkinn á sér. Yfirleitt afneita yfirvöld þess- um fullyrðingum læknisins sem fjarstæðu, en þó hafa allmargir þingmenn lagt til að málið verði rannsakað nánar. Það sem veldur þvi, að þessi fullyrðing er að einhverju leyti tekin alvar- lega er fyrst og fremst sú stað- reynd, að virtur læknir setur hana fram, maður sem skoöaði Hess mjög vandlega. Auk þess er viðkomandi læknir sérfræð- ingur i meöferð skotsára og álika hernaðarlegra meiðsla. Vonandi hefur hann rétt fyrir sér. Það er svo sjaldan að dag- lega lífið býður upp á brandara svo stóra i sniðum! Hersveitir fjögurra rikja eyða 30 árum i að gæta einhvers sem er alls ekki Rudolf Hess. Kaup þingmanna og þjófnaðir embættismanna Þótt stjórnmálaflokkarnir rif- ist um allt og séu ekki sammála um neitt, svona i miðri kosn- ingabaráttunni, er eitt mál þar undanskilið. Nýverið var lagt fram nefndarálit um kaup þing- manna og þar lagt til að laun þeirra verði strax að loknum Undanfarin ár hefur fjölskyldan lifað á 28 pundum á viku i fjöl- skyldubætur (tæpar 20 þúsund krónur), auk þess sem góð- gerðasamtök hafa hjálpað þeim með fóðrun hinna fjögurra katta fjölskyldunnar. En það eru uppeldisaðferðir Taylors sem hafa valdið þvi, að börnin eru nú frá honum tekin. Ekkert barnanna hefur nokkru sinni farið i skóla. Hann hefur algjörlega annast mennt- un þeirra sjálfur. Það hefur hann hinsvegar gert með ágæt- um, þannig aö hin eldri geta les- ið allt aö átta tungumál, þau geta leikið klassiska tóniist á ýmis hljóðfæri, enda er hann hámenntaður og með reynslu sem kennari. En varla er það glæpur að mennta börnin sin vel? Hr. Taylor gekk hinsvegar heldur lengra en þetta. Hann einangr- aði börn sin með öllu frá sam- neyti við aðra. Þau fengu aldrei aðfaraútá daginn. Alla likams- hreyfingu fengu þau i bakgarð- inum við hús fjölskyldunnar undir eftirliti Taylors. Þar er sundlaug sem notuð var til þjálfunar, og þar hlupu börnin i hringi til að fá hreyfingu. Að sögn nágrannanna sást öll hala- rófan úti á götunni eftir að dimmt var orðið og þá hlupu börnin meðan faðir þeirra tók timann á hlaupahraða þeirra með skeiðklukku. Ekkert þeirra hefur komið i kvikmyndahús og þau fá aðeins að horfa á valið sjónvarpsefni. Félagsráögjafarnir hafa sagt að skólakunnáttu barnanna sé ekkert áfátt og að þau hafi ekki búið við likamlegt harðræði. Akvörðunin um að fjarlægja þau sé eingöngu byggð á þvi, aö hér sé um mjög óeðlilegt lif að ræða fyrir ungt fólk, börnin nái ekki að þroskast sem manneskj- ur við þessar aðstæður, þar sem þau þekkja t.d. ekki muninn á körlum og konum. Þau ekki séð aðra manneskju nakta. Þannig er um fleiri svið, þar eru þau vanþroska, þrátt fyrir af- burða skólakunnáttu. Og popptónlist • hafa þau aldrei heyrt nefnda. The Times Likurnar á sáttum i vinnu- deilunni sem hindrað hefur út- gáfu The Times i rúma tvo mán- uði fóru mjög minnkandi þegar kosningum hækkuð um þvf sem næst 100%. Almennir þingmenn úr öllum flokkum hafa lýst yfir stuðningi við máliö, og foringj- arnir samþykkja með þögninni. En þá er þess náttúrlega að geta að breskir þingmenn eru einhverjir þeir lægst launuðu i allri Evrópu. Þannig hafa þýsk- ir, franskir og belgfskir þingmenn þreföld laun breskra kollega sinna. Ef af hækkuninni verður munu laun breskra þingmanna fara upp f 12500 sterlingspund á ári.sem samsvarar um niu milj* ónum islenskum. En þá verður að taka til greina muninn á verðlagi, þannig að f raun sam- svarar þetta nær 15 miljónum króna á ári. Þess utan greiöir rikið laun ritara fyrir sérhvern þingmann. En meðan þingmenn hafa þolinmóðir beðið eftir lögmætri launahækkun, hafa embættis- menn drýgt tekjur sinar með hnupli og undandrætti af ýmsu tagi. A rúmu ári hafa 11 hátt- settir embættismenn verið ákærðir fyrir svindi og misnotk- un opinbers fjár, og fjársvika- deild lögreglunnar segir að þetta sé aöeins toppurinn á is- jakanum. Að mati lögreglunnar nemur svindl opinberra starfs- manna mörgum miljónum punda á ári hverju. Þrjár meginaðferðir eru not- aðar til að hafa fé af hinu opin- bera: 1. „Dauðs manns kerfið”, sem er fólgið i þvi að gera reikn- ing fyrir mun fleiri menn en i raun eru notaðir við ákveðið verkefni og stinga síöan fénu i eigin vasa, eða deila þvf með samsekum. 2. Að stela ,,antik”-gripum f eigu rikisins og selja þá á frjáls- um markaði. 1 sumum tilfellum skipta menn á antik-hlutunum og öðrum ódýrari sem rikið fær ■þá i staðinn. Þannig hefur antik- skrifborðum i eigu rikisins fækkað verulega, en ódýr skrif- borð komið i staðinn. 3. Kaup á teppum, borðum og öðrum útbúnaði fyrir skrifstof- ur, sem aldrei kemur inn á skrifstofurnar. Eitt frægasta dæmið um að- ferð nr. 2 var þegar sæti forseta neðri málstofu breska þingsins (Speakers State Bed) forngrip- ur frá 16 öld fannst á heimili i Wales. Eigendurnir höfðu keypt gripinn fyrir nokkur hundruð pund á uppboði og notuðu sem hjónarúm. Lögreglan hefúr kvartað und- an þvi hve erfitt er aö rannsaka þessi mál: „Um leið og lög- reglumaður fer að spyrja um þá sem hærra eru settir (margir lægra settir embættismenn hafa verið ákærðir. Innsk. eng) verð- ur fyrir honum þagnarmúr, hót- anir um refsingar vegna aga- brota og alls engin aðstoð er veitt”. — „Um leiö og einhver er handtekinn hefur afgangurinn hægtum sig um skeið, en heldur siðan áfram sem fyrr. Við höf- um jafnvel dæmi þess að sak- felldur embættismaður hafi fengið sitt gamla starf aftur”, kvartar fjársvikadeild lögregl- unnar. Skyldi ástandið vera eitthvað álika heima á Fróni?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.