Þjóðviljinn - 12.07.1979, Síða 2

Þjóðviljinn - 12.07.1979, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 12. júll 1979. NICARAGUA: Gagnsókn Somozas virðist hafa mistekist Nú er allt útlit fyrir að sókn Sandinista i Nicaragua verði ekki stöðvuð. Sókn sem „þjóð- varðlið" Somozas hóf fyr- ir viku gegn borginni Masaya 26 km frá Managua hefur engan árangur borið. I fyrradag gaf Somoza ein- ræftisherra út tilskipun þar sem herforingjum i liði hans var bann- að að yfirgefa landið, en margir þeirra hafa stungiö af að undan- förnu. Yfirlýsing Somozas kom i kjöl- far bandariskrar útvarpsfréttar þar sem fullyrt var að her hans hefði ekki skotfærabirgðir nema til þriggja vikna. Virðist svo sem baráttuhugur fari dvinandi i her Somozas þar eð honum hefur mistekist að ná aftur héraðshöfuöborgunum sem eru á valdi Sandinista. Það er á landspönginni suður af Managua sem bardagar hafa veriöharðastir, viö borgina Rivas og Masaya rétt suður af Mana- gua. tltvarp Sandinista tilkynnti að þeir hefðu fengið 15000 sjálfboða- liða i þessum borgum og vopnað þá m.a. með vopnum sem þeir höfðu náð af gengi Somozas. SóKn Sandinista hefur miðað hægt og bitandi og nú virðist ljóst aö gagnsókn Somozas muni mis- takast. Austur-þýskir fréttamenn sögðu að Masaya væri samfellt eldhaf og hefði flugher Somozas varpaö napalmsprengjum á borgina. Einnig hafa borist fréttir af fjöldamorðum „þjóövarðliöa” i Managua á ungu fólki sem grun- að er um stuðning við Sandinista. Aætlanir Bandarikjamanna viröast hafa mistekist. Sandinist- ar visuðu alveg á bug tilmælum þeirra um aö taka tvo fyrrv. sam- starfsmenn Somozas inn i bráða- birgöastjórnina og i gær fyrir- skipaöi stjórn Kostariku brottför tveggja bandariskra þyrla. Þyrl- urnar sögðu Bandarikjamenn vera til aö flytja á brott banda- riska rikisborgara frá Managua, en Kostarikumenn segja þærút- búnar til njósna meö nákvæmu fjarskiptakerfi. í hafið Skylab Bandaríska geimrann- sóknastöðin Skylab lauk ferli sínum í hafinu vestur af Ástralíu klukkan hálf- f jögur í gær að íslenskum tíma. Skylab splundraðist i gufu- hvolfinu um þrjúleytið en þaö er nokkru fyrr en búist hafði verið við. Eftir að lokafall Skylabs var hafið og rétt áöur en þeir misstu endanlega alla stjórn á stöðinni settu bandariskir geimvisinda- horfin Brot bárust inn yfir Ástralíu menn snúning a nana svo hún félli ekki til jaröar i N-Ameriku. Bandariska geimrannsókna- stofnunin hélt þvi fram siðdegis I gær að stærsta brotið úr Skyiab, sem liklega hefur verið um tvö tonn að þyngd, hafi fallið i hafið rétt vestur af Astraliu. Hins vegar bárust ótal brot úr geimstöðinni inn eftir landi Astraliu og hafa þau liklega lent á eyðimerkusvæðum, þar sem nokkuö er um frumbyggja- byggðir. Margir ibúar vesturstrandar- innar sáu þessi brot úr geimstöö- inni, sem kunna hafa verið 1000 talsins berast inn eftir landi.l gærkvöld hafði ekki frést um af- drif þeirra. Muzorewa borubrattur Muzorewa forsætisráöherra Zimbabwe/Ródesiu og Carter Bandarikjforseti áttu með sér fund i gær en í gærkvöldi var enn ekki ljóst hvaö þeim haföi fariö á milli. Fundurinn þykir fyrst og Taka við 3000 fióttamönnum Norska stjórnin tilkynnti i gær aö hún myndi veita 3000 viet- nömskum flóttamönnum viötöku og hvatti um leiö aörar rikis- stjórnir til aö gera slikt hiö sama. fremst táknrænn þar eö bandariskur forseti hefur aldrei átt viðræður viö ródesiskan leiö- toga áður. I tyrradag hitti Muzorewa Vance utanrikisráðherra að máli. Hann varmjög borubrattur á blaðamannafundi fyrir fundinn með forsetanum i gær, sagði að Vance hefði verið opinn og ekki neikvæður. Jafnframt varði hann for- réttindi hvita minnihlutans af kappi ogtaldi ekkert eðlilegra en að þeir ættu 28 af 100 þingsætum (eru 3% ibúanna) og hefðu neitunarvald um helstu ákvarð- anir. Andstæðinear Muzorewas, s.s. Muzorewa Föðurlandsfylking Zimbabwe segir stjórn hans vera leppstjórn fyrir hvita minnihlutann sem hafi tögl og hagldir i efnahags- og stjórnmálalifi landsins. Muzorewa var mjög ánægöur með yfirlýsingu utanrikis- ráðherra Breta, Lord Carringt- ons, þess efnis að breska stjórnin væri reiðubúin til samvinnu við stjórn Muzorewa um lausn Ródesiudeilunnar. Arabar berjast nú gegn íransher t gær bárust fréttir af óeiröum i oliuhéraðinu Kúsestan i tran, en þar er arabiskur þjóöernisminni- hluti sem krefst sjálfsstjórnar fjölmennur. Yfirmaöur herlögreglu Iran, Amir Rahimi sem settur var af á mánudag en hlaut stuðning Khomeinis til að gegna áfram embætti, lýsti þvi yfir að hann - heföi 3000 manna sveit reiðubúna til að fara til Kúsestan og hjálpa hernum að brjóta baráttu Araba á bak aftur. Rikisstiórn Bazargans vildi ekki þiggja þetta töboð hans umsvifalaust. Á mánudag hafði Rahimi tilkynnt um samsæri gegn sér og „islömsku bylting- unni” i hernum, og nokkrum klukkutimum siðar setti varnar- málaráöherrann hann af. Rahimi, sem sat um ti'ma I fangelsi hjá keisaranum, neitaöi hins vegar að láta af embætti. Hann er talsmaður aukins heraga og hefur beitt sér mjög fyrir þvi að herinn brjóti á bak aftur baráttu þeirra fjöl- mörgu þjóðernisminniniuta sem nú krefjast sjálfsstjórnar. Hann er einnig fylgjandi þvi að skæru- liöahópar, s.s. Fedayen, verði af- vopnaðir. A þriðjudag lýsti Khomeini leiðtogi Byltingarráösins þvi yfir að Rahimi skyldi gegna embætti sinu áfram og beygöi rikis- stjórnin sig fyrir þeirri ákvörðun. í siöustu viku sprengdu skæru- liðar Araba fjölmargar ollu- leiðslur i Kúsestan og tafði sú aö- gerð oliuvinnslu i héraðinu um viku. Strauss og skoöanabróöir hans Carstens forseti Strauss á tmdinn? „Fyrr skal ég rækta ananas i Alaska en veröa kanslari”, sagöi Franz Josef Strauss Bæjaraleiötogi I fyrra. 2. júli lét hann engu aö siöur útnefna sig sem kanslaraframbjóö- anda vestur-þýsku stjórnar- andstööunnar CDU/CSU I kosningunum 1980. Þar með er þekktasti leiðtogi þýskra afturhaldsafla kominn i lykilaðstöðu sem kunnugir segja að hann hafi barist fyrir á bak við tjöldin svo árum skiptir. Strauss er enginn fasisti, en hann er feikiafturhaldsamur borgaralegur stjórnmála- maður. Megindrættir I stefnu hans eru bæði gamalkunnir og sjálfsagt flestum ljósir: Hann vil gera atlögu að valdi verka- lýðsfélaganna, skerða lýörétt- indi róttækra vinstri manna enn frekar, taka upp herskáa utanrikisstefnu gegn kommúnismanum eða öllu heldur Rússum, efla vald lög- reglunnar, styrkja aðstöðu þýsku stórfyrirtækjanna. Franz Josef Strauss verður 64 ára á þessu ári. Hann gegndi herþjónustu i siðari heimsstyrjöldinni, en gekk aldrei i nasistaflokkinn. 1946 gerðist hann einn af stofnend- um Christlich Soziale Union (CSU) í Bæjaralandi, sem alla tið hefur haft náið samstarf við flokk Kristilegra demó- krata i hinum fylkjum Sam- bandslýðveldisins, þó þaö hafi stundum verið brösótt. 1949 komst Strauss á Sam- bandsþingið i Bonn og hefur verið drottnandi forystu- maður CSU siðan. Flokkurinn hefur ætið verið geysiöflugur I Bæjaralandi, þar sem bæði hlutfall kaþólskra og bænda er mun hærra en I öörum hlutum Þýskalands. 1 fyrra náði hann 62% atkvæða I fylkiskosning- um, og meirihluti flokksins stendur traustum fótum. En Strauss hefur ekki alltaf staðið jafn traustum fótum I pólitikinni á landsvisu. Hann varð varnarmálaráöherra i stjórn Adenauers, sem var samstjórn kristilegra og frjálsra demókrata (FDP), en varð að segja af sér 30. nóvember 1962 vegna Spiegel málsins svonefnda. 10. október það ár birti þýska fréttablaöið Spiegel grein um heræfingu Nato, „Fallex 62”. 1 greininni komu fram ýmsar upplýsingar um þessa heræfingu sem ekki áttu að fara hátt og þaö varö til þess aö sambandslögreglan handtók útgefanda blaösins, Rudolf Augstein, og ýmsa rit- stjóra þess, þ.á.m. Conrad Ahlers höfund hinnar um- deildu greinar, sem þá var I sumarfrii á Spáni og var hand tekinn i samstarfi við lögreglu Francos. Þessar handtökur, sem byggðu á n.k. landráðasökun- um á hendur blaöinu, uröu mjög umdeildar I Þýskalandi og ekki siður ýmsar yfir- lýsingar sem Strauss gaf á þessum tima. Hann varð tvi- saga, þóttist ekki standa að baki þessum lögregluað- gerðum en varö siðar að játa aö svo hefði verið. Loks varð hann aö segja af sér, einkum vegna þrýstings frjálsra demókrata. En Strauss hefur þrátt fyrir sin fjölmörgu hneykslismál alltaf skotið upp aftur, og 1966 var hann gerður að fjármála- ráðherra. Hann varð þó að láta af ráðherradómi þegar sósialdemókratar fóru inn 1 stjórnina og nokkru síðar uröu kristilegir alveg aö sleppa stjórnartaumunum. Sem einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar (þó si- fellt númer tvö) hefur Strauss orðið mjög illræmdur meöal vinstri manna og frjálslyndra heimafyrir sem erlendis. Hann hefur einnig gert þýsku stjórninni ýmsar skráveifur i utanrikismálum, m.a. farið til Suður-Afriku og látiö góð orö falla um apartheid-stefnuna, og fyrir ekki margt löngu brá hann sér til Chile og fór já- kvæðum oröum um herfor- ingjastjórnina þar. Mörg ummæli Strauss, sem þykja bera vitni um rudda- skap og sérdeilis ólýðræðis- legan þankagang, hafa orðiö fleyg og má minnast ræðu sem hann hélt yfir skoðanabræör- um sinum i þorpinu Sonthofen yfir nokkrum árum. Hefur hann sjaldan verið skor- inorðari um baráttu sina gegn verkalýðs- og vinstri- hreyfingu. Undanfariö ár hefur Strauss sýnt mikla taktiska lagni viö að koma sér i þá stöðu að verða kanslaraefni stjórnar- andstööunnar. Hann hefur notað sér forystukreppu kristilegra til hins itrasta og hvað eftir annað brugðið fæti fyrir foringja þeirra Helmut Kohl. Hann hefur otað skoðanabræðrum sinum úr hægra arminum áfram: Vinur hans Carstens er orðinn for- seti Sambandslýðveldisins og annar félagi hans Richard Stucklen var kosinn þingfor- seti. í kosningum i Bæjaralandi 15. október i fyrra gaf hann I fyrsta skipti kost á sér til fylkisþings og lét kjósa sig fylkisleiðtoga. CSU menn voru sigurvissir fyrir þær kosning- ar: „Þetta er embætti sem Strauss mun ekki láta sér nægja til lengdar” sagði mið- stjórn flokksins i ályktun. Framan af þessu ári lést Strauss engan áhuga hafa á kanslaraembætti, en barðist um leið gegn hugsanlegum mótframbjóðendum og daðraði við þá hugmynd að gera CSU að landsflokki, m.a. með óbeinum stuðningi við ný- stofnaðan skattaandstæðinga- flokk Fredersdorfs. Þegar „frjálslyndari” armur kristi- legra demókrata hafði loks komið sér saman um mót- frambjóðenda við Strauss, Ernst Albrecht forsætis- ráðherra 1 Neðra-Saxlandi var það um seinan „Franzl” hafði tryggt sér útnefningu. Sumir þýskir marxistar hafa haldið þvi fram að for- ystukreppa kristilegra sé ofur eðlileg: Sósialdemókratar, undir forystu pragmatistans Helmut Schmidt og með að- stoð frjálsra demókrata, hafi einfaldlega stjórnað vestur- þýsku auðvaldssamfélagi bet- ur en kristilegir heföu getaö gert, bæöi múlbundið róttæka vinstrisinna og tryggt at- vinnurekendum „vinnufrið”, um leið og þeir hafi gætt al- þjóölegra hagsmuna þýsks kapitalisma. Engu að siður er liklegt að vinstri menn muni nú fylkja sér um Schmidt — hann er ein- faldlega álitinn skárri kostur en Strauss, hinn herskái aftur- haldsmaður. (heim. Spiegel, Was Tun, Dagbladet) FRÉTTASKÝRING

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.