Þjóðviljinn - 12.07.1979, Page 4

Þjóðviljinn - 12.07.1979, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. júlí 1979. DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis btgrfandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þorrbóðsson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéðinsson Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guðjón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór GuBmundsson. lþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvörður: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigrfBur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: GuBrún GúðvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson. Afgreiösla: Guðmundur Steinsson, Kristfn Pétursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigrlBur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárBardóttir Húsmóðir: Jóna SigurBardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: SIBumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Launajöfnun • A undanförnum þingum hafa þingmenn Alþýðu- bandalagsins lagt fram þingsályktunartillögu um hámarkslaun. Hefur tillaga þessi falið i sér að launamismunur verði ekki meiri en svo, að hinir hæst launuðu hafi tvöföld verkamannalaun. Með til- löguflutningi þessum var gerð tilraun til andófs gegn þvi, að launahlutföll skuli ákvörðuð með blind- um markaðslögmálum einum saman. Þessi tillögu- flutningur var jafnan svæfður i nefnd. •Þótt engin þingleg afgreiðsla hafi fengist á þess- ari launajöfnunartillögu, er greinilegt að þeim hug- myndum sem þar er haldið á lofti eykst mjög fylgi meðal almennings, og innan verkalýðshreyfingar- innar er allnokkur hreyfing i þessa átt. Er þar kunnasta dæmið launajöfnunarstefnan sem fylgt var i „sólstöðusamningunum” svonefndu fyrir 2 ár- um. Af nýrri dæmum má nefna hina almennu andúð sem miklar launahækkanir til flugmanna vöktu fyrr á þessu ári. • I þeirri miklu verðbólgu sem hér geisar hafa þessi mál eðlilega tengst visitölubótum á laun, og hefur mörgum láglaunamanninum sviðið að vita til þess að hálaunafólk fær i visitölubætur upphæðir sem eru jafnvel hærri en mánaðarlaun fólksins sem vinnur framleiðslustörfin. • Af þeim toga er t.d. samþykkt Verkalýðsfélagsins Jökuls á Hornafirði fyrir nokkrum dögum, en i henni er skorað á stjórnvöld að setja visitöluþak á að nýju og miða það við tvöföld verkamannalaun. Þarna er þvi tekið undir það sjónarmið sem Alþýðu- bandalagsmenn hafa margsinnis lagt fram á Al- þingi, að það þurfi ekki aðeins að umbylta skiptingu þjóðarteknanna milli launavinnu og gróða, heldur beri einnig að stefna að auknum jöfnuði meðal þeirra sem launavinnu stunda. • Að sjálfsögðu eru ekki allir i hópi launþega hlynntir þessum hugmyndum, og oft heyrast þær raddir að það sé láglaunafólki ekki i hag að vilja draga úr launahækkunum hálaunafólks, þvi hækk- anir hjá þeim hæstlaunuðu gefi tilefni til launa- hækkana hjá þeim lægra launuðu. • Við þetta er tvennt að athuga: í fyrsta lagi er það með öllu ósannað að slikt samhengi sé milli lágra og hárra launa, og ýmislegt bendir til þess að launa- hækkanir hinna hærra launuðu komi beinlinis niður á möguleikum láglaunafólks til að fá sin laun hækk- uð. Má i þessu sambandi benda á, að i verkalýðs- hreyfingunni i Bandarikjunum, þar sem launajöfn- un flokkast undir argasta kommúnisma, hafa góð kjör verulegs hluta verkafólks augljóslega verið á kostnað þeirra sem minnst mega sin, enda lifir verulegur hluti fólks i þessu rikasta landi heims við hreina örbirgð. • f öðru lagi grefur launamismunur þessi undan samstöðu i launþegahreyfingunni, launþegar fyllast tortryggni hver gegn öðrum og baráttan milli launavinnu og auðmagns hverfur i skuggann fyrir innbyrðis togstreitu. Undir þessari togstreitu kynda svo ihaldsöflin eftir megni með hjali um sér- gæðingshátt verkalýðsforystunnar og með fullyrð- ingum um að þrýstihópar séu farnir að ráða þjóðfé- laginu. • Þótt þessi áróður ihaldsaflanna sé ómerkilegur og i beinu ósamræmi við þá hugmyndafræði ihalds- manna að framboð og eftirspurn skuli ráða verði vöru, og þá einnig vörunnar vinnuafls, þá er það svo, að þessi áróður á verulegan hljómgrunn meðal almennings. Má þar minna á fræga sjónvarpsræðu Sigurðar Lindal. • Af sósialiskum sjónarhóli er jafnlaunastefna þvi jafn eðlileg og barátta fyrir orlofi og lifeyri, jafnvel þótt á stundum kunni hún að draga úr möguleikum þeirra launþega sem betur eru settir til að bæta kjör sin. Trú Morgunblaðsins Reiöhjólajafnrétti Þvl veröur sem betur fer ekki haldið fram aö heimur fari versnandi aö öllu leyti. Vanrækt og jafnvel fyrirlitið fyrirbæri eins og reiðhjólið er nú á hvers manns vörum og virðist ætla að hljóta mikla uppreisn æru. Einn hjólhestamanna, Helgi Skúli Kjartansson, er spurður út I þessi mál í Alþýðublaðinu og I þvi viþtali segir m.a. á þessa leið: ,, — Telur þú fjölskyldumeð- limum betur borgið meö sitt- á Rússa og Svavar Sem fyrr segir: Það er margt á menn lagt. Hvar fæ ég höfði hallað... Pólitisk tilbreyting Klögumál ganga á vixl i Geit- hellnahreppi i Suður-Múlasýslu. Dagblaðið telur sig hafa komist Giidi reiðhjoisms: ÓDÝRARA HOLLARA OG SAMGÖNGUTÆKI EN BÍLLiNNl segir Helgi Skuil Kjirtmsson hvert reiöhjólið I stað sameig- iniegrar bifreiðar? ,,Já, ég tel að svo sé. Einn einkabill er mjög ófullnægjandi fyrir fjölskyldu, þvi vanalega er það svo að verulegur hluti fjöl- skyldunnar hefur ekki rétt til aksturs fyrir æskusakir. Svo verður bilnum ekki skipt. Það er annaðhvort einhver einn á hon- um eöa þá þeir sem eiga sam- leið.” Og Helgi sagði ennfrem- ur: „Kostirnir viö það aö hver meðlimur hafi sitt reiðhjól eru augljósir. Það geta auövitaö all- ir fariö hjólandi i sitthvora átt- ina á sama tima. I slikum tilfell- um hefðu siðan flestir rétÞ indi”.” Hart er í heimi Jón Sigurðsson Tima-ritstjóri var aö tala um það á dögunum, að þvi, að þau átök séu öll um þakhalla á skólahúsi. Svo segir um það mál: „Skólahúsiö er á einni hæð og ofan á hana er steypt plata. Veggir hússins ná hins vegar nokkuö upp fyrir plötuna. Á veggina er svo sett þak sem hallar frá öllum áttum inn að miöju. Vatnshalli er á þakinu og I miöju þess er niðurfall sem en þeir geta fengið fyrir hana á vestrænum mörkuðum og lægra veröi en tslendingar geta fengið hana annars staðar. Það er ljóst af þessu, að það hefur góða trú bæði á Svavari og Rússum. Ber- sýnilega treystir það Svavari vel til að túlka hinn islenska málstað. Þó virðist trúþessenn meiri á Rússa sem öðlinga, er sjái aumur á fátækri þjóð og selji henni oliu á svo hagstæðu verði, að allur vandi hennar sé leystur eða a.m.k. þangað til Norðmenn taka við og selja okk- ur ódýru olíuna, sem Mbl. hefur svo öruggar vonir um.” Timinn kveðst að visu ekki hafa sömu trú á möguleikum Svavars og örlæti sovéskra, og lýkur leiðaranum á þessa ieið: „Trúa Sjálfstæöismenn þvi almennt eins og ritstjórar Morgunblaðsins og forustu- menn Sjálfstæöisflokksins, að oliuvandi tslendinga verði leystur i Moskvu, og ef svo færi, aö ekki þyrfti að greiða neitt fyrir þaö?” Harðar deilur í Geithellnahreppi: Þakhalli skólahúss- ins klýfur sveitina Þorgrímur Halldörsson: Hræsni Fordœmi að enginn hefði fylgt Benedikt Gröndal i útivistarmálum her- manna. Það er ekki allskostar rétt, eins og þegar hefur verið minnt á: Steingrimur Her- mannsson, formaður Fram- sóknarslokksins, var mjög sama sinnis. Og til eru þeir sem eru sárir og reiðir yfir þvi, aö Benedikt sá sig knúinn til að afturkalla ákvöröun sina. Þorgrimur Hall- dórsson skrifar grein I Morgun- blaðiö á þriðjudag um þetta mál og nær ekki upp i sitt nef fyrir reiöi. Einkum og sér i lagi er hann reiður Morgunblaðinu sjálfu, sem hafði I leiðara lýst ákvörðun Benedikts óskynsam- lega (frá sjónarmiði Natóvina aö sjálfsögðu). Þorgrimur seg- ir: „Tilraun til að kveöa niður áratuga fordóma gegn varnar- liðsmönnum og dvöl þeirra hér á landi mistókst. Það hlakkar i andstæðingum vestrænnar samvinnu yfir unnum sigri. Eftir að hafa lesið leiðara Morgunblaðsins þann 5. þ.m. eiga lesendur þess bágt með að taka mark á þeim tárum sem það fellir svo iðulega yfir örlög- um þeirra mörgu sem mega þola frelsisskerðingu víða um heim. Morgunblaðið viröist hafa gengið i lið með kynþáttaof- stækismönnum, róttæklingum og öðrum þeim sem berjast fyrir aðskilnaði fólks vegna þjóðernis, litarháttar eða skoð- ana.” kynda á á vetrum þannig aö minni hætta sé á leka. Upp úr þakinu koma siðan tveir kvistar með gluggum. Sumum Álftfirðingum þykir liklegt að þetta þak verði samt aldrei til friðs og muni alla tíð leka. Stóð þetta fólk að I-lista i kosningunum I vor og sumar. I þeim fyrri fékk I-listinn lítið fylgi en kærði þá kosningarnar og náði algjörum meirihluta i siöari kosningum. Við það þótti andstæðingum I-listamanna, á H-lista, óhæft að búa og neita að láta af hendi hreppsgögn.” Ekki vitum við hvort hér er farið með satt mál eða logið. En alitént sýnast menn i Geit- hellnahreppi hafa nokkurt lag á þvi að krydda sér og öðrum tilveruna og vinna þar með gegn þeirri hjátrú sem segir að póli- tik sé leiðinleg. Olíutrú Timinn skrifar oliuleiðara i gær og dregur fram á þórar- inskan hátt nokkrar furður i málflutningi Morgunblaösins um þessi mál. Þar segir: „Morgunblaöið er hins vegar undantekning i þessum efnum. Það telur sig hafa bent á öruggt ráð til aö leysa oliuvandann, a.m.k. i bráð. Rdð þess er að senda Svavar Gestsson við- skiptamálaráðherra til Moskvu og láta hann knýja dyra hjá valdhöfum i Kreml og fá þá til að selja okkur olíu á lægra verði Ritstjóri Merkis krossins, málgagns kaþólskra manna, skrifar leiðara I rit sitt um boð- un og fordæmi. Hann talar um ýmiskonar snilld og rökfestu i málflutningi, sem siðan reynist litils virði, og spyr siðan: „En er þá ekki hægt aö boða málstað meö neinu? Jú, það er hægt. Það veröur best gert með þvi að sýna fólkinu hvað eigi aö gera og hvernig eigi að lifa, en ekki með þvi að segjaþvi það.” Ritstjórinn heldur áfram með tilvisun i sinn hóp og segir: „Okkur, kristnum mönnum, hefur verið trúað fyrir að boða ákveðinn málstað, og svo sann- arlega hefur ekki skort á ræðu- höld i kristninni til þessa. En heföi fólkinu ekki oröið þessi frábæri boöskapur minnisstæð- ari og eftirbreytnisverðari, ef kristnir menn hefðu alltaf og allsstaðar lifað eftir boðskap Krists? Ætli meirihluti jarðar- búa væri ekki kristinn ef kristn- ir menn hefðu alltaf elskað hver annan, eins og æðsta boðorðið segir okkur að gera? Ef þeir hefðu aldrei baktalað hver ann- an, ef þeir hefðu aldrei prettað hver annan, ef þeir hefðu aldrei drepiö hver annan og ef þeir hefðu helgað allt lif sitt þvi að gera vilja Guðs, sem þeir sögð- ust trúa á?” Spurningar af þessu tagi eru aö sjálfsögðu ekki nýjar — en þvi miður reynist ærin ástæða til að itreka þær i hverri kyn- slóð. Og þá er vitaskuld ekki spurt einungis um fordæmi þeirra manna sem kristnir vilja heita, heldur yfirleitt allra manna sem telja sig hafa eitt- hvað gott til málanna að leggja, hverju nafni sem þeir nefnast. — áb eng. L

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.