Þjóðviljinn - 07.07.1979, Page 20
uúðviuinnX Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs- S1W Kvöldsimi 81348
Laugardagur 7. júli 1979 menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
TUGIR HÚSA
OLÍUKYNT í
REYKJAVlK
Olían
sexfalt
dýrari
en heita
vatnið
I Reykjavík eru nokkrir
tugir húsa, sem kynt eru
með oliu og með tilliti til sí-
hækkandi olíuverðs hefur
borgarráð falið borgar-
verkfræðingi að gera ýtar-
iega könnun á möguleikum
þess að taka upp rafhitun
eða hitaveitu i þeim. Flest
þessara húsa eða öll
voru byggð í óleyf i á sínum
tíma og standa þau á svæð-
um, sem skv. skipulagi
eiga ekki að vera íbúðar-
svæði.
Húsin fremst á myndinni eru oliukynt, en þau voru á slnum tima reist I óleyfi og skv. skipulagi eiga þau aö vikja fyrir útivistarsvæöi Reykvik-
inga. Ljósm. — eik.
Hérerum aðræða ca. 20 hús of-
an við Blesugrófina i suðurhliðum
Elliðaárdals, sem skv. skipulagi
á að verða útivistarsvæði Reyk-
vikinga. Hefur borgin jafnan nýtt
sér forkaupsrétt að þessum hús-
um ef þau eru föl. Þá eru húsin i
Smálöndunum kynt með oliu og
ennfremur ca. 10 hús i Laugar-
nesi, sem borgarráð hefur ákveð-
ið að leggja skuli i hitaveitulögn
til bráðabirgða.
Að sögn Jóhannesar Zöega,
hitaveitustjóra borgar stofnlögn
hitaveitu sig á 5-20 árum fyrir
Hitaveitu Reykjavikur, allt eftir
aðstæðum. öðru máli gegnir með
hús eigendur, þar sem olian er
nú sexfalt dýrari en heita vatnið.
Fyrir 10 árum var hitaveituverð
Reykjavik 60-70% af oliuverði, en
vegna sihækkandi oliuverðs er
hitaveitan nú aðeins 15% af oliu-
verði.
„Þetta borgar sig þvi æöi fljótt
fyrir húseigendur,” sagði Jó-
hannes, ,,og 'er auðvitað þjóð-
hagslega hagkvæmt.”
Fjárhagur Hitaveitunnar leyfir
þó ekki miklar tilfæringar i þessa
átteins og nú stendur, að sögn Jó-
hannesar, þvi á þessu ári varð
að velja milli þess að bora fyrir 2-
300 miljónir króna eða sinna
nauðsynlegum stækkunarþörfum
kerfisins. Voru boranirnar látnar
biða þar sem útlit er fyrir nægi-
legt heitt vatn næsta vetui; en að
sögn Jóhanesar mun koma til
þess bráðlega að Hitaveitan geti
ekki sinnt stækkunarþörfum
nema stjórnvöld sööli um i verö-
lagsmálum.
Visitala hitunarkostnaðar mið-
ast eingöngu við hitaveituverð i
Reykjavik en ekki við landið allt
og þvi hafa hækkanir á útsölu-
verði hennar áhrif á visitöluna þó
hækkanir á oliu og hækkanir á
hitaveitu á öðrum stöðum á land-
inu breyti þar engu um. „Visital-
an er orðin aðalstjórntæki þessa
lands,” sagði hitaveitustjóri, „og
hefurstjórnað gerðum allra rikis-
stjórna hér undanfarin ár.”AI
Kælisalur BtJR, sem tekinn veröur i notkun á mánudagin;:. Ljósm.
—eik.
Fiskmóttaka BIJR:
Kæliútbúnaður
tekinn í notkun
Stórt framfara-
spor, segir Krist-
vin Kristinsson
verkstjóri
Fiskmóttaka Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur í
Bakkaskemmu á Grandan-
um hef ur nú verið einangr-
uð og sett í hana kæliútbún-
aður sem heldur hitastig-
inu við f rostmark. Kristvin
Kristinsson verkstjóri í
Bakkaskemmu sagði í
samtali við Þjóðviljann í
gær að þetta ætti að skila
sér margfalt í betri nýt-
ingu á fiskinum og því
stórt framfaraspor í BÚR.
Byrjað var að taka á móti fisk-
inum i Bakkaskemmu i fyrra-
sumar en þá var oft svo hlýtt i
henni að isa varð fiskinn marg-
sinnis til þess að hann eyðilegðist
ekki. Búið er að kassavæða alla
togara BÚR en á mánudag verður
fyrsti fiskurinn tekinn inn i kælda
móttöku. —GFr
World Oven skákmótiö:
Haukur vann
Haukur Angantýsson varð efstur á World Open
skákmótinu i Bandarikjunum ásamt sex öðrum.
Haukur náði þessum áfanga eftir að hafa gert jafn-
tefli við rúmenska stórmeistarann Gheorghiu, og
hlaut átta vinninga sem nægði honum til fyrsta sæt-
isins.
Þeir sem deildu sætinu með
Hauki voru Gheorghiu, enski
stórmeistarinn Miles, amerisku
stórmeistararnir Browne og Bis-
guier auk alþjóðlegu meistaranna
Zuckerman og Fedorovic.
Margeir Pétursson hlaut 7,5
vinninga og var i 8.-14. sæti, en
Sævar Bjarnason hlaut 6.5 vinn-
inga.
Haukur Angantýsson
Tannréttingar inn í tryggingakerfið
Nýlega náðist samkomuiag
milli Tryggingastofnunar Rikis-
ins og tannlækna sem annast
tannréttingar og tekur
Tryggingastofnunin nú þátt i
greiðsluin á tannréttingum á
sama hátt og við aðrar tannvið-
gerðir.
Samkvæmt lögum njóta börn og
unglingar ókeypis tannlækna-
þjónustu til 16 ára aldurs.
Elli- og örorkulifeyrisþegar
greiða tannlækni að fullu en fá
siðan helming endurgreiddan hjá
Tryggingastofnun.
Það eru að sjálfsögðu börn og
Þess má geta að á World Open
mótinu i fyrra gerði Ingvar As-
mundsson sér litið fyrir og sigr-
aði, raunar einnig með sex öðr-
um.
— ÖS
unglingar sem mest þurfa á tann-
réttingum að halda og er hér um
verulega réttarbót að ræða þvi
hingað til hafa tannréttingar
verið mjög kostnaðarsamar.
—ká
Embætta-
veitingar
a dotinni
Mikið hefur veriö makkað
bak við tjöldin varðandi
embættaveitingar þær sem
nú hvila á herðum dóms-
málaráðherra i stöðu hæsta-
réttardómara og yfirborgar-
fógeta i Reykjavik.
Mun væntanlega verða fró
þeim gengið n.k. mánudag
og er spá manna sú að Unn-
steini Beck verði veitt yfir-
borgarfógetaembættið en
Sigurgeiri Jónssyni, fógeta i
Kópavogi embætti hæsta-
réttardómara.
Þá losnar embætti hans i
Kópavogi, en til þess mun
leikurinn einmitt gerður að
það verði veitt Jóni Skafta-
syni deildarstjóra i við-
skiptaráðuneytinu.
Þá mun Gunnari G.
Schram liklega verða úthlut-
að embætti prófessors i
stjórnskipunarrétti, en bráð-
ræði hans vegna rektors-
kjörsins I vor mun hafa
seinkað þeirri ákvörðun
nokkuð.
— ÖS’