Þjóðviljinn - 12.07.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.07.1979, Síða 7
Fimmtudagur 12. júll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 Jónas Johannessen leggur I Akureyrarpoll eftir rall I Sjallanum. Mikill áhorfendaskari fylgdist meö. Jónas kom dægri siöar aö landi á sama staö og situr nú á barnum á Hótel KEA. Múli Briem komst ekki lengra en I Hólmsá og var hann þá gjörsam- lega búinn meö allt eldsneytiö. Ómar Geirsson stefnir til hafs viö Ingólfshöföa I beirri trú aö hann ætli aö stytta sér leiö yfir Húnaflóa. Takiö eftir hvaö brennivlns- geymir sjóbilsins er óvenjustór og haganlega fyrir komiö. Hægt er aö tappa á aö aftan, en af aö framan. þúfur í orðsins fyllstu merkingu, á hvolf eöa á felguna. Um brennivinsralliö f heild og framkvæmd þess sagöi Ormar Vilbertsson fréttastjóri I ræöu sem hann hélt á Laugardals- vellinum i gærkvöldi er hann sveipaöi höfuö Asmundar Dal- vik lárviöarkransi: Sigurfarkostur Asmundar Dalvlk á fullri ferö. Ekki er vitaö hvaö varö af Diddu Kormáksdóttur, en hjól hennar fannst á Barónsstlgnum og var eldsneytistaskan tóm. Andrés ön. Davlösson missti stjórn á bilnum I ólafsvikurenni og sést hér koma vaöandi I land. Brennivinsralli Þjóöviljans lauk á Laugardalsvelli seint I gærkvöldi er Asmundur Dalvlk stökk út úr farartæki slnu I rallskónum einum fata og hijóp einn hring á vellinum viö gifur- legan fögnuö áhorfenda. Alls stóö keppnin yfir i fjóra mánuöi og ööluöust hundruö manna dýr mæta reynslu I keppninni þó aö Ásmundur einn næöi marki. Flestir lentu I slikum byrjunar- öröugleikum aö þeir komust aldrei af staö. Orkusparnaður Eins og alþjóö er kunnugt var brennivinsrall Þjóöviljans 1979 fólgið i' kappakstri kringum landið í sérhönnuöum farar- tækjum sem ganga fyrir brenni- víniog var kjörorö keppninnar: Orkusparnaöur. Flest farartækin voru bæöi hönnuö fyrir sjórall og landrall og búin öflugum eldsneytis- geymum. Þaö veröur aö segjast eins og er aö geymarnir urðu áöur en yfirlauk flestum of mik- il freisting og fóruþeir því út um Eldsneyti að bráð „Mér dettur ekki i hug aö tala um þetta brennivinsrall sem mikið orkusparnaðarfyrirtæki. Of margir urðu eldsneytinu aö bráö — raunar allir nema einn. £g held þó að ég geti talað fyrír munn allra sem aö þessu stóöu þegar ég segi aö viö séum allir býsna kátir. Skál! Þaö var ekki brennivlnsleysi sem stöövaöi alla hina,” sagði Ormar, ,,en þaö hefur örugg- lega veriö brennivinsleysi sem olli þvi aö kappinn Asmundur sigraöi glæsilega þó að naumt væri undir lokin.” Þess skal getiö aö þegar Asmundur ók fram hjá Staupasteini I Hval- firöi var honum öllum lokiö og leiddi slöngu aftan úr hinum risastóra geymi fram i ökumannssætiö og komst viö þetta I slikan ham aö þegar hann beygði á tveimur hjólum inn á Laugardalsvöllinn varð farkosturinn eldsneytislaus og hljóp hann þvi siöasta hringinn viö fögnuö þúsunda áhorfenda. Þesu glæsilega brennivins- ralli Þjóöviljans 1979 i kringum landiö er þvi lokiö og má búast viö aö margir fari aö undirbúa næsta rall að ári — meö stööug- um æfingum. Sigurvegarinn Ásmundur Dalvlk hleypur fagnandi hring á Laugar- dalsvellinum. Brenniyínsrall Þjóðviljans ’79 Hundruð manna öðluðust dýrmæta reynslu - einn komst i mark Nafn vikunnar Snorri: Ég átti mörg skinn I skemmu sem ég þurfti aö nýta... Viötal viö Snorra Sturluson Flestum er kunnugt um aö Snorri Sturluson er áttahundruð ára gamall á þessu ári. I þvi til- efni var efnt til sýningar á ýms- um stórmennum i minningu Snorra. Af skiljanlegum ástæö- um var hann þó ekki viðstaddur sjálfur. Það eru margar spurningar sem brenna á vörum sagnþjóöarinnar eftir öll þessi ár, og viö slógum þvi á þráöinn til Snorra og fengum aö rabba litillega viö hann. — Snorri, mörgum hefur fundist mikiö til um hversu af- kastamikill þú varst á sinum tima viö skriftir. Hvernig stóö á þvl? — Til þess standa margar á- staéöur. Sú er hin fyrsta, að ég ólst upp á staö, þar sem sögur og menntir voru í hávegum haföar, ekki sist ef Noregskonungar komu við sögu. Enda má segja, að fósturfólk mitt hafi veriö hreykið mjög af frændsemi sinni viö jöfra Norvegs. Sumir höföu þaö raunar i flimtingum, einsog er greint frá I riti Sturlu frænda mins, Islendingasögu. Þar hreykti sér nokkuð Páll Sæmundarson frá Odda, enda var hann drepinn i Noregi, greyiö. En sú var hin önnur aö ég vildi halda vináttu við Skúla jarl og Hákon konung gamla og þá var ekki verra að mæra þá á skinni. Sú var hin þriðja, aö ég átti margt skinna I skemmu sem þurfti aö nýta. Þau tók ég þvi til skrifta. — Sumir hafa gegnum aldirn- ar haldiö þvi fram aö þú hafir skrifað Egilssögu. Getur þú staöfest þaö? t Nú hlær Snorri drjúgur í tól- ið) — Segja þeir það já. Ja, ætli það sé ekki best ég tjái mig litt um það. En þú getur sagt aö hún sé i minum anda. Já, gerðu þaö væni minn. — Nú hefur mörgum fundist sem af bókum megi ráöa, aö þú hafir veriö bæöi fjöllyndur og frillumargur. Hvaö er hæft i þessu Snorri? — Heyröu nú. Þessu mótmæli ég. Ég vil undirstrika að strax áriö 1206 var ég skilinn viö konu mina og liföi blómaskeið mitt ó- kvæntur. Var þá tiltökumál þó mér yröi þuklaö til kvenna stöku sinnum? — Af framkomu þinni viö ýmsa venslamenn þlna, svosem syni þina Órækju og Jón murt, hafa spakir menn dregiö þá á- lyktun aö þú hafir verið ágjarn? ' ‘ — Ojæjá. Silfriö hefur nú mörgum hugnast. Hvaöan ég fékk mitt fé, kemur engum viö og allra sist Þjóöviljanum. Fyrir hvaöa fé byggöuö þiö Þjóöviljahúsiö? Þú vilt ekki svara þvi, gæskur. En bættu þvi viö aö ekki hafi ég orðið af aur- um api. Er þaö ekki bara nokk- uö gott svar? — Hvernig llst þér á efna- hagsmálin I dag? — Mér sýnist nú, sem ástandiö sé likt þvi sem forfaöir minn Egill vildi veriö láta hafa, nær hann vildi dreifa silfrinu á Alþingi og láta þingheim berj- ast. Nú slæst alþjóð. — Snorri, hvað viltu segja aö lokum? — Eigi skal höggva. —drcbf

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.